Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991. 25 Fer Viggó í þriggja leikja bann? Svo getur fariö að Viggó Sigurðsson, þjálf- ari 1. deildar liðs Hauka í handknattleik, geti ekki stjómað liði sínu 3 síðustu leikina í deild- arkeppninni. Viggó var eitthvað óánægður með dómsgæslu þeirra Gunnars Kjartansson- ar og Árna Sverrissonar í leik Fram og Hauka í fyrrakvöld og sagði þeim til syndanna. Dóm- ararnir sendu inn skriflega skýrslu vegna ósæmilegrar hegðunar Viggós og verður kær- an tekin fyrir á fundi aganefndar HSÍ á þriðju- daginn. Viggó er með 6 refsistig fyrir og svo gæti farið *að hann fengi 5 refsistig til viðbótar sem mundi þýða að Viggó væri með 11 refsistig. í reglugerð fyrir aganefnd HSÍ segir að refsing fyrir 10 refsistig sé þriggja leikja bann. -GH Graham hefur áhyggjur af Tottenham Gunnar Sveiubjömsson, DV, Englandi: George Graham, framkvæmdastjóri Arsen- al, er einn þeirra manna sem hefur áhyggjur af gangi mála hjá Tottenham. Þrátt fyrir að lítill vinskapur sé milli þessara félaga vonar Graham að nágrannar sínir þurfi ekki að selja Lineker eða Gascoigne. Graham segir að slíkt yrði slæmt fyrir enska boltann og myndi óhjá- kvæmilega draga úr gæðum hans. Hann seg- ist sjálfur vel geta hugsaö sér að reyna fyrir sér í Evrópu en áður en af því verður vill hann vinna nokkra titla með Arsenal. Gascoigne og Lineker hafa lítið vilja tjá sig um vandræði Tottenham en haft er eftir Line- ker að hann sé ekki spenntur að fara aftur til Spánar. Aðeins tvö lið á Spáni eru áhuga- verð segir Lineker, það eru Barcelona og Real Madrid. Barcelona hafi látið hann fara og því ekki meira um það að segja og hjá Real Madrid væri nóg af góðum framherjum og því ekki heppilegur kostur að fara þangað. Bournissen hlaut gullið Chantal Bournissen frá Sviss sigraði í tví- keppni kvenna á heimsmeistaramótinu í alpa- greinum skíðaíþrótta í austurríska bænum Saalbach í gær. Ingrid Stöckl frá Austurríki varð önnur og Vreni Schneider frá Sviss þriðja. • Petra Kronberger frá Austurríki, besta skíðakona vetrarins í heimsbikamum, keppir ekki meira á mótinu. Hún meiddist í risastór- sviginu á þriðjudag og í gær gáfust læknar upp á að koma henni í samt lag í tæka tíð. Kronberger var búin að hreppa gullið í bruni og gerði sér vonir um að verða fyrst kvenna til að vinna fern gullverðlaun á heimsmeist- aramóti. • Austurríki hefur hlotið flest verðlaun á mótinu, 4 gull, 2 silfur og 2 brons. Sviss er með 2 gull og 2 brons, Lúxemborg 1 gull, og Frakkland, Ítalía, Noregur og Sovétríkin hafa einnig komist á verðlaunapall. -VS J, Iþróttir Herði boðið til SheffieM United - markakóngurinn undir smásjánni hjá enska 1. deildar liðinu . Hörður Magnússon, knatt- spyrnumaður úr FH og marka- kóngur 1. deildar síðustu tvö árin,. hefur fengið boð frá enska 1. deildar liðinu Sheffield United um að koma út og æfa með lið- inu. Hörður heldur til Sheffield þann 18. febrúar og verður í 10 daga til reynslu hjá félaginu. Ef forráðamönnum félagsins líst vel á hafnfirska markakónginn þá má alveg búast við að félagið geri honum tilboð. Sheffield United er í neðsta sæti í 1. deild ensku knattspyrnunnar. Liðið er með 16 stig, tveimur stig- um fyrir neðan Derby og QPR. Leikmönnum liðsins hefur geng- ið ákaflega illa að skora, hðið hefur einungis skoraö 14 mörk í- 23 leikjum og vantar tilfinnanlega markaskorara. Því er Hörður undir smásjánni hjá Shefifield- hðinu. „Það er að vonum nokkur spenningur í manni, enda er þetta tækifæri sem býðst ekki á hveij- um degi. Ég reikna með að spila einhverja leiki með varahði fé- lagsins og æfi væntanlega með aðalliðinu. Eftir þessa dvöl ætti að koma í ljós hvort forráðamenn félagsins hafa áhuga. Ég hef aldr- ei komið til Englands áður en hef fylgst með enska boltanum um áraraðþ’ og séð þetta allt í hihing- um,“ sagði Hörður Magnússon í samtali við DV. -GH - - - % ' !, s • Hörður Magnússon á möguleika á að bætast í hóp Islendinganna í bresku knattspyrnunni. Eyjamenn misstu dýr- mæt stig úr höndum sér - þegar þeir töpuðu fyrir Stjömunni í Garðabæ, 24-22 Eyjamenn fóru illa að ráði sínu í gærkvöldi þegar þeir töpuðu fyrir Stjörnunni, 24-22, í 1. deildinni í handknattleik í Garðabæ. Þeir höíðu undirtökin nær allan leikinn, náðu fjögurra marka forystu í báðum hálf- leikjum og leiddu, 11-13, í hléi. En Stjarnan náði loks að jafna, 18-18, og tryggði sér síðan sigurinn með tveimur mörkum undir lokin, 24-22. _ Sigurinn, sem lengi vel blasti við ÍBV, hefði fleytt liðinu í sjötta sætið og það hefði þar með náð undirtök- unum í baráttunni við KR og KA um sæti í úrslitakeppninni. Eyjamenn héldu ekki haus á lokamínútunum eftir að hafa leikið mjög vel mestall- an tímann og gætu átt eftir að naga sig i handarbökin fyrir stigin sem þeir misstu af. Axel Björnsson var bestur Stjörnu- manna, mjög ógnandi í vinstra hom- inu og krækti í fjögur vítaköst sem félögum hans gekk illa að nýta. Skúli Gunnsteinsson lék einnig vel og Pat- rekur Jóhannesson í síðari hálfleik. Ingvar Ragnarsson varði vel á þýð- ingarmiklum augnablikum undir lokin. Gylfi Birgisson og Sigmar Þröstur Óskarsson áttu báðir stórleik með ÍBV. Gylfi var óhemjusterkur, bæði í vörn og sókn, og Sigmar Þröstur varði oft ótrúlega - ahs 19 skot, þar af fjögur vítaköst. En Eyjavömin svaf oft á verðinum eftir snilldartil- þrif Sigmars, lét Stjörnumenn hirða fráköstin og skora ódýr mörk. Mörk Stjörnunnar: Skúh Gunn- steinsson 6, Sigurður Bjarnason 4, Axel Bjömsson 4, Magnús Sigurðs- • Gylfi Birgisson skoraði 10 gegn sinum gömlu félögum í Stjörnunni. son 4/1, Patrekur Jóhannesson 4/2, Guðmundur Albertsson 2. Mörk ÍBV: Gylfi Birgisson 10/3, Jóhann Pétursson 5, Sigurður Gunn- arsson 2, Helgi Bragason 2, Þorsteinn Viktorsson 2, Sigurður Friðriksson 1. Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erhngsson dæmdu leikinn þokka- lega. -VS • Axel Björnsson átti bestan leik Stjörnumanna í gærkvöldi. * Handbolti I.deild karla Stjaman - ÍBV..........24-22 Víkingur... 19 18 0 1 472-393 36 Valur.......19 15 1 3 468-414 31 Stjaman....l9 12 1 6 466-449 25 FH..........19 10 3 6 448-J43 23 Haukar......19 11 1 7 451-453 23 KR..........19 6 6 7 436-433 18 ÍBV........19 7 4 8 455-450 18 KA.........19 7 2 10 441-428 16 ÍR.........19 3 4 12 417-453 10 Grótta.....19 4 2 13 420-448 10 Selfoss....19 3 4 12 387-447 10 Fram......19 2 4 13 390-440 8 • Efsta liöið fer í úrshtin með 4 stig, annað hðiö með 2 stig og þriðja hðið með 1 stig. Sjöunda lið fer í fallkeppnina með 4 stig, átt- unda liðið með 2 stig og níunda liöið með 1 stig. • 20. umferð verður leikin 8.-9. febrúar. Þá leika KR-Valur, ÍBV - FH, Víkingur - Stjarnan, ÍR-Fram, Grótta - Selfoss og Haukar - KA. Markahæstir: Hans Guömundsson, KA.....148/26 Valdimar Grímsson, Val...142/27 Konráð Olavsson, KR......133/23 Stefán Kristjánsson, FH..127/37 Gylfi Birgisson, ÍBV.....121/32 Petr Baumruk, Haukum.....116/29 Magnús Sigurðsson, Stjöm...110/32 GústafBjamason, Selfossi ....109/14 Páll Ólafsson, KR........107/16 Guðjón Ámason, FH........106/5 Birgir Sigurðsson, Vík...104/0 Sigurður Bjarnason, Stjöm. .100/9 Naumur sigur hjá Bjarna - á Sigurði Bergmann á afmælismóti júdósambandsins Bjarni Friðriksson, íþróttamaður ársins 1990, sigraði í þungavigt á af- mæhsmóti Júdósambands Islands sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Viðureign Bjarna Friðriks- sonar og Sigurðar Bergmann, ný- kjörins íþróttamanns Grindavíkur, vakti mesta athygh og var hún mjög spennandi. Sigurður náði að skora stig á Bjarna og leiddi lengst af glím- unni en á síðustu sekúndum tókst Bjama að knýja fram sigur eftir aö hafa náð Sigurði í fastataki á gólfinu. Keppendur á mótinu voru 32 frá Ármanni, Júdófélagi Reykjavíkur, KA og Grindavík. Keppt var í þyngd- arflokkum karla yngri en 21 ars og í karlaflokki. Úrslit einstakra flokka urðu eftirfarandi: Karlar + 78 kg 1. Bjami Friðriksson.......Ármanni 2. Sigurður Bergmann..........UMFG 3. Þórir Rúnarsson.........Ármanni 3. Runólfur Gunnlaugsson ..Ármanni Karlar -78 kg 1. Ómar Sigurðsson...........UMFG 2. Karl Erhngsson..........Ármanni 3. Jón G. Björgvinsson....Ármanni 3. Bergþór Friðriksson, Ármanni Karlar -71 kg 1. Eiríkur I. Kristinsson.Ármanni 2. Daníel Reynisson........Ármanni 3. Tryggvi Gunnarsson...Armanni 3. Guðmundur T. Ólafsson..Ármanni Karlar -65 kg 1. Wojciech Kruszewsky......UMFG 2. Gunnar Jóhannesson.......UMFG 3. Jón Ágúst Brynjólfsson ...Ármanni -60 kg 1. Höskuldur Einarsson...... JR 2. Gils Matthíasson......Ármanni 3. Gígja Gunnarsdóttir...Ármanni Yngri en 21. árs + 71 kg 1. Jón G. Björgvinsson...Ármanni 2. Siguijón Ö. Ólafsson...Ármanni 3. Þór Þorsteinsson.......Ármanni 3. Hilmar Pétursson.......Ármanni -71 kg 1. Jón K. Þórsson............ JR 2. Tryggvi Gunnarsson......Ármanni 3. Ari Sigfússon...........Ármanni 3. Viðar Kárason...........Ármanni -65 kg 1. JónÁ. Brynjólfsson......Ármanni 2. Ghs Matthíasson.........Ármanni 3. Gígja Gunnardóttir......Ármanni • Síðari hluti afmæhsmótsins verð- ur laugardaginn 2. febrúar. Keppt verður í húsnæði júdódeildar Ár- manns í Einholti 6. Verður þá keppt í þyngdarflokkum drengja yngri en 15 ára og hefst keppni kl. 12. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.