Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. 19 Menning Erfitt að f á við- mælendur mína til að fjá sig - segir Svanhildur Konráðsdóttir, höfundur „Neistar frá sömu sól“ Neistar frá sömu sól er viðtalsbók við fimm einstaklinga sem allir hafa haft afskipti af dulrænum málefnum þó hvert og eitt á ólikan hátt. Viðtölin í bókina tók Svan- hildur Konráðsdóttir. Þau sem tal- að er við eru Þórhallur Guðmunds- son, starfandi miðill í Reykjavík, Brynjólfur Snorrason, nuddari á Akureyri, Erla Stefánsdóttir, sem býr yfir fjölbreyttum dulrænum hæfileikum, GísU H. Wium, lækn- ingamiðill í Sandgerði, og Jón Sig- urgeirsson, sem um árabil hefur lagt stund á andlega fræðslu og lækningar og nú síðast sogæða- nudd. Bókin hefur vakiö athygli og forvitni margra og við fengum því Svanhildi í stutt spjall um bókina. Hún var fyrst spurð hvort það hefði verið af áhuga á dulrænum hæfi- leikum að hún fór út í að skrifa „Neistar frá sömu sól“. „Áhugi minn á þessum málum hefur staðið í mörg ár og fer sífellt vaxandi. Þegar ég var ritstjóri Mannlífs fór ég að skrifa um dul- ræn málefni og var með bæði grein- ar og viðtöl. I gegnum þessi skrif kynntist ég íjórum af fimm við- mælendum mínum. Málin þróuð- ust þannig að mig langaði að skrifa bók um þessi mál og var búin að ætla að gera það í þrjú ár. Sem betur fer beið ég með bókina. Fyrir þremur árum var ekki rétti tíminn fyrir mig aö fara út í þetta. Það var svo Jóhann hjá Forlaginu sem rak endahnútinn á tilurð bókarinnar og fékk mig til að byija. Ég var níu mánuði að skrifa bókina og ég vona að þessi langi tími hafi skilað sér.“ - í formálanum að bókinni segir að þú hafir ekki viljað tala við fólk sem hefur reynslu 'af viðmælend- um þínum heldur viljir þú aö les- andinn sjálfir ákveði hveiju hann trúir? „Ég tel að það hefði verið vitleysa að hafa þann háttinn á. Þótt ég hefði fengið einhveija einstaklinga til að játa reynslu sína af samskipt- um við viðmælendur mína þá get ég ekki séð að ég hefði getað bætt neinu við. Ég segi einnig í formál- anum að ekki sé ætlunin að sann- færa einn eða neinn.“ - Er þetta ekki bók sem vantrúað- ir á það sem um er fjallað forðast að lesa? „Þaö er deginum ljósara að þeir sem eru fyrirfram ákveðnir í þeirri trú að það sé ekkert annað til en það sem við getum séð og þreifað á munu ekki vilja eignast bókina og hún prýðir ekki bókahillur þeirra. Hins vegar eru það margir sem eru opnir og eru að leita svara við einhveijum spurningum. Bók- in getur veitt þeim innsýn í heim sem mörgum er hulinn og getur vonandi haft þau áhrif að fólk fari aö velta fyrir sér aö það er til miklu meira en það sem er augljóst. Ekki er ég samt að segja aö viðtölin veiti fullnægjandi svör.“ - Nú er misjafn hversu kafaö er djúpt í fræðin hjá hverjum einum. Ef við til dæmis tökum Erlu Stef- ánsdóttur þá er fjallað mjög ná- kvæmlega um hennar fræði? „Hennar lífssýn er þess eðlis að við gátum farið djúpt í hennar fræði. En taka verður fram að það sem við skynjum sem flókið mál er þó aðeins rétt yfirborðið á því sem Erla skynjar." - Eru hæfileikar á borð við þá sem lýst er í bókinni ættgengir? „Þau vilja halda þvi fram sjálf aö hæfileikar séu til hjá fleiri en ein- um í fjölskyldu. Það má líka segja það að ef áhugi er í fjölskyldu fyrir dulrænum málefnum sé mun hæg- ara fyrir þann einstakling sem hef- ur hæfileikana að þroskast og dafna. Nú er það alls ekki óalgengt að böm hafi hæfileika sem svo aft- ur geta horfið þegar þau eldast. Það hlýtur að vera mjög slæmt fyrir börn sem hafa sterka dulræna hæfileika þegar foreldrar eða fjöl- skylda er mjög neikvæð og skiln- ingslaus gagnvart þessum málum." - Hvernig valdir þú viðmælendur þína? „Ég vildi forðast það að taka að- eins fólk sem býr á Reykjavíkur- svæðinu. Ég vildi einnig fá fólk af landsbyggðinni þvi þar er einmitt mjög lífleg starfsemi. Nánast í öll- um kaupstöðum landsins eru sál- arrannsóknarfélög og áhuga- mannafélög um dulræn málefni." - Hvemig gekk svo að fá þessa fimm einstaklinga til að tjá sig? „Það var n*jög erfitt. Sumt af við- mælendunum heldur námskeið eða einhvers konar fyrirlestra. Það berst svo frá manni til manns hvað þama er um að vera og það kemur fyrir að stanslausar símhringingar eru heim til þessa fólks. Þannig að öll umfjöllun er ekki til annars en að auka álag. Mér fannst því skilj- anlegt að þau væru treg til.“ - Aö lokum, Svanhildur, ert þú gædd dulrænum hæfileikum? „Ég er ekki skyggn sjálf. Afi minn var mjög sterktrúaður maður og hann hafði mjög náið samband við Einar á Einarsstöðum, ég er því alin upp við að líta á dulræn mál- efni sem sjálfsagðan hlut og að lækningar af þessu tagi séu mögu- legar. Sjálf naut ég hjálpar hans á alvarlegri stund í mínu lífi þar sem spurningin var um líf eða dauða. Tru mín er því sterk." -HK Úr bókinni: Hjátrú:Þeir sem eru duglegastir, iðnastir og eiga mest skilið að komast til metorða. Raunveruleiki:Vertu raunsær! Athugaðu ástandið í eigin fyrirtæki eða öðrum. Verakann að foreldrar þínir hafi sannfært pig að lífið sé sanngiamt eða a.m.k. að það ÆTTI að vera sanngjamt. Hvaða skoðun sem þíí hefur á sanngirni skiptir það mestu mali að það er engin TRYGGING fyrir sanngimi Þetta er bók sem höfðar til allra sem vilja auka tekjur sínar og öðlast raunsætt viðhorf til peninga Fæst í bókaverslunum um land allt, einnig getur Bb,. Jraj þú pantað bókina hjá okkur og við sendum hana samdægurs þér að kostnaðarlausu. Phil Laut Lífsafl, Laugavegur 178, 105 Reykjavík, S.: 91-622199 uuah sokkabuxur sokkar silkimjúkir og þægilegir INGÓLFS APÓTEK KRINGLUNNI Símí 689970 Polaroíd myndavél og armbandsúr saman í fallegum gjafapakka, verð aðeíns kr. 3.350,- Opnum “ Tílvalín jólagjöf. kl. 8.30 Allai r ljósmyndavörur á einum s tað; LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Laugavegi 178 - Sími 68-58-11 (næsta hús við Siónvarpið) ■ ■ i ■ Ti i i ■ , , n-i"-, i ■ ■ ■ ■ ■■■■■i ■ ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.