Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1990, Blaðsíða 29
37 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990. Skák Jón L. Árnason Það er ekki á hverjum degi sem þekkt- ir stórmeistarar verða að játa sig sigraða eftir aðeins fimmtán leiki. Á skákmóti í París í sumar varð Lev Psakhis (hvítt) alvarlega á 1 messunni gegn Anatoly Vaiser í Sikileyjarvöm: 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 Bg7 11. Bd3 Re7 12. Rxe7 Dxe7 13. c4 Í5 14. Dh5? (rétt er að hróka stutt): 8 7 6 5 4 3 2 1 14. - d5! Opnar drottningunni leið til b4 og hótar um leið að vinna peð á mið- borðinu meö vinningsstöðu. 15. cxd5 Eft- ir 15. exd5 Db4+ 16. Kfl Dxb2 17. Rc2 e4 missir hvítur mann. 15. - fxe4! og hvítur gafst upp því að næsti leikur svarts verð- ur 16. - Db4 + og næst (eftir 16. Bxe4) 17. - Dxe4 eða (eftir 16. Bc2) 17. - Dxb2 með mannsvinningi. Bridge ísak Sigurðsson Árangur í hridge er í beinu hlutfalli við þá vinnu sem lögð er í samstarf fé- laga. Þetta gildir sérstaklega um við- kvæmar baráttustöður. Lítum á eftirfar- andi spil, sem kom upp í leik Landsbréfa og Siguröar Sigurjónssonar í undanúr- shtum Bikarkeppni BSÍ, er fram fór um síðustu helgi. Eins og sjá má er hálf- slemma í laufl mjög góður samningur en þrautin þyngri er að komast í hana með sæmilegu öryggi: ♦ 3 V 63 ♦ KDG92 + ÁK742 ♦ K6 V KD108752 ♦ 76 + G10 ♦ ÁDG10 V Á9 ♦ Á85 + 9863 Austnr Suður Vestur Norður 3¥ dobl pass 4? pass 44 pass 4 G pass 6+ P/h Eftir úttektardobl Jóns Baldurssonar í sveit Landsbréfa á hindrun austurs kref- ur Aðalsteinn Jörgensen spilið með 4 hjörtum, en sú sögn hefur ekkert meö þjartastopp að gera. Fjögur grönd hjá Aðalsteini lýsa síðan nákvæmlega þess- ari hendi, a.m.k. 5-4 á láglitunum og slemmuáhuga. Þessi staða er nákvæm- lega rædd hjá þeim Jóni og Aðalsteini. Fjögur grönd beint eftir dobliö hefði ver- ið svipuð skipting, en minni styrkur. Fimm í lágUt eftir 4 spaða sögn Jóns hefði hins vegar verið einlita hendi og slemmuáhugi. Á hinu borðinu voru spil- uð 3 grönd og lærdómur dreginn um nauðsyn þess aö ræða flóknustu baráttu- stöður á hærri sagnstigum. v bö/aaz V G4 ♦ 1043 Krossgáta Lárétt: 1 flöskuháls, 5 eldsneyti, 8 kjósa, 9 peningar, 10 duga, 12 uppistaða, 13 bæti, 15 tindar, 17 stofa, 19 varðandi, 21 þegar, 22 málmur. Lóðrétt: 1 íss, 2 drykkur, 3 morkna, 4 fugl, 5 hrúga, 6 tíðum, 7 afhentir, 11 nægi- legar, 14 athygU, 16 togaði, 18 samstæðir, 20 fluga. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 konfekt, 7 ægir, 8 sár, 9 náð, 11 ótta, 13 unaður, 14 ræfll, 16 úa, 17 ag- ar, 18 tal, 19 að, 20 skari. Lóðrétt: 1 kænur, 2 og, 3 niða, 4 fróðir, 5 ká, 6 trafali, 10 ánægð, 12 trúar, 15 fas, 17 AA. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, siökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek- anna í Reykjavík 28. september-4. október er í Ingólfsapóteki og Lyflabergi. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl.-10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga íd. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sutmudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyQafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 11166, Hafnar- fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 tO 08, á laugardögum og helgidó'gum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sínii 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fóstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspitalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vifilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum Fimmtud. 4. okt.: Breytingar á bresku stjórninni Winston Churchill verður kjörinn formaður (haldsflokksins breska í stað Chamerlains. Spákmæli Leiðin að hjarta karlmannsins liggur gegnum maga hans. Sarah Payson Paraton Söfnin Asmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið þriðjud., flmmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið um helgar kl. 10-18 og um helgar. Dillonshús opið á sama tíma. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-flmmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13—19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstuíl. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viökomustaöir viðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriöjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fmuntud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugar- og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard. og sunnud. kl. 14-18 og mánud.-fimmtud. 20-22. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., flmmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og yél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opiö alla daga nema mánudaga 11-16. Bilariir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, sími 24414. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa- vogur, simi 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel- tjarnarnes, sími 621180, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, simar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkynningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15, Rvík., sími 23266. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 5. október Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Haltu þig við málefni fjölskyldunnar. Forðastu allt sem er streituvaldandi hvort heldur það er andlegt eða líkamlegt. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Það verður stormasamt líf í kringum þig í dag. Vandamálin leysast með samstarfsvilja viðkomandi aðila seinni partinn. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Einstaklingshyggjan ræður ríkjum hjá þér í dag. Reyndu ekki að ýta undir hópvinnu, sérstaklega ekki með þver- móðskufullu fólki. Nautið (20. april-20. maí); Gerðu ekkert óhugsað og sérstaklega ekki ef um einhveija áhættu er aö ræða. Þú ættir að halda þig við heföbundin málefni. Tvíburarnir (21. maí-21. júní); Þér gengur mjög vel á bjartsýninni í dag, sérstaklega í hvers konar viðskiptum. Áhugi þinn á börnum og eldra fólki tefur þig dálítið. Happatölur eru 6, 15 og 25. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Þú hefur tilhneigingu til þess aö skipta þér að því sem þér eiginlega kemur ekki við. Forðastu aðila sem þora ekki að taka áhættu. Ljónið (23. júli-22. ágúst): Þaö er mikill hagur fyrir þig að skiptast á skoðunum við aðra. í félagslífinu getur þú látið þós þitt skína ef þú kærir þig um. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Lítið en hvetjandi tækifséri rekur þig af stað með eitthvað sem þig hefur lengi langað að framkvæma. Happatölur eru 12, 16 og 36. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þér verður ekki ágengt með neitt í dag nema að kanna hug þeira sem hlut eiga að máh. Fólk finnur kannski auðveldari lausnir á málum en þú. Sporðdrekinn (24. okt. 21. nóv.): Félagar þínir leita til þín eftir forystu eða til að örva þá og efla. Þú verður að fara gætilega í ráðleggingum þínum. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Geföu smáatriðunum mikinn gaum, sama hvað þú ert að gera. Það skapar betri árangur og betri útkomu í náinni fram- tíð. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Aðstæðurnar gera þig viðkvæmari en venjulega. Þú tekur gagnrýni illa upp og pirrast auðveldlega. Leitaðu samstarfs við fólk sem skilur þig. » r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.