Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. Utlönd Sameiningarvlman að renna af Þjóðverjum: Söguleg heppni að f á annað tækifæri - sagði Richard Von Weizsaecker, forseti Þýskalands „Þaö er söguleg heppni fyrir þýsku þjóðina að fá nú annaö tækifæri,“ sagði Richard Von Weizsaecker, for- seti Þýskalands, í fyrstu ræðu sinni sem forseti alla Þjóðverja í gær. Forsetinn minnti einnig á aö skipt- ing Þýskalands hefði verið afleiðing af stríði sem þeir áttu sjálflr upptök- in að. Þessu mættu Þjóðverjar aldrei gleyma og í framtíðinni yrðu þeir að leggja áherslu á friðsamlega sambúð við nágranna sína sem og önnur ríki heims. Mönnum hefur orðið tíðrætt um hættuna á að öfgamenn nái aftur völdum í Þýskalandi eins og gerðist þegar Adolf Hitler og nasistaflokkur hans komst til valda árið 1933. Flest- ir hallast þó að því að þessi hætta sér hverfandi lítil nú um stundir meðan efnahagur Þýskalands stendur með blóma. Þó óttast menn að nýnasistar hafl sig í frammi á næstunni. Einn stjórnmálaskýrandi lýsti stöðunni sem svo að 5% öfgamanna í Þýskalandi væru hættulegri en ef 20% Frakka ánetjuðust öfgastefnum. „Það er meira áhyggjuefni að sjá nokkrar þýskar fótboltabullur flagga hakakrossum en þótt heilir hópar af enskum ólátaseggjum leggi fótbolta- velli undir sig.“ Þeir sem skipulögðu hátíðahöldin í Berlín og Bonn lögðu áherslu á að sýna fram á hug Þjóðverja til sam- vinnu í Evrópu. Talað var um að skemmtunin væri fremur evrópsk en þýsk í þessum höfuðstöðum Þýskalands. I öðrum borgum bar meira á sérþýskum einkennum. Menn hafa veitt því athygli að það eru einkum þýskir menntamenn sem gagnrýna sameininguna, fyrir utan nokkra ólátaseggi úr röðum hægri og vinstri manna. Rithöfundurinn Gúnter Grass sagði í útvarpsviðtali að Þjóðverjar hefðu klúðrað samein- ingunni. „Við hugsum aðeins um þýska markið og það á að gilda í báðum hlutum landsins. Þýskaland verður þó áfram skipt í tvo hluta og þjóðin skiptist í tvær stéttir. Annars vegar eru það þeir fátæku fyrir austan og hins vegar við hinir ríku fyrir vest- an,“ sagði Grass. Með þessum orðum er Grass að vísa til þess að þegar hefur komið upp togstreita milli Austur- og Vest- ur-Þjóðverja, sérstaklega vegna at- vinnumála, þótt sameiningarsinnar leggi áherslu á að tala aðeins um eina þjóð. í hugum margra eru þjóðirnar enn tvær. Reuter Richard Von Weizsaecker, forseti Þýskalands, minnti Þjóðverja á hörmung- ar í fortíð þjóðarinnar þegar hann hélt fyrstu ræðu sína sem forseti samein- aðs Þýskalands. Símamynd Reuter Karólína og Stefanó voru hamingju- samlega gift og áttu orðið þrjú börn þegar hann fórst. Á innfelldu mynd- inni er Stefanó á hraðbátnum sem hann sigldi þegar slysið varð. Símamyndir Reuter Drukknun Stefanó Casiraghi 1 gær: Fjölskyldan sam- einast í sorginni - Stefanía prinsessa kom heim í morgun Stefanía, prinsessa af Mónakó, flaug í nótt heim frá Los Angeles til að styðja Karólínu systur sína í sorg- inni eftir að hún missti mann sinn í sjóslysi í gær. Sorg ríkir nú í Mónakó eftir slysið sirm þykir mjög sviplegt. Fyrir átta árum fórst Grace Kelly, móðir þeirra Karólínu og Stefaníu, í bílslysi og nú bætist þetta-slys við ólán furstaíjölskyldunnar af Món- akó. Einn af íbúum furstadæmisins hafði á orði að fjölskylda hefði þegar orðið að þola nóg þótt þetta bættist ekki við. Stefanó Casiraghi fórst í gær þegar hann var að verja heimsmeistaratitil sinn í siglingu hraðbáta. Hann var þrítugur að aldri og hafði verið kvæntur Karólínu í sjö ár. Stefanó var fæddur á Ítalíu en bjó í Mónakó og rak þar verslunarfyrirtæki. Karó- lína var í París þegar slysið varð og kom hún heim skömmu síðar með flugi ásamt Albert, bróður sínum. Stefanó var heimsmeistari í akstri hraðbáta í kraftmesta flokki. Bátur hans var fimm tonn að þyngd og náði allt að 120 mílna hraða. Keppnin stóð sem hæst í gær þegar Stefanó tókst ekki að bera ólag af bátnum með þeim afleiðingum að honum hvolfdi. Stefanó lokaðist inni í bátn- um og drukknaði. Að þessu sinni var keppt úti fyrir Mónakó og hafði Stefanó lagt mikla áherslu á sigur þar á heimavelli. Hann varð heimsmeistari í fyrra þeg- ar keppt var við austurströnd Banda- ríkjanna. Stefanó var síðari maður Karólínu. Hjónaband þeirra hafði verið farsælt og þau eignuðust þrjú börn. Þau eru Andrea, sex ára, Karlotta, íjögurra ára, og Pierre, þriggja ára. Reuter Mitterrand í Miðausturlöndum: Samningar við Saddam ekki ómögulegir Á meðan Mitterrand var á ferðinni í gær var flogið með níu franska gísla til Jórdaníu sem Saddam hafði látið lausa í mannúðarskyni. Auk þess komu tveir Frakkar og þrír Bretar til bæjarins Khafji við landamæri Saudi-Arabíu og Kúvæts. Höfðu þeir flúið frá írak í litlum báti, aö sögn stj órnarerindreka. Sjálfur heimsótti íraksforseti í gær Kúvæt í fyrsta sinn eftir innrásina og hitti hann að máli herforingja sina. Samkvæmt fréttum írösku fréttastofunnar INA ferðaðist Sadd- am um Kúvætborg þar sem mannlíf var sagt með miklum blóma eftir innlimunina í írak. Sendiherra Marokkó í Frakklandi sagði í gær að Saddam hefði engan hug á að verða píslarvottur og að hægt væri að semja um innlimun Kúvæts í írak. En sendiherrann sagði, í kjölfar heimsóknar sérstaks sendimanns frá Marokkó til íraks, að Saddam myndi aldrei samþykkja að emírinn af Kúvæt tæki aftur við völdum. íranir tilkynntu í gær að þeir myndu ekki taka þátt í stríði en vangaveltur höfðu verið um að þeir myndu styðja fyrrum fjandmenn sína, íraka, ef til hernaðarátaka kæmi. Reuter Sérstakur sendimaður Gor- batsjovs Sovétforseta, Jevgeny Prim- akov, mun í dag fljúga til Bagdad, höfuðborgar íraks. Aö sögn Eduards Sévardnadze er tilgangurinn með ferð Primakovs að reyna að greiöa fyrir flutningi sovéskra borgara frá Mitterrand Frakklandsforseti er á ferð um Miðausturlönd. Hér sést hann heilsa embættismönnum í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um. Hann sagði i gær að ef írakar drægju herlið sitt til baka frá Kúvæt opnuðust ýmsir möguleikar. Símamynd Reuter írak en auk þess vonast Sovétmenn til aö hann fái að hitta Saddam Hus- sein íraksforseta. Primakov hitti í gær Hussein Jórdaníukonung og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna. Þeir hafa báðir leitað „arabískrar lausnar" á Persaflóa- deilunni, það er aö írakar kalli herlið sitt heim frá Persaflóa og að and- stæðingar þeirra fari með heri sína frá Persaflóasvæðinu. Aðstoðarforsætisráðherra Sadd- ams, Ramadan, kom til Amman, höf- uðborgar Jórdaníu, í gær til við- ræðna við forsætisráðherra Japans, Toshiki Kaifu. Fundur þeirra er ráð- gerður í dag. Á dagskrá er einnig fundur Kaifus og Hussein Jórdaníu- konungs. Japanir hafa lofað Jórdön- um 250 milljóna dollara aðstoð vegna þess tjóns sem þeir bíða af völdum viðskiptabannsins gegn írak. Mitterrand Frakklandsforseti heimsótti í gær Sameinuðu arabísku furstadæmin. Gert er ráð fyrir að hann heimsæki Saudi-Arabíu í dag og ræði við Fahd konung og franska herforingja. Franskir hermenn í Saudi-Arabíu eru nú flmm þúsund talsins. Mitterrand hefur hvatt íraka til að fara frá Kúvæt og sagt að slíkt myndi opna ýmsa möguleika, þar á meðal viðræður um umkvörtunarefni Ir- aka og ráðstefnu um deilumál í Mið- austurlöndum. Saddam hefur reynt að tengja lausn Persaflóadeilunnar ákvörðun til lausnar deilumálum ísraela og araba. Saddam Hussein Iraksforseti ræðir við til Kúvæts eftir innrásina 2. ágúst. hermenn sina i fyrstu heimsókninni Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.