Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. - 36 Afmæli Ólafur Jósúa Guðmundsson Ólafur Jósúa Guðmundsson, fyrrv. bóndi og sjómaöur, nú til heimilis að Hrafnistu í Hafnarfirði, er níræð- urídag. Starfsferill Ólafur fæddist í Stóra-Laugardal í Tálknafirði og ólst þar upp. Eftir að hann kvæntist stunduðu þau hjónin búskap í Tálknafirði, lengst af í Litla-Laugardal en 1949 fluttu þau til Patreksfjarðar. Jafnframt búskapnum stundaði Ófafur sjó á togurum og eftir að til Patreksíjarðar kom stundaði hann sjómennskuna áfram, fyrst á togur- um en síðan á eigin trillu. Ffjótlega eftir 1960 hóf Ólafur störf í landi við fiskvinnslu. Hann tók alla tíð mik- inn þátt í starfi sjómanna og á hverju ári vann hann ötullega viö undirbúnig sjómannadagsins á Pat- reksfirði. Olafur var sæmdur heið- urmerki sjómannadagsins árið 1979. Ólafur og kona hans fluttu á Hrafnistu i Hafnarfirði árið 1983 en konu sína missti hann 1988. Fjölskylda Ólafur kvæntist Sesselju Ólafs- dóttur úr Eyrarsveit, f. 13.6.1897, d. 28.4.1988, húsfreyju, en hún ólst upp hjá hjónunum Sesselju Magn- úsdóttur og Haraldi Pálssyni í Hellnafelli. Börn Ólafs og Sesselju: Guðmund- ur Jóhannes, f. 30.12.1921, búsettur í Ólafsvík, kvæntur ídu Sigurðar- dóttur, f. 13.8.1925; Hulda, f. 16.12. 1922, húsmóðir á Patreksfirði, gift Ófafi Sveinssyni, f. 28.7.1925; Har- aldur, f. 10.3.1924, d. 5.6.1990, var búsettur á Patreksfirði en hann var kvæntur Birnu Jóhönnu Jónsdótt- Olafur Jósúa Guðmundsson. ur, f. 5.4.1931; Cesar, f. 9.8.1925, búsettur á Patreksflrði; Kristján Júlíus, f. 1.4.1927, búsettur á Pat- reksfirði, kvæntur Jónínu Helgu Jónsdóttur, f. 21.7.1925; Sverrir, f. 25.10.1928, búsettur á Patreksfirði, kvæntur Margréti Marteinsdóttur, f. 20.7.1925; Aðalsteinn, f. 23.5.1930, d. 5.6.1945; Svanborg, f. 8.4.1932, búsett í Hafnarfirði, gift Bafdri Jó- hannssyni, f. 19.10.1929; Gróa, f. 9.11. 1934, búsett á Patreksfirði, gift Har- aldi Ólafssyni, f. 25.5.1931; meybarn, f. 1.4.1935, d. sama dag; Erla Þor- gerður, f. 12.4.1937, búsett í Sand- gerði, var gift Gunnari Snorra Gunnarssyni, f. 4.10.1929, d. 13.10. 1988. Foreldrar Ólafs voru Guðmundur Jóhannes Guðmundsson bóndi og Svanborg Einarsdóttir. Ólafur tekur á móti gestum í Slysavarnahúsinu í Hafnarfirði laugardaginn 6.10. milli klukkan 15 og 18. Andlát Katrín Þorbjarnardóttir, Kirkjuvegi 42, Keflavík, lést á Landspítafanum 2. október. Jarðarfarir Ágústa Einarsdóttir, áður tif heimilis á Vallargötu 7, Keflavík, lést á Garð- vangi 24. september. Útforin hefur farið fram. - Gerum ekki margt í einu við styriö.. AT-tilboð Copam og Amstrad 286 og 386 SX Kynningarafsl. 10-15% m Tölvuland Laugav. 116 v/Hlemm Sími 621122 Kristinn Guðjónsson, Víöimel 55, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 9. október kl. 13.30. Eggert Bergsson, Kveldúlfsgötu 18, Borgamesi, verður jarðsunginn frá Borgameskirkju laugardaginn 6. október kl. 14. Sigurður Bjarnason, sem lést á Hrafnistu, Reykjavík, 27. september sl., veröur jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 5. október kl. 15. Runólfur Guðmundsson bóndi, Ölv- isholti, Hraungerðishreppi, sem lést þann 27. september, verður jarð- sunginn frá Hraungerðiskirkju laug- ardaginn 6. október kl. 13.30. Sæta- ferð verður frá BSÍ kl. 12. Svavar Sigurjónsson, Glaðheimum 24, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fóstudaginn 5. október kl. 13.30. Jóhann I. Pétursson, Laugavegi 159a, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju fóstudaginn 5. október kl. 13.30. Þorsteinn Matthíasson, kennari og rithöfundur frá Kaldrananesi, sem andaðist á Landakotsspítalanum þann 28. september sl., verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju fóstu- daginn 5. október kl. 10.30. Útför Ragnars Emilssonar arkitekts fer fram frá Grindavíkurkirkju faug- ardaginn 6. október kl. 14. Gísli Tómasson Melhóli, Meðallandi, V-Skaftafellssýslu, veröur jarðsung- inn frá Langholtskirkju, Meðallandi, laugardaginn 6. október kl. 14. Rútu- ferð verður frá BSÍ kl. 8.30. Sigurður Karl Sveinsson, Kirkjuvegi 59, Vestmannaeyjum, verður jarð- sunginn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 6. októb- er kl. 11. Útför Guðmundar Ingimarssonar frá Efri Reykjum, sem andaðist að Kumbaravogi 20. september, verður gerð frá Skálholti laugardaginn 6. október kl. 14. Jarðsett verður að Torfastööum. Guðmundur átti heima um langt árabil í Vegatungu. Sigriður Einarsdóttir, Kópavogs- braut 10, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju í dag, fimmtudaginn 4. október, kl. 13.30. Menning DV John Mayall & The Bluesbrakers - A Sence of Wonder: Ein skrautfjöður í safnið John Mayall og hljómsveit hans, The Bluesbrakers, eru eitt þekktasta fyrirbæri rokksögunnar, þó svo hvorki Mayall né hljómsveitin hafi notið umtafsverðr- ar almannahylfi. Mayalf hefur heldur aldrei lagt sig sérstaklega eftir því að eltast við tískusveiflur í tónlist eða vinsældir; hann hefur haldið sínu blússtriki í 27 ár og gerir enn. Hann hefur veriö nefndur faðir breska blúsins og alið upp marga af þekktustu tónlistarmönnum Breta gegnum árin, nægir að nefna nöfn á borð við Eric Clapton, Jack Bruce, Peter Green, Mick Taylor og John McVie í því sambandi. Allir þessir menn og margir íleiri hafa haft lengri eða skemmri viðdvöl í hljómsveit Mayalls og síðan haldið reynslunni ríkari á vit nýrra verkefna. Mayall hefur hins vegar haldið sig við sinn blús og gerir það enn í dag. Hans blús hefur ekki tekið neinum stórkost- legum breytingum í gegnum árin, enda það verið skoð- un Mayalls að blúsinn ætti að halda sig við uppruna sinn, „back to the roots“ hefur verið mottó Mayalls. Og þessi skoðun Mayafls skín enn í gegn á nýlegri plötu - A Sence of Wonder. Vissufega notast Mayalf viö venjuleg rafmögnuð hfjóðfæri en mest áberandi er samt kannski órafmagnað hfjóðfæri sem hefur til- heyrt blúsnum frá upphafi, munnharpan. Lögin eru úr ýmsum áttum, enda hefur Mayafl afdr- ei veriö mikill lagasmiður hefdur fyrst og fremst túlk- andi. Hér er til að mynda að finna stórgott fag eftir J.J. Cale - Sencetive Kind - í frábærum flutningi, gamla bfúslagið Black Cat Moan eftir Don Nix og lag- ið Let’s Work Together sem Canned Heat gerði frægt hér um árið. Mörg fleiri afbragðsgóð blúsfög er að finna á þessari pfötu sem er enn ein skrautfjöðrin í hatt John’s Mayaffs. John Mayall heimsótti ísland í fyrra og lék ásamt The Bluesbrakers á Hótel íslandi viö góðar undirtektir. Var þessi mynd tekin af honum við það tækifæri. Nýjar plötur Sigurður Þór Salvarsson Ráöstefna Lífeyrismál aldraðra Öldrunarráð íslands hefur starfsemi sína á þessu hausti með ráðstefnu fóstudaginn 5. október kl. 13-17 1 FóstbræðraheimO- inu, Langholtsvegi 109, um málefni sem hefur verið mjög ofarlega í huga manna að undanfómu, lífeyrismál aldraöra. Málefni þetta verður rætt frá ýmsum hliðum og reynt aö finna sem breiðastan umræðugrundvöll. Ráðstefnustjóri verð- ur Guömundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Framsögu- menn verða: Hilmar Björgvinsson, lög- fræðingur Tryggingast., Hrafn Magnús- son, framkv.stj. Sambands almennra líf- eyrissjóða, og Sigurður Jóhannesson, rit- stjóri Vísbendingar. Ráðstefnan er öllum opin og hinir Qölmörgu sem þetta má varðar eru hvattir til þess að sækja ráð- stefnuna. Aðgangseyrir er kr. 1000 og kr. 500 fyrir ellilífejmisþega. Kaffiveitingar eru innifaldar í aðgangseyrir. Tilkyimingar Tímaritið Gangleri komið út Tímaritið Gangleri, síðara hefti 64. ár- gangs, er komið út. Það flytur greinar um andleg og heimspekileg mál og alls eru 14 greinar í þessu hefti, auk smáefn- is. Helstu titlar í þessu hefti eru: Staður- inn á milli, jákvæðar staðhæfmgar, Dreymir okkur heiminn? Vísindi sjálf- ræktar, Hvaö er alheimurinn? Mystísk upplifun, bylting vitundarinnar. Efniö er eftir innlenda og erlenda höfunda. Gang- leri er ávallt 96 blaðsíður og kemur út tvisvar á ári. Áskriftargjald er kr. 1.070. Sími 39573 eftir kl. 17. Húnvetningafélagið Félagsvist nk. laugardag kl. 14 í Húna- búð, Skeifunni 17. Ný keppni að hefjast. Allir velkomnir. Ný bók í lesarkasafni grunnskóla Hjá Námsgagnastofnun er komin út les- örkin Kveðja og er hún nýjasta bókin í flokknum lesarkasafn grunnskóla. Kveðja er ætluð nemendum í 5.-7. bekk grunnskóla og hefur skilnað og söknuð að meginefni. Efni bókarinnar er úr ýms- um áttum, frumsamið og þýtt, gamalt og nýtt. Þórður Helgason valdi efnið og samdi kennsluleiðbeiningar. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir teiknaði myndir. Bók- inni fylgja kennslufeiðbeiningar. Bókin er 128 bls. í brotinu A5, sett og brotin um hjá Námsgagnastofnun, prentuð í Stein- holti hf. og bundin hjá Félagsbókbandinu - Bókafelli. Tveirtöframenn rúmfræðinnar í dag, 4. október, mun Sigurður Helga- son, prófessor í stæröfræði, flytja fyrir- lestur á vegum íslenska stærðfræðifé- lagsins, sem hann nefnir Tveir töfra- menn rúmfræðinnar, Poncelet og Jacobi. í fyrirlestrinum mun Sigurður fjalla um viðfangsefni úr rúmfræöi og mun einnig f þetta sinn taka efnið þeim tökum að geti verið aðgengilegt öllum þeim sem áhuga hafa á stæröfræði. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður haldinn í stofu 101 í Odda og hefst kl. 16.30. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, kl. 14 frjáls spilamennska, kl. 19.30 félags- vist, kl. 21 dansað. Landssamtök ITC halda kynningarfund í dag, 4. október, kl. 20.30 á Holiday Inn. Stefna ITC er að stuðla að frjálsum og opinskáum umræð- um án fordóma um málefni, hvers eðlis sem það kann að vera. Aliir velkomnir. Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn 7. og 8. október að Hótel Sögu, A-sal. Aðalfundurinn verður settur sunnudaginn 7. okt. kl. 13. Fjölirúðlar Að auglýsa ríkisrekna „samkeppni“ Fljótfega eftir að bamii við frjáls- um útvarps- og sjónvarpsrekstri var aflétt hér á landi fengu ríkisútvarps- menn þá flugu í höfuðið að þeir væru orðnir alvöru athafnamenn sem stæðu í heiðarlegri og frjálsri samkeppni við aðrar útvarpsstöðv- arogStöð2. Rétt eins og mikifmennskubrjál- æðingur kaupír sér Napóleon-hatt og stingur hönd undir vestisbrún tóku þeir hjá ríkisútvarpí upp á því að láta búa til sjónvarpsauglýsingar um ágæti hinna ríkisreknu fjöl- miðla. Sumar þessara augfýsinga eru svo skemmtilega vitlausar að hægt er að veltast um af hlátri yfir þeim, jafnvel þó haft sé í huga að þær eru fjármagnaöar með þeim nauðung- arskatti af útvarps- og sjónvarps- tækjum sem þeir ríkisútvarpsmenn kalfaafnotagiöld. Þessum augfýsingum fiölgar stöö- ugt og þær verða sífellt skemmti- legri. Ein tegund þessara auglýsinga snýst reyndar affariö um nauðung- arskattinn en þar eru landsmenn góðfúslega hvattir tif að borga skil- merkifega um feið og þeir eru minntir á þau reyfarakaup sem í skattinumfelst. Um auglýsingar á frjáfsum mark- aði gildir sú meginregia að sá sem auglýsir gerir það í eiginhagsmuna- skini. Sú er þó ekki raunin hjá óeig- ingjörnum ríkisútvarpsmönnum. Föðurlegar áminningar þeirra til landsmanna um að borga með bros á vör eru sprottnar af einskærrí umhyggjusemi fyrír greiðandanum, því ef ekki er greitt á tifsettum tíma koma fljótlega vanskifavextir til sögunnar. Og ef enn er þráast við beitir ríkisútvarpið þeirri ólöglegu aðferö að fela lögfræöingi út í bæ að innheimta skattinn með tifhey r- andi ærnum aukakostnaði. Nú hefur það gerst að upp er ris- inn fámennur flokkur andófsmanna sem neita að borga. En þessir óábyrgu aðilar gera sér enga grein fyrir því að eftir því sem skatturinn er óréttlátari og innheimtan ólög- legri þeim mun sprenghlægilegri verður augf ýsingin. Auk þess þarf ríkisútvarpið á afnotagjöfdum að halda svo að hægt sé að búa tif fleiri sprenghlægilegar augfýsingar. Þannig kemur afft heim og saman efveleraðgáð. Kjartan Gunnar Kjartansson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.