Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Hlaupið inn í spilavítið Núverandi álráðherra var drjúgur með sig, er hann seldi Útvegsbankann fyrir þremur árum. Hann lét ríkið leggja fram sem svarar 685 milljónum króna til að koma eignastöðu bankans upp í núll og taka á sig sem svarar 942 milljónum krónum vegna lífeyrisréttar starfsmanna. Við undirritun kaupsamnings lagði núverandi álráð- herra fram sem svarar 1309 milljónum til að liðka fyrir sölu bankans í hendur hlutafélags. Enn varð ríkið að borga sem svarar 346 milljónum vegna nokkurra gjald- þrota viðskiptavina, sem voru á herðum gamla bankans. Áfram neyddist álráðherrann til að láta skattgreið- endur taka á sig sem svarar 288 milljónum króna vegna lífeyris bankastjóra. Á móti á ríkið von í 150 milljónum úr gömlum gjaldþrotum og hefur svo fengið bókað sem svarar 1105 milljónum í endanlegt söluverð bankans. Allar upphæðirnar eru reiknaðar á núverandi verð- lagi. Niðurstaða samlagningar og frádráttar sýnir, að ríkið hefur tapað rúmlega þremur milljörðum króna á sölu bankans, þótt ráðherrann teldi sér og sumum öðr- um á sínum tíma trú um, að hann væri í góðu braski. Þetta sýnir, hve erfitt er að stunda spákaupmennsku. íslendingar hafa oft farið flatt á því, ekki sízt þegar rík- ið hefur forgöngu í spádómum. Skemmst er að minnast opinberra spádóma um gott framtíðarverð á eldislaxi og refaskinnum, svo og um virkjunarkostnað Blöndu. Gömul og gild reynsla er fyrir, að spádómar rætast ekki. Það gildir líka um spádóma á vegum Landsvirkjun- ar og ríkisstjórnar. Enginn heilvita maður mundi veðja matarpeningum íjölskyldunnar á grundvelli bjartsýnna spádóma frá Landsvirkjun eða ríkisstjórn. Stóri glannaskapurinn í samningsdrögunum um nýtt álver er að hengja orkugreiðslur þess algerlega á heims- markaðsverð á áli. Það getur að vísu gefið rosalegan happdrættisvinning, en getur líka valdið miklu tapi. Og útreikningar sýna, að nánast engu má skeika í spánni. í leiðara DV fyrir réttri viku voru rakin ýmis rök með og móti spádómum um hátt heimsmarkaðsverð á áli. Til viðbótar við þá miklu óvissu koma svo efasemd- ir um, að virkjunarkostnaður verði nákvæmlega sá, sem Landsvirkjun gerir ráð fyrir í sínum bjartsýnu spám. Til dæmis er vafasamt að sleppa Blöndu úr dæminu á þeirri forsendu, að virkjunin þar sé rugl. Er það ekki Landsvirkjun, sem er sjálf að reisa orkuverið? Er ekki einmitt verið að virkja Blöndu á grundvelli spádóma Landsvirkjunar um virkjunarkostnað og orkumarkað? Ekki þarf heldur að gera mikinn ágreining um af- skriftatíma og útreikninga á afslætti frá orkuverði til að fá út úr dæminu, að orkuverð til nýs álvers verði rúmlega einu mills lægra en fyrirhugað er, jafnvel þótt allar aðrar forsendur Landsvirkjunar séu notaðar. Einnig er spurning, hvers vegna nýting nýs álvers sé áætluð 98%, mun hærri en hjá ísal. Einnig má ímynda sér, að nýtingin fari að nokkru eftir sveiflum á heims- markaðsverði áls til að ná niður meðalorkuverði. Og hvað um lántökukostnað og endurlánakostnað? Að öllu samanlögðu er unnt að búa til heldur minna bjartsýna spá, sem gerir ráð fyrir, að þjóðfélagið þurfi um 20 mills fyrir orkuna, ef fj árfestingardæmið eigi að ganga upp, en muni í reynd ekki fá nema 15 mills, ef heimsmarkaðsverð á áli verður örlítið lægra en nú er. Þvíhkt Qárhættuspil hefur íslendingum aldrei verið sýnt. Spilafíkn okkar er þó slík, að margir munu vilja fara á hlaupum inn í spilavítið án frekari umhugsunar. Jónas Kristjánsson Ólafar Ragnar Grímsson: Bráðabirgðalög verða ekki sett - munum skoöa uppsögn á samningnum „ÚrskurOur félagsdóms kemur mipg á óvarL Félagsdómur hafnar aðhorfast í augu viðþá staöreynd að hækkanir til BHMR leiði til hækkana hjá öðrum sem síöan leiði til nýrra hækkana þjá BHMR sam- kvæmt 15. grein samningsins og þannig koll af koll mörg hundruð prósent upp allt launakerfið. Fé- lagsdómur hefur því í reynd breytt samningj BHMR í vítisvél óðaverö- bólgunnar. Það er mjög alvarleg niðurstaða," sagði Ólafur Ragnar Grímsson {jármálaráðherra. - Niðurstaða Félagsdóms er byggö á samningnum sem þú geröir. Var hann ekki strax í upphafi þessi vít-. isvél sem þú lýsir? „Ríkisstjómin taldi að ákvæði í fyrstu grein samningsins héldi, þar sem segir að launabreytingar hjá BHMR kæmu ekki tfi framkvæmda ef þær settu launakerfið í landinu úr skorðum. Félagsdómur segir hins vegar að það sé ósannað mál." - Sýnirþaðekkiaðþettamatrikis- stjómarinnar var rangt? „Ég tel að yfirlýsingar eftir að Félagsdómur féll sýni aö mat ríkis- stjómarinnar var rétt þó lögfræöin í Félagsdómi sé í efnahagslegu tómarúmi." - En verða menn ekki að gera samninga þannig að þeir standist lögfræðina í Félagsdómi? „Það skal ég ekkert um segja. Dómstrólar era vegna þess að hægt er að túlka samninga á ýmsa vegu. Þess vegna era margir dómstólar í okkar landi önnum kafnir. Þaö er hins vegar kjami þess máls að Fé- lagsdómur hefttr breytt eðli BHMR-samningsins að okkar dómi í þaö sem ég vfi kalla vitísvél óða- verðbólgunar með þessu höfrunga- hlaupi sívaxandi hækkana." - Mun ríkisstjómin segja þessum samningi upp við fyrsta tækifæri þannig að hann verði laus 1. nóv- ember? „Ég held að það sé ljóst að það þarf að skoða þennan samning í algjörlega nýju ljósi eftir þennan úrskurð Félagsdóms þvi þaö getur ekkert þjóðfélag starfað eftir samn- ingi sem hefúr verið breytt í þessa vítisvél." - Munuð þið segja honum upp? „Ég vfi ekki ræða þaö á þessu stigi en ríkisstjómin mun ræða það 1 dag og á morgun." - Kemur tfi greina aö setja bráða- birgöalög á þessr hækkanir? „Nei, það tel ég ekki vera. Þaö kemur ekki tfi greina aö setja bráðabirgðalög á niöurstööur dóms," sagði Olafur Ragnar Gríms- son. -gse „Varla eru menn búnir að gleyma yfirlýsingum ráðherra í sumar ... Þá var hafl eftir þeim á forsiðun- t að- anna: „Bráðabirgðalög koma ekki til greina“. Siðan liðu nokkrir dagar. - Og þá komu bráðabirgðalögin", segir m.a. i grein Guðmundar. Heilbrigt stjórnmálalíf á bláþræði Líf ríkisstjómarinnar hangir á bláþræði. Ágreiningur stjórnarliöa um álmálið er svo inikill að sterkar líkur eru á því aö stjómin fari á næstu dögum, þing verði rofið og kosið til Alþingis fyrir áramót. Þetta les maður í blöðum og heyr- ir í útvarpi og sjónvarpi. En er þetta rétt? Ég var spurður þessarar spumingar í dægurmála- útvarpi rásar tvö á mánudaginn. Ég hafði þann fyrirvara á svari minu að ég væri að sjálfsögðu ekki innanbúðarmaður á stjómarheim- ilinu og hlyti því að álykta frá sjón- arhóli áhorfandans. Og svarið var: Ég get ómögulega tekið þetta tal um yfirvofandi stjórnarslit hátíð- lega. Marklaus ummæli Af hverju? Em ekki ráðherrar með stóryrði og heitstrengingar í fiölmiðlum? Hafa ekki ráðherrar Alþýðubandalagsins gefið í skyn að iönaöarráðherra Alþýðuflokks- ins veröi að breyta um stefnu í ál- málinu ella sé ríkisstjómarsam- starfið úti? Og hafa ekki einstakir þingmenn stjórnarflokkanna sagt þetta bemm orðum? Jú, rétt er það. En góðir lesend- ur, varla er þetta í fyrsta sinn á ferh núverandi ríkisstjórnar sem þiö hafið orðið vitni að ummælum og hátterni af þessu tagi? Er ekki nær lagi að segja að svona atburðir hafi veriö einkenni ríkis- stjórnarinnar frá því hún tók við völdum haustiö 1988? Varla eru menn búnir að gleyma yfirlýsingum ráðherra í sumar, svo nýlegt dæmi sé tekið, þegar niður- staða Félagsdóms í BHMR-máhnu lá fyrir? Þá var haft eftir þeim á forsíöum blaðanna: „Bráðabirgða- lög koma ekki th greina". Síðan hðu nokkrir dagar. - Og þá komu bráðabirgðalögin. Lái mér hver sem vih en ég á af- KjaHarinn Guðmundur Magnússon sagnfræðingur skaplega bágt meö aö taka mark á orðum og yfirlýsingum manna sem eru staðnir að því að segja aftur og aftur eitt í dag og annað á morg- un. Auðvitað er ekki hægt aö útiloka að ráðherranum hafi að þessu sinni ratast satt orö á munn og sfiórnar- slit verði á næstu dögum eöa vik- um. Það væri út af fyrir sig fagnað- arefni. En það er ekki hægt að full- yrða neitt um slíkt á grundvelh yfirlýsinga ráöherranna einna. / Viðreisn stjórnmála í rauninni er hér um mikið al- vörumál að ræða. Það, að ekki er unnt að taka orð og yfirlýsingar ráðherra alvarlega, er til marks um að stjórnmál hér á landi eru komin á afar varhugaverðar - svo ekki sé 'sagt hættulegar - brautir. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, víkur að þessu efni í athyglisverðri hug- vekju í Vogum, blaði sjálfstæöis- manna í Kópavogi. „Það er mikið alvöruefni,“ skrifar hann, „þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa forystu um aö veikja þær siðferðis- legu stoðir sem stjórnmálalífið í landinu hvílir á. í rauninni er verið að leika sér að eldi. Ef þjóðin sann- færist um að ekki sé mark takandi á stjórnmálamönnum er sjálfu lýð- ræðisskipulagi okkar teflt í voða.“ Það er með öðrum orðum sagt meiri ástæða til að hafa áhyggjur af því að heilbrigt stjórnmálalíf í landinu hangi á bláþræði en að líf stjórnarinnar geri það. Þorsteinn Pálsson segir - rétti- lega að mínu mati - að alþingis- kosningarnar næstu muni meðal annars snúast um viðreisn stjórn- málanna úr þeirri lágkúru og flatn- eskju sem vinstri stjórnin ber ábyrgð á. „Þaö verður kosið um það,“ skrifar hann, „hvorir eigi að stjórna landinu, stjórnmálamenn, sem eru sjálfum sér samkvæmir í orðum og athöfnum, eða hinir sem telja ekki þörf á því að samhengi sé á milli orða og veruleika." Guðmundur Magnússon „Það er með öðrum orðum sagt meiri ástæða til að hafa áhyggjur af því að heilbrigt stjórnmálalíf í landinu hangi á bláþræði en að líf stjórnarinnar geri það.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.