Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. AfmæH DV Ragna Þórhallsdóttir Ragna Þórhallsdóttir, ritstjóri tíma- ritsins Nýtt af nálinni, Sörlaskjóli 54, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Ragna er fædd í Rvík og lauk kennaraprófi í KÍ1972. Hún lauk stúdentsprófi í KÍ1973 og handa- vinnukennaraprófi 1979. Ragna kenndi á námskeiðum hjá Heimil- isiðnaðarfélagi íslands 1979-1985 og vann viö útgáfustörf hjá tímaritinu Lopi og band 1984-1987. Hún hefur verið ritstjóri tímaritsins Nýtt af náhnni sem bókaforlagið Vaka- HelgafeU gefur út frá júní 1987. Fjölskylda Ragna giftist 14. október 1972 Flosa Kristjánsson, f. 2. maí 1951, kenn- ara. Foreldrar Flosa eru: Kristján Ólafsspn, verktaki í Rvík, og kona hans, Ósk Jóhanna Kristjánsson. Synir Rögnu og Flosa eru: Þórhallur Öm, f. 25. apríl 1974; Kristján Hauk- ur, f. 25. mars 1976 og Ásgeir Valur, f. 21. nóvember 1979. Systkini Rögnu eru: Sverrir, f. 31. júlí 1944, efna- verkfræðingur hjá Orkustofnun, kvæntur Ingu Helgadóttur flug- freyju; Dóra, f. 6. september 1947, hjúkrunarfræðingur, gift Magnúsi B. Einarssyni, lækni á Reykjalundi, og Sólveig, f. 19. júlí 1956, hjúkr- unarfræðingur, gift Gunnari Jóak- imssyni, viðskiptafræðingi hjá síld- arútvegsnefnd. Ætt Foreldrar Rögnu eru: Þórhallur Ásgeirsson, f. 1. janúar 1919, fyrrv. ráöuneytisstjóri í viðskiptaráöu- neytinu, og kona hans, Lilly Ás- geirsson, f. 2. júní 1919. Foreldrar Lillyar voru: Sverre Knudsen, d. 1977, smiður í New York, f. í Krist- iansand í Noregi, og kona hans, Ragna Knudsen, d. 1981, f. Vik, frá Arendal í Noregi. Foreldrar Þór- halls voru Ásgeir Ásgeirsson forseti og kona hans, Dóra Þórhallsdóttir. Ásgeir var sonur Ásgeirs, kaup- manns í Rvík, Eyþórssonar. Móðir Ásgeirs Eyþórssonar var Kristín, systir Sigríðar, langömmu Þórhild- ar Þorleifsdóttur alþingismanns. Kristín var dóttir Gríms, prófasts á Helgafelli, Pálssonar, bróður Margrétar, langömmu Margrétar, móður Ólafs Thors. Móðir Ásgeirs Ásgeirssonar var Jensína Matthías- dóttir, smiðs í Holti í Rvík, bróður Sigríðar, ömmu Rögnvaldar Sigur- jónssonar píanóleikara. Matthías var sonur Markúsar, prests á Álfta- mýri, Þórðarsonar, stúdents í Vigur, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jóns- sonar, ættfóður Eyrarættarinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Matthí- asar var Solveig Pálsdóttir skálda, prests í Vestmannaeyjum, Jónsson- ar, bróður Önnu, langömmu Þor- steins Erlingssonar skálds. Móðir Solveigar var Guðrún, systir Styr- gerðar, langömmu Eyjólfs, afa Guð- rúnar Helgadóttur, forseta Samein- aðs þings. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Brekkum í Holtum, Filippus- sonar, bróöur Rannveigar, konu Bjarna Sívertsens riddara, langömmu Matthíasar, afa Matthi- asar Á. Mathiesen alþingismanns. Móðurbróðir Þórhalls var Tryggvi forsætisráðherra. Dóra var dóttir Þórhalls biskups Bjarnarsonar, prófasts og skálds í Laufási, Hall- dórssonar, prófasts á Sauðanesi, Bjömssonar, prófasts í Garði í Kelduhverfi, HaUdórssonar, bróður Árna, langafa Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Systir Bjöms var Björg, ættmóðir Kjamaættarinnar. Björn var sonur Halldórs, b. á Æsu- stöðum, Bjömssonar, b. á Löngu- mýri, ívarssonar, bróður Guð- mundar, afa Skáld-Rósu, og Sigríð- ar, langömmu Sigurðar Nordal. Móðir Þórhalls var Sigríöur Einars- dóttir, b. í Saltvík á Tjömesi, Jónas- sonar og konu hans, Sigríðar Vig- fúsdóttur, b. í Naustavík, Þorsteins- sonar. Móðir Sigríðar var Kristín Sæmundsdóttir, prests á Stað í Kinn, Jónssonar, prests í Mývatns- þingum, Sæmundssonar, b. á Brúnastöðum i Fljótum, Þorsteins- sonar, b. á Stóru-Brekku, Eiríksson- ar, ættföður Stóm-Brekkuættarinn- ar. Móðir Dóru var Valgerður Jóns- dóttir, b. á Bjarnarstöðum í Bárðar- dal, Halldórsscnar, b. á Bjarnar- Ragna Þórhallsdóttir. stöðum, Þorgrímssonar, bróður Jóns, langafa Kristjáns Eldjáms for- seta. Móðir Halldórs var Vigdís Hallgrímsdóttir, b. í Hraunkoti í Reykjadal, Helgasonar, ættföður Hraunkotsættarinnar. Móðir Val- gerðar var Hólmfríður Hansdóttir, b. í Neslöndum við Mývatn, Þor- steinssonar, bróður Halldóm, langömmu Snæbjarnar, afa Arn- ljóts Björnssonar prófessors. Móðir Hans var Þóra Jónsdóttir, systir Helgu, langömmu Hjartar, langafa Ólafs Ragnars Grímssonar. Anna Sigurjónsdóttir Anna Sigurjónsdóttir frá Blöndu- dalshólum, nú á Héraðshæhnu á Blöndósi, er níræð í dag. Anna er fædd í Hvammi á Laxárdal og ólst upp í Finnstungu og á Eiríksstöðum. Hún var mikil jarðræktarkona og stundaöi fjölbreytta matjurtarækt. Hún ræktaði upp skóg í Blöndudals- hólum sem blasir viö þegar farinn erKjalvegur. Fjölskylda Anna giftist 14. júlí 1923 Bjarna Jónassyni, f. 24. febrúar 1891, d. 26. janúar 1984, b., kennara og fræði- manni í Blöndudalshólum. Foreldr- ar Bjarna vom: Jónas Bjarnason, b. í Litladal, og kona hans, Elín Ól- afsdóttir. Böm Önnu og Bjarna em: Ingibjörg, f. 10. maí 1925, býr á Akur- eyri; Elín, f. 23. september 1927, kennari á Akureyri, gift Hauki Árnasyni, framkvæmdastjóra; Jón- as Benedikt, f. 4. mars 1932, bif- vélavirki í Blöndudalshólum, kvæntur Ásdísi Friðgeirsdóttur; Kolfmna, f. 30. maí 1937, gift Hinriki Bjarnasyni, farmkvæmdastjóra; Sigurjón, f. 10. ágúst 1941, d. 4. des- ember 1945 og Ólafur Snæbjörn, f. 29. febrúar 1944, býr á Akureyri. Systkini Önnu voru: Jón Baldur, f. 22. júní 1898, d. 1. ágúst 1971 kaup- félagsstjóri á Blöndósi, kvæntur Arndísi Ágústsdóttur; Jóhann, lést rúmlega tólf ára og Þuríður.Helga, lést þriggja missera. Ætt Foreldrar Önnu voru: Sigurjón Jóhannsson, f. 6. október 1873, d. 4. ágúst 1961, b. í Blöndudalshólum, og kona hans, Ingibjörg Solveig Jónsdóttir, f. 15. ágúst 1863, d. 3. júní 1904. Sigurjón var sonur Jóhanns Frímanns, b. og hreppstjóra í Mjóa- dal, Sigvaldasonar, b. á Litlu- Ásgeirsá, Jónssonar, b. á Vatns- horni, Egilssonar. Móðir Sigurjóns var Guðrún, syst- ir Sigurlaugar á Torfalæk, móður Guðmundar skólastjóra, Bjöms, læknis og Jónasar fræðslustjóra. Guðrún var dóttir Jóns, b. og hrepp- stjóri á Sauðanesi, Sveinssonar, b. á Hnjúkum, Helgasonar. Móðir Sveins var Ólöf Bjarnadóttir, b. á Hrafnabjörgum, Jónssonar, b. á Eiðsstöðum, ættfóður Eiðsstaðaætt- arinnar, Bjarnasonar lögréttu- manns á Eyvindarstöðum, Jónsson- ar. Móðir Jóns var Halldóra Sigurö- ardóttir, b. í Ási í Vatnsdal, Jónsson- ar harða, b. í Mörk, Jónssonar, ætt- föður Harðabóndaættarinnar. Móð- ir Guðrúnar var Sigríður Jónsdótt- ir, b. á Höskuldsstöðum, Jónssonar og konu hans, Sigurlaugar Jónas- dóttur, prests á Höskuldsstööum, Benediktssonar, prests í Butru, Jak- obssonar, bróður Sofíiu, langömmu JónsEspólíns. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. og hreppstjóra í Hvammi á Laxárdal, Guömundssonar, b. á Móbergi, Guð- mundssonar b. á Móbergi, Sigurðs- sonar. Móðir Guðmundar var Sess- elja Sveinsdóttir, b. á Grund í Svínadal, Oddssonar og konu hans, Sesselju Jónsdóttur, systur Bjarna, á Hrafnabjörgum. Móðir Jóns í Hvammi var Þuríður Jónsdóttir, b. Anna Sigurjónsdóttir. á Stóru-Giljá, Ámasonar, prests á Bægisá, Tómassonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, systir Þor- gríms, langafa Gríms Thomsens. Móðir Ingibjargar var Anna, syst- ir Sveins á Geithömrum, fööur Þórðar, yfirlæknis á Kleppsspítla. Anna var dóttir Péturs, b. á Refs- stöðum, bróður Kristjáns ríka í Stóradal, afa Jónasar Kristjánsson- ar læknis, afa Jónasar Kristjánsson- ar ritstjóra. Pétur var sonur Jóns, b. á Snæringsstöðum, bróður Sig- urðar, b. í Ási. Móðir Péturs var Sigríður Jónsdóttir, b. á Grund í Svínadal, Hálfdanarsonar og konu hans, Ingibjargar Sveinsdóttur, b. og hreppstjóra á Grund, Bergsson- ar. Móðir Ingibjargar var Sigríður Stefánsdóttir, lögréttumanns á Syðri-Mælifellsá, Sigurðssonar. Móðir Önnu Pétursdóttur var Ragn- hildur Bjarnadóttir, b. á Neðri-Fitj- um, Bjarnasonar og konu hans, Ragnhildar Gunnarsdóttur. Þórður Helgason Þórður Helgason, fyrrv. vélstjóri, Háakinn 4, Hafnarfirði er sextugur í dag. Þórður er fæddur á Staðar- hóli í Hafnarhreppi i Gullbringu- sýslu og ólst þar upp. Fjölskylda Þórður kvæntist 20. febrúar 1954 Guðbjörgu Huldu Þórðardóttur, f. 18. febrúar 1933. Foreldrar Guð- bjcurgar eru; Þórður Þórðarson, fyrrv. farmfærslufulltrúi í Hafnar- firði og kona hans Arnþrúður Grímsdóttir, d. 14. apríl 1985. Börn Þórðar og Guöbjargar em; Þórður, f. 15. desember 1953, lögreglumaður í Rvík, býr í Garðabæ, kvæntur Maríu Ólafsdóttur, skrifstofu- manni; Amþrúður, f. 1. júlí 1956, gift Eiríki Bimi Barðasyni, vélfræð- ingi; Guðmundur, f. 14. febrúar 1958, vélfræðingur í Hafnarfirði, kvænt.ur Fríðu Guðbjörgu Eyjólfsdóttur; Ól- afur Örn, f. 24. október 1962, b. á Búlandi í Eyjafirði, kvæntur Emu Jóhannesdóttur, sjúkraliða og Guð- björn Þór, f. 24. apríl 1971, nemi í pípulögnum, Systkini Þórðar sam- mæöra eru; Kristín, hjúkrunarfull- trúi í Rvík; Ólafur, rafvirkjameistari í Rvík; Guðmundur, starfsmanna- stjóri Lögreglunnar í Rvík og Þor- björg, hjúkrunarfræðingur á Sel- tjarnarnesi. Foreldrar Þórðar vom: Helgi Mar- is Sigurðsson, f. 30. ágúst 1906, bif- vélavirki í Rvík, bróöir Eðvarðs, al- þingismanns og kona hans Þóra J. Magnúsdóttir, f. 9. ágúst 1910, d. 1974 frá Staðarhóli í Höfnum. Maður Þóru er Guðmundur Jónsson, fyrrv. lögregluvarðsstjóri, Dalbraut 27, Rvík. Kona Marisar er Sigþrúður Guðbjartsdóttir, Stigahlíð34, Rvík. Fósturforeldrar Þórðar voru; amma Þórðar og ömmubróðir, Kristín Jós- ÞórðurHelgason. epsdóttir ljósmóðir á Staöarhóh og Guðmundur Jósepsson, hreppstjóri. Þórður tekur á móti gestum á heim- ili sínu kl. 17-20 á afmælisdaginn. Til hamingju með daginn 80 ára Guðný Guðmunclsdóttir, Geitlandi 12, Reykjavík. Stefán Ásbjarnarson, Sundabuö 1, Vopnafirðí. 75 ára Lilja Guðmundsdóttir, Vallargötu 9, Flateyri. 50 ára Ragnar Hallvarðsson, Einigrund 6, Akranesi. María Ema Óskarsdóttir, Vesturbergi 30, Reykjavík. Gígja Simonardóttir, Hjarðarholti 6, Akranesi. Birgir Jónsson, Vesturvangi 9, Hafnarfiröi. Birgir Steiridórsson, Bakkahlíð 13, Akureyri. 40 ára Ástríður Sveinbjörnsdóttir, Silfurbraut 13, Höfn í Hornafirði. Birgir Óttar Ríkarðsson, Engihjalla 9, Kópavogi. Ragnhildur Ragnarsd. Engsbratten, Eyjólfsstöðum, Vallahreppi. Kristbjörg Sveinsdóttir, Jórufelli 6, Reykjavík. Bryndís D. Björgvinsdóttir, Sólheitnum 14, Reykjavik. Fríður Gestsdóttir, Engihjalla 21, Kópavogi. Kristín Snæfells Arnþórsdóttir, Grænuhlíð 9, Reykjavík. Sigurður Sverrisson Sigurður Sverrisson, fyrrv. bóndi, nú til heimilis aö Dvalarheimili aldraðra í Vík í Mýrdal, er níutíu ogfimmáraídag. Starfsferill Sigurður var hjá foreldrum sínum á Melhóh (Undirhrauni) til 1899 en flutti þá með þeim að Hraunbæ í Álftaveri. Árið 1915 réðst hann sem vinnumaður að Skálmarbæ í sömu sveit, síðan að Höfðabrekku 1917-20, í Kerhngadal 1920-23 og í Skamma- dal 1923-25. Sigurður hóf sjálfur búskap í Kerl- ingadal 1925 og bjó þar til 1933 en flutti þá í Jórvík þar sem hann stundaði búskap til 1952. Hann var síðan bóndi á Ljótarstöðum 1952-60 en þá fluttu þau hjónin í Vík í Mýr- dal. Sigurður missti konu sína árið 1967 og hefur hann búiö í Vík síðan að undanskildum nokkrum árum sem hann bjó á dvalarheimili aldr- aðra á Kirkjubæjarklaustri. Fjölskylda Siguröur kvæntist 28.4.1929 Ástríði Bárðardóttur, f. 12.6.1904, d. 1967, húsfreyju, en hún var dóttir Bárðar Pálssonar, f. 1872, bónda að Holti í Álftaveri, og konu hans Sig- ríðar Jónsdóttur, f. 1876, húsfreyju. Börn Sigurðar og Ástriðar eru Ásgeir, f. 1929, bóndi á Ljótarstööum en sambýhskona hans er Helga Bjarnadóttir og eiga þau tvö börn; Oddbjörg Sesselja, f. 1932, húsmóðir í Reykjavík, gift Steindóri Bjarn- freðssyni og eiga þau fimm börn; Sigríður, f. 1934, búsett á Flögu, gift Gísla Vigfússyni og eiga þau sex börn; Jóhanna Bára, f. 1935, hús- móöir á Seltjarnarnesi, gift Aðal- steini Bjarnfreðssyni og eiga þau tvö börn; Sverrir, f. 1936, d. 1967, bjó á Sigurður Sverrisson. Ljótarstööum, var kvæntur Helgu Bjamadóttur og eignuðust þau þrjú börn; Þórhildur, f. 1939, húsmóöir í Reykjavík, gift Þorsteini Bjarnasyni og eiga þau fjögur börn; Sigursveinn Ástþór, f. 1941, bílamálari i Reykja- vík, kvæntur Rósu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn. Langafabörn Sigurðar eru nú tuttugu og þrjú tals- ins. Systkini Sigurðar; Oddur, f. 1891 en hann er látinn; Bjarni, f. 1894, látinn; Guðjónína, f. 1897, látin; Guðný, f. 1900, látin; drengur, f. 1902, dó í frumbernsku og Þórey, f. 1903, búsettíKópavogi. Foreldrar Sigurðar voru Sverrir Bjarnason, f. 1860, d. 1931, bóndi í Hraunbæ í Álftaveri, og kona hans, Oddný Jónsdóttir, f. 1861, d. 1938, húsfreyja. Sverrir var sonur Bjama Sverris- sonar, b. á Undirhrauni, og konu hans.Gunýjar Þórðardóttur. Oddný var dóttir Jóns Ögmunds- sonar, b. í Prestshúsum, og Sesselju Ámadóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.