Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. Spumingin Hvað verður í jólamatinn? Jón Sigurðsson kjötiðnaðarmaður: Hamborgarhryggur með öllu til- heyrandi á aðfangadagskvöld. Á jóla- dag erum við boðin í hangikjöt. Einar Bjarni Magnússon tölvari: Ég veit það ekki. Ég verð úti í Svíþjóð. Gerður Sigtryggsdóttir verslunar- maður: Trúlega hamborgarhryggur á aðfangadagskvöld. Hangikjöt eins og venjuiega á jóladag. Bergþóra Hafsteinsdóttir skrifstofu- maður: Hamborgarhryggur. Á jóla- dag erum við boðin í hangikjöt. Ásta Guðmundsdóttir stærðfræðing- ur: Við veröum hjá foreldrum og tengdaforeldrum á jólunum og borð- um það sem þar verður á borðum. Sigriður Aðalsteinsdóttir húsmóðir: Á aðfangadagskvöld verð ég með villigæs með gratíneruðum kartöíl- um, grænmeti og rjómasósu. Á jóla- dag er það svo hangikjötið. Lesendur Bjarmaland" Hlíðahverfisins er fólgið í nýju Ijósaskilti við Kringluna m' - * * k-Þ' * J J * ' • . . ; Fábreytnin rofin í Hlíðunum Matthías Kristiansen skrifar: Eins og flestir íbúar Hlíðanna kannast við hefur þetta hverfi okkar verið með eindæmum litlaust og fá- brotið í öllu sínu æði. Það eina sem hefur rofið hvunndagsþögnina eru u.þ.b. 65 þúsund bílar sem villst hafa um hverfið daglega, auk tæplega 50 flugvéla á dag sem sveima yfir í leit að lendingarstað. - Næturmyrkrið hefur einungis verið rofið af grænni og hvítri ljóskeilu sem snýst yfir hverfinu með reglulegu millibili. Við íbúamir vonuðumst til að með tilkomu nýs miðbæjarkjarna myndi eitthvað lifna yfir umhverfinu, og vissulega jókst umferð eilítið með tilkomu Kringlunnar, Banakringl- unnar og annarra draumaheima ís- lensks launafólks. Litleysið var þó áfram. - En nú hefur ýmislegt breyst. Nú er komið upp tilkomumikið ljósaskilti sem hellir yfir nágranna sína æpandi ljósaflóði á ofsahraða. Þeir sem eru svo heppnir að hafa. glugga sem snúa að dýrðinni þurfa ekki að kaupa sér marglitar og rán- dýrar ljósaperur og setja í larppa sína. - Bjarmalandið sér fyrir því. Þeir einu auk okkar sem gætu no- tið þess að glápa á glampann eru svo uppteknir við akstur og að afstýra slysum að þeir hafa engan tíma til að móttaka skilaboöin, jafnvel þótt þau séu stutt, greinileg og beri þess ótvíræðan vott að ekki sé ætlast til íhygli og umhugsunar.-- Áður en varir verða allir Hlíðabúar famir að versla í Byggt og búið, flytja frakt sína með Eimskip og flj úga með Flug- leiðum, auk þess sem þeir geta mætt á réttum tíma á hinar ýmsu uppá- komur í verslunarmiðstöðinni, ef þeir bara ekki koma akandi. SkOtið hefur einnig önnur áhrif. Viðbúið er að margir hafi ekki áhuga á að flytja inn í þessa ljósadýrð sem engin leið er að veija sig gegn. Það mun að öllum líkindum hafa það í för með sér að verð á íbúðarhúsnæði þarna lækkar eitthvað. Það er þó bót í máli að fáir núverandi íbúa munu vilja flytja úr dýröinni því nú þarf ekki lengur að segja: Verði ljós! - í Hlíðunum. Þar er alltaf ljós! Fúsk en ekki gagnrýni Þorgeir Kjartansson skrifar: Ég vil gera athugasemd við „plötu- gagnrýni" sem birtist í DV 10. þ.m., merkt Sigurði Þ. Salvarssyni og fjall- aði um plötu Langa Sela og Skugg- ana, Rottur og ketti. Þar var metnað- arfull og hugmyndarík tónlistar- sköpun afgreidd meö afar ósann- gjörnum og yfirlætisfullum hætti. Gagnrýnin bar merki um fljótfærni og óvönduð vinnubrögð, að ekki sé talað um hróplegt virðingarleysi fyr- ir bæði lesendum og þeim tónlistar- mönnum sem fjallað var um. Ýmsar illa rökstuddar fullyrðingar gagnrýnandans mætti gagnrýna í lengra máli en hér er pláss fyrir en það veröur að bíða b^tra tóms. Ekki verður þó hjá því komist að árétta hversu kaldhæðnislegt það er að skapandi tónlistarmenn skuli fá svona útreið í miðju jólasölufargan- inu á meðan nauðaómerkilegir sölu- popparar fá silkihanskameðferð í sama blaði, og þar með ókeypis aug- lýsingu. Svo vil ég láta í ljósi þá von að þeg- ar mesta jólasprengnum er aflétt hjá SÞS gefi hann sér tíma til að hlusta á Rottur og ketti (sem virðast eiginlega hafa gleymst) og íhugi að margt má bæta í plötugagnrýni. Megi hann þá njóta þessarar bráö- skemmtilegu og fjölbreytilegu tón- listar og samfagna með þeim sem gleðjast yfir því að þarna hefur hljómsveitin brotist með sannfær- andi hætti út úr þeim bás sem popp- skríbentar, sumir hverjir, eru sífellt að rembast við að toga hana í. LSS eru sumsé frjórri en svo að gatslitnir merkimiðar dugi til að skil- greina. tónlist þeirra. En það sýta kannski þeir einir sem þurfa að skrifa „gagnrýni" í einum grænum. Og er þá ekki síður hætt við að „falla í gryiju“ en þeim sem þeir klappa á kollinn. Borgin á ekki að borga Einar Árnason skrifar: Nú eru uppi deilur um hvort ríkið og Reykjavíkurborg eigi að borga með íslensku óperunni eða aðeins ríkið. Mér finnst það misráðið að rík- ið sé að leggja fram fjármuni til að halda uppi óperusöngleikahúsi. - Ekki síst eins og nú ér komið í efna- hagslífinu. Einnig finnst mér óþol- andi af fjármálaráðherra að vera að heitast út í borgarstjóra fyrir aö vilja ekki taka þátt í fjáraustrinum. Ráðherra segir sem svo; borgin leggur fram fjármuni til borgarleik- húss, til íþrótthallar, o.s.frv. - Og því þá ekki til ílenskrar óperu sem er staðsett í borginni? - En ef borgin lætur undan þrýstingnum, hvað tek- ur þá næst við? - Þetta getur verið endalaust þetta kvabb á hinu opin- bera. Mér finnst að fjármálaráðherra ætti frekar að stuðla að niðurskurði á ríkisútgjöldum en að hvetja til þeirra. Nú er veruiega þörf á því. Og svo er það annað. - Það er búið að ofbjóða hinum almennu skatt- greiðendum með því að nota framlög þeirra til að styrkja stofnanir og fyr- irbæri sem ekki eru til almanna- heilla. - Tökum íslensku óperuna. Hvaða nauðsyn ber til að koma til móts við síendurteknar móðganir aðstandenda hennar í garð Reykja- víkurborgar? - Ég vona einlæglega að borgarstjórn standi nú einhuga saman og neiti endanlega fjárstuðn- ingi við óperuna. Það er nóg að ríkið sé á sokkaleistunum vegna ótíma- bærra loforða um fjárveitingar sem við launþegar erum svo rukkaðir um í stighækkandi sköttum. Misráðið er, að mati bréfritara, að borgin leggi fram fé til Islensku óperunn- ar. Verkalýðsskóli öreiganna Þórhallur skrifar: Nú er farið að gæta heldur bet- ur nálægðar alþingiskosninga. Menntamálaráðherra fer nú mik- inn og lofar fjármunum til hinna og þessara framkvæmda, jafnvel þótt hann væri búinn að íýsa yftr að ekkert fé myndi fást til - eins og t.d. til íslensku óperunnar. Þangað eiga nú að fara 40 milljón- ir króna! Svo er það nýjasta rósin á fé- lagsmálasviðinu; það á að setja upp í Reykholti félagsmálaskóla verkalýðsins. Það er sem ég sjái Snorra heitinn lúta höfði! - En hvað á svona ráðstöfun yfirleitt að þýða? Mér kæmi þó ekki á óvart þótt nú þegar væri búið að finna heppilegan kandídat í skólastjórastöðu við þennan verkalýðsskóla öreiganna. Kæraeftirhádegi „Ráðagóð“ skrifar: Maður að nafni Níels hringdi til DV og kvartaði sáran yfir því að konur kærðu nauðganir alltof snemma á morgnana. - Það ergir Níels aö lesa um nauðgunarkær- ur lagðar fram á þeim tíma dags. Hann sagðist einnig hafa strítt kunningja sínum á því aö nauðg- un hefði verið framin við Leifs- götu, þar sem kunninginn býr. Nú gæti kunninginn hefiit sín og strítt Níelsi ef slíkur verknaður gerðist i götu Níelsar. Ég legg til aö Níels upplýsi þjóð- ina um sitt heimilisfang svo að væntanlegir nauðgarar gæti sín á að nauðga ekki við þá götu. Einn- ig væri nú tillitssamt af fórn- arlömbum nauðgara að þau bíði t.d, fram að hádegi með að kæra glæpinn - svona til aö virða sál- arró Níelsar! Hungurundir hervernd Sigurður Sigurðsson skrifar: „Við hjálpum, hjálpið okkur“ segir í slagorðum mannúðarsam- taka hér á landi. - Ég er mjög efins í aö hér sé rétt að staðið og á ég þá við að fólk sé að safha saman fé eða öðrum verðmætum fyrír hina hrjáðu íbúa í ríkjum Áfríku, t.d. Eþíópíu og Súdan. Þama ráða herflokkar lögum og lofum og stríðsástand ríkir i löndunum. Auðvitað þykir þar- lendum stjórnvöldum heppilegra að fá send matvæli heldur en að eyða tíma í að kenna landsmönn- um aö framleiða sinn mat eða leyfa þeim að bjarga sér sjálfir. Ég er efrns að það sé góðverk að senda matvæli til þjóðar sem ' stjómað er af herskáum herfor- ingjum sem hrifsa til sín það sem þeir þurfa á að halda fyrir herinn en láta almenning sitja á hakan- um. Gæsluvöllurí Árbæ? Jóhanna og Svanhildur skrifa: Fyrir um ári var lagður niður 20 ára gamall gæsluvöllur ofar- lega viö Rofabæ. Sagt var að nýr völlur í barnmörgu Seíáshverfi tæki við. - Fljótlega varð ljóst að Selásvöllurinn þjónaði ekki Ár- bæjarhlutanum, t.d. vegna Ijar- lægðar. - Hafin var undirskrifta- söfnun þar sem óskað var eftir því að Arbæjarvöllur yrði starf- ræktur áfram, enda öll leiktæki og önnur aðstaða tiltæk. Óþarft var að loka gæsluvellin- um heldur mátti færa hann til hliðar á ónotað svæði. Með því hefði mátt leysa bílastæðavand- ann án þess að skerða þjónustuna við íbúa hverfisins. - Börn í borg- inni fá ekki leikskólarými fyrr en 3 til 4 ára þrátt fyrir yfirlýsingar um nægt leikskólarými. - Hve- nær skyldi svo koma gæsluvöllur í efri hluta Árbæjarhverfis?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.