Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. 35 Ingvar E. Sigurðsson og Elva Ósk Ólafsdóttir leika Þór og Hildi, sambýlisfólk sem bæði hafa lokið gítarnámi. Ég er meistarinn, frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins 1 kvöld: Leikrit sterkra tilfinninga I kvöld verður frumsýnt nýtt ís- lenskt leikrit í Borgarleikhúsinu á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Leik- ritið, Ég er meistarinn, er eftir Hrafn- hildi Hagalín Guðmundsdóttur og er það frumsmíð hennar á sviði leikrit- unar. Hrafnhildur er dóttir Guð- mundar Pálssonar leikara, sem er látinn og Sigríðar Hagalín leikkonu. Afi hennar í móðurætt var Guð- mundur Hagalín rithöfundur. Hrafn- hildi eru því listamannshæfileikar í blóð bornir. Áður en Hrafnhildur sneri sér að leikritagerð var hún lengi við nám í klassískum gítarleik og ætti það ekki að koma neinum á óvart að viðfangsefni hennar í Ég er meistarinn tengist hæfileikum í með- ferð klassísks gítars. Persónur leikritsins eru þrjár og það er gítarinn sem líf þeirra snýst um, þótt viðhorfin séu ólík. Þá tengj- ast þessar persónur, Meistarinn, Hildur og Þór sterkum tilfmninga- böndum þar sem Hildur er oft eins og á milli tveggja spúandi eldíjalla. Báðir ætlast til að hún sé þeirra stoð og stytta, þó á hvorn sinn hátt. Auk þess á Hildur í mikilli sálarbaráttu um sitt eigið ágæti. Ég er meistarinn er dramatískt verk þar sem leikið er á tilflnningar allra aðalpersónanna, gallar, hæfi- leikar, fordómar og sérkenni hvers Meistarinn (Þorsteinn Gunnarsson) kemur óvænt aftur inn í líf Hildar og um sig kemur skýrt fram í texta sem átðkin hefjast. DV-mynd Hanna á eftir að halda væntanlegum áhorf- endum föngnum meðan á sýningu stendur. Leikritið er fyrst og fremst dramatískt verk, en vissulega er húmor í leikritinu þótt minna fari fyrir honum. Það eru sérstaklega til- svör Meistarans sem koma áhorf- andanum til að brósa, enda persónan tvöföld í roðinu. Leikararnir þrír sem fara með hlutverkin í Ég er meistarinn eru Þorsteinn Gunnarsson sem leikur Meistarann. Þorsteinn er meðal okk- ar þekktustu leikara og á að baki farsælan leikferil. Þau sem leika Hildi og Þór eru ekki eins vel þekkt. Elva Ósk Ólafsdóttir leikur Hildi og er þetta hennar annað aðalhlutverk fyrir Leikfélag Reykjavíkur. í fyrra lék hún í Kjöti eftir Ólaf Hauk Símon- arson. Ingvar E. Sigurðsson, sem leikur Þór, heyr hér frumraun sína á sviði atvinnuleikhúss, en hann út- skrifaðist frá Leiklistarskóla íslands í vor. Leikstjóri er Kjartan Ragnars- son og leikmynd hannaði Hlín Gunn- arsdóttir. Tónlistin í Ég er meistar- inn er að langmestu leikin á gítar og er það Pétur Jónasson sem sér um gítarleikinn. Eins og áður sagði er frumsýningin í kvöld. Önnur sýning er annað kvöld, þriðja á laugardagskvöld og sú fjórða á sunnudagskvöld. -HK Íslandsvika í Tammerfors: Viðamesta íslandskynning sem farið hef ur fram í Finnlandi Sinfóníuhljómsveit íslands og Kór Langholtskirkju meðal þátttakenda íslandsvinafélagið Islandia og nýja ráðstefnuhúsið í Tammerfors standa fyrir íslandsviku 19.-24. október sem verður viðamesta íslandskynning sem fram hefur farið í Finnlandi til þessa. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun verða viðstödd opnun vikunnar en forsetinn verður útnefndur heiðursdoktor við Tammerfors háskóla. Tammerfors háskóli er fyrsti háskólinn á Norður- löndum sem sýnir forseta íslands og íslendingum slíka virðingu. Á þriðja hundrað Islendihgar munu fara til Tammerfors vegna þessara hátíðarhalda. Svavar Gests- son menntamálaráðherra og Jón Sig- urðsson, viðskipta- og iðnaðarráð- herra munu verða viðstaddir ís- landsvikuna. Jafnframt mun biskup íslands herra Ólafur Skúlason og séra Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup verða með í för, en sungin verður hámessa á íslensku og finnsku í dómkirkjunni í Tammer- fors. Sinfóníuhljómsveit íslands, sem er að leggja upp í tónleikaför um Norð- urlöndin, mun halda tónleika í Tammerfors en þar eru bernskuslóð- ir stjórnandans Petri Sakari. Þá verður Kór Langholtskirkju á tón- leikaför um suður Finnland og mun kórinn koma fram og syngja við há- messuna í dómkirkjunni í Tammer- fors. Af öðrum dagskrárliðum íslensk- um má nefna að Þjóðdansafélag Reykjavíkur mun sýna dansa auk þess sem íslenskir rithöfundar og tónlistarmenn munu koma fram yið ýmis tækifæri. Alla dagana verður rekið íslenskt kaffihús, Kaffe Reykja- vík. Þar gefst almenningi kostur á að kaupa íslenskar veitingar en kaffi- stofa Norræna hússins mun sjá um reksturinn. Norræna húsið, sem hef- ur tekið virkan þátt í undibúningi þessarar viðamiklu íslandskynning- ar, verður eninig með sýningar á sín- um vegum. Má þar nefna grafík, ljós- myndasýningu og sýningu á íslensk: um steinum. -HK Merming Nýrlistdanssfjóri við fslenska dansflokkinn Einar Sveinn Þórðarson hefur verið ráðinn listdansstjóri við ís- lenska dansflokkinn tímabundið. Einar hóf nám við Listdansskóla Þjóðleikhússins 1%9 en fór aö því búnu í framhaldsnám á árunum 1978-1982 við School of American Ballet i New York. Að námu lo- knu bauðst honum samningur við Pennsylvania Ballet þar sem' hann dansaði í tvö ár. Eftir það kom Einar heim og dansaði með íslenska dansflokknum um tveggja ára skeið. Leið hans lá síðan til Konunglega sænska bal- lettsins ogþaðan yfir til Munchen þar sem hann hefur starfað frá 1986 en sagði samningi sínum lausum siðastliðið sumar. Einar mun dansa í fyrirhugaðri sýn- ingu íslenska dansflokksins á Pétri og úlfinum sem frumsýnd veröur 18. október. Stórkostlegstúlka slæraðsóknarmet Nýtt aðsóknarmet hefur litið dagsins ljós hjá Bíóhöllinni og Bíóborginni í Reykjavík. Nú hafa rúm fimmtíu þúsund manns séð gamanmyndina Stórkostleg stúlka eða Pretty Woman eins og hún heitir á frummálinu. Er það meiri aðsókn en nokkur kvik- mynd hefur fengið hjá þessum kvikmyndahúsum. Þessi mikl aðsókn hefur komið jafhmikið á óvart hér á landi sem og annars staðar. Þegar myndin var gerð var alls ekki búist við þessari miklu aðsókn enda var ekki miklu kostað til. Annað hefur komið í ljós og það er ekki aðeins hér á landi sem þessi geðþekka kvikmynd hefur hlotið mikla aö- sókn, heldur er talið fullvíst að hún verði í efsta sæti í Bandaríkj- unum yfir mest sóttar kvikmynd- ir á þessu ári. lífssaga Þórarins Tyrfingssonar áprent Meðal þeirra bóka sem vafa- laust munu vekja athygli í vetur er Það hálfa væri nóg sem er lífs- saga Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis SÁÁ. Þórarinn er landskunnur af störfum sínum á vegum SÁÁ. Hann hefur rétt mörgum illa stöddum drykkju- manninum hjálparhönd. Færri vita að hann var hér á árum áður einn af þekktustu handknatt- leiksmönnum okkar og hann veit af eigin raun hvert böl ofdrykkj- an er þeim sem 1 klóm hennar lendir. Það er Guðrún Guðlaugs- dóttir blaðamaður sem skráði lfissögu Þórarins, en útgefandi er Örn & Örlygur. Stjörnuspá- dómabókeftir Amy Engilberts íslenáingar hafa ávallt verið veikir fyrir hinu óorðna og hafa spákonur sem hér hafa starfað ekki þurft að kvarta yfir aðsókn- inni. Einhver vinsælasta spákon- an og sú sem kunnugir telja merkilegasta er Amy Engilbert.s. Hún hefur í mörg ár spáð fyrir fróðleiksfúsum íslendinum meö góöum árangri. Á vegum Hörpu- útgáfunnar kemur út fyrir jólin bókin Afmælísdagar með stjörn- uspám eftir Amy Engilberts. Þar mun hún spá í hin tólf stjömum- erki og síðan skipta þeim upp í þrennt. Áður hafa út komið hér á landi stjörnuspádómsbækur eftir erlenda höfunda en með bók Amy Engilberts kemur á mark- aðinn alíslensk bók um þessa vin- sælu grein vísinda sem sumir vilja eingöngu kalla dægradvöl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.