Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1990, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990.
25
Sviðsljós
Díana tekin fyrir
of hraðan akstur
Díana prinsessa, eiginkona Karis
Bretaprins hefur gaman af því að
aka hratt. Lögreglumaður stöðvaði
hennar hátign á dögunum nærri
Kensington eftir að hafa fylgt henni
eftir um stund á tæplega 90 kíló-
metra hraða á svæði þar sem hám-
arkshraðinn er 50. Prinsessan ekur
á Jaguar XJS og á slíkri þrumu-
kerru er auðvelt að gleyma sér.
Lögregluþjónninn gaf ekki út
sektarmiða á bifreið Díönu en veitti
henni munnlega áminningu um að
virða lög og reglur og lét þar við
sitja. Þetta er í annað skipti á stutt-
um tíma sem meðlimur bresku
konungsfjölskyldunnar lendir í
slíku en Anna prinsessa var tekin
fyrir of hraðan akstur tvisvar í
sömu vikunni fyrir skömmu.
Sondra Locke
heitir leikkona sem nýlega gekkst
undir skurðaðgerð vegna krabba-
meins í brjósti. Hún hefur nú
jafnað sig að mestu og kom fram
opinberlega í Holly wood og sagði
þá við blaðamenn _að hún teldi
stress líklegustu ástæðuna fyrir
því að hún veiktist af krabba.
Hún sleit nýlega ástarsambandi
við leikarann, borgastjórann og
harðjaxlinn Clint Eastwood. Sá
skilnaður olli henni miklu álagi
sem hún taldi liklegustu orsök
veikindanna.
IvanaTrump
hefur mikið verið í fjölmiðlum
vestanhafs vegna skilnaöar síns
við fjármagnströllið Donald
Trump. Ivana, sem er tékknesk
að uppruna og var skíðakona á
heimsmælikvarða á sínum yngri
árum, situr nú á friðarstóli í sín-
um hluta af veldi Trumps og
hyggur á frekari frama. Frúin
segist ætla að skrifa nokkrar
metsölubækur um líflð og listina
að græða peninga. Hún er að vísu
ekki byijuð enn en segist fullviss
um að útgefendur sláist um af-
urðirnar þegar þar að kemur.
Guðmundur Ingólfsson píanisti, Karl Sighvatsson organisti, ásamt
ungum syni sínum, Egill Ólafsson söngvari og Helgi Steingrimsson gítaristi.
Nú stendur yflr á Kjarvalsstöðum fólk en tók einnig fjölda ferðamynda
ljósmyndasýning á verkum banda- í Skandinavíu sem þykja mikil Usta-
ríska ljósmyndarans Imogen Cunn- verk. Bandaríski sendiherrann á ís-
ingham sem lést 1976 93 ára að aldri. landi, Charles E. Cobb jr., opnaði
Hún myndaði mikið leikara og frægt sýninguna.
Kristján Einarsson, DV, Selfossi:
í hljóðupptökuverinu í Glóru er um
þessar mundir verið að leggja síðustu
hönd á gerð hljómplötu með söng-
konunni Hjördísi Geirsdóttur.
Hjördís, sem um árabil hefur sung-
ið á öllum helstu skemmtistöðum
höfuðborgarinnar, er ættuð úr Fló-
anum og söng hér á árum áður með
mörgum helstu „grúppum“ héðan að
austan. Er hún enn að, nú með
hljómsveit Jóns Sigurðssonar í Ár-
túni í Reykjavík.
Með söng sínum gegnum árin hefur
Hjördís glatt margt söngelskt fólk og
finnst áreiðanlega mörgum kærkom-
ið að fá söng heniiar gefinn út á
hljómplötu.
Á nýju plötunni verða 12 lög, öll
ný nema tvö, Manstu vinur og Ma-
Þrir músíkantar taka púlsinn. F.v. Ólafur Stephensen, Vernharður Linnet
og Ólafur Þórðarson. DV-myndir RaSi
Tónlistarbar opnaður
Ljósmyndir eftir
Cunningham
ma sem var fyrsta lagið sem hún
söng opinberlega, þá 15 ára gömul.
Ólafur Þórarinsson (Labbi), eig-
andi hljóðversins í Glóru, útsetur og
tekur lögin upp en Skífan gefur plöt-
una út. Áætlað er að útgáfudagur
verði um miðjan nóvember nk.
Engir aukvisar aðstoða Hjördísi á
plötunni hennar því auk austan-
mannanna Gunnars Jónssonar og
Vignis Stefánssonar úr hljómsveit-
inni Karma leggja Mezzoforte strák-
arnir henni lið, þeir Friðrik Karls-
son, Jóhann Ásmundsson og Eyþór
Gunnarsson. Ýmsir aðrir ónefndir
koma einnig við sögu.
Það verður án efa gaman að heyra
hvernig útkoman verður þegar
svona úrvalslið leiðir saman krafta
sína.
DV-mynd Kristján
Púlsinn, sérstakur tónlistarbar,
var opnaður með stæl og sveiflu fyr-
ir helgina. Búlla þessi er til húsa í
höfuðstöðvum samtaka tónlistar-
manna á Vitastíg 3.
Eins og gefur að skilja verður lif-
andi tónlist í hávegum höfð og fengu
þeir sem viðstaddir voru opnunina
forsmekkinn af því sem koma skal.
Þar dunaði djass og blús svo Vitastíg-
urinn skalf enda á milli.
Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, ásamt Charles E. Cobb
sendiherra og konu hans, Sue M. Cobb. DV-myndir BG
KirstieAliey
og eiginmaður hennar óttast að
þau geti ekki eignast börn.
Kirstie, sem leikur eitt aðalhlut-
verkið í sjónvarpsþáttunum um
Staupastein, missti nýlega fóstur
sem hún var langt gengin með.
Hún og Parker Stevenson maki
hennar höfðu þráð lengi að eign-
ast afkvæmi og var Kirstie búin
að kaupa barnaföt fyrir 20 þús-
und dollara þegar ógæfan reið
yfir. Orðrómur gengur um að
hún hyggist hætta í sjónvarps-
þáttunum og einbeita sér að því
að verða barnshafandi.
Sá stutti hafði meiri áhuga á Ijósmyndaranum en Ijósmyndunum.
DV-mynd BG
Vildi færa
Díönu klukku
Aðdáandi Díönu prinsessu komst
óséður framhjá öryggisvörðum við
bústað prinsessunnar í London og
var næstum kominn inn í húsið
þegar hann festist í rósarunnum
og var handsamaður.
Aðdáandinn æsti heitir Ali Kas-
habi og er íranskur kaupsýslumað-
ur, búsettur í Kalifomíu. Hann
hugðist færa átrúnaðargoði sínu
silfurslegna klukku að verðmæti
180 þúsunda íslenskra króna að
gjöf. Hann var fundinn sekur um
brot á friðhelgi og dæmdur til þess
að vera til friðs í eitt ár.
Við réttarhöldin kom fram að
Kashabi hafði verið handtekinn
fyrir utan hús prinsessunnar ein-
um sólarhring áður og var þá all-
drukkinn. Hann viðurkenndi að
hafa gegnum tíðina skrifað Díönu
flölda bréfa sem hún heföi ekki
svarað. í bréfunum lýsti hann að-
dáun sinni á prinsessunni og löng-
un til þess að hitta hana.
„Þar sem ekkert svar barst ákvað
ég að fara sjálfur á fund hennar og
færa henni klukkuna í eigin per-
ónu,“ sagði Kashabi.
Hjördís á hljómplötu
Ólyginn
sagöi...