Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 1. FEBRTJÁR 199Í. 13 ►v Fréttir Lækkandi f isk- verð í Evrópu Fiskverð hefur farið lækkandi á Bretlandseyjum að undanförnu. Um miðjan janúar spáðu fisk- kaupmenn á Billingsgate því að fiskverð lækkaði þegar meiri afli bærist að landi. Þegar þetta var sagt vantaöi sumar tegundir á markaðinn sem olli hækkuðu verði. Að undaníornu hefur brugð- ið svo við að nægur fiskur er á mörkuðunum og kemur það strax fram í lækkandi verði. Mjög gott veður hefur verið á miðunum í Norðursjó og skipin afiað vel. Enskir togarar, sem sótt hafa lengra, hafa fengið góðan afla af stórþorski. Ekki eru nýju reglurn- ar hjá EB komnar til framkvæmda en þær munu hefta fiskveiðarnar ef eftir þeim verður farið. England Bv. Baldur seldi í Hull 21. janúar alls 96 tonn fyrir 10,441 miUjón kr., meðalverð 120,24. Þorskur seldist á 113,62 kr. kg, ýsa 191,24, ufsi 74,72, karfi 53,10, koli 127,81 og grálúða 149,11 kr. kg. Gámasölur 25 janúar. Alls voru seldar 694 lestir fyrir 104 milljónir kr., meðalverð 150,29 kr. kg. Þorsk- ur seldist á 145,12 kr. kg., ýsa 179,41, ufsi 98,12, karfi 102,99, koh 164,49, grálúða 165,40 og blandaður flat- fiskur 133,15 kr. kg. Þýskaland Bv. Hegranes seldi í Bremer- haven alls 145 lestir fyrir 18,479 milljónir kr., meðalverð 127,44 kr. kg. Þorskur seldist á 116,02 kr. kg, ufsi 108,23, karfi 127,83 og blandað- ur flatfiskur 111,61 kr. kg. Bv. Víðir seldi í Bremerhaven 24.-25. janúar alls 203 lestir fyrir 20,3 milljónir kr. Nokkur kg af þorski seldust á 106,39 kr. kg, ufsi 106,77, karfi 98,74, grálúða 73,38 og blandaður flatfiskur 130,50 kr. kg. Bv. Sléttanes seldi í Bremer- haven alls 150 lestir fyrir 10 millj- ónir kr., meðalverð 67,05. Eitt tonn af þorski seldist fyrir 115,47 kr. kg, karfi var 131,6 tonn og seldist fyrir 72,99 kr. kg. og blandaður flatíiskur 21,00 - af þessum fiski voru alls 18,2 tonn. Bv. Engey seldi í Bremerhaven 28.-29. janúar alls 240 tonn, meðal- verð 91,94 kr. kg. Aðalfiskurinn var karfi. Þorskur seldist á 119,02 kr. kg, ufsi 98,46, karfi 90,53 og bland- aður fiatfiskur 109,25 kr. kg. New York: Erfiðleikar með þorskmarkaðinn Hovard Gröntveit: Þorskmarkað- urinn verður erfiðari með hverju ári sem líður í Bandaríkjunum. Fiskifræðingar hafa á undanfórn- um árum varað við ofveiði og er nú svo komiö að grípa verður til örþrifaráða. Heiriiilt var að veiða 400.000 tonn á síðasta ári en nú leggja fiskifræðingar til að veiðin verði aðeins 200.000 tonn. í Bar- entshafi er veiðin aðeins helming- ur þess sem veitt var á síðasta ári. Verð á þorskblokk er nú 2,35-2,50 dollarar lbs. eða 285-300 kr. kg. Er þetta verð 60-80% hærra en það var á síðasta ári. Tilraunaveiðum við strendur Kaliförníu var að ljiika. Kvótinn var alls 1950 tonn á síðasta ári en 1938 tonn veiddust. Hrogna- prósentan í síldinni var 11,7% við athugun nú. Við vesturströndina er heimilt að veiöa 10.200 tonn af hrygningar- loðnu og 13.000 við vesturströnd- ina. Alls eru veiddar 80.000 lestir við vesturströndina og Kanada af hrygningarsíld. Trent „Newsletter" segir í síðasta blaði frá „Kasokouo“ (síld sem þvegin er upp úr sjó og þurrkuð). Heildsalar í Japan selja kílóið af þessari vöru á 45-75 dollara kílóiö eða 2.495-4.095 kr. kg. Þetta var gangverðið á jólamarkaðnum. Lax Norðmenn telja að ekki verði mikil breyting á laxamarkaðnum í Bandaríkjunum en þeir hafa misst mikil viðskipti að undanfornu. Telja þeir að kanadískur og banda- rískur lax með smáhjálp frá Chile muni fullnægja eftirspurninni á markaðnum fram til mánaðamót- anna maí-júní. Kanadamenn hafa safnað nokkrum birgðum að und- anfórnu í von um hækkandi verð. Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson Þessar birgðir verða nú notaðar til að fylla upp þegar dregst saman með ferskan lax. Að undanfórnu hafa Norðmenn misst mikið af við- skiptavinum og má segja að þeir sem eftir eru kaupi aðeins til mála- mynda. Lúðuveiðar í Bresku Kólumbíu hefur verið takmörkuð veiði á lúðu og hefur verið úthlutað heildarkvóta en hann hefur verið fiskaður upp á skömmum tíma og mest af lúðunni fryst. Nú er tekin upp sú aðferð aö úthluta hverju skipi sínum kvóta. Gert er ráð fyrir að lúðan verði seld fersk og þess gætt að veiðarnar standi allt árið. Þetta fyrirkomulag er talið geta hækkað verðið um 10-20% Heildarveiðin er ákveðin 3350 tonn. Lissabon: Fiskveiðar og innflutningur Blaðafulltrúi Johnny Thomass- en: Bráðlega verður hægt að gefa betri upplýsingar um veiðar og vinnslu en liggja fyrir. Hér á eftir verður sýnt yfirlit um veiðar og innflutning Portúgala á tímabilinu 1983-1988. Eins og sést á þessari skýrslu er vaxandi innflutningur á fiski. Neysla innanlands er nálægt 500.000 tonnum og eykst nokkuð árlega. Aukinni neyslu er mætt með auknum innflutningi. 1983 var innfluttur fiskur 27,8% en árið 1988 er innflutningurinn orðinn 40,8% Fleiri upplýsingar voru í þessari grein en ekki tel ég ástæðu til að birta meira úr henni að sinni. Búast má við að enn versni hagur Portúgala við að öll ríki innan EB verða nú að hlíta kvóta. Aðahnnflutningur þeirra er salt- aður og þurrkaður fiskur. Aðalút- flutningur á fiski hjá þeim er niður- suðuvörur og er sardínan þar í miklum meirihluta. Saltfiskur og þurrkaður fiskur er 72% af inn- flutningnum. Stytt og endursagt úr Fiskaren. íslendingar hafa um langan aldur flutt mikið af fiskafuröum til Portúgals og hafa samskiptin verið góð. Tokyo Þrjú útflutningsfyrirtæki frá Noregi eru nú með sendinefnd í Japan til þess að selja loðnuafurð- ir. Gert er ráð fyrir að selja 2.550- 3.000 tonn af loðnu og 3.500-4.000 tonn af loðnuhrognum. Verð á loðnuhrognum hefur verið mjög lágt og segja Japanir að verð- ið verði um 300 yen eða 125 kr. kg. Þetta verö væri auðvitað einstakt fyrir Japani og ekki er búist við að svo verði. Norðmenn segja að verð á íslensku loðnuhrognunum verði um 450 yen kg eða 185 kr. kg. Norð- menn telja nauðsynlegt að koma á viðskiptum með loðnu með lang- tímamarkað í huga. Með jöfnum afhendingum mætti hugsa sér að hægt væri að koma á viðskiptum svipuðum og með síldarhrogn. Ár Veiðarþ. tonna Innfl.þ.tonna Útfl. þ.tonna 1983 311 99 '54 1984 361 107 60 1985 394 146 65 1986 404 155 74 1987 377 182 71 1988 361 197 75 TILBOÐSDAGAR Hefjast á morgun laugardag 2. febrúar 30 - 50% afsláttur af öllum vörum I búðinni. Lokað í dagy föstudag. Opið laugard. kl. ÍO00 - 1600 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS_ 2X1 Z BARNAFATAVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B, SÍMI 621682 Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embætt- . isins á neðangreindum tima: Auðbrekka 23, 2. hæð, þingl. eigandi Baldur Brjánsson, mánud. 4. febrúar 1991 kl. 13.00. Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Ármann Jónsson hdl., Jón Eiríksson hdl„ Bæjarsjóður Kópavogs og Steingrímur Eiríksson hdl. Bræðratunga 5, jarðhæð, þingl. eig- andi Þór Mýrdal, mánud. 4. febrúar 1991 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendm- em Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi og Ásgeir Þór Ámason hdl. Efstihjalli 1 B, 2. hæð, þingl. eigandi Þrotabú Hrafhs Backmans, mánud. 4. febrúar 1991 kl. 14.30. Uppboðs- beiðendur em Reynir Karlsson hdl. og Skiptaráðandinn í Garðakaupstað. Kjarrhólmi 22, 2. hæð B, þingl. eig- andi Sigm-ðm- Þorkelsson, mánud. 4. febrúar 1991 kl. 17.15. Uppboðsbeið- endm em Veðdeild Landsbanka ís- lands, Brynjólfur Eyvindsson hdl.. Jón Finnsson hrl., Bæjarsjóður Kópavogs, Reynir Kaidsson hdl., ísland_sbanki. Eggert B. Ólafsson, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Landsbanki íslands og Jón Ingólfsson hdl. Lundarbrekka 2, 3. hæð nr. 8, þingl. eig. Magnús Bjamason og Sigþrúðm Siguijónsd. mánud. 4. febmar 1991. kl. 16.30. Uppboðsbeiðendm em Ing- var Bjömsson hdl., Búnaðai'banki Is- lands, Innheimtustofnun sveitaifélaga og Skáttheimta ríkissjóðs í Kópavogi. Yatnsendablettm’ 34, þingl. eigandi Óli H. Sveinbjömsson, mánud. 4. fe- brúar 1991 kl. 15.30. Uppboðsbeiðend- m em Gjaldheimtan í Reykjavík, Iðnlánasjþðm, Eggert B. Ölafsson, Guðjón Armann Jónsson hdl.. Fjár- heimtan_hf„ Reynir Kai’lsson hdl. og Róbert Ámi Hreiðarsson hdl. BÆJARFÓGETKX í KÓPAV0GI BJÓRWHÖUJNhe heldur uppi fjöri alla daga vikunnar Föstudagurinn 1. febrúar Hljómsveitin „Jón forseti“ leikur fyrir gesti. Laugardagurinn 2. febrúar og sunnudagurinn 3. febrúar Hinn vinsæli Hilmar Sverrisson heldur uppi fjöri. Opið í hádegi kl. 12-15 laugardag og sunnudag Munið dansgólfið Snyrtilegur klæðnaður BJÓRWHÖLUNhf GERDUBERG11 111REYKJA VÍK SÍMI 74420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (01.02.1991)
https://timarit.is/issue/193236

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (01.02.1991)

Aðgerðir: