Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Page 3
3
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990.
dv Viðtalið
Manngiidis-
hugsjónin
heillar
Nafn: Egill Heiðar Gíslason
Aldur: 32 ára
Starf: Framkvæmdastjóri
Framsöknarflokksins
Egill Heiðar Gíslason hefur ver-
ið ráðinn framkvaemdastjóri
Framsóknarflokksins i stað Sig-
urðar Geirdal sem tekið hefur við
starfi bæjarstjóra í Kópavogi.
Egill Heiðar er fæddur og uppal-
inn í Súðavík og að eigin sögn
leitar hugur hans oft vestur. „Á
heímaslóöum minum í Súöavik
liður mér ætíð best, ég hef miklar
taugar til staðarins.“
Eins og svo víða á landsbyggð-
inni þurfti Egill snemma að
hleypa heimdraganura til aö
stunda nám. Hann hélt til Bifrast-
ar og lauk samvinnuskólaprófi
1978. Næstu tvö árin var hann í
starfsnámi á vegum Sambands-
ins en síðan ráðinn sem félags-
málafulltrúi Kaupfélags Borg-
firðinga. Því starfi gegndi hann
til ársins 1982 er hann hélt utan
til Svíþjóðar til náms við Lýð-
háskólaim í Gautaborg. Þaðan
útskrifaðist hann 1984 sem æsku-
lýðs- og tómstundafulltrúi. Er
heim kom var hann ráðinn æsku-
lýðsfulltrúi Borgamesbæjar og
gegndi því starfi til ársins 1987
er hann hóf störf hjá Framsókn-
arflokknum.
Jónasfrá Hriflu í uppáhaldi
Að sögn Egils var það aldrei nein
spuming að ganga til Uös við
Framsóknarflokkinn. í æsku
hreifst hann af þvi uppbyggingar-
starfi á landsbyggðinni sem
flokkurinn hafði forystu um eftir
viðskilnað viðreisnarinnar. „Það
er einkum manngildishugsjón
Framsóknarflokksins semheillar
mig til þátttöku í honum. Flokk-
urinn hefur látið margt gott af sér
leiða í íslensku þjóðfélagi og á
mikla framtíö fyrir sér. Hann er
í senn frjálslyndur og umbóta-
sinnaöur félagshyggiuflokkur
sem samrýmist betur kröfum
þóðfélagsins en allir aðrir flokk-
ar.“
Jónas frá Hriflu er í miklu
uppáhaldi hjá AgU sem segir
hann hafa unnið mikið braut-
ryðjandjstarf hér á landi, meðal
annars með því að leggja gmnn-
inn að starfsemi ungmennafélag-
anna.
Er mikill ungmennafélags-
maður
„Félagsmál í víðum skUningi eru
mér mjög hugleikin. Annars er
ég frekar heimakær maöur og
kann vel viö mig í hópi vina. Ég
hef alla tið verið mjög virkur í
starfi ungmennafélagshreyfing-
arbmar og tók meðal annars þátt
í að stofna ungmennafélagið
Geisla í Súðavík. Þó ég sé löngu
fluttur þaðan tek ég þátt í starfinu
þar og er félaginu innan handar
eftir bestu getu.“
Eins og sönnum ungmennafé-
lagsmanni sæmir er EgiU bind-
indisrnaður á bæði tóbak og vín.
Hann segist þó ekki vera neinn
ofstopamaður á þessu sviði og
geta vel unnt öðrum að fá sér i
glas.
EgiUer kvæntur Magneu Gísla-
dóttur, ritara á lögfræðistofu.
-kaa
Höfn:
Roddregin síldar-
f lök til Frakklands
Júlia Imsland, DV, Höfn:
SUdarsöltun hófst á Höfn sl. fóstu-
dag en þá landaði Hvanney SF 60
tonnum af síld hjá Fiskimjölsverk-
smiðju Homafjaröar. Sama dag land-
aði Höfrungur II170 tonnum af síld
til frystingar hjá Fiskiðju KASK.
Nú verða í fyrsta sir í hjá KASK,
Kaupfélagi A-Skaftfelf.iga, fryst roð-
dregin sfldarflök fy :r Frakklands-
markað. Annars fer öU fryst síld til
Englands og Skotlands, ýmist heil-
fryst eða flök.
Um 70 manns vinna við frysting-
una. Margt aðkomufólk vinnur í sfld-
inni og hefur nokkuð mikU eftir-
spurn verið eftir vinnu viðs vegar
af landinu, þó einna mest af Suður-
nesjum að sögn EgUs Jónassonar
verkstjóra. •
Síldarsöltun hófst á Höfn á föstudag, sennilega fyrsta síldarsöltunin i haust.
DV-mynd Ragnar Imsland
Fréttir
Kratar á Vesturlandi:
Fjórirákveðnir
aðverameð
Fjórir hafa þegar ákveðið að
vera með í prófkjöri Alþýðu-
flokksins á Vesturlandi. Prófkjör-
ið verður væntanlega haldið í
nóvember.
Eiður Guðnason alþingismaður
hefur ákveðið að gefa kost á sér
til endurkjörs. Þrír aðrir hafa
ákveðið að vera með. Það eru:
Gisli Einarsson, bæjarfuEtrúi á
Akranesi, Sveinn Þór Elínbergs-
son, bæjarfulltrúi í Ólafsvík, og
Sveinn Hálfdánarson, varaþing-
maður og prentari í Borgarnesi.
Ekki er búið að ákveða próf-
kjörsreglur. Það verður gert á
fundi kjördæmisráðs sem verður
haldinn í Stykkishólmi í næstu
viku. Eftir að reglur um próf-
kjörið liggja fyrir verður auglýst
eftir framboðum. Það er mögu-
leiki á að þátttakendum eigi eftir
að fjölga þegar búið verður að
ákveða með hvaða hætti próf-
kjörið verður. í prófkjörinu 1987
var niðurstaðan bindandi fyrir
tvöefstusætin. -sme
ÞAÐ BÖGGLAST
EKKERT FYRIR OKKUR
FLATEYRI:
Þri., mib., fim., föst., sun.
BILDUDALUR:
Alla daga nema laugard.
STYKKISHOLMUR:'
Föst. *, sun. *
RIF:
Mán., mib., fim., föst.
sun. *
HOLMAVIK, GJÖGUR
Mán. *, fim. *
BLONDUOS
Þri. *, fim. *
SIGLUFjÖRÐUR:
Mán., þri. *, miö., fim.
föst., laug. *, sun.
VESTMANNAEYJAR:
Alla daga
Stórir eða litlir bögglar, ferkantaðir,
sívalir eða kringlóttir - ekkert mál!
Við flytjum allt fyrir þig, hvort sem
það er hundur eða köttur sem þarf að
komast í sveitina eða til læknis,
varahluti í bílinn, bátinn, sjónvarpið
og hvaðeina annað sem þú þarft að
koma til skila eða fá til þín. Við
hringjum svo í þig og látum þig vita
þegar böggullinn kemur.
ATH. Stjarnan *, merkir millilendingu.
ARNARFLVG INNANLANDS hS.
101 REYKJAVlK Sími 91-29577,