Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 I>V Útlönd Mennirnir voru handteknir við hinar fornfrægu rustir hjá Stonehenge á Bretiandi. Simamynd Reuter Lögreglan tekur tvo IRA-menn Breska lögreglan yfirheyrir nú tvo írska skæruliða sem teknir voru eftir umsátur nærri rústunum við Ston- henge. Mennirnir eru grunaðir um að hafa átt þátt í að myrða Ian Gow með bílasprengju í sumar. Gow var náinn vinur Margaretar Thatcher, forsætisráðherra Breta. Mennirnir voru handteknir á bíla- stæði við rústirnar sem eru aðeins um tíu kílómetra frá höfuðstöðvum breska hersins. Farið var með írana til Lundúna þar sem hryðjuverkalög- reglan yfirheyrði þá um sprengju- tilræðið við Gow og fleiri tilræði á Bretlandi á síðustu mánuðum. Gow var þingmaður fyrir íhalds- flokkinn og taldi að sýna ætti Írska lýðveldishernum meiri hörku en stjórnin hefði gert til þessa. Talið er að þessir menn hafi ætlað að ráðast gegn öðrum þingmanni íhaldsflokkins þegar lögreglan sá til ferða þeirra. Þeir komust þá undan en skömmu síðar vai’ gerð skotárás á Peter Terry, fyrrum landstjóra Breta á Gíbraltar, og hann særður alvarlega. Talið er hugsanlegt að sömu mennirnir hafi verið að verki í Öll skiptin. Reuter Gorbatsjovætlar til Þýskalands Michail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, kemur að öllum líkindum til Berínar um miðjan næsta mánuð til að undirrita víðækan sáttmála við Þjóðverja um samvinnu ríkjanna. Líklegt er talið að Gorbatsjov haldi einnig til Frakklands og skrifi þar undir hliðstæðan samvinnusamning og gera á við Þjóðverja. Hann verður í öllu falli í París dagana 19. til 21. nóvember á ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu. Með í samningnum er griðarsátt- máli og að leiðtogar ríkjanna haldi með sér fund árlega hér eftir til að ræða samvinnu á sviði stjórnmála og efnahags- og menrúngarmála. Reuter ARCHE tölvueigendur hafa eitt sem cngir aðrir tölvueigendur hafa - tveggja ára gæðaábyrgð. í dag er ARCHE eini framleiðandinn í Bandaríkjun- um sem býður tveggja ára ábyrgð á öllu sem ber merki ARCHE Technologies. ARCHE eigendur geta státað sig af fyrsta flokks „Made in the USA“ gæðastimpli. Og stimpil þennan fá aðeins þeir framleiðendur sem mæta ströngustu kröfum um gæði og endingu. H ‘ SES ... □ 1Mb rainni (0 bið) □ 1,2Mb disklinga drif □ 2 parallel og 2 serial port □ Stýrikort fyrir harðan disk □ MS-Dos 3.3, GW Basic □ 10 ls lykils lyklaborð VERÐ KRÓNUR: 97.975. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR VISA RAÐGREIÐSLUR ARCHE RIVAL 386-SX Ö 1Mb minni (0 bið) □ Stýrikort fyrir harðan disk □ 1,2Mb disklinga drif □ MS-Dos 3.3, GW Basic □ 2 parallel og 2 serial port □ 101 s lykils lyklaborð VERÐ KRÓNUR: 109.565.- TH. VILHELMSSON ® TÖLVUDEILD Rcykjavíkurvegi 62. 220 Hf.. Símar 91-650141 og 91-653241

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.