Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. 31 dv_____________________________Merming Friðrik Karlsson - Point Blank: Bræðingur af bestu gerð Friðrik Karlsson er fyrstur Mezzofortemanna til að koma með sóló- plötu. Og engan skal undra þótt nöfnin á lögunum séu á ensku og hún beri enska nafnið Point Blank. Vinsældir Mezzoforte hafa ávallt verið mun meiri erlendis en hér heima. Nýjustu fréttir herma að búið sé að dreifa síðustu plötu Mezzoforte á Bandaríkjamarkað og sé hún fáanleg í öllum helstu borgum vestra. Friðrik Karlsson hefur ásamt Eyþóri Gunnarssyni verið aðallagahöf- undur Mezzoforte og semur hann öll lögin á Point Blank. Tónlistin sver sig í ætt við tónhst Mezzoforte; fusion með smáblöndu af djassi. Verður shk tónlist ekki betur gerð en á þessari plötu. Fullkomnunin ræður ríkj- um og allt er fágað og finpússað. Heildin er frekar róleg þótt svo sannar- lega séu vissir átakapunktar inn á mihi. Munurinn á plötum Mezzoforte og Point Blank er fyrst og fremst að hér nýtur gítarleikur Friðriks síns til fulls. Hann sveiflar sér á milli ljúf- sárra tóna til hraðra einleikskafla þannig að hlustandanum finnst hann gera þetta eins og að drekka vatn, þótt það sé vissulega fyrst og fremst mikil tækni sem Friðrik hefur yfir að ráða, ásamt fullkominni þekkingu á sitt hljóðfæri, sem gerir það að verkum að þetta virðist allt svo auðvelt. Friðrik Karlsson hefur starfað það lengi í þeim tónhstargeira, sem hann hefur tileinkað sér, að ekki er hægt aö tala um að hann sé undir áhrifum frá einhverium. Hann stendur jafnfætis gítarnieisturum á borð viö Pat Nýjar plötur Hilmar Karlsson Methany og Lee Ritenour, gítarleikurum sem hann á samleið með. Ein- staka sinnum finnst mér hann minna á eldri gítarkappa sem hafa leikið melódískan djass, til dæmis George Benson, en í heild er leikur Friðriks eins og búast mátti við frá honum: hehsteyptur og melódískur. Lögin á Point Blank eru mjög jöfn, þó eru, eins og ávaht, sum sem hrífa meira en önnur. Vh ég þar nefna titillagið, Point Blank, Dream Forrest, Road to Salsa og Back to Basics, allt lög sem maður getur hlustað á aftur og aftur. Eitt lag sker sig úr öðrum. Þaö er Sin Te, lag sem Friðrik sendi í lands- lagskeppnina á þessu ári en hefur nú fengið spánskan texta. Sem fyrr er það Ellen Kristjánsdóttir sem flytur lagið og gott efþað hljómar ekki betur á spönsku en íslensku. Point Blank er hugsuð fyrir erlendan markað og efc|st ég ekki um að hún á eftir að vekja athygli ytra. Einu vonbrigðin með plötuna eru.að geta Friðriks sem gítarleikara nær yfir breiðara svið en fusion og hefði verið gaman að heyra hann spreyta sig á annarri tónlistarstefnu. Þau vonbrigði eru þó léttvæg, enda Friðrik á þeim slóðum sem hann þekkir best og gerir betur en flestir aðrir. -HK Friðrik Karlsson, gítarleikari á heimsmælikvarða. Sviðsljós mmirw ■'VV: . BBB Sjálfur Machintosh-maðurinn var staddur í Miklagarði um daginn og bauð mönnum upp á konfekt. Unga fólkið kunni vel að meta tiltækið og hér sést einn lítill jólasveinn næla sér í mola. Mamma biður þolinmóð eftir að röðin komi að henni. DV-mynd Brynjar Gauti GBÓK -1 ^ ungUng8b<,k Sa^bókasöfnttnl' ORN OG ^ ORLYGUR SíAumúla 11 ■ Sími 84866

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.