Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. 29 dv Menriing Björk Guömundsdóttir. Björk Guðmundsdóttir & Tríó Guðmundar Ingólfssonar - Gling gló CifXvl bvon skvetta í nafolt poppið Hugmyndin er góö. Eitt sam- spilaöasta djasstríó landsins og okkar þekktasta rokksöngkona fyrr og síðar leiöa saman hesta sína og flytja gamalt popp. Lögin voru flest hver vinsæl fyrir daga rokks og eru sprottin úr allt öör- um jarðvegi en það sem Guö- mundur Ingólfs og félagar og Björk og hennar menn eru aö fast viö dags daglega. Úrvinnsla hugmyndarinnar er einnig góð. Flutningurinn er lif- andi. Það vantar raunar ekkert nema klappið. Daginn áður en platan var tekin upp héldu Björk, Guðmundarnir og Þórður tón- leika á Borginni Hún heföi allt eins getað verið tekin upp þar, Allt í einu er komið fullt af svörtum áhrifum í gamla, náföla poppið. Luktar-Gvendur svingar prýðilega. Hið hundleiöinlega Ó pabbi minn er nú allt í eínu oröiö skemmtilegt. Nú getum við svo sannarlega notað*þá líkingu aö gamlir símastaurar séu allt í einu farnir að syngja i sólskininu og séu orðnir grænir aftur. Nýjar plötur Ásgeir Tómasson í stuttu máli gengur platan Gling gló upp. Þremenningarnir fara létt með spilið. Og ekki er að heyra að Björk erfiði neins staðar sem neinu nemi. Hún er satt aö segja bráðskemmtileg víð- ast hvar. Aö visu held ég að engri söngkonu nema ef til vill Hall- björgu Bjarnadóttur liðist að túlka þjóöararf dægurtónlistar- innar fyrir rokk á sama hátt og Björk gerir. Og ef ætti að setja út á eitthvað er það bannsett flámæ- liö hér og þar. En spreillifandi túlkunin bætir upp allar misfell- ur. Gling gló er öðruvísi plata en aörar sem slást um athygh neyt- enda þessa dagana. Það gefur henni einnig aukið gildi. Rennt er af stað með einfalda tónlist sem gengur fyllilega upp í einfaldleik sínum og hrárri útfærslu. Maöur leggur við eyrun þegar Björk, Þórður og Guömundamir hljóma. Fréttir Tryggingagjaldið: Ekki samstaða innan stjórnarflokkanna Frumvarp til laga um trygginga- gjald, sem er fylgifrumvarp fiárlaga- frumvarpsins og miðar að því að samræma öll þau launatengdu gjöld sem atvinnureksturinn í landinu greiðir, kom til fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Friðrik Sóphusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við um- ræðuna að frumvarpið væri alls ekki fullunnið og framleggjandi eins og það er. Það væri lágmark að ríkis- stjómarflokkamir lykju við heima- vinnu sína áður en þeir sendu frum- vörp frá sér sem sfiómarfrumvörp. Það mun ekki vera full samstaða milli sfiómarflokkanna um frrnn- varpið. Einkum era það framsóknar- menn sem era að verja hagsmuni bænda varðandi skattlagningu. Framsóknarmenn vilja að bændur greiði 2,5 prósent af launagreiðslum í landbúnaði en ekki-4,5 prósent eins og gert er ráð fyrir í framvarpinu að allir greiði. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær aö það væri vandséð að hægt yrði að afgreiða þetta frumvarp fyrir jólaleyfi. Þá eru ýmis önnur hliðarframvörp í tengslum við fiárlagafrumvarpið ekki komin fram. Fjármálaráðherra leggur mikla áherslu á að þau verði afgreidd með Qárlagafrumvarpinu fyrir jólafrí. Margir era svartsýnir á að það takist. -S.dór Fann trúnaðarpappíra við vegkantinn „Ég- var búinn að sjá kassana þama í viku til tíu daga þegar ég ákvað loks að athuga hvað í þeim væri. í kössunum reyndust vera skjöl og pappírar, allt rennblautt og klesst. Meðal skjalanna vora bréf merkt algert trúnaðarmál, bréf sem virðast hafa gengið milli Steingríms Hermannssonar og Ól- afs Jóhannessonar fyrir um 10 árum,“ sagði Ingibergur Bjamason í samtali við DV. Kassarnir, sem Ingibergur talar um, höföu legið í vegkantinum á Smiöjuvegi, rétt við beygjuna hjá sölutuminum Bláhorni. Ingiberg- ur kannaði innihaldið á fimmu- dagskvöld í síðustu viku og sá hvers kyns var. Seinnipart föstu- dagsins ætlaði hann að taka kass- ana en þá voru þeir skyndilega horfnir. Ingibergur lét mest af skjölunum af hendi til manns er ætlaöi að skoða þau. Bróðir Ingibergs haföi einnig tekið eitthvað af þessum pappírum til að athuga hvað væri þama á ferð. Hann sýndi DV þá pappíra sem ekki reyndust merki- legir þegar til kom og ekki merktir sérstaklega. Þar voru aðallega ýmsir pappírar tengdir Framsókn- arflokknum, drög að stefnuskrá og fleira slíkt. Kassarnir virðast hafa dottið í flutningum um Smiðjuveginn. -hlh Bráðabirgðalögin í efri deild í gær voru bráðabirgðalög ríkis- Gert er ráð fyrir að afgreiöa frum- stjómarinnar tekin til 1. umræðu í varpið sem lög frá Alþingi fyrir jóla- efri deild Alþingis. Sem kunnugt er frí þingmanna sem hefst um næstu afgreiddi neðri deild þingsins frum- helgi. varpið eftir 3. umræðu á mánudag. -S.dór Vissi ekki af fjögurra milljóna vinningi Maður, sem haföi keypt sér lottó- miða 1. desember, lét renna honum 1 gegnum lottóvélina síðastliðinn laugardag í einum sölutumi borgar- innar til að athuga hvort hann ætti einhvem vinning. Hann hélt að hann ætti eitthvern smávinning en hins vegar kom í ljós að maðurinn var einn þriggja vinningshafa í þreföld- um potti. Vinningurinn var hvorki meira né minna en 4,2 milljónir. -ns Jólagjöf frá SEM-samtökunum SEM-samtökin, samtök endur- hæföra mænuskaddaðra, hafa ákveðið að styrifia konuna sem tók að sér böm mæðgnanna er létust í hörmulegu bílslysi í Ártúnsbrekku fyrir skömmu. Gefa samtökin 100 þúsund krónur. Reynir Kristófersson, gjaldkeri SEM-samtakanna, kom á ritstjórn DV og afhenti peningagjöfina. Óskaði hann að þessir peningar kæmu að notum við jólahaldið við þessar erf- iðu kringumstæður. Peningagjöfmni hefur verið komið til réttra aðila. -hlh riD BJOÐUM UPP A ÞRJAR GERÐIR NÆRFATA ÚR NÁTTÚRUEFNUM Á ALLA FJÖLSKYLDUNA. Á UNGBÖRN, BÖRN, UNGLINGA, KONUR OG KARLA. 100% silkinærföt, mjög einangrandi, sem gæla viö húðina. Finnsk gæöavara Ruskovilla. 100% ullarnærföt af Merinófé - silkimjúk og hlý. Finnsk gæðavara frá Ruskovilla. Nærföt úr blöndu af kanínuuli og lambsuti, styrkt meö nælonþræöi. Vestur-| gæðavara frá Medima. Allar þessar þrjár geröir eru til i barna- og fullorðinsstærðum. NÁ TTÚRULÆKNINGABÚÐIN, LAUGAVEGI 26, SlMI 10283. jðiahLaKiXxL Hjólsög Jólatilboð + Tjara á hjólböröum minnkar veggrip þeirra verulega. Ef þú skrúbbar eða úöar þá með olíuhreinsiefni (white spirit / terpentína) stórbatna aksturs- eiginleikar í hálku. UMFERÐAR RÁD 5 stillingar, 60 mín. klukka, snún- ingsdiskur, íslenskur leiðarvísir, matreiðslunámskeið innifalið. Sértilboð 14.950,* stgr. Rétt verð 19.950.- stgj\ B Afborgunarskilmálar [g] hu5mgö, TOMMA HAMBORGAIAAR LÆKJARTORGI liáfilblS* TIIMjA Frá kl. n.00-14.00 Skinkuborgari, franskar og kók kr. 445,- Fiskur, franskar og kók kr. 375,- Þú fœrð ekki betri skyndibita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.