Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir þesta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991. v' _ Skoðanakönnunin: Sjálfstæðis- menn ánægðir —^ „Ég er ánægður með fylgi míns flokks. Undnafarin misseri hefur það mælst um það bil svona að jafnaði og verður vonandi þannig á kjördag- inn sjálfan. Fylgi Framsóknar er ekki fyrir mig að útskýra en annað í niðurstöðum könnunarinnar kem- ur ekki á óvart. Fylgi ríkisstjórnar- innar fer aftur dvínandi en er samt furðu mikið,“ sgði Ólafur G. Einars- son, formaður þingflokks Sjálfstæð- isflokksins, um skoðanakönnunina. „Athygli vekur að rúmlega helm- ingur aðspurðra tekur afstöðu. Það hefur oft ekki verið meira. Mesta athygh vekur þó hvernig Alþýðu- bandlagið dalar. Hluti skýringarinn- ar liggur í því að það er með fjármála- stjórnina. Fólk er fyrst og fremst ósátt við hana. Fólk er líka að átta sig á að forysta Alþýðubandalagsins á sterkan þátt í þjóðarsáttinni sem skilar ekki fólkinu því sem ætlast var til, alla vega ekki launafólki. Skoð- anakannanir hafa sýnt að við kvennalistakonur eigum okkar trausta fylgi sem er svipað og kosn- ingafylgið," sagði Málmfríður Sig- urðardóttir, þingmaður Kvennalista. „Ég á erfitt með að skýra þessa breytingu frá síðustu könnun en það koma ávallt einstakar breytingar af !> þessu tagi fram. Ég tel að þessi könn- un sé ekki sérstaklega marktæk," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins. „Það er dapurt ef skoðanakannanir sýna minna fylgi við Alþýðuflokkinn en við höfum haft. Viö höfum hins vegar ekki enn hafið okkar kosninga- baráttu og ég hef trú á að hún muni skila okkur miklu fylgi,“ sagði Karl Steinar Guðnason, þingmaður Al- þýðuflokksins. -hlh/kaa Slagurinn í morgun: Olís opnaði á - lægsta verði Þegar bensínstöðvar voru opnaðar í morgun og hófu að selja 95 oktana bensín rann upp söguleg stund fyrir bíleigendur. Olíufélögin voru ekki með sama verð á 95 oktana bensín- inu. Þau voru komin í aurastríð. Olís opnaði á lægsta verði með 95 oktana lítrann á 57,90 krónur. Skelj- ungur seldi hann á 58,00 krónur og Essó 58,10 krónur. Klukkan 9.00 í morgun svaraði svo Essó fyrir sig og lækkaði verðið nið- ur í 57,00 og var þar með orðið lægst. Öll voru félögin hins vegar með 98 oktana lítrann á 60,70 krónur en þar er frjáls álagning 'eins og í sölu 95 oktana bensíns. 92 oktana bensínið, sem fellur undir Verðlagsráð, var selt á 54,40 krónur í morgun. .jqjj LOKI Þá fer maður að safna aurunum! íslendingur réðst á danskan leigubílstjóra: Stakk penna í háls Danans - þegar bíllinn var á um 100 kílómetra hraða 62 ára íslendingar réðst að ung- blæöa. Að sögn lögreglunnar í inn, sem húsettur er í Danmörku, um leigubílstjóra í Kaupmanna- Tárnby í Kaupmannahöfn tókst er eingöngu vitni í málinu, að sögn höfn í vikunni með því að leggja bílstjóranum síðan að aka áfalla- lögreglunnar. Árásarmaðurinn er beittan kúlupenna að hálsi hans laust að flugvellinum í Kastrup. hinsvegar kominnheimtilíslands. svo blæddi úr. íslendingurinn var Þar voru farþegarnir, sem báðir Að sögn yfirmanns rannsóknar- á leið til Kastrupflugvallar með eru íslendingar, handteknir strax. lögreglunnar í Tárnby er málið tal- yngri manni, Sá sem réðst að bílstjóranum ið upplýst og verður sent saksókn- . Leigubílnum var ekíð á um 100 sagði við yflrheyrslur að hann araembættinu í Reykjavík innan kilómetra hraða þegar bílstjórinn hefði verið mjög drukkinn og tíðar. Hann kvað leigubílstjórann fann skyndilega að rifið var kröft- myndi ekki hvað hefði gerst. Hann hafa orðið fyrir miklu áfalli við uglega í hár hans aftanfrá. Hann neitaði því þó ekki að það sem árásina en hann heföi þó ekki slas- fann síðan eitthvað hvasst stingast leigubílstjórinn bar að hefði gerst ast alvarlega. i hálsinn á sér og fór honum að hefðiáttsérstað.Hinníslendingur- -ÓTT Húsnæðisstjóm: Vaxtatap upp á 1 milljarð Yngvi Örn Kristinsson, formaður Húsnæðisstjórnar, segir að Bygging- arsjóður ríkisins verði með 1 milljarð króna í vaxtatap á þessu ári sem stafi af því að sjóðurinn hefur lánað út til, húsbyggjenda á 3,5 til 4,5 prósentl vöxtum en tekið lán frá lífeyrissjóð- unum á 7,5 prósent vöxtum. Til viðbótar við þetta tap bætist svo rekstur sjóðsins sem nemi 200 millj- ónum á árinu. Samtals verði tap sjóðsins því um 1,2 milljarðar. Yngvi segir að ef lífeyrissjóðirnir kaupi skuldabréf fyrir 10 milljarða á árinu verði greiðsluvandi þessa árs jafnaður. Hins vegar þurfi sjóðirnir að flýta kaupum fyrstu mánuðina. Og jafnvel þó það takist verði ríkis- sjóður að lána sjóðnum um 1 til 2 milljarða á mánuði fyr stu mánuðina. „Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra lét stór orð falla um getuleysi Húsnæöisstofnunar í fjöl- miðlum í gær. Ég ætla ekki að skatt- yrðast við Ólaf Ragnar, hann veit betur,“ sagði Yngvi um orð fjármála- ráðherra í gær. Inga Eymundsdóttir hjúkrunarkona að bólusetja strák úr 5. bekk barnaskólans í gær. DV-mynd Ómar - Innbrot í skóla Miklar skemmdir voru unnar í inn- broti í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði í fyrrinótt. Hurðir voru skemmdar og ýmislegt fleira. Einnig var tugum þúsundum króna stolið úr sjóði sem nemendur áttu. Sömu nótt var farið inn í Sundhöllina við Herjólfsgötu' og skemmdir unnar. Rannsóknarlög- regla ríkisins hefur þessi mál til meðferðar. -ÓTT Heilahimnubólga: Tvöþúsund bólu- settiríEyjum Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Undanfarið ár hefur heilahimnu- bólga í börnum verið að stinga sér niður í Vestmannaeyjum og vegna þess var ákveðið að bólusetja alla á aldrinum 2-20 ára. Sú bólusetning hófst í skólum gær. Fimm sýkingartilfelli hafa komið upp síðustu 12 mánuðina, þar af þrjú í síðasta mánuði, sem í flestum tilfell- um leiddu til heilahimnubólgu og það flnnst heilbrigðisyflrvöldum of mikið. Læknar í Eyjum ákváðu í samráði við landlækni og sýkladeild Landspítalans að bólusetja því alla Vestmannaeyinga á aldrinum 2-20 ára. Gert er ráð fyrir að tvö þúsund verði bólsettir. Þetta er gert í öryggis- skyni en læknar leggja áherslu á að engin ástæða sé til óróa og segja af og frá að um faraldur sé að ræða. Veðrið á morgun: Hvasst oghlýtt Á morgun verður sunnan- og suðvestanátt með 7-9 vindstigum. Slydduél vestanlands en annai's skúrir. Hiti á bihnu 0 til 6 stig. /SM\ > C 7*177 \ SMIÐJUKAFFI ^ SEHDUM fRÍTT HBM OPNUM KL.18VIRKA DAGA OG KL. 12 UM HELGAR * Á R A * e 9 ||| ALÞJÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ LÁGMÚLA 5 • REYKJAVÍK • S. 681644

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (01.02.1991)
https://timarit.is/issue/193236

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (01.02.1991)

Aðgerðir: