Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991.
11
Utlönd
Sjálfboðaliðar við víggirðinguna fyrir utan þinghúsið í Vilnius í Litháen. Þeir eru reiðubúnir til aðstoðar ef sov-
éski herinn gerir árás á þinghúsið.
Simamynd Reuter
Aukin spenna
vegna eftirlits
Sovéthersins
Rússneska þingið hvatti í gær Mik-
hail Gorbatsjov Sovétforseta til að
hætta viö ákvörðunina um að senda
hermenn til eftirlits út á götur í
stærstu borgum sovésku lýðveld-
anna.
Þessi áskorun kom um leið og mið-
stjórn sovéska kommúnistaflokksins
kom saman til fundar í gær um fram-
tíð perestrojku. Talsmaður mið-
stjórnarinnar sagöi á fundi með
fréttamönnum í gærkvöldi að ein-
hugur hefði ríkt um að haldið yrði
áfram áætlunum um fijálst mark-
aðskerfi þrátt fyrir póhtískan óróa.
Viðræðunum veröur haldið áfram í
dag.
í Litháen jókst spennan í gærkvöldi
þegar ljóst var að sovéski herinn
myndi á miðnætti hefja löggæslu
samkvæmt tilskipun frá Moskvu-
valdinu. Vytautas Landsbergis, for-.
seti Litháens, sagði í sjónvarpsræðu
að markmið hersins væri' að talía
völdin. Hvatti hann íbúa landsins til ‘
að grípa ekki til ofbeldisaðgerða.
Herinn mun halda uppi eftirhti í
þremur stærstu borgum Litháens,
Vilnius, Kaunas og Klaipeda. í Viln-
ius á herinn að vera við járnbrautar-
stöðina, strætisvagnastöðina, flug-
völhnn og í miðborginni. Hermenn-
imir munu verða vopnaðir að því er
sagði í sjónvarpsfréttum. Innanríkis-
ráðherra Litháens, Marijonas Misiu-
konis, sagði að lögreglan í Litháen
ætlaði ekki að taka þátt í löggæslu
hersins.
Sovésk yfirvöld fullyrða að tilgang-
urinn með eftirhti hersins sé að
halda uppi lögum og reglu. Löggæsla
á staðnum sé ekki nóg og afbrot^iafi
aukist. Yfirvöld í Litháen halda því
aftur á móti fram að afbrotum hafi
fækkað í janúar auk þess sem hundr-
að og fimmtíu lögreglumenn af
landsbyggðinni hafi verið kallaðir til
starfa í höfuðborginni.
í Rigu, höfuðborg Lettlands, ríkti
mikil spenna í gær vegna væntanlegs
eftirhts sovéskra hermanna. Þar ótt-
ast menn að leitin að þeim tvö hundr-
uð ungu mönnum, sem neita að ljúka
herþjónustu í Sovéthemum, verði
hert.
TT
Viðurkenna morðin
á Svíunum íTallinn
Tveir ungir menn hafa viðurkennt
aðild að morðunum á sænsku verka-
lýðsleiðtogunum tveimur í Tahinn í
Eistlandi í síðustu viku. Mennirnir
voru gripnir af lögreglu í gær og
búist er við fleiri handtökum.
Að sögn heimildarmanna innan
lögreglunnar eru mennirnir at-
vinpulausir og búsettir í Tallinn.
Annar þeirra hefur sætt refsingu fyr-
ir rán.
Hlutir í eigu sænsku verkalýðstog-
anna fundust hjá mönnunum auk
þess sem þeir höfðu sænska peninga
á sér. Lögreglan sagði einnig að hinir
handteknu væru í glæpasamtökum
og aö hún vissi hvar aðra félaga
þeirraværiaðfinna. TT
Framtíö Júgóslavíu rædd:
Leiðtogar Króatíu
ganga af skyndif undi
Leiðtogar Króatíu í Júgóslavíu
gengu í gær út af skyndifundi æðstu
valdhafa sex lýðvelda Júgóslavíu,
heryfirvalda og forsætisráðherra
ríkjasambandsins. Lýstu Króatamir
því yfir að herinn ætti ekki að taka
þátt í viðræðum um framtíð landsins.
Mikh spenna ríkir milh heryfir-
valda og ráðamanna í Króatíu sem
hafa neitað að framfylgja fyrirskipun
hersins um handtöku vamarmála-
ráðherra Króatíu. Honum er gefið
að sök að hafa ráðgert árásir á her-
inn.
Leiðtogar Króatíu segja að helsta
ágreiningsefnið hafi verið skjal júgó-
slavneska varnarmálaráðuneytisins
sem birt var í dagblaði í gær. í því
kemur fram að herinn vill að ríkja-
sambandið verði áfram og að komm-
únistar komist aftur til valda. Fund-
inum í gær var haldið áfram eftir að
Króatar gengu út en ekki hafa borist
fregnir af viðræðunum.
Króatía og Slóvenia hafa hótað að
segja sig úr júgóslavneska ríkjasam-
bandinu ef því verður ekki breytt í
bandalag fuhvalda ríkja. Serbía, sem
er stærsta lýðveldið, og herinn vilja
óbreyttfyrirkomulag. Reuter
Varnarmálaráðherra Króatíu, Martin
Spegelj. Ráðamenn i Króatíu hafa
neitað að verða við fyrirskipun júgó-
slavneska hersins um handtöku
hans. Simamynd Reuter
Eistland:
Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði
Eistneska þingið samþykkti í gær
að þjóðaratkvæöagreiðsla um sjálf-
stæði landsins yrði haldin 3. mars.
Ákvörðunin var tekin eftir miklar
umræður. Aðeins tveir greiddu at-
kvæði gegn tihögunni en sextíu og
einn með. Þijátíu og tveir voru flar-
staddir og tíu sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna.
Hugmyndin um þjóðaratkvæða-
greiðslu kom fram er Mikhail Gor-
batsjov Sovétforseti ákvað að haldin
yrði þjóðaratkvæðagreiðsla í öllum
sovésku lýðveldunum um nýja sam-
bandsríkjasamninginn. Samkvæmt
honum fá lýðveldin meira sjálfstæði
en gagnrýnendur samningsins segja
að ómögulegt verði fyrir þau að segja
sig úr ríkjasambandinu.
Tahð er líklegt að meirihluti Eist-
lendinga muni sitja heima þegar at-
kvæðagreiðslan um sambandsríkja-
samninginn fer fram 17. mars. Þess
vegna vhja yfirvöld í Eistlandi halda
eigin þjóðaratkvæðagreiðslu til að
sýna fram á hvað þjóðin vhl.
Andstaðan gegn þjóðaratkvæða-
greiðslu um sjálfstæði Eistlands hef-
ur þó verið hörð á þinginu, einnig
meðal róttækra sjálfstæöissinna.
FuUyrða þeir að þó aö sjötíu prósent
greiði atkvæði með sjálfstæði verði
hægt að nota úrslitin gegn Eistlandi.
Um þrjátíu prósent íbúanna þar eru
Rússar. Hinir róttæku segja að
Moskvuvaldið geti þá fuUyrt að þrjá-
tíu prósent íbúanna séu kúguð og
verði að búa í sjálfstæðu Eistlandi
gegn vilja sínum.
Samkvæmt niðurstöðum skoðana-
könnunar, sem birt var í gær, vilja
tveir þriðju hlutar íbúanna sjálfstæði
landsins.
TT
o
O.1 Veitingastaður
^ í miðbæ Kópavogs %
' -rn
T7T-
222E
22
Tilboð helgarinm
Rjómalögud sjávanéttasúpa,
villibráöar marineraður lambavöðvi með
bjarkarsveppasósu, grœnmeti,
rifsberjahlaupi og bakaðri kartöflu.
Kr. 1.190,-
Veisluþjónusta
Hamraborg 11 - sími 42166
ZÉ.
— EIMSKIP —
AÐALFUNDUR
HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu
* fimmtudaginn 7. mars 1991,
og hefst kl. 14.00.
-------— DAGSKRÁ ----------
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14.
grein samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram
á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega
í hendur stjórnarinnar eigi síðar
en sjö dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á
skrifstofu félagsins í Reykjavík frá
28. febrúar til hádegis 7. mars.
Reykjavík, 1. febrúar 1991
’ STJÖRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS