Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 9
9
LAUGAVEG1178, SÍMAR16770 OG 84455
FÖSTUDAGUR 1. FEBRtfÁR 1991.
r?T r\í rT ' I rT,!.>í'Á,vT
veíðívörum - fatnaðí - bakpokum - svefnpok-
um o.fl. o.fl. í dag og næstu daga
BLIND
Utlönd
Þrátt fyrir að hörðustu andstæðingar Bandaríkjamanna mótmæli nærveru
þeirra í löndum araba virðist óttinn við Saddam Hussein og vígvél hans
flestum aröbum hugstæðari. Simamynd Reuter
Samstaða araba gegn írak enn órofln:
Hræðslan við
Saddam mótar
viðhorf araba
- þrátt fyrir andúð þeirra á Bandaríkjamönnum
Þrátt fyrir rótgróna andúö araba á
Vesturlandabúum og þá sérstaklega
Bandaríkjamönnum hafa mótmæli
gegn aögerðum bandamanna í írak
ekki náö að brjótast út af krafti í ríkj-
um araba. Undantekningu frá þessu
er einkum aö íinna í Jórdaníu en
landsmenn þar hafa lent eins og milli
steins og sleggju í deilunni.
Fréttamenn dagblaðsins Washing-
ton Post könnuöu viöhorf araba til
stríösins viö íraka í Egyptalandi,
Sýrlandi, Pakistan, Indlandi og á
hernumdu svæðunum í ísrael. Þótt
könnunin væri ekki hávísindaleg þá
leiddi hún ótvírætt í ljós sérkenni-
lega tvískipt viðhorf íslama.
I annan stað kom fram mikil virð-
ing fyrir írökum og hetjulegri bar-
áttu þeirra gegn ofureflinu eftir aö
loftárásir bandamanna hófust á land
þeirra 17. janúar. Jafnvel svarnir
andstæðingar Saddams Hussein gátu
ekki leynt aödáun sinni.
Hins vegar hafa arabar á þessum
svæðum ekki fjölmennt til mótmæla
gegn Bandaríkjamönnum eins og
margir sérfræðingar í málefnum
araba höfðu spáð þegar ófriðarhætt-
an magnaðist við Persaflóa. Þessi
sömu sérfræðingar vara þó enn við
að mótmælin kunni að færast í auk-
ana ef stríðið við írak dregst á lang-
inn og fréttir fara að berast af miklu
mannafalli í herliði íraka, hvað þá
ef fjöldi óbreyttra borgara lætur lífið.
Árabar líta oft á sig sem eina þjóð,
enda tala þeir eina tungu. Því er við-
búið að þeir sem styðja nú herferðina
gegn írak skipti um skoðun ef íjöldi
meðbræðra þeirra lætur lífið í átök-
unum.
Andúðin á Bandaríkjamönnum er
mest meðal Palestínuaraba í Jórdan-
íu og á herteknu svæðunum. Þeir
hafa stutt íraka allt frá því innrásin
var gerð í Kúvæt. í öðrum arabalönd-
um virðist ótti við Saddam Hussein
vega upp á móti almennum vilja til
að draga úr áhrifum Bandaríkja-
manna á svæðinu.
Þetta á einkum við um Sýrlendinga
sem standa óhaggaðir með aðgerðum
bandamanna þrátt fyrir að þéir hafi
árum saman litið á Bandaríkin sem
erkióvin. Sama er uppi á teningnum
í Egyptalandi þótt andúö á Banda-
ríkjamönnum sé minni þar en í
mörgum öðrum löndum araba.
Skemmtidagskrá sem byggir á söngferli hins vinsæla söngvara
Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Frumsýning: 2. febrúar. Aðrar sýningar: 9., 16. og 23. febrúar.
FRAM KOMA:
Ellý Vilhjálms, Þorvaldur Halldórsson, Pálmi Gunnarsson,
Rut Reginalds, Hermann Gunnarsson, Ómar Ragnarsson
og Magnús Kjartansson.
Hljómsveit:
Magnús Kjartansson, yilhjálmur Guðjónsson, Finnbogi Kjartansson,
Asgeir Óskarsson og Pétur Hjaltested.
Stjórn dagskrár: Egill Eðvarðsson.
MATSEÐILL
Forréttur:
Blandaðir heitir sjávarréttir í butterdeigskænu
Aðalréttur:
Heilsteiktar nautalundir með rjómalagaðri koníakspiparsveppasósu,
Hassel kartöflum og smjörsoðnu spergilkáli
Eftirréttur:
ítölsk ostaterta með þeyttum rjóma og ávöxtum
Eftir að skemmtidagskrá lýkur er dansleikur til kl. 03:00.
Miðaverð: 3.900,- krónur
Boröapantanir í síma 77500
II III I I