Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 2
Fréttir___________________________________________ Skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna: Mikil f ylgisaukning Sjálfstæðisflokksins - A-flokkar fapa verulegu fylgi frá síðustu skoðanakönnun D V Sjálfstæöisflokkurinn bætir viö sig geysimiklu fylgi samkvæmt skoð- anakönnun sem DV geröi í gær- og fyrrakvöld. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur kominn í helmingsfylgi af þeim sem taka afstööu. Þannig var fylgi flokksins um mitt síðasta sumar en fór síðan minnkandfög hrapaði nið- ur í 43 af hundraði þegar bráöa- birgðalögin í launadeilu háskóla- manna voru í brennidepli. Fylgi Alþýðuílokksins minnkar frá fyrri skoðanakönnun DV. Framsókn stendur nokkurn veginn í stað. Al- þýðubandalagið tapar miklu fylgi og fær minnsta fylgi sem flokkurinn hefur haft að undanfórnu. Kvenna- listinn heldur sínu frá fyrri könnun. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram nú? Úrtakið var 600 manns og var jafnt skipt milli kynja og jafnt milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar. Af öllu úrtakinu sögðust 5,8 pró- sent styðja Alþýðuflokkinn, sem er tap upp á 1,7 prósentustig frá DV- könnun.í byrjun desember. Fram- sókn styðja 12,7 prósent, sem er tap upp á eitt prósentustig frá desember- könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn fær 29,2 prósent úrtaksins, 3,2 pró- sentustigum meira en í desember. Alþýðubandalagið fær einungis 3,8 prósent úrtaksins, sem er tap um 2,9 prósentustig frá desemberkönnun- inni. Flokkur Stefáns Valgeirssonar kemst ekki á blað. Flokkur mannsins fær 0,2 prósent, sama og síöast. Borg- araflokkurinn kemst ekki á blað. Kvennalistinn fær 5,5 prósent, sem er tap um 0,5 prósentustig. Þjóöar- flokkinn styðja 0,5 prósent, sem er aukning um 0,2 prósentstig. Heima- stjómarsamtökin nefndu 0,2 prósent. Óákveðnir eru 37,2 prósent, sem er fjölgun um 1,7 prósentustig. Þeir sem svara ekki eru 5 prósent, sem er aukning um 0,8 prósentustig. Samanburður við kosningar Ef bera á þessar niöurstöður saman . viö úrslit síðustu þingkosninga, fyrir tæpum fjórum árum, tökum við að- Ummæli fólks eins þá sem taka afstöðu. Þá fær Al- þýðuflokkurinn 10,1 prósent, sem er tap upp á 2,3 prósentustig frá des- emberkönnuninni og tap upp á 5,1 prósentustig frá kosningunum. Framsókn fær nú 21,9 prósent, sem er 0,8 prósentustigum minna en í desemberbyijun og 2 prósentustig- um meira en í kosningunum. Sjálf- stæðisflokkurinn fær 50,4 prósent sem er aukning um hvorki meira né minna en 7,3 prósentustig frá des- emberkönnuninni og aukning um 23,2 prósentustig frá síðustu kosn- ingum. Alþýðubandalagið fær aðeins 6.6 prósent, sem er 4,4 prósentustig- um minna en í desemberbyijun og 6.7 prósentustigum minna fylgi en í kosningunum. Fylgi Flokks manns- ins mælist 0,3 prósent, sama og í des- emberkönnuninni en 1,3 prósentu- stigum minna en í kosningunum. Borgaraflokkurinn fær ekkert en hafði 10,9 prósent í kosningunum. Kvennalistinn fær nú 9,5 prósent, 0,4 prósentustigum minna en í desember og 0,6 prósentustigum minna fylgi en í kosningunum. Þjóðarflokkurinn fær 0,9 prósent, sem er 0,3 prósentu- stigum meira en í desemberkönnun- inni en 0,4 prósentustigum minna en í kosningunum. Loks nefndu 0,3 pró- sent Heimastjórnarsamtökin. Ef þingsætunum 63 er skipt í hlut- falli við fylgi flokkanna samkvæmt þessari skoðanakönnun fengi Al- þýðuflokkurinn 6 þingmenn, Fram- sókn 14, Sjálfstæðisflokkurinn 33, Alþýðubandalagið 4 og Kvennalist- inn 6. -HH Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar (í %): mars júní sept. nóv. jan. mars júní ág. okt. des. apr. ág- okt. des nú Aiþýðuflokkur 6,0 4,8 4,7 6,7 5,8 4,5 4,2 4,8 3,3 3,7 4,7 6,5 8,2 7,5 5,8 Framsóknarflokkur 11,3 11,2 11,3 14,0 10,7 10,0 9,7 7,3 7,7 11,0 9,8 9,3 11,2 13,7 12,7 Sjálfstæðisflokkur 18,3 18,7 18,0 16,2 21,3 25,8 24,5 27,7 33,2 26,2 25,2 33,2 27,2 26 29,2 Alþýðubandalag 5,0 6,7 4,3 4,2 5,8 5,7 4,0 7,2 5,5 5,8 4,0 6,2 4,7 6,7 3,8 Stefán Valgeirss. 0,3 0,2 0 0,2 0 0,2 0,3 0 0,2 0,3 0,2 0,0 0,2 0,0 0,0 Flokkurmannsins 0,3 0,2 0,3 0 0,2 0,2 0,5 0,2 0 0 0,2 0,0 0,2 0,2 0,2 Borgaraflokkur 3,0 1,2 1,3 1,5 1,0 1,3 0,5 0,5 0,3 0 0,2 0,3 0,0 0,0 0,0 Kvennalisti 19,2 17,2 15,2 13,0 8,3 8,0 6,8 6,5 5,2 4,8 5,3 4,8 4,2 6 5,5 Þjóðarflokkur 1,0 0,2 0,7 0,2 0,8 0,5 0,7 0,5 0,5 0,8 0.3 0,3 1,0 0,3 0,5 Óákveðnir 28,6 36,2 40,7 36,0 42,2 41,5 45,2 38,8 40,5 44,8 39,3 35,3 39 35,5 37,2 Svaraekki 6,9 3,7 3,5 5,8 3,8 2,3 3,5 6,3 3,3 2,2 10,8 3,5 4,3 4,2 5,0 Heimastjs. 0,2 Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu eru niðurstöðurnar þessar (í %): Þorsteinn Pálsson og Ólafur G. Einarsson: flokkur þeirra vinnur verulega á í skoðanakönnun DV. Fylgi flokkanna - Þeir sem afstöðu tóku - Framsóknarfl. Alþýðubl. Kvennalisti „Ég get ómögulega valið á milli þessára úrvalsmanna sem eru í framboði á Reykjanesi. Steingrímur, Jón Sig. og Ólafur Ragnar eru mínir menn og helst vildi ég kjósa þá alla,“ sagði kona á Reykjanesi. „Ég er löngu hættur að kjósa, tek ekki leng- ur þátt í þessari vitleysu, sagði karl í Reykjavík. Annar karl í Reykjavík kvaðst ætla að kjósa Þjóðarflokkinn til að vera viss um að kasta atkvæði sínu á glæ. „Ég hef kosið B frá upp- hafi vega og hyggst gera það áfram,“ sagði kona í Eyjafirði. „Eru þessir flokkar þess virði að kjósa þá?“ sagði kona á Suðurnesj- um. „Eins og svo margir íslendingar þá hef ég mjög lítið álit á þessum stjórnmálamönnum," sagði karl í Reykjavík. „Ég hef alltaf verið vinstrisinnuð en nú veit ég ekki hvað ég á að gera. Ég er óánægö með karl- ana, þó einkum Ólaf Ragnar því hann gengur á rétt þeirra sem minna mega sín,“ sagöi kona á Neskaupstaö. Kona í Reykjavík sagðist ætíð hafa kosið D og kvaðst ætla að gera það meðan hún lifði. „Það vantar eitt- hvað nýtt í þessa pólitík," sagði kona á Vesturlandi. kosn. júní sept. nóv. jan. mars júní ág- okt. des. apr. ág. okt. des nú Alþýðuflokkur 15,2 8,0 8,4 10,4 10,8 8,0 8,1 8,8 5,9 6,9 9,4 10,6 14,4 12,4 10,1 Framsóknarfl. 18,9 18,6 20,3 24,1 19,8 17,8 18,8 13,4 13,6 20,8 19,7 15,3 19,7 22,7 21,9 Sjálfstæðisfl. 27,2 31,0 32,2 27,8 39,5 46,0 47,7 50,5 59,1 49,4 50,5 54,2 47,9 43,1 50,4 Alþýðubandalag 13,3 11,1 7,7 7,2 10,8 10,1 7,8 13,1 9,8 11,0 8,0 10,1 8,2 11 6,6 Stefán Valgs. 1,2 0,3 0 0,3 0 0,3 0,6 0 0,3 0,6 0 0,3 0,3 0,0 0,0 Fl. mannsins 1,6 0,3 0,6 0 0,3 0,3 1,0 0,3 0 0 0,3 0 0,3 0,3 0,3 Borgarafl. 10,9 1,9 2,4 2,6 1,9 2,4 1,0 0,9 0,6 0 0,3 0,5 0,0 0,0 0,0 Kvennalisti 10,1 28,5 27,2 22,3 15,4 14,2 13,3 11,9 9,2 9,1 10,7 7,9 7,4 9,9 9,5 Þjóðarflokkur 1,3 0,3 1,2 0,3 1,5 0,9 1,3 0,9 0,9 1,6 0,7 0,5 1,8 0.6 0,9 Heimastjs. 0,3 Ef þingsætum er skipt í réttu hlutfalli við úrslit skoðanakönnunarinnar verða niðurstöður þessar. Til samanburðar er staðan í þinginu nú: kosn. júní sept. nóv. jan. mars júní ág- okt. des." apr. ág. okt. des nú Alþýðuflokkur 10 5 5 10 7 5 5 5 3 4 6 7 9 8 6 Framsóknarfl. 13 12 13 16 12 11-12 13 9 9 14 12 10 13 14 14 Sjálfstaeðisfl. 18 20 21 18 25 30-31 32 34 39 33 33 35 31 28 33 Aiþýðubandalag 8 7 5 4 7 6 5 8 6 6 5 6 5 7 4 Stefán Valgeirs. 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Borgaraflokkur 7 1 1 1 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Kvennalisti 6 18 18 14 10 9 8 7 , 6 5 7 5 4 6 6 Þjóðarflokkur 0 0 0 0 1 0 0 0 0 1 0 0 1 0 0 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991. ...........; • i . . - i - Nýr búvömsammngur: Skammur tími til stefnu - segirSteingrímur J. „Það er mjög skammur tími til stefnu til að ganga frá gerð nýs búvörusamnings við bændur. Ég segi þetta ekki vegna þess að nú eru kosningar aö ganga í garð heldur vegna þess að það er hætt við aö bændur fáí ekki nægjan- legan aðlögunartíma til aö laga framleiðslu sína aö markaðinum og aukinni hagræðingu eins og stefnt skal að samkvæmtbúvöru- lögunum. Timinn er mjög dýr- mætur í þessu sambandi," segir Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra. Steingrímur J. Sigfússon vildi í samtali viö DV í gær ekki til- greina nein efnisatriði í væntan- legum samningi við bændur. Hann kvað hins vegar ljóst að á grundvelli þess samnings yrði hægt aö draga verulega úr út- flutningsbótum og jafnvel leggja þær af innan skamms tíma. Aðspuröur kvaöst Steingrímur heldur ekki vera tilbúinn að til- greina hvenær gengið yrði til undirskrifta á nýjum búvöru- samningi. „Þegar drögin verða tilbúin þarf fyrst að kynna þau og afla þeim stuðnings. Ég legg áherslu á að það skapist víðtæk pólitísk samstaða um samning- inn og að aðilar vinnumarkaðar- ins treysti sér til að bakka hann upp.“ -kaa Opinber viöurkenrang: Vantar gögn frá Litháen - segir Jón Baldvin „Það vantar enn gögn frá þeim i Litháen til þess að hægt sé að ganga frá formlegri viðurkenn- ingu íslendinga á sjálfstæði landsins," sagði Jón Baldvin i Hannibalsson utanríkisráðherra, aðspurður um stöðuna í þessu máli. í gær fór þriggja manna þing- mannanefhd í opinbera heim- sókn til litháenska þingsins. Jón Baldvin sagði aö þingmanna- nefndin myndi ekkert vinna að þessu máli. Hennar hlutverk væri aö koma á opinberunr sam- skiptum þjóðþinga landanna. -S.dór Annlr á Alþingi: HættviðPól- landsheim- sókn þing- manna Til stóö aö nefnd 6 þingmanna, undir forystu Guðrúnar Helga- dóttur, forseta sameinaðs þings, færi í heimsókn til Póllands í næstu viku. Feröin var í boði pólska þingsins. Nú hefur verið hætt við ferðina. „Á Alþingi eru miklar annir framundan. Þær hafa aukist til muna eftir aö ákveðið var i fyrra- dag að kjördagur skuli vera 20. apríl. Það þýðir að ekki eru eftir nema um það bil 5 vikur af þing- tímanum,“ sagði Guðrún Helga- dóttir, forseti sameinaös þings. Þá er vitað að annir Guðrúnar hafa aukist mjög viö þá deilu sem sprottin er upp milli fjármálaráð- herra og Rikisendurskoðunar sem heyrir beint undir þingið. Sú ' deila mun mæöa mest á Guðrúnu Helgadóttur sem forseta samein- aðs þings. -S.dór -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (01.02.1991)
https://timarit.is/issue/193236

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (01.02.1991)

Aðgerðir: