Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1991, Page 28
36 'FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1991. Fráleitt að telja að hætta stafi af vögnum SVR umfram önnur ökutæki, segir greinarhöfundur m.a. Vagnstjórar SVR og vaktafyrirkomulag Athugasemd vegna fréttar um svefnleysi vagnstjóra SVR Vegna fréttar og viötals við vagn- stjóra í DV 19.01. sl. óska ég aö eftir- farandi verði birt í blaði yðar: Upphaf þessa máls er það að tveir vagnstjórar SVR óskuðu eftir um- sögn Vinnueftirlits ríkisins um það vaktafyrirkomulag sem unnið er eftir hjá SVR í dag. Það kerfi var samþykkt síðast af báðum aðilum árið 1986 en það tók upphaílega gildi árið 1976 og var þá lítið breytt frá árinu 1951. í framhaldi af bréfi Vinnueftir- litsins settumst við niður í síðustu viku, ég, starfsmannastjóri Reykja- víkurborgar, fulltrúi Vinnueftir- litsins og tveir af yfirmönnum SVR og fórum yfir þetta mál. Þar kom í ljós það sem allir vissu reyndar fyrir að það vaktafyrirkomulag, sem unnið er eftir hjá SVR í dag, stenst öll lög og reglugerðir að því undanskildu að 3. hvern sunnu- dagsmorgun eru smáhnökrar á kerfinu hjá hluta af starfsmönnum. Þá hnökra vissu allir aðilar um þegar núverandi vaktafyrirkomu- lag var tekið upp á sínum tíma vegna eindreginna óska vagn- stjóra. Það er rétt að geta þess að fyrir þá komu bætur í formi peninga- greiðslna. Ég veit því ekki hvað viðmælanda DV gengur til þegar hann lýsir því yfir að vagnstjórar SVR séu nær því óhæfir til aksturs vegna þreytu og svefnleysis. Með því gerir hann ekki aðeins lítið úr vinnufélögum sínum, heldur' rýrir hann einnig traust viðskiptavina okkar sem og annarra á vagnstjórum. Að því ógleymdu aö hann aíhjúpar það gæfuleysi í samstöðu sem einkennt hefur 9. deild St. Rv. undanfama mánuði, með því að úthrópa starfs- heitið vagnstjóri í þeirri von að ein- hverjir gleypi við þeim yfirboðum sem sjálfskipaðir fulltrúar deildar- innar leggja fram í því andrúms- lofti kjaraóróa sem einkennt hefur fyrirtæki okkar undanfarið. • Úrvalsmenn í starfi Ég fuftyrði það að enginn vagn- stjóri SVR lætur sér koma það til hugar að setjast undir stýri ef hann KjaUarinn Hannes H. Garðarsson aðaltrúnaðarmaður starfsmanna SVR telur sig ekki hæfan til þess vegna þreytu eða svefnleysis. Ég tel mig geta dæmt um .það sem hef verið aðaltrúnaðarmaður vagnstjóra í mörg ár. í mínum huga er það mikið lán fyrir Reykjavíkurborg svo og við- skiptavini SVR hversu margir úr- valsmenn sinna þessu starfi. Það hefur reyndar oft vakið furðu mína þegar höfð eru í huga þau launa- kjör sem vagnstjórum SVR er boðið upp á þrátt fyrir þá miklu ábyrgð sem á þeim hvílir. Varðandi tal um frídaga vil ég að það komi skýrt fram að hjá SVR eru engin lög brotin um frídaga. Skv. lögum um frídaga er heimilt að flytja þá á milli vikna verði um það samkomulag milli samnings- aðila. (Sbr. 55. grein laga nr. 46 frá 1980.) Sú ósk er frá vagnstjórum komin að haga frídögum með þeim hætti sem nú er. Þess óskuðu þeir til að eiga gott frí, svokallaða langa fríhelgi, með reglulegu millibili. Komi í ljós nú að meirihluti vagn- stjóra kjósi annaö fyrirkomulag á frídögum þá tel ég það auðsótt mál. Ég hef þó sterkan grun um það að flestir vagnstjóra óski eftir því að halda í löngu fríhelgina sína. Ótrúlega fá óhöpp Sú fullyrðing að vegfarendum stafi einhver hætta af vögnum SVR umfram önnur ökutæki er auðvit- að fráleit og ég furða mig á því að nokkur vagnstjóri skuli láta slíkt út úr sér. Vagnamir okkar eru bæði fyrirferðarmiklir og áberandi í umferðinni en tjónatíðni þeirra er í algjöru lágmarki. Auðvitað geta vagnar SVR lent í óhöppum sem og önnur farartæki en þau eru ótrúlega fá miðað við þær erfiðu aðstæður sem ríkja í umferðinni hér í Reykjavík og þá miklu vegalengd sem vagnstjórar SVR skila árlega í eknum km. En þeir eru rúmlega 4,6 milljónir á ári. Flestir vagnstjórar SVR leggja metnað sinn í það að vera öðrum vegfarendum fyrirmynd í umferð- inni og fá það endurgreitt með til- litssemi og tilhliðrun mjög margra ökumanna þeirra 50 þúsund öku- tækja sem skráð eru í Reykjavík. Að lokum vil ég að það komi fram að næstu daga verður haldið áfram að skoða þá hnökra sem eru á vaktafyrirkomulagi vagnstjóra SVR og það mál verður leyst í góðu samráöi viö starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar innan þeirra tímamarka sem Vinnueftirlit ríkis- ins setti fram. Enda er það ljóst að hvorki borgaryfirvöld né SVR una því að sitja undir þeim áburði að þau brjóti gildandi lög. Hannes H. Garðarsson „Ég fullyrði það að enginn vagnstjóri SVR lætur sér koma það til hugar að setjast undir stýri ef hann telur sig ekki hæfan til þess vegna þreytu eða svefnleysis.“ Þetta getur 1rerið BILID nv/lli iifs og dauða! 30 metrar 130 metrar Dökkklaeddur vegfarandi sést en með endurskinsmerki, ekki fyrr en i 20-30 m. fjarlægð borin á réttan hátt sést hann frá lágljósum bifreiðar i 120-130 m. fjarlægð. UMFERÐAR RÁÐ . i íí'í t i i;;; j Menning dv Af ríkjandi tómhyggju Það er erfitt að henda reiður á myndlist Hallgríms Helgasonar, svo breytilegar eru áherslur hennar. Einn daginn aðhyllisf listamaðurinn skrumskælingar veruleikans, næsta dag snurfusar hann yfirborð sama veruleika, þar næst lætur hann sér nægja að uppmála huglæga ímynd hans. Þessi tilbrigði, og fleiri til, er að finna á yfirstandandi sýningu Hallgríms að Kjarvalsstöðum (til 27. janúar). í hamskiptum listamannsins er aðeins tvennt óbreytilegt, hlutlægur „gagnagrunnurinn“ og tæknin. Af þessu tvennu er tæknin sýnu mikilvæg- ari. Hvort sem hann veðjar á hreina línuteikningu (sem merkilegt nokk minnir eilítið á Dieter Roth) eða nostursamlega upphleðslu líkamsparta tæpir á ástum, einsemd eða kátlegum uppákomum, verður tæknin - köld fágun yfirborðsins og sjálfhverfur spuni - ævinlega ofan á. Þessi tækni, sem einn kunningi minn í bransanum kallar „smartness", virðist vera hið eiginlega inntak þessara verka. Upphafning sjálfsins Hún segir áhorfandanum að í augum listamannsins sé allt jafngilt „eða réttara sagt jafn ógilt eða ómerkilegt, vegna þess að í sjálfu sér (skipti) ekkert máh,“ svo að vitnað sé í ádeilu Páls Skúlasonar prófessors á ríkj- andi tómhyggju í nútímanum (Skírnir, haust 1990). Lýsing Páls á raunar vel við ýmisleg afbrigði hins svokallaða póstmódernisma í hstum. í grein sinni tengir Páll þessa tómhyggju við upphafningu sjálfs- ins sem hann kallar „höfuðein- kenni á heimsmynd þessarar ald- ar“. Andspænis sjálfsmyndum Hahgríms, þar á meðal þeirri ímynd sem dreift hefur verið á plakötum um borg og bý til kynn- ingár sýningunni, langar mig að vitna enn frekar í orð Páls: „Ahir mælikvarðar á sannleika, réttlæti og fegurð heyra sögunni til. Þess í stað verður aht bundið sjálfinu sem ákveður hvað skipti máli, hvað sé rétt, hvað sé fagurt og hvað ljótt, hvað sé satt og hvað ósatt. Vandinn er hins vegar sá að þetta sjálf er sjálft óraunverulegt, það á sér enga fasta stöðu í heiminum, því að heimur- inn skilgreinist af því að vera heimur sjálfsins, heimur minnar eigin reynslu og upplifana og er þess vegna... ekki annað en hugarburður sjálfsins...“ Áeggjan Ég ætla ekki að orðlengja um skýringar Páls á þessu ástandi né heldur er ég sammála öllum niðurstöðum hans. En í tilefni þeirrar sýningar sem Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Hallgrímur Helgason. her er til umræðu vil eg leyfa mer að gera niðurlagsorð þessarar gremar Páls að mínum en þar eggjar hann íslenska rithöfunda til dáða. Sný ég orðum hans upp á íslenska myndhstarmenn: „Hver þjóð þarfnast hins vegar (myndhstarmanna) sem takast af fulíum heilindum á við það verkefni að endurvinna reynslu okkar af sjálfum okkur og heiminum og reyna að móta þann skilning á veröldinni sem nýtist okkur til að byggja þennan heim og takast á við ofbeldi hans. Við þurfum (myndhstarmenn) sem takast á við togstreitu trúar og tækni í mannfélaginu, (myndlistarmenn) sem varpa ljósi á reynslu okkar af rö- kvæðingu þjóðfélagsins og upplausninni sem hún hefur í fór með sér. Við þurfum (myndlistarmenn) sem fletta ofan af lygum, hræsni og tvö- feldni þeirra sem fara með völdin hveiju sinni, (myndhstarmenn) sem leggia sig af alefli fram við að bera sannleikanum vitni og líka takmörk- uðu og skertu frelsi mannskepnunnar, (myndlistarmenn) sem hugsa ekki um það eitt að sviðsetja sjálfa sig að hætti valdsmanna, heldur sökkva sér djúpt ofan í reginmyrkur mannlegrar reynslu og reyna að skýra hana og skerpa svo að fólk megi átta sig á heiminum og finna frið í sálu sinni an þess að slökkva a meðvitundinni. Andlát Bjarni Marinó Ólafsson frá Skála- koti, Hvolsvegi 13, Hvolsvehi, lést á Landakotsspítala 23. janúar. Herborg Húsgarð lést á heimhi sínu, Bakkaseli 21, miðvikudaginn 23. jan- úar. Siguijón Pálsson, Túngötu 15, Seyð- isfirði, lést í Sjúkrahúsi Seyöisfjarð- ar að morgni 24. janúar. Þórhildur Gunnarsdóttir, Vestur- götu 45, Reykjavík, lést á Landspítal- anum fimmtudaginn 24. janúar. Valgarður Sigurðsson frá Hjalteyri, Hátúni 1, Keflavík, lést í Borgarspít- alanum 23. janúar. Jardarfarir Pála Jónína Pálsdóttir, Hofi, Öræf- um, verður jarðsungin frá Hofs- kirkju laugardaginn 26. janúar kl. 14. Einar Sigurður Sigurðsson, Leynis- braut 12, Grindavík, er lést af slys- förum mánudaginn 21. janúar sl„ verður jarðsunginn frá Grindavíkur- kirkju á á morgun, laugardaginn 26. janúar kl. 14. Jarðsett verður í Hvals- neskirkjugarði. Maria S. Elíasdóttir, Laugateigi 56, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Suður- lands 14. janúar. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Viktoría Sigurjónsdóttir, Faxabraut .33^ Keflayík, Jést.í Sjúkrahúsi Kefla: víkur sunnudaginn 20. janúar. Út- förin fer fram frá Keflavíkurkirkju á morgun, laugardaginn 26. janúar, kl. 14. Útfór Einars Einarssonar frá Suður- fossi, Mýrdal, sem lést 17. janúar sl„ fer fram frá Reyniskirkju laugardag- inn 26. janúar kl. 14. Brynjar Sigurgeirsson, Dalhúsum 62, Reykjavík, lést á bamadeild Land- spítalans þann 16. janúar sl. Jarðar- fórin hefur farið fram í kyrrþey. Eggert Benónýsson útvarpsvirkja- meistari lést 20. janúar. Hann fædd- ist í Háafelh í Skorradal, 5. septemb- er 1908, sonur hjónanna Benónýs Helgasonar og Guðnýjar Magnús- dóttur. Eggert lærði útvarpsvirkjun hjá viðgerðarverkstæði Ríkisút- varpsins, en þar starfaði hann óslitið til 1944, þar til hann stofnaði ásamt öðrum Viðtækjavinnustofuna hf. sem þeir ráku til 1955, er Eggert keypti hlut starfsmanns síns. Síðan rak hann fyrirtækið til 1975. Hann giftist Magneu Kjartansdóttur, én hún lést árið 1979. Þau hjónin eignuð- ust tvær dætur. Útfór Eggerts verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Safnaðarstarf Grensáskirkja: Starffyrir 10-12 ára börn kl. 17 í dag. Laugarneskirkja: Mæðra- og feðra- morgnar fóstudaga kl. 10 í safnaðar- heijnilinu í umsjón Báru Friðriksdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.