Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. Menning Þrjátíu og sjö þúsund nálar í heystakki Til eru þeir sem ekki telja minni skáldsög- nr en þriggja binda boðlegar. Þannig sögur eru hættar að koma út og þvi verða menn nú að láta sér nægja bunka af framlengdum smásögum til að fá lesefni sem endist meira en einn dag. En það er líka hægt að taka boði Arnar og Örlygs og líta í íslensku alfræðiorðabókina. Það er væn bók með ríflega átján hundruð blaösíðum í þremur bindum og er óefað metn- aðarfyllsta útgáfa á íslandi hin síðari ár. Seniúlega er best að viðurkenna strax að líkingin við þriggja binda skáldsögu er mark- laus þó tflfinningin við að handleika doðrant- ana sé ekki ólík í fyrstu. Persónumar eru að sönnu margar í alfræðinni en söguþráðurinn ekki að sama skapi merkflegur. Heimurinn hlutaður sundur Hér er veruleikinn hlutaður sundur eftir orðum eins og vera ber. í íslensku alfræði- orðabókinni er boðiö upp á 37 þúsund upp- flettiorð að viðbættum 4500 myndskreyting- um. Af þessum tölum einum má vera ljóst að þetta er alvöruverk á sínu sviði. Það þarf heldur ekki að fara í grafgötur um að fleira er tfl í þessum heimi en þaö sem rúmast á átján hundruð blaðsíðum. Alfræöi- oröabækur standa og falla með hvemig tek- ist hefur tfl með valið á staöreyndunum sem fá inni. í þessari bók er byggt á gmnni frá dönsku alfræðiorðabókinni Fakta frá árinu 1988 að viðbættu töluverðu af séríslensku efni. í raun og veru þurfa menn að nota orðabækur af þessu tagi sem öðm í nokkurn tíma áður en hægt er að segja eitthvað af viti um kosti þeirra. Það er fyrst við almenna notkun sem það kemur í ljós hvort alfræði- bók flytur þær staðreyndir sem einhverju máli skipta eða hvort hún er uppfull af einsk- isnýtum sparðatíningi. Vinsælir listmálarar Eftir að hafa setið með verkið fyrir framan sig nokkra dagparta er fátt út á val efnis- atriða að setja. Þó verður það að teljast und- arlegt hve margra litt- eða óþekktra íslenskra listamanna er getið en fjölmargir þekktir menn fá þar ekki inni. Þetta verður mest áberandi effjöldi listmál- ara er borinn saman við menn sem eru eða hafa verið áberandi í íslensku atvinnulífi. Sennilega stafar þetta af því að athafna- mennirnir tilheyra ekki afmörkuðu sérsviði. Hinar fógm listir eiga hins vegar sína full- trúa í hópnum sem vann að gerð bókarinnar. Það er auðvitað ekki galli að geta gengið aö æviatriðum fjölda listamanna vísum í Alfræðiorðabókinni en verra að þurfa að leita að upplýsingum um hina í öðrum upp- sláttarritum. Skrifuð á skýru máli í inngangi, sem Örlygur Hálfdanarson út- gefandi ritar, leggur hann áherslu á nauösyn þess aö fá bók af þessu tagi á íslensku ein- mitt vegna tungumálsins sjálfs. Hann full- yrðir að „hér sé í fyrsta sinn verið að hugsa á íslensku á markvissan hátt um mjög marg- ar greinar þekkingar og miðla vitneskju um þær Ijóst og aðgengilega til lærðra og leikra“. í alfræðiorðabók er ekki síður mikflvægt að vel takist tfl í þessu efrú en með sjálft valið á staðreyndunum. Og það verður að segjast eins og er að efni bókarinnar er auð- skilið og skrifað á einfoldu og skýru máh. Flóknustu fræðin verða þó aldrei einfóld. í bókinni á þetta einkum við um stærðfræði og eðlisfræði en það verður að skrifast á reikning skaparans fyrst hann vildi hafa heiminn svona flókinn. Kynning á nýyrðum og samræming á eldri hugtökum var eitt af verkefnunum sem höf- undar bókarinnar settu sér. Oröið bjúgverp- ill er hér óhikað notað um „boomerang" en önnur heiti íslenskuð eins og „fonk“ um amerísku tónlistarstefnuna „funk“ svo valin séu tvö dæmi úr ólíkum áttum. „Kjama- vopnaherstj ómarstefna' ‘ verður þó ekki tahð Örlygur Hálfdanarson, útgefandi íslensku alfræðiorðabókarinnar, ásamt Dóru Haf- steinsdóttur og Sigrúnu Harðardóttur rit- stjórum. Bókmenntir Gísli Kristjánsson með liprastu nýyrðum. Raunar er engin leið að sjá í fljótu bragði hvaða orð birtast hér í fyrsta sinn og hver hafa verið á sveimi áður. Þetta á bæði við um hugtök í sérhæfðum fræðigreinum og eins heiti á plöntum og dýmm. Með nöfnum úr ríki náttúrunnar eru latnesku nöfnin lát- in fylgja með þannig að það ætti ekki að valda raghngi þótt nýtt nafn sé notað. Hófsemi i dómum Enn ein krafa sem gerð er til alfræðiorða- bóka er að þær séu hlutlausar. Einnig þama hefur í flestum tflvikum tekist vel til. Auð- veldast er að fara út af sporinu þegar stjóm- málastefnur eða umdeildir menn eiga í lúut. Ég fann þó ekki dæmi um víxlspor af þessu tagi. Um kommúnisma er t.d. sagt að „Marx notaði hugtakið kommúnismi til að lýsa því fyrirmyndarþjóðfélagi sem hann taldi að myndi leysa kapítahska þjóðfélagsskipan af hólmi“. Engin orð falla um hvernig læri- sveinunum hefur tekist til með framkvæmd- ina enda er það grundvaflarregla í uppslátt- arritum að láta stefnuna lýsa sér sjáífa en aðrir verða að álykta um afleiðingamar. Markaður fyrir mannvit? Fyrir nokkram dögum var Einar Kárason, formaður Rithöfundasambands íslands, granaður um að hafa kallað bækur „mark- aðsvöru" í útvarpi. Menningarvitum létti þegar sakleysi formannsins sannaðist en samt eru bækurnar varningur á markaði. Ein forvitnilegasta spurningin sem vaknar við útgáfu íslensku alfræðiorðabókarinnar er einmitt hvort markaður reynist vera fyrir svo dýrt verk. Hún er boðin á tæpar 40 þúsund krónur á tilboðsverði en á annars að kosta vel á fimmta tuginn. Þetta eru miklir peningar fyrir bók þótt eiguleg sé. Útgefandinn hefur vissulega unnið fyrir því að verkið seljist og vel má vera að það gerist enda er í útgáfunni fjárfesting sem endist í það minnsta til alda- móta. Frágangur er mjög góður og bókin álitleg að fletta henni. íslenska alfræðiorðabókin Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigrún Harðar- dóttir Útgefandi: örn og Örlygur 1823 blaðsíður Bók þrangin Ijóðrænu myndmáli Þessi bók geymir sex smásögur á um 160 síðum. Ein þeirra er sýnu lengst, 67 bls., og greinist í fjóra kafla, hinar era á bilinu 10-20 bls. Allar gerast sögumar í sveit og mér ligg- ur við að segja að sú sveit sé ævinlega aðal- persónan. Magnaðar lýsingar beinast fyrst og fremst að því að gera hana lifandið fyrir lesendum en í hverri sögu er líka áberandi sögumaður sem talar í 1. persónu. Um hann skiptir sögunum annars nokkuð í tvö hom. í lengstu sögunni og tveimur öðram segir ungur strákur frá dagsins önn á sveitabæ. Hann gengst mikið upp í að vera maður með mönnum, þ.e. tileinka sér verklag og viðhorf hinna fullorðnu, forðast allt bamalegt. Einna mikilvægast er að stelast tfl aö skjóta, veiöa fisk og sýna að maður kunni aö fara með dráttarvél. En víða kemur fram togstreitan milh bamseðlis annars vegar en hlutverks fullorðins hins vegar, strákur hefur tófu fyr- ir leynilegt gæludýr og saknar kálfs (bls. 61): „Auðvitað er asnalegt að finnast gott að láta sjúga á sér puttana. En það er kosturinn við kálfa að í hausnum á þeim er ekkert nema eðlið." Stráknum í lengstu sögunni er trúað fyrir því að halda músunum niðri og þá birtist best metnaður hans í afbrýðisemi gagnvart kettinum, hugvitssamlegum veiöi- brellum og verkun skinna af músunum. Drengurinn er mjög viðkvæmur fyrir áhti fullorðna fólksins á sér og tileinkar sér heypidóma þess gegn Reykvlkingum, „sym- fóníugargi í útvarpinu“, sumarbústaðafólki, hestamönnum o.fl.þ.h. Og þetta veröur eink- ar lifandi í stílnum því að auðvitað talar bamið fullorðinslega. Málfarið er mjög auð- ugt og blæbrigðaríkt og þetta verður marg- brotin og eftirminnileg mynd því að undir öllu kyndir einmanaleg barátta drengsins við óviðráðanleg verkefni. Þar má aldrei slaka Sigfús Bjartmarsson. Bókmenntir örn Ólafsson á, kostar lífið ef barnið hagar sér eins og bam. Heimferð í þremur sagnanna er sögumaöur fullorð- inn. Hann virðist ellihramur í Vargakallið, sem snýst um að skjóta fugla, botnlaus dráps- fýsn er helsta lífsmarkið með manninum. En dauðinn er hvarvetna nálægur 1 þessum sögum, einkum þó þeirri fyrstu og síöustu. Lokasagan hverfur alveg frá þeim raúnsæis- blæ sem ella ríkir að mestu í sögunum og fyrsta sagan, Heim, hvarflar á mörkunum. Hún segir frá ferð uppkomins manns til uppranastaðar síns. Sagan hefst uppi á fjalli og ferðin er örðug en þegar maðurinn er kominn í sjálfheldu, birtist allt í einu maður á báti til að ferja hann yfir á aöra strönd. Með honum í bátnum er hundur, minkabani mikfll. Auðvitað er ekkert eðlilegra í íslensku landslagi en maður með hund. En þessi mað- ur birtist svo óvænt og er svo óforvitinn og óræðinn, að lesanda dettur í hug Karon, sem ferjaði dauða til heljar í grískum goðsögum, þar var líka varðhundur mikill. Enda virðist sögumaður á leið til dauðans. Hér er ekkert ótvírætt um túlkun og það gerir söguna sér- lega heillandi því að hún er í senn rótföst í íslenskum jarðvegi og þrangin örlagamætti goðsögu. Sama gildir um slðustu söguna, þar gætum við veriö á ferð, ýmist upp sjávar- hamra á íslandi eða fjalliö í Hreinsunareldi Dante. Maðurinn í „Heim" kemur loks að eyði- býh sem hann þekkir svo vel að það er greini- lega bemskuheimih hans. Enda era þar svip- ir að fagna honum, högg heyrist úr mann- lausum kjallara, o.fl.þ.h. Allt er hér eyðing- unni undirorpið og sú tilfinning birtist þétt í mynd sem hann finnur (bls. 17): „Milli flétt- anna var ekkert aö sjá lengur nema strik, punkta og örsmáar eyður og titraði saman líkt og sjónvarpsdraugur. ‘ ‘ Að því er virðist tfl að bjarga álft frá eyðing- unni fer maðurinn að skjóta svartbak (bls. 16): til hliðar og neðan við hausinn svo inn- volsdrullan stóð fetið aftur úr honum þegar hann lenti [... ] Þegar ég leit upp fann álftin augun í mér eins og skot, reigði sig við og gargaði, barði vængjun- um og rótaði í slýinu og ísnálunum og gular glyrnurnar stóðu af sljóleik og fólsku. Lýsingin er dæmigerð fyrir bókina, sýnir mikið næmi fyrir umhverfinu og ferska skynjun. Annars er þetta eins og samið í andstöðu við rómantísk Ijóðin sem við lærð- um í skólanum, „ljúfan heyrði ég svanasöng á heiði“. Þetta er í samræmi við líf fólksins sem lýst er, enda hugsar strákur á dráttar- véhnni (bls. 90): „Ég held að orðið fjallahring- ur sé fundið upp af manni sem var orðinn leiður á því að snúa.“ Þessi andrómantík er kannski meginstrengurinn í hugblæ bókar- innar en hann er þá margþættur, tregi er einnig áberandi. Mikilvægast er þó hve þrungin bókin er ljóðrænu myndmáli og sér- kennilegum líkingum sem markvisst skapa henni þennan hugblæ. Dæmi finnum við þegar á fyrstu bls.: Færiö var fint og marraði undir fæti eins og molað gler. Það er vatnslykt í lofti, og varasöm hláka, því uppi í hvítum leynum giljanna lá myrkrið örugglega í dyngjum og beið. Líkingamar sýna inn í huga mælanda. Ætla mætti að hann væri vanari að ganga á glerbrotum en snjó en fremur mun þó líking- in falhn til þess aö skapa lesendum óhug. Einnig hitt að myrkrinu er ekki bara líkt við snjódyngjur heldur er eins og það liggi í launsátri fyrir vegfarendum. Þetta sýnir óhug og kvíða ferðalangsins. M.a. vegna þess hve virkur stíflinn er á þennan hátt finnst mér þetta ein magnaðasta bók sem ég hef lengi lesið. Mýrarenglarnlr falla Smásögur Eftir Sigfús Bjartmarsson. MM 1990, 169 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.