Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. 15 Er gömlu flokkunum treystandi? Kvennalistakonur hafa frá upp- hafi sagt, aö þær stefni að því aö gera Kvennahstann óþarfan sem sérstakt stjórnmálaafl. Von okkar er, aö einhvem tíma í framtíöinni verði hugmyndafræði okkar og vinnubrögö uppistaða og ívaf í víö- tækri hreyfmgu, þar sem konur og karlar geta unnið hhð við hhð af gagnkvæmri tihitssemi og virðingu hvert fyrir annars forsendum, menningu og sjónarmiðum. í samræmi við þessa sýn hljótum við ahtaf aö endurskoða tilveru- gmndvöh Kvennahstans, meta það, hvenær sem tilefni gefst, hver þörfin er og hvaða erindi við eigum við þjóðina. Það segir kannski mest um stöðu kvenna og barna og áherslumar í íslenskum stjórn- málum, að það hefur enn ekki kom- ið th tals í neinni alvöru, að hlut- verki Kvennahstans sé lokið. Málefnin mikilvægust Ýmsir benda á þann augljósa ár- angur af starfi Kvennalistans, hvað konur eru miklu sýnhegri en áður, bæði á vettvangi félagsmála og at- vinnumála, og staðhæfa, að þar með sé nóg að gert. Því fer þó víðs fjarri, auk þess sem aukin þátttaka kvenna er aðeins einn þáttur máls- ins. Miklu mikhvægari er sá mál- efnalegi árangur, sem þarf að nást, og sú hugarfarsbylting, sem allt veltur á. Kjallariim Kristín Halldórsdóttir starfskona Kvennalistans Kvennahstakonur verða því að spyrja sig og kjósendur sína, hvort slík hugarfarsbylting sé næghega langt komin og hvort öðmm stjóm- málaöflum sé treystandi fyrir höf- uðbaráttumálum Kvennalistans. Við getum tekið forgangsmálin hð fyrir hð: Aðbúnaðurbarna Eru gömlu flokkarnir t.d. líklegir th þess að setja aðbúnað barna á forgangshstann hjá sér? Hafa þeir sýnt það, að þeir hafi velferð heimilanna í fyrirrúmi, þegar þeir leggja á ráðin? Er þeim treystandi th þess að efna marggefin loforð um fullnægjandi dagvistun, einsetna skóla, öryggi og uppörvandi umhverfl? Skilja þeir, að hin brýna þörf fyr- ir styttri vinnutíma og bætt kjör snýst ekki síst um gmndvöll fyrir eðhlegt fjölskyldulíf? Bera niðurstöður skoðanakönn- unar um viðhorf íslenskra barna- fjölskyldna þess vott, að gömlu flokkarnir séu vanda sínum vaxn- ir? „Svona má... velta því fyrir sér, hvaö yrði um forgangsmál kvennalista- kvenna, ef þær drægju sig pent í hlé og létu gömlu flokkana um leiksvið stjórnmálanna.“ „Hafa görnlu flokkarnir sýnt, að þeir bjóði upp á raunverulegar lausnir handa hinum lægstiaunuðu?" er m.a. spurt í greininni. Launamálin Hafa gömlu flokkarnir sýnt, að þeir bjóði upp á raunverulegar lausnir handa hinum lægstlaun- uðu? Á láglaunafólk virkilega ekki betra skilið en yfirlýsingar um óhagganlegt launakerfi og síendur- tekið ákall um þolinmæöi, meðan hinir hæstlaunuðu hrifsa til sín launahækkanir, sem samsvara meðaltekjum láglaunamennskju eða meira? Það á við um forstjóra jafnt tapfyrirtækja sem betur stæðra, að ékki sé minnst á bæjar- stjórana, sem virðast sérstaklega ijárþurfi umfram venjulegt fólk. Á meðan tala ráðherrar um þjóðar- sátt. Er gömlu flokkunum treystandi til þess að rétta hlut kvenna í launamálunum? Hefur skilningur þeirra eflst th slíkra muna síðustu árin, að þeir séu líklegir th þess að setja slíka leiðréttingu í forgang? Hafa þeir sýnt hinn minnsta skiln- ing á nauðsyn þess að taka thlit th kvenna við uppbyggingu í atvinnu- lífinu? Umhverfismálin Er þorandi að láta gömlu flokk- ana um umhverfismálin? Getum við treyst því, að eitthvað sé á bak við öll orðin um nauösyn þess að vernda náttúru landsins, þegar þeim stofnunum, sem eiga að sjá um slíka vernd, er haldið í fjötrum fjárskorts? Sér einhver samræmi í fagurgalanum um hreina, íslenska umhverfið og þrjóskufullri ásókn- inni eftir mengandi stóriðju? Er einhver kvennalistakona sam- mála dæmigeröum orðum um- hverfisráðherra, sem segir, að „... í ljósi þess, að viö höfum dreg- ið verulega úr brennisteinsmengun með því að útrýma olíukyndingu að mestu þurfum við ekki að skammast okkar þótt við aukum losun brennisteinsoxíðs með nýju álveri“!! (Þjóðviljinn 7. sept. 1990). Það eru að vísu sáralítil líkindi til þess, að núverandi umhvérfis- ráðherra fái umboð kjósenda til þess að gegna því embætti lengur en til næstu kosninga, en fráleitt er að treysta á aðrar áherslur hjá fulltrúum hinna flokkanna. Svona má lengi áfram telja og velta því fyrir sér, hvaö yrði um forgangsmál kvennalistakvenna, ef þær drægju sig pent í hlé og létu áömlu flokkana um leiksvið stjórn- ínálanna. Það yrði auma leikritið. Kristín Halldórsdóttir Hröðum uppbygg- ingu leikskóla Það er ekki hlaupið að því að verða sér úti um pláss á barnaheimili, segir m.a. í greininni. Síðustu kjarasamningar gáfu fyrirheit um umbætur á ýmsum sviðum. Þjóðarsáttin átti og á að gefa mönnum ráðrúm til umhugs- unar og úrbóta á félagslega sviðinu. Það verður að segjast eiris og er að árangurinn hingað til hefur verið ansi rýr og því miður hafa menn ekki orðið varir við frumkvæði af hálfu stjórnvalda í þessum efnum. Á hinn bóginn finnast dæmi um hið gagnstæða. Heilbrigðiskerfinu hrakar stöðugt í bókstaflegri merk- ingu og er deildum lokað í lengri eða skemmri tíma. „Samfelldur skóladagur“ er farinn að hljóma klisjukennt. Dagheimilispláss eru víða af skornum skammti og svona mætti lengi telja. Bannorðið er launakjör í landi þar sem framfærsluvísi- tala er yfir lágmarkslaunum verð- ur að gera ráð fyrir því að almennt vinni báðir foreldrar utan heimilis. Til þess að það gangi upp með góðu móti verða ýmsar forsendur að vera til staöar, s.s. pláss á barna- heimih fyrir börnin. Það er ekki hlaupið að því að verða sér úti um þau og reyndar nánast ókleift á mörgum stöðum. Það er því að miklu leyti ósam- ræmanlegt að báðir foreldrar vinni úti og að barn fái pláss á barna- heimili. Oftast nær er úrræðið að KjaUaiinn Árni Guðmundsson félagi í BSRB útvega vistun hjá dagmömmu en sá ágæti kostur er flestum ofviða fiárhagslega, jafnvel þótt eingöngu sé um vistun fyrir eitt barn að ræða. Barnaheimili þar sem starfað er á faglegum grunni með góðu og velmenntuðu starfsfólki er að mínu mati besti kosturinn. Það er fiár- festing sem þjóðfélagið hefur ekki efni á að sleppa. Það væii ósanngjarnt að halda því fram að ekkert hefði verið gert af hálfu sveitarfélaga á þess.u sviði. Sum sveitarfélög hafa unnið ákveð- ið uppbyggingarstarf; kjami máls- ins er bara sá að það vantar fleiri pláss. Og í ljósi þess vekur það vissulega undrun að í stærsta sveit- arfélagi landsins séu til dagheimili sem ekki halda fullum dampi og að fiöldi deilda sé lokaður vegna starfsmannaeklu. Það hlýtur að vera dapurlegt hlutskipti að geta ekki nýtt bygg- ingar nema að hluta til og má rekja þetta bakslag til launastefnu við- komandi sveitarfélags undanfarin ár. Þess vegna vekur það furðu þegar forsvarsmaður þeirrar stofn- unar, sem annast þessi mál, mætir í fréttatíma Sjónvarps og setur sig aðspurður um ástæður vandans í sömu stellingar og þegar börn leika „Frúna í Hamborg“. Nema hvaö í stað þess að ekki megi segja ,já, nei, svart, hvítt" er bannorðið „launakjör". - Svörin voru í sam- ræmi viö reglur leiksins. Markviss vinnubrögð Það hlýtur að vera hverju sveit- arfélagi kappsmál og markmið að stuðla að uppbyggingu á sviði dag- vistarmála. Markviss vinnubrögð skapa hæfari einstaklinga og betra þjóðfélag. Nokkrar leiðir til að nálgast markmiðið er að: A. hraða uppbyggingu heimila og auka þar með fiölda plássa. B. Gefa fólki sem ekki tilheyrir for- gangshópum aukna möguleika á vistun fyrir börn sín. C. Skapa viðunandi starfskjör og aðstöðu fyrir starfsfólk. D. Skapa forsendur fyrir ýmis önn- ur dagvistarform. E. Gefa fólki sem ekki tilheyrir for- gangshópum kost á niðurgreiðsl- um hjá dagmæðrum. F. Auka stuðning við forgangshópa enn frekar. Auk þess væri það af hinu góða að frumvarp til laga um leikskóla hlyti afgreiðslu á Alþingi sem allra fyrst. Við BSRB-félagar víkjumst ekki undan því að taka virkan þátt í stefnumótun á þessu sviði og mun- um gera það í þeirri von að frum- kvæði okkar verði stjórnvöldum til eftirbreytni. Mætum því á fundinn um málefni leikskólans sem BSRB hefur boðað til í Gamla bíói klukk- an fimm í dag og sýnum viljann í verki. Árni Guðmundsson „í landi þar sem framfærsluvísitala er yfir lágmarkslaunum veröur að gera ráð fyrir því að almennt vinni báðir foreldrar utan heimilis.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.