Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 40
Frjálst,óháö dagblað Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. Stærsti lottó- vinningurinn i umhelgina? „Eg leyfi mér að skjóta á 15 milljón- ir,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá íslenskri getspá er hann var beð- inn að geta sér til um hversu hár lottóvinningurinn yrði á laugardag- inn - en þá er potturinn þrefaldur. „Miðað við stöðu mála nú held ég að þetta verði stærsti fyrsti vinning- ur sem nokkurn tíma hefur verið. Ástæðurnar eru þær að það hefur aldrei gerst að jafnhár vinningur haii færst yfir á næstu viku. Það voru 6,3 milljónir sem fluttust yfir núna. Einnig er það að þetta er síð- asti laugardagur fyrir jól og fólki finnst spennandi að taka þátt í svona löguðu þegar dregið er fyrir jól.“ Hafnarfjörður: Hlýnar í húsum Heitu vatni var aftur hleypt inn á Hafnarfjarðaræð hitaveitunnar í nótt og fór þegar að hlýna í húsum sem höfðu verið hálfköld undanfarið. í samtali við Hafnfirðinga, sem búa ofarlega í bænum, þar sem þrýsting- ar á kerfinu hefur verið minnstur v og kaldast í húsum, kom fram að ofnar voru orðnir heitir í morgun. Þar sem ekki haföi hitnað nægilega var fólk í óðaönn að tappa lofti af ofnunum. -hlh Slydda fram Hann verður á sunnan og suðvest- an sunnanvert á landinu með slydduéljum og rigningu. Norðan- lands verður þurrt að mestu. Þetta ►•ar ekki lýsing á jólaveðrinu heldur veðurspáin fram á laugardag. Um sjálft jólaveðrið vildu veður- fræðingar Veðurstofunnar hins veg- ar ekki segja mikið þegar DV talaði við þá í morgun. -hlh Víðastgóðfærð Samkvæmt upplýsingum vegaeft- irlitsmanna er greiðfært um mestallt landiö nema á Vestfjörðum. Fyrir vestan Búðardal er aðeins fært fyrir stóra bíla og jeppa í Svínadal, fyrir Gilsfjörð og Hálsa að Patreksfirði. Suðvestanlands má búast við ein- -'“'hverri snjókomu með kvöldinu en síðan er reiknað með að hlýni. -ÓTT LOKI Nei, veðurfræðíngar, ekki slyddujól! Baturinn er laskaður Leit að tveimur mönnum, sem saknað er af bátnum Hauki ÍS, 22 tonna eikarbáti frá Bolungarvilt;, hafði ekki borið árangur þegar DV fór 1 prentun i morgun. Á þriðja tug báta og togara leitaði í gærkvöldi og nótl og voru fjörur gengnar. Skipverjar á Krístjáni ÍS fundu Hauk um 2 sjómílur norður af slysavarnaskýlinu í Stigahlíð í ísa- fjarðardjúpi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Báturínn var mannlaus og sigldi í hringi. Reynt var að sæta lagi við að komast um borð í töluverðum sjógangi og tókst þaö. Af ummerkjum að dæma er líklegt talið að brot hafl riðið yflr bátinn að framanverðu þar sem hann var laskaður. Veiðarfæri hafði tekið út MANNLAUS BAiyR Llklegur slysstaöur Hér fannst | báturinn ::ÍÍÍIÍÍ . ° ÍSAFJARDAR- DJÚP c Hnlfsdalur og lágu þau niður með annarri síð- unni. Bjarghring vantaðí í bátinn og var nokkur sjór kominn um borð. Stýrishúsið var hins vegar lokað en þangað inn haföi sjór ekki farið. Tveir flotgallar voru í bátn- um sem ekki hafði verið hreyft við. Líkur eru taldar á að annan skip- verjann hafl tekið út þegar brot reið ytir, hinn kastað út bjarg- hringnum en hann tekið út líka við annaö brot á bátinn. Miðað viö sí- rita í lórantæki bátsins er talið að slysið hafi orðið um 2 mílum norð- ar en báturinn fannst. í bhtingu í morgun sigldu rækju- bátar út frá ísafirði. Einnig var gert ráð fyrir að togarar tækju þátt i leítimú. Reyna átti að fá þyrlu frá danska slúpinu Vædderen til að leita úr lofti. Varöskipið Óömn, sem kom vestur í nótt, stjórnar leit- inni i dag. Fjörur verða einnig gengnar. -ÓTT Sindri Sindrason: Jólainnkaup- unurn er lokið „Jólainnkaupunum er nú líklega lokið. Við höfum fjárfest mikið á ár- inu en þó ekki meir en sem nemur einum skuttogara. Að hluta til höfum við lagt út í nokkra áhættu með því að kaupa fyrirtæki og yfirtaka rekst- ur fyrirtækja sem hafa verið að logn- ast út af. Þó teljum við okkur hafa takmarkað áhættuna verulega með hagstæðum samningum," segir Sindri Sindrason, framkvæmdastjóri Pharmaco hf. Enn heldur Pharmaco hf. áfram að auka umsvif sín í íslensku viðskipta- lífi. Fyrirtækið hefur nú tekið á leigu fiskeldisstöðina íslahdslax hf. og keypt allan þann fisk sem er í stöð- inni. Fyrir nokkrum dögum keypti Pharmaco hf. allan framleiðslurétt á gosi af Sanitas en fyrr á árinu keypti það einnig íslensk matvæli hf. í Hafn- arfirði og niðursuðuhluta Norður- stjörnunnar. Einnig hefur fyrirtækið yfirtekið rekstur fiskeldisstöðvar- innar Laxalindar. Auk þessa keypti keypti Delta hf„ sem er dótturfyrirtæki Pharmaco hf„ samkeppnisfyrirtækið Tóró og meirihlutann í sápugerðinni Frigg í Garðabæ fyrr á árinu. -kaa Sigluíjörður: Ríkið að selja Þormóð ramma Inni í þessum bíl voru tveir piltar í um tvær mínútur á botninum í Njarðvíkurhöfn í fyrrakvöld. Bíll- inn rann fram af bryggjukantinum. Piltarnir komust út af eigin rammleik en þá var mjög af þeim dregið. Köfurum tókst að koma taug í bílinn og var hann hífður upp um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi. Sjá nánar á bls. 6. DV-mynd Ægir Már Ríkið mun að öllum líkindum selja eignarhlut sinn í fyritækinu Þormóði ramma á Siglufirði í dag. Talið er að Róbert Guðmundsson og Ólafur Marteinsson, eigendur fyrirtækj- anna Egilssíldar og Drafnar á Siglu- firði, eignist hlut ríkisins í fyrirtæk- inu. Mikil ólga er á Siglufirði vegna þessa máls. „Við teljum að atvinnu- öryggi fólks á staðnum sé í hættu ef fáir einstaklingar, sem eru fjárhags- lega veikir, eignist fyrirtækið. Menn verða að gera sér ljóst að um helm- ingur alls verkafólks í bænum vinn- ,ur hjá Þormóði ramma,“ segir Kol- beinn Friðbjarnarson hjá Verkalýðs- félaginu Vöku. „Við viljum að allir Siglfirðingar eignist fyrirtækið,“ segir Runólfur Birgisson en hann er einn úr samtök- um 60 einstaklingum á staðnum sem sendu fjármálaráðuneytinu kauptil- boð í Þormóð ramma. „Við höfum ekkert heyrt frá ráðu- neytinu vegna þessa máls. Við feng- um hálfan sólarhring til að ganga frá kauptilboði í fyrirtækið, svo hringdi fulltrúi ijármálaráðuneytisins í einn eða tvo úr hópnum og þeir voru spurðir tveggja spurninga. Við höf- um unnið .aö því undanfarna daga aðfjölgaí hópnum.“ -J.Mar Veðriðámorgun: Él norðan- lands og austan Freyja hf. Sími: 91-41760 Á morgun verður norðaustlæg eða austlæg átt og frost um allt land. É1 norðaustanlands og á annesjum norðanlands og líklega einnig vestur með suðurströnd- inni en nokkuð bjart veður vest- anlands. Líklega þykknar þó upp með vaxandi suðaustan- og aust- anátt um vestanvert landið þegar líður á daginn. Frost verður á bihnu -4 til -6 stig. t t í \i f f f i f i f i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.