Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. Fréttir_____________________________________ LandsbanMnn ætlar að lána nýjum Þjóðvilja: Fimmtíu milljónir tryggðar í fjárlögum - bankinn hefur áður lánað blaðinu 15 milljónir tryggðar með sama hætti Síðumúli 6 hefur verið seldur. Eins var fokheld hæð að Krókhálsi 10 seld. Þrátt fyrir eignasölur er fátt sem getur komið í veg fyrir gjaldþrot Þjóðvilj- ans. Því er nú reynt að stofna nýtt útgáfufélag. 50 milljóna króna lán frá Landsbankanum, tryggt með væntanlegum blaðstyrkjum úr ríkissjóði næstu 12 árin, er ein af meginforsendum þess að hægt verði að halda blaðinu lifandi. í viðræðum sem eru í gangi milli Útgáfufélags Þjóðviljans og Lands- bankans er gert ráð fyrir að bankinn láni Þjóðviljanum 50 milljónir króna. Lán þetta er ein af forsendum fyrir útgáfu nýs Þjóðvilja. Hlutafjársöfnun fyrir nýtt útgáfufyrirtæki er hafm og skipulagning er í fullum gangi. Lánið frá Landsbankanum á að greiðast á tólf árum. Fyrsta afborgun verður eftir þrjú ár. Lánið er tryggt með þeim hætti að þingflokkur Al- þýðubandalagsins og framkvæmda- stjóm afsala sér hluta blaðstyrks til bankans. Á árinu 1989 lánaði Lands- bankinn Útgáfufélagi Þjóðviljans 15 milljónir króna. Eftirstöðvar af því láni eru rúmar 13 milljónir. Það lán er tryggt með sama hætti og væntan- legar tryggingar fyrir 50 milljóna króna láninu. Blaðstyrkur er fé sem flokkarnir fá, samkvæmt fjárlögum hverju sinni, til að standa straum af útgáfukostnaði. Er hjá þingflokknum í þessum umræðum er gerður fyr- irvari um hraða endurgreiðslna ef verulegar breytingar til hins verra verði á íjárhæð blaðstyrks eða fyrir- komulagi hans. Mál þetta er nú til samþykktar eða synjunar hjá þing- flokki og framkvæmdastjórn Al- þýðubandalagsins. Samkvæmt heimildum DV hefur bankastjórn Landsbankans þegar gefiö vilyrði fyrir láninu, sem er ekki það fyrsta með slíkri tryggingu, eins og kom fram hér aö ofan. Nú standa yfir umræður um stofn- un nýs hiutafélags um rekstur Þjóð- viljans. Hinn nýi Þjóðvilji á að taka við rekstrinum á núlli. 50 milljóna króna lánið verður notað til skuld- breytinga við Landsbankann. Sam- kvæmt þeim hugmyndum sem eru í gangi verður hlutafé hins nýja fyrir- tækis 20 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að eignarhluti Útgáfufélagsins verði 48 prósent, hlutur einstaklinga verði 40 prósent og hlutur Sigfúsar- sjóðs verði 12 prósent. í þeim viöræðum sem hafa farið fram hefur komið skýrt fram að framtíð Þjóðviljans er engin, að öllu óbreyttu. Því er stefnt að því að nýtt blað verði gert sölulegra með breyttu útliti, öðrum efnistökum án þess að pólitísk sérsaða þess falli í skuggann. Nú þegar er hafln áskriftarherferð. Hvað á Þjóðviljinn? Þeir sem eru mest áfram um að stofna nýtt útgáfufélag um rekstur Þjóðviljans segja hans helstu eignir séu áskrifendur, áhrifamáttur, tækjakostur í tölvum og hugbúnaði, vel þjálfað starfsfólk sem flest er tal- ið kunna ágætlega til verka og hús- næðið það sem blaðið er í núna. Húsnæðið er eign Sigfúsarsjóðs. Þá er blaðið talið vera eini fjölmiðillinn fyrir vettvang þeirra skoðana sem Álþýðubandalagið berst fyrir og um leið mikilvægt vopn í pólitískri bar- áttu flokksins. Þjóðviljinn hefur selt húsið að Síðumúla 6 og fokhelda hæð, sem blaðið átti, að Krókhálsi 10. Þá hafa tæki Blaðaprents verið seld. Eins hefur blaðið verið minnkað og starfs- fólki fækkað. Gert er ráð fyrir að því fækki enn frekar. Rekstur blaðsins er sagður hafi staðið undir sér að öðru leyti en því að ekki varð afgang- ur fyrir fjármagnskostnaði. Nýr rekstrargrundvöllur Samkvæmt nýjum rekstraráætlun- um er gert ráð fyrir að nýr Þjóðvilji verði rekinn með 100 þúsund króna hagnaði á næsta ári og 700 þúsund króna hagnaöi 1992. Þá er ekki reikn- að með neinum blaðstyrk. í þeim áætlunum sem nú eru á borðinu er gert ráð fyrir að nýja hlutafélagið leigi Þjóðviljann og að leigutekjurnar renni, ásamt blað- styrknum, til að greiða niður stóra lánið við Landsbankann. Gjaldþroteða . . . Þeir sem vinna að málinu telja að tekjur fari að aukast þar sem þensla sé fyrirsjáanleg. Þá er þessi nýja leið vænlegri fyrir framtíð Þjóðviljans en þær leiðir sem farnar hafa verið und- anfarin ár. Ef ekki tekst samkomulag við flokksforystuna og fleiri til að ráðast í gagngerar breytingar er mat manna að ekki séð annað aö gera en lýsa Þjóöviljann gjaldþrota. -sme Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: íbúar í þremur hreppum í Eyja- firði munu ganga til atkvæða- greiðslu á laugardag og greiða atkvæði um það hvort þeir viljá sameiningu hreppanna í einn. Þetta eru íbúar í Hrafhagils- hreppi, Öngulsstaðahreppi og Saurbæjarhreppi. Taliö er að meirihluti sé fyrir því í hreppunum þremur að þeir verði sameinaðir enda muni ýmis hagræðing fylgja því. „Ég er bjartsýnn á að sameiningin verði samþykkt og styðst þá við skoð- anakönnun sem gerð var sam- hliða sveitarstjórnarkosningum í vor, en þá lýstu um 80% þerra sem greiddu atkvæði sig hlynnta sameiningunni," segir Birgir Þórðarson, oddviti Öngulsstaða- hrepps. Hins vegar er Ijóst að ef sameiningin fær ekki meirihluta í hreppunum þremur verður ekki af henni. Jafnhliða atkvæðagreiðslunni um sameininguna fer fram skoð- anakönnun um væntanlegt nafn á hinn sameinaða hrepp og er þar um ýmislegt að velja enda hafa komið fram um 40 uppástundur en nöfnin á listanum sem mun liggja frammi eru: Eyjaflaröar- byggð, Eyjafjarðarhreppur, Eyja- flarðarsveit, Framíjarðarbyggð, Framflarðarhreppur, Grundar- þing, Helgahreppur, Helga magra byggö, Vaðlahreppur, Vaðlaþing, Kristneshreppur, Staðarbyggð og Kerlingarhreppur. Siðasta nafnið mun \æra haft með til gamans en það mun draga nafn sitt af fjall- inu Kerlingu sem er hæsta eða eitt af hæstu flöllum á Norður- ..... Útafkeyrsla áKísilvegi Fólksbifreið ók út af Kísilvegi uppundir Mývatnssveit á þriðju- dagskvöldið. Fjórir voru í bifreið- inni og slösuöust allir töluvert og þurfti að flytja fólkið á sjúkra- hús. Tveir voru fluttir á Fjórö- ungssjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir á sjúkrahúsiö á Húsa- vík. -J.Mar í dag mælir Dagfari Grafarbakkabræður allra flokka sameinist Dagfari er dálítið gefinn fyrir að fylgjast vel meö og tolla í tískunni og því vill hann ekki láta sitt eftir liggja í vandamálaumræðunni miklu, sem við höfum góðu heilli þegið að gjöf frá Svíum. Frá þeim höfum við það líka, að þaö sé ekki siðuðum þjóðum sæmandi að leysa ekki öll vandamál allra manna og að einstaklingnum komi sín eigin vandamál ekkert viö, heldur eigi að leysa þau með félagslegum að- gerðum, eins og það er kallað. Vandamál gamla fólksins hafa hvílt þungt á Dagfara, allt frá því að vandamálafréttakona í ríkis- sjónvarpinu spurði flölda manns hvort nógu mikið væri gert fyrir gamla fólkið og allir sögðu nei. Já, ekki er það gott og eitthvað verður að gera. Það fyrsta sem manni dett- ur í hug er að eitthvað mikið sé að á Alþingi sjálfu fyrst það er ekki búið að leysa vandamál gamla fólksins í eitt skipti fyrir öll. Og það þarf ekki lengi að skyggnast um sali Alþingis til að sjá hvað er að. Það vantar miklu fleiri gamal- menni á Alþingi. Þau verða a.m.k. að vera þar í hreinum meirihluta í báðum deildum og flárveitinga- nefnd og þá myndu vandamál gamla fólksins á íslandi, húsnæðis- mál, heyrnarleysi, gigt o.s.frv. hverfa eins og dögg fyrir sólu. En sem betur fer er að rofa til í þessum efnum. Nú gengur hvert gamalmennið á eftir öðru fram á vígvöllinn, bítur í skjaldarrendur og mælir skjálfandi röddu: Aldrei að hætta á Alþingi. Mikið dáist Dagfari að Þorvaldi Garðari fyrir forystu hans í þessum efnum. Og þaö lá við að Dagfari táraðist þegar Matthías Bjarnason, sem var stein- hættur í stjórnmálum, steinhætti við að hætta um leiö og hann frétti að Þorvaldur ætlaði ekki að hætta á það að hætta. Þessi göfugmenni og flokksbræður hafa sem sagt ákveðið í eindrægni og bróöerni að ganga hönd í hönd og í takt fram á sinn pólitíska grafarbakka og jafn- vel fram af honum. Það verður fög- ur sjón. í þakklætis- og virðingar- skyni hafa þessir þingmenn verið hreiðraðir með nafngiftinni Graf- arbakkabræður og eru vel að henni komnir. En ellin fer ekki eftir stjóm- málaflokkum og nú ríður á að aldr- aðir bræður og systur í öllum flokkum fylki liði fram á grafar- bakkann og fram af honum ef í það fer. Ósköp er þá notalegt að geta reitt sig á þingsetu Stefáns Val- geirssonar þegar yngri menn og óruglaðir heltast úr lestinni. Aldrei hefur hann verið sakaður um að ætla að hætta á Alþingi og einhvern veginn flnnst manni að takmarkið hljóti að vera að setja ellimóðan hugsjónasvip Stefáns á Alþingi allt eða a.m.k. meirihluta þess í báðum deildum og flárveitinganefnd. Þá berast þær góðu fréttir að Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir ætli ekki aftur í framboð fyrir Borgaraflokk- inn, sem gæti bent til þess að hún vildi sitja lengur á Alþingi. Það er að vísu galli á Aðalheiði að hún sker sig úr öörum alþingismönnum í því að hugsa ekki mikið um eigin hagsmuni en líkleg er hún til að hafa samúð með elliærum félögum á sama vinnustað. Því miður er ekki líklegt að unnt sé að gera Alþingi að hreinræktuðu elliheimili í einum kosningum. Þess vegna er áríöandi að rækta nú vel elsta þingmannastofninn og umfram allt að veiða ekkert úr honum. SteingrímurHermannsson getur vel verið forsætisráðherra eitthvaö fram á 21. öldina ef hann er friðaður og sá veröur nú orðinn skemmtilegur í restina þegar elli- glöpin bætast við minnisleysiö, gróusögurnar og allt hitt. En það eru prófkjörin sem passa veröur alveg sérstaklega og slá skjaldborg um alla sem komnir eru á sjötugs- aldur eða meira og farnir að gefa sig. Reykjavíkuríhaldið verður t.d. heldur betur að gá að sér. Þar er fyrir sveit þingmanna á sjötugs- aldri sem undir engum kringum- stæöum má hrófla við. Fer þar fremstur í flokki Guðmundur H. Garðarsson, sem áreiðanlega verð- ur efnilegur í ellinni eins og hann hefur verið alla ævi, og hann á það a.m.k. ekki til að hætta þing- mennsku að fyrra bragði. Haft er eftir ónefndum þing- manni, sem farinn er að fella æsku- blómann, að hann geti ekki hætt þingmennsku núna því hann eigi svo margt eftir ógert. Þótti þetta vel mælt og sannleikanum sam- kvæmt því ekki er til þess vitað að þessi maður hafi gert eitt eða neitt hingað til. Svona menn eiga sem flestir að sitja á Alþingi og eftir því sem þeir verða fleiri, eldri og ruglaðri í öllum flokkum, deildum og fjárveitinganefnd, aukast líkur á því að eitthvað verði gert fyrir gamla fólkið. Hafa þá bakkabræður í öllum flokkum unnið þarft verk og geta glaðir í bragði stigið gömlu dansana fram af grafarbakkanum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.