Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990. 5 Viðtalið Fréttir Múlagöngin í notkun um helgina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Langþráður draumur Ölafsflrð- inga rætist á sunnudag, en þá verða jarðgöngin í Ólafsíjarðarmúla opnuð fyrir umferð. Ekki er um formlega opnun að ræða enda eftir að leggja lokahönd á frágang í göngunum. Krafttaksmenn, sem hafa unnið við gerð ganganna, og Vegagerðarmenn munu einungis takast í hendur, og jafnvel stendur til að samgönguráð- herra aki fyrstur manna í gegn. Göngin verða opin fram yfir áramót en tahð er að loka þurfi þeim í stutt- an tíma eftir ármótin vegna lokafrá- gangs en reynt verður að halda þeim týna í lágmarki. Jarðgöngin í Múlanum eru 3140 metrar að lengd og um 3400 metrar með vegskálum og eru því lengstu jarðgöng hér á landi. Til saman- burðar má nefna að Strákagöng eru 783 metra löng og göngin í Odds- skarði eru 635 metrar. Göngin eru 5 metra breið og hæðin 5,4 metrar. í þeim er ein akrein en útskot til mætinga eru með 160 metra bih. Eyjafjarðarmegin er ganga- munninn 125 metra yhr sjó en Ólafs- fjarðarmegin 70 metra yfir sjó. Göng- in eru upplýst og með bundnu slit- lagi. Vegskálarnir eru með tveimur akreinum og er lengd þeirra Ólafs- fjarðarmegin 165 metrar en 90 metrar Eyjafjarðarmcgin. Göngin liggja að mestu í um það bil 12 milljón ára gömlum basaltlög- um sem eru um 10 metra þykk að meðaltali, og voru göngin aðallega styrkt með sprautusteypu og berg- boltum. Krafttak sf., sem er sameignarfélag norska verktakafyrirtækisins Aker Contractors og Ellerts Skúlasonar, hefur séð um framkvæmdir við gangagerðina. Þær hófust í septemb- er 1988, en yfirstjórn verksins hefur verið í höndum Vegagerðar ríkisins. Nafn: Ingibjörg Pálmadóttir Aldur: 41 árs Staða: Forseti bæjarstjórn- ar Akraness Ingibjörg Pálmadóttir mun leiða lista Framsóknarflokksins á Vesturlandi í komandi kosning- um. Ingibjörg var valin í fyrsta sætið á aukakjördæmisþingi Framsóknarflokksins sem haldið var í Borgarnesi á dögunum. Hún er forseti b'æjarstjórnar Akraness og hefur setið í bæjarstjórn í 8 ár. Ingibjörg er fædd og uppalin á Hvolsvehi og á ættir sínar að rekja til Rangárvahasýslu. Hún gekk í gagnfræðaskólann að Skógum og lauk síðan prófi í hjúkrunarfræðum árið 1970. Aht frá þeim tíma hefur Ingibjörg starfað við Sjúkrahúsið á Akra- nesi, „af og til frá 1970,“ eins og hún segir. Öfgaleysló heillar mig Sem fyrr segir hefur Ingibjörg setið í bæjarstjóm í 8 ár, en tekið þátt í stjómmálum frá 1978. „Ég man ekki eftir mér öðmvísi en með áhuga á stjórnmálum og því sem er að gerast í kringum mig.“ Ingibjörg segir að Framsóknar- flokkurinn hafl heillað sig með öfgaleysi. „Það eru hvorki öfgar til hægri né vinstri í Framsóknar- flokknum," segir hún. Kosninga- baráttuna segir Ingibjörg verða harða. „Hún verður bæði hörð og erfið en ég hlakka til að takast á yiö hana.“ Áhugamál Ingibjargar ’eru margvisleg. „Ég er nú gift kona og hef mestan áhuga fyrir þvi og að vera þaö áfram. En annars hef ég æði mörg áhugamál. Stjórn- máhn taka náttúrlega mjög mik- inn tíma og ef ég væri ekki komin svona á kaf í þau þá hefði ég mik- inn áhuga fyrir mínu starfi sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef orð- iö að láta það vikja fyrir hinu.“ Mikil útívistarmanneskja Fyrir utan stjórnmálin og hjúkrun hefur Ingibjörg mikinn áhuga á útivist alls konar. „Ég nýt þess að ganga úti í hvernig veðri sem er og ég nýt þess að synda. Síðan finnst mér sérstak- lega gaman af að vera með krökk- unum mínum og fæ mikið út úr því að vera með unglingum." Ingibjörg segist ekki vera með bíladellu, en hins vegar.á hún bíl. „Ég er nú að spá í hvaða bíl ég á á þessu heimili. Það er einn á heirailinu nýkominn með bíl- próf svo ég er nú eiginlega bara á hjóli. Annars á ég Toyota árgerð 1984. Ég er mjög ánægð ef bihinn fer í gang og þaö nægir mér.“ Rjúpur eru vinsælar á jólunum hjá Ingibjörgu. „En eftir því sem árin höa kann ég alltaf betur og betur aö meta fisk. Ég borða mik- inn fisk og verð náttúrlega gasa- lega spræk af honum." Ingibjörg er gift Haraldi Stur- laugssyni utgerðarmanni og þau eiga fjóra syni á aldrinum eins til sautján ára. ns CES verilaunin 1990 lyrir tœkni og hönnun. TÆKNIVERSLUN Laugavegi 89»Sími91-613008 Gangið í JVC VideoMovie klúbbinn ef þib eigib JVC VideoMovie vél. VHS: Heimsmál myndbondanna GR-AX7 lófavélin frá JVC m m "mm m m ■ m . m, K' ■ m ■ fe Tökuvélin sem Þaö sem gerir GR-AX7 vélina svona frábœra er smœö hennar, hönnunin og sú staöreynd, aö litla VHS snceldan gengur í hvaöa VHS tœki* sem er. GR-AX7 lófavélin - Vélin sem smellur í lófann, myndbandstcekiö og aö lífsmátanum. O* meb snælduhylki VIUUUIIIUVIU LVHSia GR-AX7 videomovie er þœgileg og einföld í meöförum. C Kann alltaf beturog betur að metafisk Siii —.... I .■ * Hvaö er þaö sem skiptir mestu máli í sambandi viö tökuvél? Aö hún sé handhœg. Ertu undrandi á því? Prófaöu GR-AX7 lófavélina og þá veistu hvaö viö meinum. GR-AX7 videomovie hrífur þig meö hvert sem er - hvenœr sem er. Helstu tækniatriöi: 5 lúx, 760 grömrn^ 1 /4000 lokhraöi, sjálfvirk/handvirk skerpa, . 8 lita myndblöndun, breibtjald, aukafjarstýring fyrir teiknimyndagerð, hljóbsetningu o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.