Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990.
23
Sviðsljós
Thor Vilhjálmsson rithöfundur flutti ávarp og las frumsamið Ijóð.
DV-mynd Kristín Boga
Fullveldis-
fagnaður í
Frakklandi
Ingibjörg Stephensen, DV, París:
íslendingar í París héldu 1. des-
ember hátíðlegan með því að fara
saman út að borða. Fjöldi íslend-
inga í París, og þá sérstaklega ís-
lenskra nemenda, hefur stóraukist
síðastliðin ár. í ár eru helmingi
fleiri nemendur hér en í fyrra ef
dæma má eftir símaskrá sem gefin
var út af fulltrúun SÍNE. Núr eru
því að minnsta kosti 150 íslending-
ar búsettir í borginni og úthverfum
hennar.
Þátttaka í fullveldisfagnaðinum
var mjög góð. íslendingarnir bók-
stáflega ílykktust á staðinn og voru
um 90 þegar flest var.
Thor Vilhjálmsson rithöfundur
sem dvalið hefur undanfarna tvo
mánuði í Kjarvalsstofu,. lista-
mannaíbúð í eigu íslenska ríkisins,
flutti ávarp og las frumsamið Ijóð.
Einnig tróðu upp sverðagleypir og
lírukassaspilari, svo eitthvað sé
nefnt, svona rétt til að minna okkur
á að við værum þrátt fyrir allt
stödd á erlendri grund.
Stemningin var mjög góð og allir
virtust skemmta sér konunglega
þrátt fyrir að nokkrar tafir yrðu á
að maturinn væri borinn fram.
Menn létu það nú ekkert á sig fá
enda skiptir maturinn minnstu
máli á samkomum sem þessum.
Allir fengu þó eitthvað í gogginn
að lokum og biðin var bætt upp
með drykk á eftir.
Herra-og dömuhanzkar
ígjafaumbúðum-
belti-seðlaveski-
regnhlífar
^lálmrötáúáttjT, /O/TQijljcíLtií, ^>im.l5QI4
MARK
útvarp
MARK
útvarpsvekjari
SINGER
saumavélar
kr. 36.900
MARK HLJOMTÆKJASETT
með geislaspilara
kr. 39.377
&SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
VID MIKLAGARD
f ‘ 1
iji