Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. Uppreisn á Filippseyjum Uppreisnarhermenn undir forystu fyrrum ofursta í lífvarðarliði Coraz- on Aquino, forseta Filippseyja, tóku í morgun að minnsta kosti tvær borg- ir á Mindanao-eyju í suðurhluta landsins. Uppreisnarmennirnir, sem mættu engri mótspyrnu, kváðust vilja setja á laggirnar sjálfstætt ríki á Mindanao. Hermenn í tveimur öðrum borgum á eyjunni eru sagðir hafa gengið til liðs við uppreisnarmennina en það fékkst ekki staðfest í morgun. Skotið var á uppreisnarmenn úr orrustuflugvélum stjórnarhersins þegar þeir reyndu að ná yfirráðum yfir herbúðum í Iligan sem er í um 800 kílómetra fjarlægð suðaustur af Manila, höfuðborg Filippseyja. Aquino forseti, sem staðið hefur af sér sex uppreisnartilraunir frá því að hún komst til valda 1986, baö þegna sína um stuðning í morgun. Gagnrýni á stjórn hennar hefur farið vaxandi að undanfornu vegna efna- hagskreppu í landinu. Hækkun olíu- Hermenn hliðhollir Corazon Aquino, forseta Filippseyja, taka sér smáhvild í morgun eftir að hafa komið fyrir fallbyssu í aðalbækistöðvum hersins í Manila. Símamynd Reuter verðs hefur valdið miklum örðug- leikum auk þess sem fjöldi náttúru- hamfara hefur haft í för með sér mikiö tjón. Mindanao er næststærsta eyjan á Filippseyjum og eru þar miklar nátt- úruauðlindir. A miðjum áttunda ára- tugnum gerðu múhameðstrúarmenn þar uppreisn og létu þá að minnsta kosti fimmtíu þúsund lífið. Foringi uppreisnarmanna nú, Alexander Noble, var viðriðinn síð- ustu tvær uppreisnartilraunirnar á Filippseyjum og flúði hann suður á bóginn í desember síðastliðnum. Hef- ur hánn farið huldu höfði síðan þar til nú. Bandarískir þingmenn og embætt- ismenn lýstu því yfir í morgun að Bandaríkjamenn myndu hætta að- stoð sinni við Filippseyjar ef Aquino yrði steypt. Reuter Útlönd París: Sprenging í íbúðarblokk - tugir manna í rústunum Að minnsta kosti fjörutíu manns grófust undir íbúðarblokk í út- hverfi í suðurhluta Parísar sem hrundi í kjölfar sprengingar snemma í morgun. Tveimur klukkustundum eftir slysið hafði enn ekki tekist að komast að fólk- inu, að því er lögreglan tilkynnti. íbúðarblokkin, sem var fimm hæða, var í hverfinu Massy Pala- iseau. Reuter Viðræður Bakers og Sévardnadze: Samningur um af- vopnun tilbúinn - verður undirritaður 1 París í næsta mánuði Utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna hafa endan- lega náð samkomulagi um fækkun í herafla ríkjanna í Evrópu. Sam- komulagið tekur aðeins til hefð- bundinna herja en eftir er að semja um fækkum kjarnorkuvopna. Baker og Sévardnadze áttu með sér fimm klukkustunda fund í gær þar sem þeir ræddu þau fáu atriði sem Eduard Sévardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, segir að Sovét- menn hafi gefið mest eftir í afvopn- unarviðræðunum. Símamynd Reuter enn voru eftir til að samkomulag næðist um afvopnunina í Evrópu. Fastlega var búist við að þeir næðu samkomulagi, enda voru aðeins aukaatriði eftir. Ekki eru þó öll atriði leyst enn en ráðherrarnir voru sam- mála um að ekkert gæti komið í veg fyrir samkomulag úr þessu. „Við munum að sjálfsögðu ráðfæra okkur við bandamenn okkar en hvað varðar viðræðurnar sem nú hafa far- ið fram þá eru Bandaríkjamenn og Sovétmenn sammála um hvernig staðið skuli að afvopnun í Evrópu," sagði Sévardnadze. „Auðvitað eru þaö Sovétmenn sem hafa gefið mest eftir,“ bætti ráðherrann við. Samningaviðræður hafa nú staðið í 18 mánuði. í aýja samkomulaginu felst að skriðdrekum í Evrópu verður fækkað verulega, einnig flugvélum og stórskotaliði. Sovétmenn verða t.d. aö losa sig við um 40 þúsund skriðdreka. Svæðið, sem samningur- inn tekur til, nær allt frá Úralfjöllum í Sovétríkjunum og til Evrópu- stranda við Atlantshafið. Ráðgert er að skrifa undir samn- inginn á ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu í París í næsta mánuði. Þar munu Bush og Gor- batsjov hittast og jafnvel er taliö að þar náist frekara samkomulag um afvopnun. Reuter EB: Samkomulag um niðurskurð á landbúnaðarstyrkjum Framkvæmdanefnd Evrópu- bandalagsins, EB, samþykkti ein- róma í gærkvöldi áætlun um að draga úr styrkjum til landbúnaðar. Landbúnaðarstyrkirnir eru helsta ágreiningsefnið í viðræðum GATT, Hins almenna samkomulags um tolla og viðskipti. Evrópubandalagið hef- ur sætt harðri gagnrýni, sérstaklega frá Bandaríkjunum, fyrir að hafa ekki gert meira til að draga úr út- flutningsstyrkjum til landbúnaðar. Ráðgert er að allir þátttakendur í GATT-viðræðunum muni kynna áætlanir sínar fyrir 15. október. Landbúnaðarráðherrar og utan- ríkisráðherrar Evrópubandalagsins eiga eftir að samþykkja hina nýju áætlun framkvæmdanefndar þess. Reuter Bílagetraun og OTCOVTHC Skilafrestur er til 5. október Ef þú ert með rétta tölu getur þú komist til Naiiorka með Atlantik í vikuferð 23.-30. október nk. og tekið með þér einn ferðafélaga. SENDIST TIL DV-BÍLA Þverholti 11 pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.