Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. Afmæli Ástráður H. Magnússon Ástráður H. Magnússon bygg- ingameistari, Hörgsási 4, Egilsstöð- um, er sextugur í dag. Starfsferill Ástráður fæddist að Uppsölum í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu og ólst upp á Fljótsdalshéraði. Hann stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum, Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og síðar við Iðnskólann á Egilsstöðuni en þaðan tók hann lokapróf ásamt sveinsprófi í húsa- smíði 1964. Ástráður er bygginga- meistari og hefur verið einn af aðal- eigendum Húsiðjunnar hf. frá 1967. Fjölskylda Ástráður kvæntist 25.12.1963 Sig- rúnu Júníu Einarsdóttur, f. 25.2. 1938, d. 26.4.1983, handmenntakenn- ara en hún var dóttir Einars Geirs Guðmundssonar, múrarameistara í Reykjavík,ogSigríðai JúníuJún- íusdóttur, húsmóður í Vestmanna- eyjum. Börn Ástráðs og Sigrúnar Júníu eru Sigríður Júnía, f. 22.8.1963, hús- móðir á Egilsstöðum, gift Birni Björnssyni og eiga þau eitt barn; Magnús Ási, f. 19.9.1965, búsasmið- ur á Egilsstöðum, kvæntur Huldu Rós Sigurðardóttur og eiga þau eitt bam, og Jóhanna Birna, f. 1.7.1967, bankastarfsmaöur á Egilsstöðum, gift Ævari Bjamasyni og eiga þau eitt barn. Sonur Ástráðs er Elvar, f. 7.8.1955, vélstjóri í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Bóasdóttur. Seinni kona Ástráðs er Rósa Krist- ín Bjömsdóttir, f. 31.1.1942, ráðs- kona við mötuneyti sjúkrahússins á Egilsstöðum, en hún er dóttir Björns Bjarnasonar, b. í Birkihlíð í Skrið- dal, og Huldu Emilsdóttur húsfreyju þar. Ástráður er yngstur í hópi systk- ina sinna sem urðu ellefu að honum meðtöldum. Systkini hans: Þormóð- ur Magnússon, f. 9.5.1917, d. 11.5. 1919; Jóhann Magnússon, f. 8.4.1918, b. á Breiðavangi í Eiðaþinghá, átti Guðlaugu Þórhallsdóttur; Ingveldur Magnúsdóttir, f. 18.4.1919, húsmóðir á Patreksfirði, átti Ágúst H. Péturs- son, bakarameistara og lengi sveit- arstjóra á Patreksfirði; Þormóður Helgfell, Magnússon, f. 15.5.1920, d. 8.5.1921; Matthildur Magnúsdóttir, f. 31.5.1922, húsmóðir í Njarðvík, átti Kristján Maríus Jónsson lög- regluþjón; Ásmundur Magnússon, f. 6.1.1924, bifreiðastjóri í Reykjavík, átti ídu Mikkelsen og síðar Svan- hvíti Einarsdóttur frá Siglufirði; Þorsteinn Bergmann Magnússon, f. 13.5.1925, kaupmaöur í Reykjavík, átti Karitas Bjargmundsdóttur hús- móður; Þórleif Steinunn Magnús- dóttir, f. 21.4.1926, d. 5.5.1983, síðast húsmóðir í Keflavík, átti Sigurð Sig- urbjörnsson afgréiðslumann sem einnig er látinn; Jóhanna Magnús- dóttir, f. 20.7.1927, skrifstofumaður og húsmóðir í Reykjavík, átti Gunn- ar Magnús Theodórsson húsgagna- arkitekt, og Jónas Helgfell Magnús- son, f. 12.12.1928, b. oghreppstjóri að Uppsölum, átti Ástu Þórleif Jóns- dótturhúsfreyju. Foreldrar Ástráðs: Magnús Jó- hannsson, f. í Innri-Drápuhhð 6.12. 1887, d. 21.1.1982, b. í Efrihlíð í Helgafellssveit, síðar að Ytri-Kóngs- bakka í sömu sveit og loks aö Upp- sölum í Eiðaþinghá, og kona hans, Ásthildur Jónasdóttir, f. 10.11.1888, d. 7.12.1968, húsfreyja. Magnús var sonur Jóhanns, b. á Hofsstöðum í Helgafellssveit, Magn- ússonar, b. á Hólum í Helgafells- sveit, Benediktssonar, b. á Keis- bakka á Skógarströnd, Magnússon- ar, b. á Keisbakka, Jónssonar. Móð- ir Jóhanns var Karitas Jóhanns- dóttir, b. í Laxárdal og ættföður Laxárdalsættarinnar, Jónssonar. Móðir Magnúsar á Uppsölum var Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Berg- mann, hreppstjóra og dbrm. í Fremri-Hrafnabjörgum, Arasonar, Bergmann, b. á Þorkelshóh, bróður Guðrúnar, ömmu Guðmundar Bj ömssonar landlæknis og ' langömmú Bjarna, afa Ingimundar Sigfússonar, forstjóra í Heklu. Önn- ur systir Ara var Halldóra, móðir Oddnýjar, ömmu Steinars Sigur- jónssonar rithöfundar. Hahdóra var einnig móðir Guðrúnar.langömmu Guðrúnar, móður Sigurðar E. Guð- mundssonar, forstjóra Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Ari var sonur Sigfúsar Bergmann Sigfússonar, b. og hreppstjóra á Þorkelshóli, ætt- föður Bergmannsættarinnar hún- Ástráður H. Magnússon. vetnsku. Ásthildur er dóttir Jónasar, b. á Helgafelh í Helgafellssveit, Sigurðs- sonar og Ástríðar Þorsteinsdóttur, afHelgafehsætt. Ástráður tekur á móti gestum á heimili sínu, Hörgsási 4, Egilsstöð- um, frá klukkan 19.30 í dag, mið- vikudaginn 19.12. Jóhannes Jónsson ♦ Jóhannes Jónsson, fyrrv. vörubif- reiðarstjóri, til heimilis aö Brautar- holti 22, Reykjavík, er áttræður í dag. Jóhannes fæddist á Brekkulæk í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann stundaði um árabil vörubíla- akstur í Reykjavík, eða frá 1946-83, en varð þá að hætta keyrslu vegna augnsjúkdóms. Jóhannes hefur ver- ið félagi í Vömbílafélagin'u Þrótti frá 1946. Jóhannes er góður hagyrðingur. Hann hefur ort sér til hugðarhægð- ar sveitavísur, græskulausar vísur um sjálfan sig og starfsfélaga sína eða sett í vísuform hugleiðingar um lífiðogtilverana. Jóhannes er ókvæntur. Foreldrar hans voru Jón Þorláks- son bóndi, lengst á Gottorp og Sig- ríðarstöðum í Húnavatnssýslu, og kona hans, Anna Sigurðardóttir húsfreyja. Jóhannes Jónsson. Jóhannes tekur á móti gestum á afmælisdaginn á Vörubílastöðimú Þrótti milli klukkan 16 og 18. Til hamingju með afmælið 19. desember 80 ára________________________ 50ára________________________ Áslaug G. Bachmann, Anna María Einarsdóttir, Berugötu 9, Borgarnesi. Reynihvammi 3, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum laugar- Bragi Pálsson, daginn 22.12. klukkan 15.00-18.00 í Björgum II, Arnarneshreppi. FélagsbæíBorgamesi. GylfiGíslason, Rauðarárstíg30, Reykjavík. 75 ára Sólveig Snæbjörnsdóttir, Álfaskeiði 102, Hafnarfirði. Valgerður Theódórsdóttir, Einarsnesi 78, Reykjavik. Hrefna Jóhunnsdóttir, Álandi3,Reykjavik. Sverrir Símonarson, Kópavogsbraut 68, Kópavogi. 40ára Eygló Ebba Hreinsdóttir, Auðarstræti 15, Reykjavík. Torfi Geirmundsson, Stóragerði 4, Reykjavík. Ólafur Jónsson, Kleppsvegi 68, Reykjavík. Sigurður R. Gunnarsson, Keflavíkurgötu 10, Neshreppi. Jóna Sigurbjörg Sigurðardóttir, Noröurbraut 6, Höfn í Hornaíirði. Valþór Ingólfsson, Grænahrauni 2, Nesjahreppi. Svavar Valdimarsson, Grashaga 1A, Selfossi. Viihjálmur Þórarinsson, Litlu-TunguII, Holtahreppi. 60 ára Andlát Bjöm Jóhannesson Björn Jóhannesson verkfræðing- ur lést 12. desember. Björn er fæddur 25. október 1914 á Hofsstöðum í Skagafirði og lauk prófi í efnaverkfræði í Tækniháskó- lanum í Kaupmannahöfn 1940. Starfsferill Bjöm lauk doktorsprófi í jarð- verkfræði í Comellháskólanum í Bandaríkjunum 1945 og var sér- fræðingur í búnaðardeild Atvinnu- deildar HÍ1945-1962 og vahn þar að jarðvegs- og ræktunarrannsóknum. Björn var í tilraunaráði jarðræktar 1945-1962 og var tæknilegur ráðu- nautur Áburðarsölu ríkisins 1948- 1962. Hann vár starfsmaður þróun- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna í New York 1962-1975 og vann þar að skipulagningu rannsóknarverkefna í þróunarlöndum og vann að gróð- ur- og ræktunarrannsóknum á Grænlandi með starfsmönnum Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins 1977-1981. Björn var í nefnd til að athuga aðstæður og rekstrar- grundvöll fyrir áburðarverksmiðju 1946 og gerði fmmáætlun, ásamt Jóni E. Vestdal, um framleiðslu áburðarkalks í sementsverksmiðju á Akranesi 1954. Hann vann frá 1976 meö Ingimar Jóhannssyni fiski- fræðingi og Unnsteini Stefánssyni, að fiskiræktartilraunum og efna- og eðhsrannsóknum á fiskivötnum, er liggja að sjó. Björn var í stjóm Stétt- arfélags verkfræðinga 1955 og 1961 og vann til margra verðlauna í sam- kvæmisdönsum. Fjölskylda Systkini Björns eru: Una, var gift Bimi Sigurðssyni lækni, forstöðu- manni á Keldum; Margrét, gift Ólafi Bjamasyni, prófessor í læknisfræði; Jón Jóséf, d. 5. maí 1981, kennari og íslenskufræðingur, kvæntur Sigur- björgu Ottesen; Sigurður, deildar- stjórii Seðlabankaíslands, kvæntur Þórhöllu Gunnarsdóttur og Einar, yfirlæknir í Svíþjóð, kvæntur Mari- anne Jóhannesson. Ætt Foreldrar Björns vom Jóhannes Björnsson, f. 21. september 1887, d. 31. ágúst 1967, b. og hreppstjóra á Hofsstöðum, og kona hans, Kristrún Jósefsdóttir, f. 14. október 1887, d. 23. ágúst 1978. Föðursystir Björns var Pálína, móðir Hermanns Jónas- sonar forsætisráðherra, föður Steingríms forsætisráðherra. Önn- ur fóðursystir Björns var Anna, amma Sigurðar Bjömssonar verk- fræðings og langamma Héðins Steingrímssonar skákmeistara. Jó- hannes var sonur Bjöms, b., hrepp- stjóra og sýslunefndarmnns á Hofs- stöðum, Péturssonar, b. og hrepp- stjóra á Syðri-Brekkum í Blöndu- hlíð, Jónssonar. Móðir Björns var Sigríður Bjöms- dóttir, b. á Refsstöðum á Laxárdal í Húnavatnssýslu, Magnússonar. Móðir Jóhannesar var Una Jó- hannesdóttir, b. og sýslunefndar- manns á Dýrfmnustöðum, Þorkels- sonar, b. á Svaðastöðum, Jónssonar, af Harðabóndaættinni. Móðir Unu var Kristín, systir Þorvaldar, lang- afa Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrv. ráð- herra, og Vilhjálms Þ. Gíslasonar, fyrrv. útvarpsstjóra. Kristín var dóttir Jóns, b. á Framnesi, Jónsson- ar og konu hans Rannveigar, systur Þuríðar, langömmu Vigdísar Finn- bogadóttur. Rannveig Var dóttir Þorvaldar, prests og skálds í Holti, Böðvarssonar og konu hans, Ingi- bjargar Björnsdóttur, prests í Ból- staðarhlíð, Jónssonar. Kristrún, var dóttir Jósefs, skóla- Björn Jóhannesson. stjóra og alþingismanns á Hólum, bróður Halls, afa Hahs Símonarson- ar, blaöamanns, föður Halls frétta- manns. Jósef var sonur Björns, b. á Torfastöðum í Núpsdal, Bjömsson- ar og konu hans, Ingibjárgar Halls- dóttir, b. á Stóra-Vatnshorni í Haukadal, Hallssonar. Móðir Ingi- bjargar var Margrét Árnadóttir, b. á Stóra-Vatnshomi, Jónssonar, b. og fræðimanns á Stóra-Vatnshomi, Egilssonar. Móðir Kristrúnar var Hólmfríður, systir Símonar, langafa Héðins Steingrímssonar, íslandsmeistara í skák. Hólmfríður var dóttir Bjöms, b. og hreppstjóra í Ásgeirsbrekku, Pálmasonar, b. í Brimnesi, Gunn- laugssonar, b. í Hvammi í Hjaltadal, Þorsteinssonar. Móðir Björns var Margrét Guð- mundsdóttir, b. í Tungu 1 Stíflu, Símonarsonar. Móðir Hólmfríðar var Sigríður Eldjárnsdóttir, b. í Ás- geirsbrekku, Hallsteinssonar, og konu hans, Hólmfríðar Þorláksdótt- ur ríka, b. á Stóm-Ökrum, Símonar- sonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.