Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 12
12 Spumingin Hefur þú gert góð kaup á útsölunum? Gísli Jónson nemi: Nei, ég geri ekki ráð fyrir að kaupa neitt á útsölu í ár. íris Hreinsdóttir húsmóðir: Nei, ég bý erlendis og versla lítið hér á landi. Sigrún Sigurðardóttir nemi: Nei ég er fátækur námsmaður og á engan pening. Óskar Sverrisson skrifstofumaður: Ég var að gera fyrstu kaupin áðan og ég held ég hafi gert góð kaup. Grettir Guðmundsson sjómaður: Já, ég tel mig hafa gert það, aöallega á fatnaöi. Hrönn Harðardóttir húsmóðir: Nei, ég get ekki sagt það og ætli verði nokkuð um það. FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991. Lesendur Áskorun um orkuspamaö fyrir lítið: Ráðherrar spari stóru orðin Lítil hvíld framundan hjá einkabílnum - þrátt fyrir áskorun ráðherra. Lárus Jónsson skrifar: Það fer nú að verða fátt sem tak- andi er mark á þegar það kemur úr munni íslensku ráðherranna. Iðnað- arráðherra hafði lagt til að þjóðin byijaði orkusparnað samhliða þeirri þróun sem nú virðist halda innreið sína, bæöi á íslandi og annars stað- ar. - Að íslendingum steðja líka önn- ur vandamál, aflabrestur og álvers- brestur, sem hvort tveggja virðist ætla að verða viðvarandi - hvað sem ráðherrar segja. Nú skal ég ekki álasa iðnaðarráð- herra fyrir áskorun sína og sjálfur hefur hann tekið henni vel, segist ætla að nota „leið þrjú“ hjá strætó. Það sem mér finnst þó allra verst er að hinir ráðherrarnir þvertaka næst- um allir fyrir að láta segja sér fyrir verkum um sparnað á orku - og alls ekki þegar kemur til elsku ráðherra- bílsins, sem er í gangi næstum allan daginn þegar kalt er. - Hvað eru mennirnir aö hugsa? Vilja þeir ekki leggja neitt á sig með þjóðinni? Á hún að spara og þrengja mittisólina á meðan þeir sitja við allt annað og veglegra borð? Ef þessi áskorun iðnaðarráðherra fer í vaskinn sökum þess að hinir ráöherrarnir ganga þvert á það sem honum kann að detta í hug til þess að takmarka orkueyðslu þá ættu þeir Margrét Jónsdóttir skrifar: Ég er alveg undrandi á því að við íslendingar skulum ekki vera lítið en öflugt herveldi eins og við tölum mikið um hermál og fylgjumst með fréttum af hernaði hvar sem er í heiminum. Og allir eru orðnir sér- fræðingar í hermálum og stríðs- rekstri og hver þátturinn á ljósvaka- miðlunum er tileinkaður þessu efni. Þar koma fram stjórnmálamenn, bókmenntafræðingar, fréttamenn, listamenn og guð má vita hverjir og allir tala þeir eins og þeir hafl aldrei gert annað en beijast í stríði frá unga Magnús Guðmundsson skrifar: Ég var að lesa um fund fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og þar finnst mér hafa farið nokkuð úrskeiðis. Mér finnst t.d. að Guð- mundur H. Garðarsson hefði átt að láta ógert að þiggja 11. sætið á fram- boðslistanum. - Annar Guðmundur, ágætur og skelleggur baráttumaður, var þar fyrir og þar með átti að láta slag standa. Verst fannst mér að ágætur maður, Jón Ásbergsson, þurfti að hverfa af Guömundur H. Garðarsson. Hann þáöi „góða“ sætið. allir með tölu að taka upp þann eina sparnað sem kæmi þeim verulega vel - að spara stóru orðin. Sannleikurinn er sá að það telst meiri háttar frétt ef hægt er að taka mark á því sem núverandi ráðherrar segja. Að ekki sé nú minnst á að þeir standi víð það sem þeir segja. Þetta er orðið svo áberandi að fólk hlær bara þegar þeir koma með einhverjar aldri. Þeir þekkja allt, vita allt um gang mála, sókn og vörn og umfram allt; þeir geta spáð um næstu leiki langt fram í tímann. Við reynum að grafa upp hvern þann íslending sem hefur skráð sig í her annarra þjóða og rekjum ættir hans og birtum myndir til skýringar. Af öllum erlendum mönnum sem dvalið hafa hér á landi viljum við fá fréttir og þeir eru orðnir eins og einn úr fjölskyldunni - þótt svo sá hinn sami hafi ekki gert annað en moka skít þann stutta tíma sem hann dvaldi hér. Nokkuð sem við sjálfir listanum fyrir fullt og allt til að axla sættir. Stendur þó fyrir fyrirtæki sem hefur lagt meira af mörkum til hagsbóta fyrir neytendur en Guð- mundur H. Garðarsson hefur gert í sinni þingmannstíð. En nú er Guömundur H. kominn í „góða“ sætið sem þýðir varamaður númer eitthvaö óákveðið. í svipinn man ég eftir þeim helstu afrekum hans á þingi að standa með Skúla Alexanderssyni (Alþbl.) í beiðni á Alþingi um að ríkið kostaði Alaska- Guðmundur Magnússon. Hann gaf sætið sitt. persónulegar yfirlýsingar. Yfirlýsing iðnaðarráðherra og svör samráð- herra hans margra er einmitt dæmi um aö milli þeirra er engin samstaða um hvað boða skal þjóðinni. Hver reynir að skemma fyrir hinum sem mest hann má og þykist sá bestur sem mestu ryður frá sér í einu og sama viðtalinu. - Hvernig á þjóðin að búa við svona stjórnarfar? viljum ekki koma nálægt. En þetta er kannski ekki svo ein- kennilegt þegar allt er skoðað. Við stunduðum hermennsku sjálfír og heijuðum hverjir á aðra strax eftir landnám og sögurnar, sem best eru varðveittar í minningunni, eru um mannvíg í landinu, brennuvarga og ribbalda sem fóru sveit úr sveit til að stríða. Ég tel að hermennskan eigi mjög vel við okkur íslendinga og það sé raunar það eina sem við ættum að leggja stund á. Ég held að her- mennskan sé okkar fag. ævintýri þeirra Andra-manna. Og hjásetu hans þegar kosið var um staðfestingu bráðabirgðalaganna á þá BHMR-menn. Skyldi hann hafa verið að hugsa um VR? Ekki hefur sami Guðmundur held- ur tekið undir hugmyndirnar um að breyta lífeyrissjóðum á þann veg að hver einstaklingur ætti sinn eigin reikning í stað núverandi ófremdar- ástands sem étur upp hvern eyri launafólks. - Þetta allt er slæmt mál fyrir flokkinn okkar. Jón Ásbergsson. Hann axlaði sætt- irnar. DV Auðvitað í str íði Sveinbjörn hringdi: Um það er rætt á Alþingi hvort við íslendingar eigum í stríði viö íraka. Það fer nú varla fram hjá neinum nú orðið að þau lönd sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðun- um, sem ákváðu að lýsa yfir stríði á hendur írak, eru í stríði við ír- ak. Þar á meðal íslendingar. En að segja að íslendingar eigi ekki í stríði, heldur t.d. bara Banda- ríkjamenn, Englendingar og Frakkar, er slíkt rugl, að ekki sæmir alþingismönnum eða nokkrum ráðamanni að láta slíkt frá sér fara. íslendingar hafa þá sérstöðu innan Atlantshafsbandalagsins að hafa engan her en leyfa afnot af landi sínu til sameiginlegra varna og leggja til mannskap til borgaralegra starfa hjá varnar- liðinu sem hér dvelur. Sem sé; Við erum í stríði með SÞ en ekki NATO, hvaö sem síðar verður. Góðsunnudags- kvöldáAðal- stöðinni Kristín Jónsdóttir skrifar: Mig langar til að hrósa Aöal- stöðinni fyrir góða þætti á kvöld- in - sérstaklega þáttum um bæk- ur sem eru á sunnudagskvöldum kl. 22.00. Það er mjög notalegt að taka útvarpið með sér inn í svefn- herbergi og hlusta þegar værð færist yflr mann. Umsjónarkonan hefur þægilega og góða rödd og fær til sín skemmtilega viðmælendur. Gagnrýnandinn er með skemmti- lega pistla. - Takk fyrir, Helgi Pétursson, haltu áfram á þessari braut að velja svo gott fólk. - Einnig bestu þakkir til Jónu Rúnu og Inger Önnu Aikman fyr- ir þeirra sívinsælu þætti. Þær eru báðar útvarpsmenn sem maður vill ekki missa af ef þær eru með dagskrárþætti. Hingaðogekki lengra! Garðar Braga skrifar: Mikið afskaplega finnst mér orðið hundleiðinlegt að hlusta á þessar sífelldu kvartanir lækna og sjúkrahússfólks undan launa- kjörum sínum. Manni svíður sem verkamanni að hafa þetta fyrir eyrum í hverjum fréttatíma Ijós- vakamiðla og á öörum vettvangi. - Læknar sem fengu fría skóla- göngu í kristnu samfélagi og hafa margir hverjir verið styrktir til dvalar erlendis vegna náms. Þeir ættu að halda áfram að starfa í kristnum anda og gera þjóðinni þann greiöa í staðinn að halda heilbrigðiskerfmu heil- brigðu. Sumir þeirra segja að þeir geti allt eins farið utan og unnið þar sem hlýrra er loftslag, að- stæður betri og betur borgað. - Ég segi hingað og ekki lengra. Bill Cosby bestur Fríða hringdi: Ég las í blaði athugasemd frá manni sem var að ónotast út í sjónvarpsþáttinn Bill Cosby Show sem sýndur er í Sjónvarp- inu á laugardögum. Sagði þar að þátturinn væri orðinn úr sér genginn og margir væru orðnir dauðleiðir á honum. - Þetta finnst mér ómakleg árás á góðan sjón- varpsþátt, einn þann besta sem er á boðstólum, að mínu mati. í þessum þætti er fjallað um algenga hluti í venjulegri fjöl- skyldu, allt án þess að þar beri á klámi, ofbeldi eöa viðurstyggileg- um viðrinistýpum sem farið er að draga upp á dekk í mörgum svona þáttum. - Cosby Show er dæmigerður íjölskylduþáttur sem ég og margir aðrir lands- menn vilja ekki missa af fyrir nokkurn mun. Hermennska er okkar f ag Guðmundur í „góða“ sætið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (01.02.1991)
https://timarit.is/issue/193236

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (01.02.1991)

Aðgerðir: