Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SIMI (91J27022-FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Deilt á flokksþingi Harðar deilur milli formanns og varaformanns settu svip á nýafstaðið flokksþing Alþýðuflokksins. Mála- myndasættir tókust að lokum. Þingið var fjölsótt, og mikill kraftur greinilega í almennum flokksmönnum. Skoðanakönnun DV sýndi fyrir skömmu, að kratar voru að komast upp í það fylgi, sem þeir höfðu í síðustu þing- kosningum. Tveir þriðju þeirra landsmanna, sem taka afstöðu, eru sammála gerðum krataráðherrans Jóns Sigurðssonar í álmálinu. Margt er því hagstætt Al- þýðuflokknum um þessar mundir. En augljóst var, að þingheimur varð uggandi um hag flokksins, þegar for- maðurinn og varaformaðurinn bárust á banaspjót. Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður flokksins, las syndalista flokksins. Hún benti á ýmis mál, þar sem ríkisstjórnin hafði brugðist og því Alþýðuflokkurinn svikið gefin loforð. Þetta var rétt hjá Jóhönnu. Vissu- lega fara landsmenn ekki í grafgötur um, hversu mjög þessi ríkisstjórn hefur brugðizt. Þá reis upp formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, fleygði frá sér skýrslu, sem hann átti að lesa, og réðst á Jóhönnu. Hann talaði tæpitungulaust, og gagnrýni hans var svo grimm, að aumingja Jóhanna talaði um aftöku. Sættir tókust á yfirborðinu daginn eftir. Samkomulag varð um orðalag stefnuyfirlýsingar í húsnæðismálum. Þetta kann að nægja mörgum krötum, og þetta kann að vera nóg til þess, að Alþýðuflokkurinn verði áfram 1 sókn. Ení rauninni hefur lítið gerzt í samkomulagsátt. Styr hefur staðið um Jón Baldvin sem formann flokksins. Þessi ágreiningur flokksmanna hefur síðasta árið mjög beinzt að hugmyndunum um sameiningu jafn- aðarmanna. Einkum eru það fjölmargir gamlir og grón- ir kratar, sem hafa haft andúð á daðri formannsins við öfl í Alþýðubandalaginu. Þetta fólk vill ekki sjá formann sinn á rauðu ljósi. Jóhanna Sigurðardóttir nýtur trúnað- ar þessara óánægjuafla í flokknum. Þessir umræddu flokksmenn hafa ekki fagnað því fólki, sem gengið hefur í Alþýðuflokkinn komið frá vinstri vængnum. Þetta fólk vill hafa flokk sinn hreinan, sem það kallar svo. Það vill enga hálfkomma í flokkinn. Þetta mál verður ekki rætt að ráði án þess að víkja að gamalli sundrungu í Alþýðuflokknum. Löngum hefur staðan verið sú, að alþýðuflokksfólk hefur skipzt í af- stöðu, eftir því hvort flokksfólk hefur verið úr Reykja- vík eða utan borgarinnar. Þessi skipting hefur að minnsta kosti gilt um kjarnann í flokksfélögunum. í Reykjavík hefur hinn dæmigerði, rótgróni krati verið hægri sinnaður og ekki langt frá Sjálfstæðisflokknum. Staðan hefur löngum verið önnur úti á landi. Þessar fylkingar elduðu grátt silfur saman. Á þetta ber að líta, þegar skoðað er, hverra fulltrúi Jóhanna Sigurðardóttir er. Vissulega mun shkur ágreiningur halda áfram. En vera má, að hann hafi ekki áhrif fyrir næstu kosningar þrátt fyrir uppákomurnar á flokksþinginu. Jóhanna Sigurðardóttir nýtur stuðnings, þegar hún rekur ávirð- ingar ríkisstjórnarinnar og þar með Alþýðuflokksins. Flokkurinn sleppur ekki við ámæli fyrir að sitja í af- leitri og duglausri rfkisstjórn. Alþýðuflokkurinn á að leita á önnur mið. En jafnframt er Jón Baldvin skilnings verðugur fyrir að reyna að einfalda flokkakerfið. Sameining jafnaðar- manna og fækkun flokka yrði þjóðhagslega æskileg. Og viðbrögð hans á þinginu voru ósköp skiljanleg. Haukur Helgason Egg kosta þrefalt meira í matvöru- verslun hér á landi en í flestum grannlöndum okkar. Eggjabakki, sem kostar 270 krónur í smásölu- verslun í Reykjavík, mundi ekki kosta meira en 90 krónur í Dan- mörku. Eggjaframleiöslan er afar óhagkvæm. Framleiðendur gætu til dæmis ekki keppt viö verö á inn- fluttum eggjum þó aö þeir fengju allt fóður ókeypis. Ohagkvæm framleiðsla kostar neytendur lík- lega um 500 miljón krónur á ári. Verðsamanburður erfiður Mikið hefur verið fjallað um hátt verð á mætvælum. Helst hafa menn rætt um verð á kjöti en minna um aðrar vörutegundir eins og egg. Fólk á erfitt með að gera sér grein fyrir hversu dýr egg eru því samanburð skortir. Sem neysluvara hafa eggin þá sérstöðu að engin vara kemur í stað þeirra. Þegar verð á einni kjöttegund hækkar geta neytendur valið aðra ódýrari. Hækki verð á drykkjar- vörum má kaupa aðra tegund. Neytendur bera saman verð á smjöri og smjörlíki og mjólkurverð er borið saman við verð á ávaxta- drykkjum og gosdrykkjum. Þegar „Færa má að þvi rök að egg, sem flutt væru til landsins, þyrftu ekki að kosta meira en 135 krónur bakkinn," segir Stefán í grein sinni. Eggjaframleiðsla: Óhagkvæm búgrein verð á eggjum er metið er hins vegar ekki auðvelt að finna aðra vörutegund til samanburðar. Þess njóta framleiðendur og hafa að mestu frið um hvernig þeir verð- leggja framleiðsluna. Ef söluverð á eggjum er borið saman við verð í öðrum löndum kemur hins vegar í ljós ótrúlega mikill munur. Svo mikill að erfitt er að finna haldbærar skýringar. Egg þrefalt dýrari hér Eggjabakkinn kostar um 270 krónur í hverfisverslun í Reykja- vík. Til samanburðar má nefna að í Danmörku og Ítalíu kosta egg 150 til 165 krónur kílóið. Það svarar til að bakki með 10 eggjum kosti 90 krónur eða minna. í þessum lönd- um er virðisaukaskattur lítið lægri en hérlendis og almennt verðlag er ekki mjög frábrugðið. Mun minni munur er á verði flestra annarra landbúnaðarafurða eins og mjólkur og svínakjöts, svo dæmi séu tekin. íslenskar fjöl- skyldur þurfa þess vegna að greiða þrefalt hærra verð fyrir egg en ger- ist meðal annarra Evrópuþjóða. Það er ótrúlega mikill munur sem erfitt er að skýra. Einokun Verð á eggjum ákvarðast ekki af framboði og eftirspum. í greininni er framleiðslustjórnun. Allir fram- leiðendur hafa fengið úthlutað kvóta og nefnd ákveður síðan verð til þeirra. Enginn hvati er til verð- lækkunar. Við verðákvörðunina er notaður svonefndur verðlags- grundvöllur eggjaframleiöslu. Honum er ætlað að sýna hvað kost- ar að framleiða eggin. Grundvöllurinn miðast við ímyndaða afkomu bús sem fram- leiðir 46,5 tonn á ári. Dýrasti liður- inn í grundvelhnum er kaup á fóðri, liðlega 40%, og kostnaður við kaup á ungum um 20% af verðinu. Aðrir kostnaðarliðir eru lægri. Lík- lega er fóðurkostnaður um helm- ingur af kostnaði við að ala unga og fóðurverð því nálægt helmingur af framleiöslukostnaðinum þegar allt er talið. Óhagkvæm framleiðsla Því er haldið fram að skattlagn- KjaHaiiim Stefán Ingólfsson verkfræðingur ing á fóðri valdi mestu um hátt verð á eggjum. Fóður er vissulega mjög dýrt en það skýrir þó ekki þann mikla mun sem er á fram- leiðslukostnaði hér og erlendis. Á það má benda að þó að eggjabænd- ur fengju fóðrið gefins gætu þeir samt ekki keppt við danska fram- leiðendur. Aðferðir við framleiðslu eggja eru áþekkar frá einu landi til ann- ars. Varphænur hér á landi verpa þó minna en margir erlendir stofn- ar og éta auk þess meira. Þá hafa eggjabændur bent á að þeim sé óheimilt að bólusetja gegn algeng- um sjúkdómum og þess vegna verði mikil afíoll af stofninum. Áðurnefndir þættir gera fram- leiðsluna óhagkvæma en skýra þó ekki hinn ótrúlega mikla verðmun. Þungur tollur á neytendum Ef egg kostuðu jafnmikið hér á landi og neytendur í Vestur-Evrópu eiga að venjast mundi neytendum sparast tæplega 600 miljón krónur á ári. Verö frá framleiðendum er liklega um 600 miljón krónur á ári. Eggjaframleiðendur í Vestur-Evr- ópu gætu framleitt sama magn fyr- ir hátt í 400 miljón krónum lægra verð. Færa má aö því rök að egg sem flutt væru til landsins þyrftu ekki að kosta meira en 135 krónur bakk- inn. Það er helmingi ódýrara en núgildandi verð. Innflutningur á eggjum mundi samkvæmt því spara neytendum 500 miljón krón- ur á ári. Líklega er þó unnt að fram- leiða egg á samkeppnishæfu verði innanlands. Haldbærasta skýring- in á hinu háa verði er að grundvöll- urinn, sem það er ákvarðað eftir, sé ekki réttur. Réttlæting á framleiðslustjórnun Röksemdir eru vandfundnar til að réttlæta framleiðslustjórnun- ina. í landinu eru nokkrir stórir framleiðendur sem vafalítið geta framleitt egg fyrir mun lægra verð en nú er ákveðið. Ef framleiðslu- stjómun verður felld niður og framboð og eftirspurn ráða verð- myndun þurfa einhverjir hinna minni að hætta framleiðslu. Samkvæmt verðgrundvellinum þarf 1,3 ársverk til að framleiða 46,5 tonn af eggjum. Sé það rétt hafa ekki nema 70 manns störf á eggjabúum. Ef framleiöendum fækkaði þyrftu 30 til 40 manns að leitá sér annarra starfa. Það er svipað og gerist þegar einu frysti- húsi er lokað. Réttlætir atvinnuör- yggi þeirra að 500 miljón króna toll- ur sé lagður á neytendur? Stefán Ingólfsson „íslenskar fjölskyldur þurfa þess vegna að greiða þrefalt hærra verð fyrir egg en gerist meðal annarra Evrópuþjóða. Það er ótrúlega mikill munur sem erf- itt er að skýra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.