Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 14
?,14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91)27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Er dómgreindin í iagi?
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík gekk á þriðjudag-
inn frá framboðslista sínum fyrir alþingiskosningarnar
í vor. í prófkjöri fyrr í vetur höfðu efstu menn listans
verið ákveðnir með bindandi kosningu. Einnig var geng-
ið út frá því að þeir sem næstir komu héldu sínum
sætum.
Eftir að Birgir ísleifur Gunnarsson hafði verið skipað-
ur seðlabankastjóri og dregið sig í hlé úr stjórnmálun-
um, hafði sú lína verið gefm út að þeir sem á eftir Birgi
komu hækkuðu um eitt sæti. Birgir hafði hlotið íjórða
sætið í prófkosningunum.
Af einhverjum ástæðum sá uppstillingarnefnd flokks-
ins ástæðu til að gera tillögu um þá breytingu á þessari
reglu að færa annan frambjóðanda fram yfir Guðmund
H. Garðarsson, sem lenti í tólfta sæti í prófkjöri. Guð-
mundur H. Garðarsson hefur setið á þingi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn með hléum allt frá árinu 1967, ýmist sem
aðalmaður eða varamaður, og hefur starfað mikið og
lengi innan flokksins og það var mat margra að útreið
Guðmundar í prófkjörinu hefði verið ósanngjörn og
ómakleg.
Margur taldi að Guðmundur gerði best í því að draga
sig í hlé frá stjórnmálum eftir það afhroð sem hann galt
í kosningunum. Það er stórt fall að hafna í tólfta sæti
eftir svo langan feril.
Mun hugur Guðmundar hafa staðið til að falla frá
framboði en lét tilleiðast að skipa það sæti sem hann
hafði lent í fyrir þrábeiðni. Það kom honum þess vegna
í opna skjöldu þegar uppstillingarnefnd gerði tillögu um
að Guðmundur yrði ekki hækkaður upp um sæti eins
og aðrir við brotthvarf Birgis ísleifs. Það var eins og
að strá salti í sárið og Guðmundi til auðmýkingar. Slíkt
gerir enginn flokkur nema með góðu samkomulagi.
Fulltrúaráðsfundurinn á þriðjudaginn tók fram fyrir
hendur uppstillingarnefndar. Fundurinn bjargaði and-
liti flokksins með því að sýna Guðmundi H. Garðars-
syni þann sóma sem hann á inni hjá flokknum.
Þessi uppákoma vekur að sjálfsögðu athygli og bæði
í Alþýðublaðinu og Morgunblaðinu í gær er hún gerð
að umtalsefni. Alþýðublaðið telur að gerð hafi verið
atlaga að manngildishugsjónum Sjálfstæðisflokksins
með því að lítilsvirða lýðræðisreglur og Guðmund og
Morgunblaðið segir að réttlætið hafi sigrað. Morgun-
blaðið segir að fulltrúaráðið hafi sýnt bestu hlið Sjálf-
stæðisflokksins með því að hafna tillögu uppstillingar-
nefndar.
Varamannasæti á hsta Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík ræður ekki úrslitum í alþingiskosningum. Tilvist
Guðmundar H. Garðarssonar er ekki það sem máli
skiptir, heldur hitt að stjórnmál eru þrátt fyrir allt háð
mannlegri tillitssemi. Guðmundur er sjálfstæðismaður
af gamla skólanum og fulltrúi hinnar hófsömu kynslóð-
ar í Sjálfstæðisflokknum. Hann er í frjálslynda armi
Sjálfstæðisflokksins og hefur unnið flokknum vel. Ef
og þegar slíkur maður dettur út af þingi er bæði sjálf-
sagt og eðlilegt að sýna honum viðeigandi sóma. Það
kostar ekki neitt.
Ef það er besta hhðin á Sjálfstæðisflokknum að taka
fram fyrir hendur uppstihingarnefndar, þegar ýta á
góðum manni th hhðar, vaknar sú spurning hvort það
sé ekki um leið versta hhð flokksins sem ræður að-
förinni að honum. Er dómgreindin í lagi í innsta hring?
Verður fuhtrúaráðið að vera á verði gagnvart sínum
eigin flokki? Ríða þessi mistök við einteyming?
Ellert B. Schram
„Nú hefur Saddam ákveðiö að opna landið fyrir vestrænum fjölmiðlum." - Peter Arnett er sá fréttamaður
sem sent hefur fréttir óslitið frá írak síðan striðið hófst. Simamynd Reuter
Tíminn vinnur
með Saddam
Það er smám saman að koma
betur í ljós að tíminn vinnur með
Saddam Hussein í stríðinu við
Persaflóa. Hann þarf aðeins að ein-
beita sér að því að halda lífi og
völdum. Þótt hann tapi Kúvæt eftir
mikið blóðbaö verður það ekki
ósigur heldur verður það úr því
sem komið er sigur hans að hafa
staðið einn gegn öllum heiminum.
Því lengur sem hann stendur á
móti hinu óumflýjanlega því nær
kemst hann því takmarki sínu að
vinna hug og hjörtu almennings
um allan hinn arabíska og ísl-
amska heim. Því lengur sem stríðið
stendur því fleiri munu snúast á
sveif með honum, því meiri hetja
verður Saddam. Nú er orðið Ijóst
að stríðið mun dragast á langinn.
í Bandaríkjunum búast menn ekki
lengur við skjótum sigri. Stríðið
hefur aðeins staðið í rúmar tvær
vikur, nú má búast við að það
standi að minnsta kosti tvo til þrjá
mánuði. Sumir tala um hálft ár.
Það versta er eftir. Stríðið á landi'
mun fyrirsjáanlega verða blóðugt
fyrir alla aðila. Þegar raunveru-
leiki stríðsins fer að ná til almenn-
ings eftir að áhrif loftárásanna
verða kunn, þegar það rennur upp
fyrir fólki hvers konar eyðilegg-
ingu vestræn ríki hafa valdið í írak
mun almenningsálitið í heiminum
breytast.
Saddam Hussein á enn eftir aö
verða píslarvottur þótt hann eigi
það síðastur manna skilið. Hann
mun standa sem hetja sem berst
einn viö ofurefli. Orðstír hans mun
vaxa upp úr öllu valdi og að lokum
verður það hann sem í augum fylg-
ismanna sinna hefur unnið stríðið
við Bandaríkin og bandamenn
þeirra. Það verður aukaatriði að
hann mun óhjákvæmilega verða
að láta Kúvæt af hendi.
Sigur og ósigur
Fyrir þvi er löng hefð í araba-
heiminum að ósigur á vígvellimun
snúist upp í pólitískan sigur. Nass-
er þjóðnýtti Súesskurðinn 1956 við
mikinn fógnuð araba. Bretar,
Frakkar og ísraelsmenn réðust á
Egyptaland og margsigruðu
egypska herinn. Bandaríkjamenn
stöðvuðu stríðiö, Nasser varð
mesta hetja sem arabaheimurinn
hefur eignast á þessari öld. Sadat
Egyptalandsforseti réðst á ísrael
1973 og herir hans voru umkringd-
ir og sigraðir eftir nokkra sigra í
upphafi. Samt litu arabar á herferð
Sadats 1973 sem stórsigur sinn.
ísraelsmenn réðust inn í Líbanon
1982 til að ganga milli bols og höf-
uðs á PLO þar í landi og gjörsigr-
uöu herlið PLO og ráku Arafat og
allt hans liö frá Beirút til Túnis.
Samt tókst Arafat að snúa þeim
ósigri upp í pólitískan sigur PLO.
Niðurstaðan varð sú að þaö eru
KjáUariim
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
það verður litið. Ef svar ísraels-
manna við árásunum á Telavív
verður áfall eða auðmýking fyrir
írak er vandséð hvernig arabar
sem nú standa gegn Saddam geta
réttlætt þá afstöðu. ísrael er óvinur
þeirra allra númer eitt.
Mikil ólga er nú þegar meðal isl-
ama vegna loftárásanna á írak.
Pakistanar, sem eiga herlið á
Saudi-Arabíu, hafa lýst yfir að það
muni ekki taka þátt í árás á íraska
herinn, aöeins verja Saudi-Arabíu.
{íran er mikil ólga líka, enda eru
margir helgustu staðir shíta-islama
innan landamæra íraks og íranir
eru shítar.
íranir hafa tekið að sér að geyma
besta hlutann af íraska flughem-
um fram yfir lok stríðsins til að
forða honum frá eyöileggingu.
„Nú er orðiö ljóst að stríðið mun drag-
ast á langinn. I Bandaríkjunum búast
menn ekki lengur við skjótum sigri.“
ísraelsmenn en ekki arabar sem
líta á herferðina inn í Líbanon 1982
sem ósigur. Á sömu leiö mun fara
með írak, hernaðarósigur í Kúvæt
mun snúast upp í pólitískan sigur
Saddams. Hann hefur í raun og
veru engu að tapa nema blóði
íraskra hermanna og nokkrir tugir
þúsunda mannslífa eru smámunir
fyrir Saddam Hussein, eins og
hann sannaði í stríðinu við íran.
Það liggur ljóst fyrir og hefur
verið ítrekað af Bandaríkjamönn-
um og Sovétmönnum sameiginlega
að tilgangur stríðsins sé sá einn að
endurreisa Kúvæt. Þegar írakar
fari þaðan sé stríðinu og umboði
Sameinuöu þjóöanna lokið. Sadd-
am hefur því í rauninni htlu að
tapa, enginn ætlast til að hann einn
sigri fjölþjóðaherinn. Það verður
ekki ráðist inn í írak sjálft, enda
ekkert áhlaupaverk, ekkert bendir
til annars en Saddam sjálfur verði
áfram við völd. Allt tal um að refsa
honum persónulega og setja yfir
honum stríðsglæparéttarhöld er
því ekki annað en óskhyggja.
Óvissuþættir
En í öUu þessu verður að hafa í
huga að stríöinu er hvergi nærri
lokiö, það er í rauninni ekki byrjað
nema í lofti. Ótal óvissuþættir eru
enn í stöðunni og þeir eru aUir fjöl-
þjóðabandalaginu í óhag. Það eru
fyrst og fremst möguleg afskipti
ísraels sem gætu gjörbreytt öUu.
Hingaö til hafa ísraelsmenn setiö
á sér en þeir hafa sagt að þeir muni
svara fyrir sig. Þegar það svar kem-
ur veltur allt á því hvaða augum
Óvíst er hvort allir þeir leiðtogar,
sem nú styðja bandalagið gegn
Saddam, lifi stríðið af, einkum er
Mubarak Egyptalandsforseti sagð-
ur í hættu. Stríðið gæti einnig riðið
Hussein Jórdaníukonungi að fullu
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum
gagnvart ísrael.
Palestína og Kúvæt
Saddam hefur haldið vel á sínum
spilum hingað tíl. Nú hefur hann
ákveðið að opna landið fyrir vest-
rænum íjölmiðlum. Það mun
tryggja að eyðileggingin í Bagdad
og víðar mun sjást á sjónvarpsskj-
ám um allan heim með tilheyrandi
áhrifum á almenningsálitið. En
hann hefur líka unnið nú þegar
einn pólitískan stórsigur sem hljótt
erum.
í fyrradag settu Bandaríkjamenn
að undirlagi Sovétmanna fram til-
boð um að ef írakar gæfu út yfirlýs-
ingu um að þeir færu frá Kúvæt
yrði bardögum hætt nú þegar og í
framhaldinu yrði að því unniö á
alþjóðavettvangi að finna heildar-
lausn á málum Miðausturlanda.
Með öðrum orðum, Palestínu-
máhð og Kúvætmálið eru tengd
saman sem er einmitt þaö sem
Bush forseti þvemeitaði að gera
fyrir 15. janúar. Þessu tilboði verð-
ur ekki tekið núna en þetta sýnir
hversu staða Saddams er í rauninni
sterk og hversu innantómur vænt-
anlegur sigur bandamanna í stríð-
inu getur orðið.
Gunnar Eyþórsson