Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. Útlönd Þjóðverjar óttast öldu hryðjuverka Vinstri sinnuð skæruliðasamtök, sem eitt sinn herjuðu um Vestur- Þýskaland með blóðugum árásum, hafa lýst yflr stríði gegn sameinuðu Þýskalandi. Hafa samtökin, Rauðu herdeildirnar, heitið langri baráttu gegn því sem þau kalla „Fjórða rík- ið“, fasískt ríki sem geti lagt undir sig Evrópu. Fregnir herma að Rauðu herdeild- irnar séu að undirbúa áætlun um að myrða eða ræna Helmut Kohl, kansl- ara Þýskalands, og öðrum stjórn- málamönnum sem haiið hafa baráttu fyrir kosningarnar 2. desember. Ný kynslóð hryðjuverka- manna Ný kynslóð félaga í Rauðu her- deildunum hefur þegar látið til sín taka í sameiningarvímunni. Þremur vikum eftir að Berlínarmúrinn var opnaður myrtu Rauðu herdeildirnar Alfred Herrhausen, bankastjóra Deutsche Bank, stærsta banka Vest- ur-Þýskalands. Herrhausen beiö bana er sprengja sprakk í bíl hans nálægt Frankfurt 30. nóvember í fyrra. í bréfi, þar sem Rauðu her- deildirnar lýstu yfir ábyrgð á morð- inu, sagði að Deutsche Bank væri tákn valda hins fasíska kapítalisma. Bankinn hefði undirbúið innrás í Austur-Evrópu árum saman. Morðið, sem var fyrsta árás Rauðu herdeildanna í nokkur ár, vakti mik- inn óhug í Vestur-Þýskalandi og ótt- uðust menn nýja öldu hryðjuverka. Þann 27. júlí síðastliðinn gerðu Rauðu herdeildirnar sprengjuárás á embættismann í innanríkisráðu- neytinu, Hans Neusel, er hann var á leið til vinnu sinnar. Hann slapp lítið meiddur. í kjölfar þessarar mis- heppnuðu morðtilraunar barst nýtt bréf frá Rauðu herdeildunum þar sem því var lýst yfir að þær myndu beina árásum sínum gegn hinu nýja sameinaða Þýskalandi. Moröiö á Alfred Herrhausen, bankastjóra Deutsche Bank, stærsta banka V-Þýskalands, i nóvember i fyrra vakti mikinn óhug. Rauöu herdeildirnar voru komnar aftur á kreik. Á myndinni má sjá lögreglumenn kanna aðstæður á tilræðisstaðnum. Símamynd Reuter „Boðberar byltingar" Flestir hinna upprunalegu félaga Rauðu herdeildanna voru myrtir eða fangelsaðir í herferð lögreglunnar gegn þeim á áttunda áratugnum. Þá hafði fjörutíu og einn maður verið myrtur eða rænt af hryðjuverka- mönnunum. Rauðu herdeildirnar voru stofnað- ar af Andreas Baader og Ulrike Meinhof sem litu á sig sem boðbera byltingar. Þau leituðust við að koma á ójafnvægi í vestur-þýsku þjóðfélagi sem þau sögðu vera sjúkt lögreglu- ríki. Lögreglan telur að nýir félagar í Rauðu herdeildunum séu jafnvel ekki fleiri en tíu til tuttugu. Þeir séu hins vegar staðráðnir í því að skelfa 78 milljónir landa sinna. Áætlanir um hryðjuverk Við húsleit í Hamborg í maí fann lögreglan áætlanir um árásir á við- skiptajöfra og stjórnmálamenn, þar á meðal Kohl kanslara. Tímaritið Stern segir að lögregluna gruni að Rauðu herdeildirnar séu að und- irbúa mannrán, svipað því þegar leiðtogi atvinnurekenda, Hans-Mart- in Schleyer, var myrtur, til að þvinga fram lausn fangelsaðra félaga. Reuter 11 ... alla daga ^Öf^ARNARFLUG INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - sími 29577 0SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ & KAUPFÉLÖGIN Vegna mikillar sölu á nýjum bifreiðum og uppítök- um á þeim eldri eigum við óvenjumikið og gott úrval af notuðum bifreiðum sem seldar verða á uppítökuverði (kostnaðarverði) nokkra næstu daga. SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ: Verð áður ognú Dodge Aries ’88 850 þús. 725 þús. Dodge Aries ’87 760 þús. 650 þús. Plymouth Reliant ’87 820 þús. 690 þús. Ford Sierra 1600 ’86 570 þús. 490 þús. Oldsm. Sierra ’86 860 þús. 710 þús. Peugeot 405 GR ’89 1190 þús. 990 þús. Lada Sport ’87 460 þús. 390 þús. JÖFUR HF Opíð Mánud.-föstud. 9-18 Laugardag 13-17 NYBYLAVEGI 2, KOPAVOGI, SIMI (91) 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.