Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. 3 DV Páll Pétursson, þingflokksformaður Framóknar: Fréttir Rosaleg vitleysa að byggja Blönduvirkjun - ekkert við orkuna að gera ef ekki kemur álver „Viö höfum verið frekar jákvæðir gagnvart hugmyndum um álver þar sem okkur eru ljós þau vandræði sem við erum komnir í vegna ofEjár- festinga í virkjunum. Það er ekkert við þá orku að gera sem kemur af fjárfestingu í Blönduvirkjun en næsta haust hafa farið í hana 12-13 milljarðar króna. Það er út af fyrir sig erfitt að kyngja þeirri rosalegu vitleysu sem það var að byggja Blönduvirkjun á kolröngum tíma. Ef álverssamningar renna út í sandinn og engar sambærilegar framkvæmdir eru fyrirhugaðar þarf ekki að nota orkuna frá Blönduvirkj- un fyrr en á næstu öld,“ sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins og stjórnar- maður í Landsvirkjun, í samtali við DV vegna álsamninga. „Ég segi hispurslaust að það hefði verið miklu heppilegra ef við hefðum fengið orkunotanda sem ekki hefði þurft svona mikla orku og ekki verið eins stórtækur og álver. I hugmynd- um um orkuverð til álvers er raforka Blönduvirkjunar á útsölu fyrstu árin og rafmagn nýrra virkjana líka.“ Páll segist ekki hafa sérstakan orku- kaupanda í huga en hugsa mætti sér orkunotanda sem þyrfti ekki nema þriðjunginn af orku álvers eða jafn- vel fjórðung. Þaö hefði stemmt miklu betur við raforkukerfið. „Raforkukerfið okkar er ágætt og vel í stakk búið til að þjóna þörfum þjóðarinnar að öðru leyti en því að ráðist var í Blönduvirkjun á skökk- um tíma. Það er ekkert við þá orku að gera, í rammasamningi um álver er ver- ið að setja rafmagniö á útsölu fyrstu árin til að fá einhvern til að nota það. Því væri hægt að hugsa sér að íslensk atvinnufyrirtæki eða íslensk heimili væru tilleiðanleg til að kaupa meira rafmagn ef þau fengju það ódýrara eða hluta af því á útsölu eins og verið er að setja upp í álsamning- um.“ -hlh Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. BILASPRAUTUN IÉTTINGAR e~Í^Ens~ Varmi Auðbrekku 14, sími 64-21 -41 UMBÚÐAPAPPÍR Hvítur, 40 og 57 cm rúllur Gjafapappír í úrvali 40 og 60 cm rúllur FÉLAGSPRENTSMIÐJAN HF. Spítalastíg 10 - Sími 11640 Myndsendir: 29520 Tveir ungir Selfyssingar á leið yfir Ölfusárbrú. DV-mynd Kristján Ölf usárbrú slysagildra Kristján Emarsson, DV, Selfossi: Selfyssingar hafa löngum haft áhyggjur af slysahættu á Ölfusárbrú og á síðasta fundi bæjarstjórnar Sel- foss var eftirfarandi tillaga borin upp og samþykkt samhljóða. „Bæjarstjórn Selfoss ítrekar áskor- un á þingmenn Suðurlandskjördæm- is svo og samgönguráðherra að láta hraða smíði göngubrúr yfir Ölfusá við Ölfusárbrú." í greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Um margra ára skeið hefur bygging göngubrúr verið í umræð- unni en lítið virðist hafa þokast með það mál. Öryggi gangandi vegfar- enda er vægast sagt lítið á brúnni, sérstaklega er aðkoman að norðan- verðu hættuleg þar sem akbraut og gangbraut eru í sömu hæð og bílar aka jafnvel inn á gangbrautina.“ Það er von bæjarstjórnarmanna svo og allra sem þekkja þetta mál af eigin raun að úr rætist sem fyrst. Menn hafa bent á að börn, sem eiga leið um brúna á leið sinni í skólann, geti hreinlega sogast út á akbrautina þegar stórir bílar fara um hana á miklum hraða í misjöfnum vetrar- veðrum. Á næsta ári, í september 1991, verða 100 ár síðan brú kom á Ölfusá og það er von heimamanna að ný göngubrú verði þá komin í gagnið. Stjórn Félags hrossabænda: Skorar á Búnaðar- félagið að fresta uppsögn A fundi í stjórn Félags hrossa- bænda, sem haldinn var á mánu- dagskvöld, var því hafnað að einhliða uppsögn Búnaðarfélags íslands á samningi við félagið þyrfti ekki lengri fyrirvara en tvo mánuði. Samningurinn varðaði meðferð stimpils við gerð upprunavottorða við hrossaútflutning. Þá var sam- þykkt að skora á Búnaðarfélagið að fresta þessari uppsögn samningsins. Eins og DV hefur skýrt frá sagði Búnaðarfélagið einhliða upp sam- komulagi sínu við Félag hrossa- bænda frá 1988 um að Félag hrossa- bænda færi með stimpil þess við gerð upprunavottorða hrossa fyrir hrossaútflutning. Tilkynnti Búnaö- arfélagið að frá og með 15. nóvember sæi Kristinn Hugason, annar lands- ráðunautanna í hrossarækt, um gerð upprunavottorðanna og stimpilinn. í félagi hrossabænda brugðust menn hart við og túlkuðu uppsögn- ina á þann veg að verið væri að taka hrossaútflutning að hluta úr hönd- um Félags hrossabænda. Á fundinn á mánudagskvöld mætti Jónas Jóns- son búnaðarmálastjóri. Urðu hörð orðaskipti milli manna vegna máls- ins. -hlh V/SA RAÐGREIÐSLUR 10 MANUÐIR IEURC KREDIT V/LDARK/ÖR IÁjM Erum að taka í hús nýja sendíngu af Bergen hornsófum í mörgum lítum og verðíð er hreínt ótrúlegt. Bergen hornsófinn er klæddur með krómsút- uðu anílin-gegnumlítuðu nautsleðri á öllum slítflötum og með leðurlíki á grind utanverðrí. í púðum er polyester og dacronló. Stærðír: b. 210x1. 265. EKKI MISSA AF ÞESSU FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.