Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990. Utlönd Gorbatsjov ekki veitt verðlaun fyrir hagf ræði sagði Genadi Gerasimov eftir að leiðtoginn fékk friðarverðlaunin Mikhail Gorbatsjov gat ekki leynt gleði sinni þegar honum var tilkynnt um friðarverðlaun Nóbels. Á Vesturlöndum fögnuðu þjóðarleiðtogar með honum en heima notuðu menn tækifærið til að minna á efnahagsástandið. Simamynd Reuter Mikhail Gorbartsjov, forseti Sov- étríkjanna, sagði eftir að honum voru veitt friðarverðlaun Nóbels að þau hvettu hann til að halda áfram með umbætur í landinu. Eduard Sévardnadse utanríkisráð- herra notaði tækifærið til að minna á að verðlaunin væru mikil viður- kenning fyrir utanríkisstefnu Sov- étríkjanna á síðustu árum en fyrir utan þessa tvo sáu fáir ástæðu til að fagnaðarláta í Sovétríkjunum. Enginn túlkaði þó betur tilfmn- ingar Sovétmanna en Genadi Gera- simov, talsmaður stjórnarinnar, þegar hann sagði að Gorbatsjov hefði ekki fegnið verðlaunin fyrir hagfræði. Heimamenn sáu ástæðu til að minna á að vöruskortur hefur aldrei verið meiri í Sovétríkjunum frá stríðslokum og efnahagsáætlun fyrir næstu mánuði er enn óaf- greidd. Heimaménn finna fyrir þessari hlið á stefnu forsetans en á Vestur- löndum verða menn betur varir við breytingarnar sem hafa orðið á ut- anríkisstefnunni. Sögur um vöru- skort í Sovétríkjunum eru svo gamlar og útþvældar að enginn veitir þeim athyggli nema reyna skortinn á sjálfum sér. Gorbatsjov var raunar upptekinn við fundahöld vegna efnahagsmála þegar honum bárust boðin um verðlaunin frá sendiherra Norð- manna í Moskvu hálftíma áður en tilkynnt var opinberlega um þau. Hann hafði ekki mikinn tíma til að fagna áður en baráttan um hrauðið innan Kremlarmúra hófst á ný. Fréttaskýrendur eru sammála um að Gorbatsjov fái friðarverð- launin nú fyrst og fremst fyrir að beita ekki Rauöa hernum gegn þjóðum Austur-Evrópu þegar þær steyptu leppstjómum Sovétmanna af stóli á síðasta ári. Menn minna jafnframt á að Gorbatsjov hefur notað herinn gegn andófsmönnum innan landamæra ríkisins og í Ge- orgíu og Azerbaijan hefur fólk fall- ið fyrir kúlum hermanna. í Eystra- saltslöndunum láta menn sér fátt um fmnast enda þykir mönnum þar nóg um nálægð Rauða hersins. Allt fram til ársins 1985 hundsaði Sovétstjórnin friðarverölaun Nób- els enda voru þaö eingöngu and- stæðingar hennar sem fengu þau. Andófsmaðurinn Andrei Sakharov fékk verðlaunin árið 1975 og Lech Walesa árið 1983. í þeim tilvikum báöum urðu verðlaunin til að vekja upp vanþóknun Kremlveija. Það var ekki fyrr en friðarsamtökum lækna, bæöi í Sovétríkjunum og Bandaríkjunum, voru veitt verð- launin að stjómin sá að af þeim mættihafanokkurtgagn. Reuter Gorbatsjov hefur brætt saman nýja efnahagsáætlun umhælií Kaliforníu - spáir sovéskt útlagaskáld „Gorbatsjov endar feril sinn sem pólitískur flóttamaöur í Kali- fomíu,“ spáði sovéska skáldið Irina Ratushinskaja eftir að til- kynnt hafði verið um friðarverð- launin. Irina en nú í útlegð í Eng- landi. ..'vSv'' Hún sagði að veiting verðlaun- anna til Gorbatsjovs væri aðeins klapp gamalla andstæðinga á bak leiðtoga heimsveldis sem væri komið að fótum fram. Þegar svona væri komið hefðu leiðtogar ríkja á Vesturlöndum fulla ástæöu til aö fagna. Irina var fjögur ár í fangabúð- um í Sovétríkjunum vegna and- stöðu við stjómina í Kreml. Hún var síðan svipt borgararéttindum og rekin úr landi. Irina minnti á að enn væm póiitískir fangar í Sovétríkjunum og aðeins fáum útlögum hefði verið leyft aö snúa heim. Reuter Sömu markmið og áður en dagarnir fleiri en 500 Sovétborgarar hafa undanfarna daga mótmælt vöruskorti i landinu. Ástand- ið hefur ekki verið verra þar i marga áratugi. Sfmamynd Reuter Þrátt fyrir að veiting friöaverð- launa Nóbels hafi orðið til að minna á stöðuna í sovésku efnahagslífi þá miðaði þó um eitt skref í átt aö mark- aðsbúskap þegar Gorbatsjov undir- ritaði nýja áætlun um breytingar á hagkerfinu. „Tilviljun virðist hafa ráðið því að mér em veitt friðarverðlaunin á sama tímá og við emm að hefja nýjan og mikilvægan áfanga í persestrojk- unni,“ sagði Gorbatsjov í viðtali í sovéska sjónvarpinu í gær. Gorbatsjov er aö vinna að sam- ræmingu á hugmyndum hagfræð- ingsins Stanislav Sjatalíns og Ryzkovs forsætisráðherra um nýja efnahagsstefnu. Æðsta ráðið veitti honum vald til að ákveða stefnuna eftir að það hafði gefist upp á að skera úr í máhnu í síðasta mánuði. Unnið var hröðum höndum að nýju áætluninni í allan gærdag og dróst að kynna hana vegna breytinga sem gera varð á síðustu stundu. Helstu breytingarnar frá 500 daga áætlun- inni sem kennd var við Sjatalín eru að ekki er gert ráð fyrir eins ströng- um tímamörkum og þar var gert. Áætlunin kemur til umræðu í Æðsta ráðinu í dag. Gorbatsjov hefur vald frá ráðinu til að fylgja áætlun- inni eftir með tilskipunum ef það getur ekki fellt sig við hana. Flestir reikna þó með að áætlunin mæti ekki mikilli andstöðu enda má ekki dragast öllu lengur að ráðist verði í uppstokkun á hagkerfinu. Miðað er við að nýja áætlunin taki gildi þann 1. nóvember. Hugmyndin er að koma henni í framkævmd á tveimur árum í stað þeirra 500 daga sem áður var rætt um. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.