Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1990.
35
Lífsstm
r mk'a
«-CJ.
Einu aðilarnir sem selja skafmiða hér á landi eru nú Happdrætti Háskóla íslands og björgunarsveitirnar.
DV-mynd BG
Eru skafmiðamir
á undanhaldi?
- aðeins tveir útgefendur eftir
Skafmiðaævintýrið virðist vera á
einhverju undanhaldi, allavega hafa
flestir útgefendur gefist upp á þessu
formi, og eftir standa þá einungis
tveir aðilar sem gefa út skafmiða.
Það eru Happdrætti Háskóla íslands
og björgunarsveitimar. Aðilar eins
og DAS, SÁÁ, HSÍ/Skáksamband ís-
lands og Ferðaþristurinn, Hvera-
gerði, virðast hafa gefist upp.
Skafmiðaævintýrið byrjaöi árið
1987 þegar Happdrætti Háskólans
byijaði með sína miða. Á eftir fylgdu
björgunarsveitirnar en fyrstu skaf-
miðarnir frá þeim komu haustið
1988. Síðan hafa margir bæst við og
hafa reynt að ná í parta af kökunni.
Sala var mjög mikil á þessum árum
og virðist sem æði hafi runnið á
landsmenn eins og oft gerist þegar
eitthvað nýtt og ferskt er á boðstólum
hér á landi.
Síðan fór að draga úr, markaður-
inn virðist hafa náð vissu jafnvægi
og hann virðist ekki þola fleiri en tvo
aðila. Ekkert uppgjafarhljóð er aftur
á móti í þeim og þeir hyggjast halda
ótrauðir áfram á sömu braut. Bæði
Happdrætti Háskólans og björgunar-
sveitirnar áforma nú á næstu dögum
Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi:
Lagning heimtauga á vegum raf-
veitna á landinu er hvergi ódýrari
en á Akranesi. Þetta kemur fram í
samantekt sem gerð hefur verið á
þessum lið í gjaldskrám rafveitna
landsins.
Meðalstærö heimtauga í íbúðar-
hús er 1X63 amper. Gjald fyrir slíka
heimtaug hjá Rafveitu Akraness,
þar sem það er ódýrast, er um 24
þúsupd krónur. Þar sem verðið er
hæstj hjá Orkubúi Vestijarða, kost-
ar sambærileg taug 62 þúsund
krónur. Þarna munar tæplega
260%.
að gefa út jólaþrennur.
Stærstir
á markaðnum
Blaðamaður hafði samband við ínu
Gissurardóttur hjá Happdrætti Há-
skólans og hún sagði það fjarri lagi
að salan væri eitthvað að minnka.
Hjá þeim væri jöfn og örugg sala á
þessum miðum, enda vær Happ-
drætti Háskóla Islands vel kynnt á
markaðnum og menn treystu miðun-
um frá því. Það væri án efa með bestu
söluna á þessum miðum og hefði allt-
af haft. ína benti á að mikilvægt
væri fyrir þá sem markaðssetja skaf-
miða að bjóða alltaf upp á eitthvað
nýtt og ferskt í hvert sinn sem ný
þrenna fer á markaðinn. Þess hefði
HHÍ alltaf gætt enda væru skaf-
miðarnir trygg og góð tekjulind.
Salan minni nú
Birgir Ómarsson, framkvæmda-
stjóri Lukkutríós hjá björgunarsveit-
unum, sagði það rétt vera að Happ-
drætti Háskólans væri stærst á
Neytendur
Sé verölagning á heimtaugum
fyrir þjónustu eða iðnaðarrekstur
skoðuð kemur einnig í ljós geysi-
mikill verðmunur. í samantektinni
var gengið út frá meðalstærðinni
3X200 amper. Þar er Rafveita Akra-
ness aftur lægst með tæp 60 þúsund
en Rarik hæst með tæp 199 þúsund.
Þarna munar tæplega 331% á verði.
markaðnum. Björgunarsveitirnar
væru með frá 30-40% hlutdeild af
markaðnum og hann hefði náð jafn-
vægi í þeim tölum. Aðrir aðilar væru
búnir að gefast upp.
„Frá því að við byrjuðum höfum
við gefið út um 10 flokka. Salan var
að vísu meiri í byrjun en hún er þó
jöfn og góð, nú tveimur árum síðar.
Mikilvægt er að bjóða stanslaust upp
á nýtt form fyrir neytandann svo
takast megi að halda áhuga hans á
þessari vöru vakandi. Við höfum allt-
af verið með þessi venjulegu gíró-
happdrætti og munum halda því
áfram. Skafmiðarnir virðast lítil
áhrif hafa á þau, allt annar hópur
virðist kaupa sér gíróhappdrætti-
smiða heldur en þeir sem kaupa skaf-
miða. Hitt mætti þó benda á að Lottó-
ið virðist taka eitthvað frá gíróhapp-
drættinu,“ sagði Birgir að lokum.
Eftir stendur að þó mesta æðiö sé
runnið af landsmönnum, þá verði
skafmiðar á boðstólum um ókomna
framtíð hjá Happdrætti Háskóla ís-
lands og björgunarsveitunum.
-ÍS
Farsímar:
Hringjandi
greiðir símtalið
í Neytendablaðinu, sem kom út
nýlega, er greint frá skrefatalningu
í farsímakerfinu. Þar kom fram
meinleg villa sem valdið hefur tölu-
verðum usla hjá þeim sem nota far-
símakerfið mikið og er hún hér með
leiörétt.
í blaðinu kom fram að skref er tal-
ið á tólf sekúndna fresti og gildir það
hvort sem talað er innanbæjar eða
út á land. Hins vegar er það á mis-
skilningi byggt að sá sem hringt er í
úr farsíma þurfi að greiða fyrir sím-
talið. Meginreglan er alltaf sú að sá
sem hringir greiðir fyrir símtalið og
gildir hún einnig í farsímakerfinu.
Tilgangur fréttarinnar var að
benda fólki á að það er mun dýrara
að hringja úr farsíma en úr venjuleg-
um síma.'Til dæmis er sama skrefa-
talning allan sólarhringinn, 12 sek-
úndur hvert skref í farsímakerfinu,
en helgar- og kvöldtaxti innanbæjar-
símtala telur skref á átta mínútna
fresti.
Heimtaugar
rafveitna ódýr-
astar á Akranesi
HERRA-
HÁRLITANIR
Er hárið farið að grána?
Er það upplitað
eða viltu breyta til?
Notum aðeins viðurkennd efni.
Leitaðu upplýsinga.
HÁRSNYRTISTOFAN
IKÍAIÍÓ.
Laugarnesvegi 52, s. 35204.
BÍLASTÆÐI VIÐ DYRNAR.
HJémmrm m
MEIRIHÁTTAR MICHELIN MARKAÐUR
STÓRKOSTLEGT GRIP FRÁBÆR ENDING
[J^-TOPPURINN í DAG, NIICHEUN. "fK
FLESTAR STÆRÐIR
FYRIRLIGGJANOI.
HUÓÐLÁT OG
RÁSFÖST.
HALLANDI GRIPSKURÐIR.
VEL STAÐSETTIR SNJÓ-
NAGLAR.
MJÚKAR HLIÐAR, MEIRI
SVEIGJA.
ÁKVEÐIN SNÚNINGSÁTT,
0PNARA GRIP.
ÖLL MICHELIN
ERU RADlAL.
LAUSNARORÐIÐ
S-200.
MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN.
MICHELIN.
TVÖFÖLD ENDING.
MICHELIN
HJémmmŒ m
SKEIFUNNI5. SfMAR 687517 OG 689660
MICHELIN
TILKYNNING FRÁ
OSTA- OG SMJÖRSÖLUNNI sf.
í nýútkomnu jólablaði okkar,
Á JÓLARÓLI nr. 2,
átti sér stað misprentun í tveimur
uppskriftum.
Jólakaka í sérflokki:
Hér skal nota 1/2-1 tsk. aflyftidufti
en ekki 6 tsk.
Myntuábætir:
Hér eiga að vera
2 bollar af súkkulaðikexmylsnu
en ekki súkkulaðimylsnu.
Við biðjumst hér með velvirðingar
á þessum mistökum.
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A
VALDA ÞÉR SKAÐA! yujrERÐAR