Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Frjáls bensínverslun Þaö veröa aö teljast merk tíðindi þegar innflutningur á bensíni er gefinn frjáls. Innflutningur á olíueldsneyti hefur verið háöur leyfum og raunar hefur ríkisvaldið séð um bensín- og olíukaup um árabil í vöruskiptum sínum við Sovétríkin. íslendingar hafa tahð þau við- skipti hagstæð þar sem olían hefur þá komið í skiptum fyrir síld og ullarfatnað og annan varning sem seldur hefur verið til Sovétríkjanna. í landinu eru rekin þrjú ohuverslunarfyrirtæki, sem hafa þannig þurft að taka við sama eldsneytinu á fyrir- fram ákveðnu verðlagi, og neytendur hafa mátt búa við hálfgerða einokun í þessum viðskiptum. Samkeppni hefur verið óveruleg og þess jafnan gætt að skipta mark- aðnum, viðskiptunum og bensínkaupunum bróðurlega á milli þessara þriggja fyrirtækja. Það var ekki fyrr en með tilkomu súperbensínsins að boðið var upp á aðra kosti en þunnildið frá Sovét. Ríkisvaldið hefur þar að auki ákveðið neytendaverð með einhliða ákvörðunum og eigin hagsmuni í huga og íslendingar hafa seint og stundum aldrei fengið að njóta góðs af lækkandi heimsmarkaðsverði vegna hins stirða og úrelta fyrirkomulags á innkaupum og verðlags- ákvörðunum. Þannig er núna sagt frá því að ekki séu fyrirhugaðar lækkanir á þensínverði th íslenskra bif- reiðaeigenda, enda þótt heimsmarkaðsverð fari lækk- andi. Ríkið ætlar að hirða sitt í skjóh alræðisins. Lengi hefur þessu fyrirkomulagi verið andmælt af þeim sem hafa barist fyrir frjálsri samkeppni og ohu- kaupum á heimsmarkaði. Það var hins vegar ekki fyrr en breytingarnar í Sovétríkjunum sjálfum blöstu við að íslensk stjórnvöld tóku við sér. Er það eftirtektar- vert að enn er það hlutverk Jóns Sigurðssonar viðskipta- ráðherra að gefa verslunina frjálsa, en hann er einmitt sá ráðherra sem gekk harðast fram í auknu frelsi í fisk- útflutningi. Hér eru tímamót á ferðinni. Olíuviðskiptin hafa verið heilög kýr hjá stjórnvöldum og reyrð í fjötra opinberra afskipta. Nú fá olíufyrirtækin aht í einu tækifæri til að kaupa bensín að eigin vhd og með hliðsjón af markaðs- verði á hverjum tíma. Öllum er kunnugt um þær miklu sveiflur sem verða á bensínverði frá einum tíma til annars og reynir þess vegna á hæfni og skjótræði olíufé- laganna að ná sem bestum innkaupum og þjóna við- skiptavinum sínum. Talsmenn ohufélaganna hafa almennt fagnað þessu nýfengna frelsi en sumir þeirra draga það í efa að mis- munandi verð muni ghda th langframa frá einu félagi th annars. Það væri auðvitað miður ef olíufélögin hafa ekki kjark eða aðstöðu th að heyja samkeppni sín í mihi, en þó er ljóst að innflutningsfrelsið á að geta leitt th lægra og hagstæðara útsöluverðs þegar fram í sækir. Ber að skoða yfirlýsingar um eitt verð sem viðurkenn- ingu á því að lægsta verðið muni verða haft til viðmiðun- ar. Aðalatriðið er þó hitt að smám saman er verið að ýta burt þeim afskiptum ríkisins af innflutningi og útflutn- ingi sem hefur staðið frjálsri verslun fyrir þrifum. Frjáls verslun á sviði bensínkaupa sem annars staðar færir neytendum að öhu jöfnu bestu þjónustuna og hagstæð- asta verðið. Það er kaldhæðni örlaganna að umskiptin í Sovétríkjunum neyði okkur th fijálsræðis í einni af mikhvægustu greinum innflutningsins. Ehert B. Schram .Tviskinnungur sjálfstæðisforystunnar varðandi þetta mál er sérkennilegur," segir m.a. í grein ráðherrans. Sjálfstæðisflokkurinn, Seðlabankinn og bráðabirgðalögin Forysta Sjálfstæðisflokksins hef- ur haldið því fram að ríkisstjómin hafi haft óeðhleg afskipti af málefn- um Seðlabankans með því að óska eftir því að bankastjómin gerði grein fyrir skoðunum sínum á áhtsgerð frá hagfræðideild bank- ans um verðbólguáhrif hugsanlegs afnáms bráðabirgðalaga um launa- mál. Friðrik Sophusson alþingismað- ur hélt því fram á Alþingi að ósk ríkisstjómarinnar um að fá fram opinbert álit bankastjórnar á mál- inu væri ógnun við sjálfstæði Seðlabankans og bæri keim af rit- skoðun. Hvað segja lögin? Þetta er auðvitað flarstæða. Það er í alla staði eðlilegt og reyndar nauðsynlegt að skoðun bankans á þessu mikilvæga máli komi fram enda í fuhkomnu samræmi við Seðlabankalögin. í 4. gr. þeirra seg- ir: „í öllu starfl sínu skal Seðlabank- inn hafa náið samstarf við ríkis- stjómina og gera henni grein fyrir skoðunum sínum varðandi stefnu í efnahagsmálum og framkvæmd hennar. Sé um verulegan ágreining við ríkisstjómina að ræöa er Seðla- bankasljóm rétt að lýsa honum opinberlega og skýra skoöanir sín- ar. Hún skal engu síður telja það eitt meginhlutverk sitt að vinna að því að sú stefna sem ríkisstjómin markar að lokum nái tilgangi sín- um. Seðlabankinn skal eigi sjaldn- ar en tvisvar á ári senda ráðherra greinargerð um þróun og horfur í peningamálum, greiðslujafnaðar- og gengismálum.“ í þessari lagagrein kemur skýrt fram hvernig samstarfi ríkisstjórn- ar og bankastjómar Seðlabankans skal vera háttað. Þegar áhtsgerð frá starfsmanni einnar deildar bank- ans er sett fram á Alþingi sem opin- ber skoðun bankans er nauðsyn- legt og í samræmi við lög að fram komi áht bankastjórnarinnar sjálfrar. Þaö birtist svo í sérstakri frétta- tilkynningu frá Seðlabankanum, þar sem fram kom að bankastjórn- in er í öllum meginatriðum sam- mála ríkisstjóminni um matið á verðbólguhættunni sem fylgja mundi afnámi bráðabirgðalag- anna. Þetta er mergur málsins og ahar aðdróttanir um að óskir um Kjallariim Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra það aö áht bankastjómarinnar komi fram fari í bága við lög og reglur um eðlilega framkvæmd Seðlabankamálefna er fjarstæða. Hverjir settu lögin? Tvískinnungur sjálfstæðisforyst- unnar varðandi þetta mál er sér- kennilegur, ekki síst í ljósi þess að núverandi löggjöf um Seðlabank- ann er byggð á frumvarpi sem var samið af nefnd undir forystu nú- verandi formanns Sjálfstæðis- flokksins og flutt á Alþingi vetur- inn 1985-86 af einum ráðherra flokksins. í framsöguræðu fyrir frumvarp- iriu var sérstaklega fjallað um 4. grein frumvarpsins, þ.e. um sam- band ríkisstjómar og Seðlabanka og ítrekað að bankinn skuh hafa náið samstarf við ríkisstjórnina og gera henni grein fyrir skoðunum sínum. Þorsteini Pálssyni er því sem einum af höfundum laganna væntanlega fuhkomlega ljóst hvemig Alþingi íslendinga hefur mælt fyrir um samskipti banka og ríkisstjómar. Það gætir víöar tvískinnungs í málflutningi forystumanna Sjálf- stæðisflokksins í bráðabirgðalaga- máhnu. í einu orðinu halda þéir því fram að það hafi lengi legið ljóst fyrir að alvarlegar verðbólguafleið- ingar og launaskrúfa myndi fylgja kjarasamningunum sem gerðir vora á árunum 1989 og 1990 vegna tilvísunar mhli samninga um að hækki laun hjá einum hópi fái ann- ar hópur sjálíkrafa hækkun, sam- anber ákvæði í samningum BHMR. Þeir hafl reyndar margsinnis hamrað á þeirri hættu á síðasthðn- um vetri. Eftirárök og hræsni Með þessu taka þeir í raun og vem undir þá skoðun ríkisstjóm- arinnar að nauðsynlegt hafi verið að hlutast til um kjarasamningana. I hinu orðinu segir svo sjálfstæöis- forystan að bráöabirgðalögin frá hðnu sumri skipti engu máh í þessu sambandi, af því víxlgangur kjara- samninga hafi engin verðbólgu- áhrif, og vísar í því sambandi í áht hagfræðinga m.a. í Seðlabanka. Hvora skoðunina hafa þeir í reynd? Það er varla hægt að lýsa afstöðu flokksins betur en Ellert Schram, ritstjóri DV, gerði í blaði sínu þann 8. des. sl. Hann sagði orðrétt: „Sjálfstæðisflokkurinn sá sér leik á borði í sandkassaleiknum og tilgangurirvn með því að vera á móti bráðabirgðalögunum var auðvitað sá að koma höggi á ríkisstjórnina. Allt ábyrgðar- hjahð um að virða samninga, standa með réttlætinu og verja stjórnarskrána eru eftirárök og hræsni í ljósi þess að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur margsinnis sjálfur sett bráðabirgðalög á kjarasamninga.“ Jón Sigurðsson .. bankastjórnineríöllummeginat- riöum sammála ríkisstjórninni um matið á verðbólguhættunni sem fylgja mundi afnámi bráðabirgðalaganna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.