Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. Meraiing Tómas og Alexandría Sagan Platafmælið gerist fyrir um aldar- fjórðungi. Þar segir frá systkinunum Alex- andríu og Tómasi. Þau eru á sínum fyrstu skólaárum. Mamma þeirra vinnur ekki utan heimilis en er síþreytt og leggur sig því á hveijum degi. Pabbi þeirra systkinanna er næstum því alltaf í vinnunni. Systkinin leika sér aUtaf saman en gæta þess vel að hafa hægt um sig heima fyrir til að vekja ekki mömmu sína. Alexandría er eldri en Tómas. í krafti þess ræður hún yfir bróður sínum og stjórnar leikjum þeirra - og það jafnvel svo að í Tars- anleikjunum er aumingja Tómas oftast bara apinn. Systkinin eiga hvort annað að. En þau þekkja ekki marga aðra krakka. Það er af því að sumar mömmurnar í nágrenninu segja að Tómas og Alexandría séu villingar frá vondu heimili. Þess vegna banna þær krökkunum sínum að leika við þau. Og svo sannarlega dettur Alexandríu stundum í hug að gera prakkarastrik. Eins og til dæmis þegar hún hræddi lítinn strák með lygasögum þar til hann pissaði í sig af hræðslu. Og það er einmitt hún sem fékk hugmynd- ina um platafmælið sem er hápunktur sög- unnar. Það getur nefnilega verið alveg ófært að eiga afmæli bara einu sinni á ári. Þess vegna tók Alexandría til sinna ráða, en ekki er vert að fara nánar út í þann þátt söguþráð- arins hér heldur láta lesendum það eftir. Aðalpersónur sögunnar, þau Alexandría og Tómas, koma ljóslifandi fram á svið sög- unnar og einnig afmælisgesturinn Jóhann og litla mamman hans. Aðrar persónur eru í bakgrunni; foreldrarnir, nágrannarnir og hinir krakkarnir í hverfinu. Foreldrarnir eru oft þreyttir og stundum að rífast og þá skríða börnin undir sófa. Við slíkar aðstæður er gott að eiga hvort annað að því ekki.væri gaman að þurfa að skríða aleinn undir sófa. Þetta ér saga úr raunveruleikanum, létt og gamansöm. Þó er viss dapurleiki í frásögn- Bókmeimtir Anna Kristín Brynjúlfsdóttir inni vegna einangrunar systkinanna bæði á heimilinu og utan þess, fordóma nágrann- anna og vandræða Jóhanns er hann hittir krakkana aftur eftir þetta óvenjulega af- mælisboð sem hann man víst eilíflega eftir. Þetta er áhugaverð saga sem krakkar vilja vafalaust fá að heyra aftur og aftur og yngstu lesendumir lesa sér til ánægju. Myndir eru ágætar og falla vel að efninu. Platatmælið Höfundur: lllugi Jökulsson Iðunn lllugi Jökulsson. í þjónustu Þriðja ríkisins Sumarið 1%7 heimsótti aldurhniginn, hæruskotinn Þjóðverji að nafni dr. Hellmut Lotz ísland ásamt konu sinni. Hér á landi heilsaði hann upp á nokkra gamla kunn- ingja. Þetta hljómar að vísu sakleysislega. En hver var hér á ferð? Lotz, sem var dýra- læknir að mennt og landeigandi að starfi, haíði verið í leyniþjónustu þýska hersins í síðari heimsstyijöld og þá fengið nokkra ís- lendinga með góðu og illu til þess að vinna fyrir Þriðja ríkið. Hann var kunnugur hér eftir nokkra dvöl við vísindarannsóknir á Hvanneyri og annars staðar árin 1928-1930. Eftir stríð missti Lotz búgarð sinn, stóran og góðan, sem var á hemámssvæði Rússa í Þýskalandi austanverðu, en settist að í Bæj- aralandi og efnaðist að nýju. Nú, rúmum tuttugu árum síðar, var hann.að endurnýja kynni við fyrrverandi starfsmenn sína á Is- landi. Sumir vildu ekki hitta hann, eins og gengur, og gleyma öllu málinu, en fagnaðar- fundir urðu annars staðar. Frá þessu og mörgu öðru segir í nýrri bók þeirra Ásgeirs Guðmundssonar og Önunar Björnssonar, Með kveðju frá Sankti Bern- harðshundinum Halldóri. Nafnið er dregið af því að hundur dr. Lotz hét í höfuðið á Halldóri Vilhjálmssyni, skólastjóra á Hvann- eyri. Gerðu Þjóðverjar fjóra leiðangra út til landsins á stríðsáranum, svo að vitað sé, og misheppnuðust allir. Ernst Fresenius, Þjóðveiji, sem hafði dval- ið hér um skeið, Hjalti Björnsson og Sigurður N. Júlíusson sigldu með kafbáti frá Björgvin og vom settir á land í Selvogi inn af Héraðs- flóa, þar sem þeir náðust strax. Einar Sig- valdason og Láms Þorsteinsson sigldu á vél- bát frá Björgvin til íslands, komust norður fyrir Langanes, en festust í ís og voru fljót- lega teknir. Magnús Guðbjörnsson og Sverr- ir Matthíasson sigldu með kafbáti frá Björg- vin og tóku land í Eiðisvík á Langanesi þar sem þeir vom umsvifalaust settir í vörslu Breta. í fiórða lagi fór Pétur Thomsen með kafbáti frá Kiel, lenti í Finnafirði og gaf sig þegar fram við íslensk yfirvöld. Þessir erindrekar skyldu aðallega senda fréttir um skipaferðir og veðurfar til Þýska- lands. Svo virðist þó sem starfsmenn þýsku leyniþjónustunnar hafi ekki gert sér grein fyrir aðstæöum á íslandi og víst er að þeir náðu ekki sama árangri og breskir njósnar- ar. Raunar virðist breska leyniþjónustan al- mennt hafa verið miklu skilvirkari en hin þýska. Þá er það athyglisvert sem höfundar nefna að í breskum heimildum kemur fram að tveir njósnarar Þjóðverja hér á landi hafi gerst gagnnjósnarar og unniö fyrir Breta og Bandaríkjamenn undir dulnefnunum „Cob- web“ og „Beetle“. Ekki er þó enn sem komiö er vitað, hverjir þeir voru. í öðru bindi hinn- ar miklu styijaldarsögu dr. Þórs Whiteheads prófessors, Stríð fyrir ströndum, er umsvif- Bókmenntir Hannes Hólmsteinn Gissurarson um þýskra leyniþjónustumanna í stríðs- byijun hins vegar lýst nákvæmlega og má vænta þess að hann upplýsi þetta mál og önnur í næstu bindum verks síns. Við lestur þessarar bókar kemur skýrt fram það eðli styijalda að blásaklaust fólk flækist inn í atburðarás, sem það hefur engu um valdið. Bretar handtóku Pál Sigurðsson verkfræðing á leið til íslands vegna gruns um samvinnu við Þjóðverja, án þess að fyrir því væri nokkur fótur. Þá mátti Hallgrímur Dalberg, síðar ráðuneytisstjóri, lengi dúsa í bresku fangelsi, vegna þess að hann hafði í sinni vörslu skjal frá einum samstarfsmanni Þjóðveija. Ennfremur var Magnús Kjartansson, síðar ritstjóri Þjóðviljans, fangelsaöur á ferð til íslands fyrir þær sakir einar að hann hafði verið kynntur fyrir dr. Lotz í Kaupmanna- höfn. Einnig má ætla að íslendingarnir, sem gengu í þjónustu Þriðja ríkisins, hafi flestir eða allir gert það nauðugir. Þeir voru strandaglópar í Norðurálfunni og vildu kom- ast heim. Fyrri hluti bókarinnar er um hina fióra misheppnuðu njósnaleiðangra til Islands, en síðari hlutinn um það, er skipstjóri og loft- skeytamaður á íslenska skipinu „Arctic", þeir Sigurjón Jónsson og Jens B. Pálsson, urðu að senda Þjóðverjum upplýsingar til þess að komast frá Spáni til íslands, en voru síðan handteknir ásamt allri áhöfn skipsins og sættu kárínum Breta. Benda höfundar á það að svo virðist sem Bretar hafi haft furðu- góðar upplýsingar um athæfi skipverja. Hvaðan fengu þeir upplýsingar um skeyta- sendingarnar frá „Arctic"? Því svara höf- undar ekki þótt þeir geti þessarar spurningar stuttlega. Fyrri hluti bókar þeirra Ásgeirs og Önund- ar er betur skrifaður en hinn síðari en höf- undar hafa bersýnilega ekki gefið sér nægan tíma til þess að vinna úr efni sínu. Þeir birta of margt orðrétt upp úr heimildum, til dæm- is dómabókum, og hafa ekki fulla yfirsýn yfir verkið. Þetta er flýtisbók, ætluð jóla- bókamarkaðnum og ekki samin af miklum metnaði. Er talsverður munur á henni og hinum vönduðu ritum Þórs Whiteheads um stríðsárin. Ásgeir Guömundsson og Önundur Björnsson Meö kveöju frá Sankti Bernharöshundinum Halldórl íslendingar i þjónustu Þriðja rikisins Skjaldborg, Reykjavík 1990 T HAUSTHAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFÉLAGSINS VERTUMEÐ-m mNWGS VINNINGAR: SAMEIGINLEGUR VINNINGUR: 3 VOLVO 460 GLE. • Öflugri krabbameinsvarnir! 3 DAIHATSU CHARADE SEDAN SGi. 50 VINNINGAR Á 120.000 KR. OG 50 VINNINGAR Á 60.000 KR. Vörur eða þjónusta frá BYKO, Hagkaupum, Húsgagnahöllinni, Radíóbúöinni, Úrvali-Útsýn eða Útilífi. STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN 'ntióí' Uísr“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.