Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 7
7 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. 13 v Sandkom Vellingur í New York? Steingrimur Hermannssnn var i viðtali á :: rásíxíþriöju- dag. Steingrím- urvarmeðal annarsspurður um bamaráö- stefnu Sameinuðu þjóðanna, en þar var hann ásamt mörgum öórum þj óð- arleiötogum. Einhveijir munu hafa hneykslast á því að þjóðarleiðtogun- um hafi verið boðið í glæsta kvöld- vcislu meðan milljónir barna sultu. Steingrimur sagði veisluna alls ekki hafa verið glæsilega, hún hafi staðið yfir í háli'a aðra klukkustund og hann sagði matinn ekki hafa verið neitt sérstakan. Steingrímur sagði reynd- ar að hann hafi oft borðað samskonar mat heima hjá sér. Eins og frægt er borðar Steingrímur mikið af gijóna- vellingi, alla vega þegar hann er heima. Það er þvi ekki fjarri lagi að ætlaað Steingrími og hínum höið- ingjunum hafi verið boðinn grjóna- vellingur í lok ráöstefnunnar. Lax og vaskur íþjóðarsálinni þennan sama dagræddifor- sætisráðlierra viðþjóðina. Hann var með- alannars spurðurum hvers vegna virðisaukaskattur væri ekki innheimtur af laxveiði. Stein- grímur sagði það ekki framk væman- legt þar sem hugsanlega tækist sum- um aö komast hjá skattgreíðslunni. Ráðherrann taldi að erfitt yrði að innheimta vaskinn af allri stangveiði og þar með sagði hann óframkvæm- anlegt að inhheimta skatt af þeim sem ekki getað svikist um. Eitt yrði yfir alla að ganga. í hvaff þjóðfélagi lifir Steingrímur? Vitað er að i öllum greinumfinnast menn sem komast hjá að greiða virðisaukaskatt sem aðra skatta. Ef sömu sjónarmiö eiga að ráða, og hjá forsætisráðherra um stangaveiðina, þýðir það þá ekki að það verði að leggja niöur alla skatt- heimtu þai- sem hugsanlega geti ein- hversloppið? „Úlfur, úlfur" í Seðlabankanum I-Vrráárimi varðbiluní töivukerfi Reiknistofu bankanna vegnabruna : sem varðí raf- magnsherbergi í kjaliara Seðlabankans. Að nokkrum dögum liðnum var allt komið í lag aftur. En aliur er varinn góður. Brunamáiastofnun ríkisins stóð því nýlega fyrir æfingu í seðlakastalan- um. A undan haföi ábyrgum hússins mönnum verið send plögg um það hvemig bera átti sig að. Nokkru síöar var reyk hleypt í stokka og loftræsti- göng og ekki stóð á viðbrögðum „heimamanna' Æfingin fór öli úr böndunum og reykurinn dreilðLst út í nær hvern krók og kima. Sand- komsritara er ekki kunnugt um hvort bankastjórarair hafi fengið snert af reykeitrun. En þessi saga hljómar þó óneitanlega eins og að sagan um „Ulf- inn“ væri sögð afturábak. Hvað á bamið að heita? Glistrupgamli erkominnútí hom í Fram- faraflokknum ; danskasem hannstöfnaði : snemmaá átt- undaáratugn- um og hefur leitt alla tíð síðan, meira að segja meðan hann sat inni fyrir skattagaldra. Hefur sá gamli hótað að stofna nýj an flokk er bæri nafiúö Tri vselpartiet. Maöur ríkisútvarps- ins i Köben kaus að kalla flokk þenn- an Velgengisflokkinn en ef litið erí orðabók má spá í aðrar þýðingar. Þannig koma nöíh eins og Þrifaftokk- urinn, Viðgangsflokkurinn og Tímg- unarflokkurinn til greina, svo ekki sé minnst á Döngunarflokkinn! Allt eru þetta dásamleg nöfn og vert fyrir Stebba Valgeirs og félaga að nótera þau í minnisbókina sína. Umsjón: Haukur Lárus Hauksson Fréttir Allt að 543 prósent verðmunur á f iski Nýleg verðkönnun Verðlagsstofn- unar á fiski hefur leitt í ljós að á höfuðborgarsvæðinu er verðmunur á einstökum fisktegundum allt að 149%. Þannig kostaði heil rauð- spretta 160 krónur þar sem hún var ódýrust í Reykjavík en 399 þar sem hún var dýrust. Þegar litið var til landsbyggðarinn- ar var verðmunurinn enn meiri, allt að 543%. Heil rauðspretta kostaði 49 krónur í HN búðinni á ísafirði en 315 krónur í Kaupfélagi Héraösbúa á Reyðarfirði. í fréttatilkynningu Verðlagsstofn- unar segir að í flestum tilvikum hafi fiskur á höfuðborgarsvæðinu verið seldur á lægra verði í fiskbúðum en matvöruverslunum, eöa aö jafnaði á um 5% lægra veröi. Lægsta verð á einstökum fiskteg- undum á höfuðborgarsvæðinu var í öllum tilvikum nema einu í fisk- búðum, þar af í 8 tilvikum af 14 í Fiskbúðinni Sæbjörgu á Bragagötu. Meöalverð á ýsuflökum var 15% dýrara á höfuðborgarsvæðinu en ut- an þess, smálúðuflök voru 50% dýr- ari á höfuðborgarsvæðinu og stór- lúða 26% dýrari. Verðkönnun þessi leiddi í ljós að ýsa hefur að meðaltali hækkað um 18% á tæpu ári og er það meiri hækk- un en nemur almennum verðlags- hækkunum. Skýringarinnar á því er að leita í hækkandi fiskverði á út- flutningsmörkuðum en íslenskir fisksalar þurfa að etja kappi við út- flytjendur í innkaupum á fiski. Þessi verðkönnun náöi til 46 fisk- búða og matvöruverslana á höfuö- borgarsvæðinu og 18 verslana á landsbyggðinni. -hge Egilsstaðir: Framkvæmdir að hefjast við stærstu gróðrarstöð landsins Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum: Hlutafélag um rekstur plöntuupp- eldisstöövar var stofnað á Egilsstöð- um nýlega. Undirbúningsnefnd hafði starfaö um hríö og meðal annars safnað hlutafjárloforöum. Hlutafé var á stofnfundi tæpar 24 milljónir króna, þar af 10 millj. frá ríki og 5,5 millj. frá félagi skógarbænda. Gróöurhús stöövarinnar verður 20x100 metrar að flatarmáli og fram- leiðslan áætluð 750 þús. plöntur á ári, sem hægt er að tvöfalda með tveim uppskerum. Ekki er enn ákveðið hvort stööin verður á Egils- stööum eöa í Fellabæ, en frá því verö- ur gengið fljótlega þar sem fram- kvæmdir munu senn hefjast. Fjöl- mörg tilboö bárust í að byggja húsiö, m.a. mörg erlendis frá, en Límtré hf. á Flúðum mun reisa grindina. Húsiö á aö verða tilbúið fyrir sáningu á vori komanda. Margar tillögur um nafn komu til álita, m.a. frá undirbúningsnefnd, sem lagði til aö félagið skyldi heita Kvásir sem er jötunsheiti úr goða- fræöi. Helgi Hallgrímsson náttúru- fræðingur stakk upp á nafninu Barri sem einnig er úr goðafræði en í lund- inum þeim fundust þau Freyr frjó- semisguð og Gerður Gymisdóttir, og var það nafn valið hinu nýja hlutafé- lagi. Þess má geta að örnefnið Freys- nes er skammt frá Egilsstöðum. Stjóm hins nýja félags skipa: Álf- heiður Ólafsdóttir, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, Gísli Guö- mundsson garðyrkjufræðingur, Guttormur Þormar bóndi, Geita- gerði, Jónas Magnússon hreppstjóri, Uppsölum, og Sveinn Jónsson verk- fræðingur, Reyðarfirði. í fundarlok flutti Jón Loftsson ávarp og óskaði fundarmönnum til hamingju með þennan stóra áfanga. Minnti hann á að þetta ár væri merkilegt í sögu skógræktar á ís- landi, fyrst með flutningi Skógrækt- ar ríkisins austur á Hérað og nú með ákvörðun um byggingu gróðrar- stöðvar sem yrði sú stærsta í landinu og hvað tækni varöaði sú fullkomn- asta á Norðurlöndum. NÝR ÁRATUGUR - NÝ VIÐHORF ITC gefur tækifæri til að: • þjálfa hæfileika til forystu • auka hæfni sem áheyrandi og flytjandi • þjálfa skipulagshæfileika • byggja upp sjálfstraust • námeiriviðurkenninguístarfi Landssamtök ITC halda kynn- ingarfund i kvöld kl. 20.30 á Holiday Inn. Notið tækifærið og verið með. Frá stofnfundi hlutafélagsins Barri. Frá vinstri Jónas Magnússon, Guttorm- ur Þormar, Gísli Guðmundsson, Helgi Gislason framkvæmdastjóri Héraðs- skóga og Bjarni Björgvinsson lögfræðingur. DV-mynd Sigrún GULLFALLEGAR EN ODÝRAR PARKET MOTTUR 68x120 kr. 1600 Já, aðeins sextán hundruð kr. Byggingarmarkaður vesturbæjar 70x140 kr. 1950 135x200 Opið laugardaga kl. 10-14 teppadeild 68x200 kr. 2850 4950 Hringbraut 120- sími 28605 og 28600 Major League smáís So PfíOUÐL/ W. S f-ÍLrr So Proudly We Hail Checking Out

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.