Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. • Dagur Sigurðsson reynir markskot að marki Fram í viðureign liðanna á Hliðarenda í gærkvöldi. Dagur er einn af ungum og efnilegum leikmönnum Valsliðsins, sem hefur unnið alla leiki sina fram að þessu á íslandsmótinu, en Framarar hafa aðeins hlotið eitt stig. DV-mynd Brynjar Gauti íslandsmótið í handknattleik -1. deild: „Býr meira í liðinu“ - sagði Valsmaðurinn Jakob Sigurðsson eftir sigurinn á Fram, 24-19 Iþróttir________________ 1. deild 1 handbolta: Stjarnan í basli með Selfoss Lið Stjörnunnar lenti í miklu basli með nýliöana í 1. deild þegar liðin léku í Garöabæ í gærkvöldi. Stjarnan marði sigur, 20-18, eftir að Stjarnan hafði haft yfir í leik- hléi, 11-10. • Mörk Stjörnunnar: Sigurður Bjarnason 8, Hafsteinn Bragason 8, Magnús Sigurðsson 3, og Hilm- ar Hjaltason 1. • Mörk Selfoss: Gústaf Björns- son 7, Einar Guðmundsson 5, Einar Sigurðsson 4, Sigurður Þórðarson 1, Sigurjón Bjarnason 1, og Sigurður Sigurðsson 1. Leikinn dæmdu Stefán Arn- aldsson og Rögnvaldur Erlings- son. Naumur sigur hjá Haukum gegnÍR Haukar unnu mjög nauman sigur gegn ÍR-ingum í Hafnar- firði í gærkvöldi. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en leiknum lauk með sigri Hauka 27-26. Staðan í leikhléi var 16-14. • Mörk Hauka: Pétur Amars- son 7, Sigurður Örn Arnarsson 6, Sveinberg Gíslason 5, Steinar Birgisson 4, Petr Bamruk 4/2, og Einar Hjaltason 1. • Mörk ÍR: Róbert Rafnsson 8, Ólafur Gylfason 7, Magnús Ólafs- son 5, Matthías Matthíasson 3, Jóhann Ásgeirsson 2, og Guð- mundur Þórðarson 1. Leikinn dæmdu Óli Ólsen og Gunnlaugur Hjálmarsson. -RR JafnthjáKR og Gróttu KR og Grótta skildu jöfn, 19-19, í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. í hálfleik var staðan jöfn, 10-10. • Mörk KR: Sigurður Sveinsson 7, Páll Ólafsson 4, Konráð Olavs- son 3, Willum Þórðarson 2, Þóröur Sigurðsson 2, Bjami Ólafsson 1. • Mörk Gróttu: Stefán Arnalds- son 10/5, Vladimír 4/3, Páll Björns- son 2, Friðleifur Friðleifsson 1, Svavar Magnússon 1, Sverrir Sverrisson 1. -HR Valur.........4 4 0 0100-81 8 Stjarnan......4 4 0 0 91-76 8 Víkingur......3 3 0 0 82-63 6 KR............4 2 1 1 95-93 5 KA............2 2 0 0 51-29 4 Haukar........3 2 0 1 71-75 4 Staðan ÍBV......2 1 0 1 46-45 2 Fram.......4 0 1 3 77-91 1 Grótta.....4 0 1 3 81-99 1 FH.........2 0 0 2 40-46 0 Selfoss....4 0 1 3 71-96 0 ÍR.........4 0 0 4 93-104 0 2. deild í handbolta: Stórsigur Njarðvíkinga Njarövíkingar unnu nágrann- ana í Keflavík örugglega í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik í Keflavik í gærkvöldi, lokatölur 18-24. Þá vann Ármann lið ÍS í Laugardalshöll, 19-18, og Breiöa- blik vann ÍH, 21-16, í Hafnarfirði. í 2. deild kvenna vann KR Hauka í Firðinu með 19 mörkum gegn 21. -SK/ÆMK/JKS Valur sigraði Fram, 24-19, á Hlíð- arenda í gærkvöldi í 1. deild karla í handknattleik. Valur náöi fomstu í fyrri hálfleik, 8-4, en Framarar gáf- ust ekki upp og náöu að jafna, 9-9. Valdimar Grímsson tryggði Val for- ustu í hálfleik, 1(L9, með marki úr hraðaupphlaupi. í síðari hálfleik náðu Valsmenn afgerandi forustu, 17-11. Leikmenn Fram gáfust ekki upp og náöu að minnka muninn í 20-19. Þá vom þrir leikmenn Fram reknir af leikvelli með stuttu milli- bih. Valsmenn gengu á lagið og sigr- uðu sem fyrr sagði. „Það var ein- beitingarleysi og doði yfir liðinu í þessum leik. Liðið hefur ekki sýnt það sem í því býr á þessu íslands- móti en viö erum með fullt hús stiga. Það er búin að vera mikil keyrsla á liðinu síðustu vikur, það á eftir að skila sér seinna í vetur,“ sagði Jakob Sigurðsson í samtali við DV eftir leik- inn. Valsmenn virkuðu þreyttir andlega og líkamlega í leiknum gegn Fram. Evrópuleikurinn gegn Sandefjord sat greinilega í leikmönnum liðsins, þeir náðu ekki upp einbeitingu og léku með hangandi haus. Brynjar Harðar- son lék ekki með Val vegna meiðsla og var hans greinilega sárt saknað. Sóknarleikur Vals í leiknum var slakur og mikið um feila. Hægri vængurinn er greinilega vandamál sóknarlega. Júlíus Gunnarsson hef- ur ekki náð að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerð- ar. Valur lék 6/0 vöm, andleysi var allsráðandi og barátta leikmanna í lágmarki. Ef ekki hefði komið til vel útfærö hraðaupphlaup hefðu Vals- menn ekki riðið feitum hesti frá leiknum. Besti maður Vals var Valdi- mar Grímsson. Lið Fram er ungt að árum og reynsluleysi kemur til með að há því í vetur. Liðið leikur 5/1 vörn og virð- ast leikmenn ekki hafa líkamlegan styrk til að klára dæmið. Þeir börð- ust þó hetjulegri baráttu en þá vant- aði kraft til að dæmið gengi upp. Liö- ið leikur oft vel saman úti á vellinum en ógnun er á köflum lítil. í liði Fram eru margir bráðefnilegir piltar, Ja- son Ólafsson, Gunnar Andrésson og Karl Karlsson. Þeir verða alhr að sýna þolinmæði, þeirra tími kemur fyrr en varir. Hraðaupphlaup voru af skornum skammti sem kemur til af slökum varnarleik. Besti maður Fram í leiknum var Karl Karlsson. Framarar þurfa ekki að kviða fram- tíðinni en það þarf þolinmæði. Dómarar voru Gunnar Kjartans- son og Ámi Sverrisson sem dæmdu vel. • Mörk Vals: Valdimar Grímsson 11/3. Júlíus Gunnarsson 4. Finnur Jóhannsson 3. Jón Kristjánsson 3. Theodór Guðfinnsson 2. Jakob Sig- urðsson 1. • Mörk Fram: Karl Karlsson 5, Jason K. Ólafsson 4/2, Gunnar Andr- ésson 4, Páil Þórólfsson 4, Jón G. Sævarsson 2. -GG Stórsigur FH Tveir leikir fóru fram í 1. deild kvenna í gærkvöldi, FH vann Fram í Hölhnni með 25 mörkum gegn 15 og Víkingur sigraði Val að Hlíðarenda-, 23-14. Stórsigur FH FH-liðiö geröi sér htið fyrir og vann Framstúlkur meö 10 mörkum, 25-15, eftir að staðan í hálfleik hafði veriö 10-9, FH i vil. Fyrri hálfleikur var frekar jafn og um miðjan hálfleikinn var staðan 7-6 fyrir Fram, ann- að var uppi á teningnum í síðari hálfleiknum. FH-stúlkur fóru hreinlega á kostum og skoruðu hvert markið á fætur öðru á meðan Fram-liðið náði ekki að setja mark í 14 mínútur í byrjun hálfleiksins. FH skoraði svo 6 síðustu mörk leiksins og breyttu stöðunni úr 19-15 í 25-15 sem urðu lokatölur leiksins. • Mörk Fram: Guðríður 7/5, Ingunn og Inga Huld 3 hvor, Sigrún og Hafdís 1 mark hvor. • Mörk FH: Björg 7, Kristín 6, Eva 4, Rut 3/2, María og Arndís 2 hvor og Berglind 1 mark. Víkingssigur á Hlíðarenda Víkingshðið hóf leikinn af krafti og náöi strax undirtökunum, varnarleik- ur hösins var góður og átti Valshðið í vandræðum með að koma boltanum í netið, staðan í hálfleik var 12-5 fyrir Víking. Seinni hálfleikur var lítið betri en sá fyrri, ekkert gekk né rak hjá Val á meöan Víkingsliðið gerði hvert markið á fætur öðru. Lauk leiknum með 9 marka sigri Víkings, 23-14. • Mörk Vals: Una 4, Ragnheiður 4/1, Berglind 3/2, Ama, Katrín og Guðrún 1 mark hver. • Mörk Víkings: Haha 9/4, Inga Lára 6, Heiða 5, Svava 2, Andrea 1 mark. -ÁS U-18 ára landsliðið óheppið gegn Belgum - Belgamir náöu jafntefli, 1-1 Kristján Bemburg, DV, Belgiu: „íslenska hðið var nær sigri en það belgíska og átti fleiri hættuleg marktækifæri en mitt hð. Víð vanmátum ekki islenska liöið. Það er ekki hægt að vanmeta neitt lið í dag. Ég var alls ekki ánægður með leik minna manna en aftur á móti ánægður með úrslitin,“ sagði A. Jacobs, þjálfari landsliðs Belga í knattspyrnu, skipaðs leikmönnum undir 18 ára aldri. Lið Belga og íslendinga léku hér í Belgíu í gærkvöldi og lauk leiknum með jafntefh, 1-1, og vom bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleik. „Við ætluðum okkur að ná í annað stigið og ég er ánægður með úrslit- in. Við vomm nálægt sigri en tvö dauðafæri fóru forgörðum,“ sagöi Hörð- ur Helgason, þjálfari íslenska hðsins, eftir leikinn. Leíkurinn byijaði rólega en á 25. minútu náði íslenska hðið foryst- unni. Það var Guðraundur Benediktsson sem skoraði úr þröngu færi eft- ir góða fyrirgjöf. Eftir raarkið bakkaði íslenska hðið alltof mikið og kom það því í koh á 34. raínútu því að þá jöfnuðu Belgar og var markið slysa- legt. Genaux átti þá skot að íslenska markinu og boltinn fór í höfuð eins Belganna, breytti um stefnu og jöfnunarmarkið var staðreynd. Þegar 15 mínútur voru til leiksloka átti Haukur Sveinsson mjög gott skot að marki Belga sem stefndi í markhomið efst en markvörður Belga náði að verja meistaralega. Þetta var fyrri leikur liðanna I Evrópukeppninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.