Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991.
Utlönd
Saddam reynir að lokka landher bandamanna í skriðdrekaorrustu:
Þúsundir íraskra hermanna stefna
nú á skriðdrekum og brynvörðum
bílum í átt að landamærum Kúvæts
og Saudi-Arabíu. Liðsafnaðurinn
kemur í framhaldi af átökum um
bæinn Khafji í Saudi-Arabíu í gær
og fyrradag.
Heimildarmenn innan Bandaríkja-
hers segja að í herliðinu séu í það
minnsta eitt þúsund farartæki. Her-
inn sækir fram í mörgum fylkingum
og hefur orðið fyrir þungum áföllum
af loftárásum bandamanna. Frá
breska hernum á svæðinu hafa bor-
ist þær fréttir að í liði íraka séu vart
færri en 60 þúsund hermenn.
Miklar vangaveltur eru um hver
muni vera tilgangurinn með herfór-
inni. Helst er talið að Saddam Hus-
sein hafi í hyggju að lokka banda-
menn til skriðdrekaorrustu við
landamærin eða á saudi-arabísku
landi.
Fréttir af mannfalli eru farnar að
einkenna umfjölun um stríðið í
Bandaríkjunum. Hér er bandarískur
hermaður borinn til grafar í New
York.
Símamynd Reuter
Bandaríkjamenn segjast
ekki tilbúnir
Með herfórinni gæti hann hrósað
sigri um tíma rétt eins og með töku
bæjarins Khaiji. Þá virtust banda-
menn óviðbúnir árás en nú hafa
menn fylgst grannt með framvindu
mála jafnframt því sem lið íraka
sætir stöðum árásum úr lofti.
Eftir aö átökin brutust út viö landa-
mæri Kúvæts og Saudi-Arabíu fyrr í
vikunni hafa Bandaríkjamenn ítrek-
að sagt að þeir ætli sér ekki að snúa
sér að bardögum á landi í bráð. Ge-
orge Bush Bandaríkjaforseti lýsti því
yfir seint í gærkvöldi að hermenn
bandamanna væru ekki enn reiðu-
búnir til að leggja til atlögu og vildu
bíða enn um sinn áður en sókn gegn
íraska hernum í Kúvæt hæfist.
Þó er ljóst að bandamenn geta í
þessu efni ekki ráðið ferðinni því
þeir verða að verjast aðgerðum ír-
aka. Landamæri Kúvæts og íraks eru
um 250 kílómetra löng og þar hafa
verið stöðugar skærur undanfarna
daga. Viðbúið er að írakar reyni að
brjótast í gegnum varnarlínuna hvar
sem þeir finna veikan blett.
Sprengjum haugað niður
á sveitir íraka
Flugmenn, sem hafa flogið yfir her
íraka, segja að meginfylkingin sé um
17 kílómetra breið. Allt frá því að
herinn lagði upp í fór sína til suðurs
hafa bandamenn notað B-52
sprengjuflugvélar til að hauga niður
sprengjum á liðið. Enginn veit þó
með vissu hve stór hluti þess heldur
áfram fórinni.
Yfirmenn hersins fullyrða að um
100 skriðdrekar hafi þegar verið eyði-
lagðir við landamærin og flugmenn,
sem varpað hafa sprengjum á lið-
söfnuðinn innar í landinu, segja að
þar hafi orðiö mikiö tjón.
Orrustan um Khafji stóð
í 30 klukkutíma
Hermenn frá Saudi-Arabíu og Qu-
atar náðu síðdegis í gær Khafji aftur
á sitt vald eftir að bardaginn um
bæinn hafði staðið í fulla 30 klukku-
tíma. Hugsanlegt er þó að íraskir
hermenn séu enn í bænum. Þetta er
fyrsta umtalsverða orrustan á landi
í stríðinu og jafnframt sú mannskæð-
Bandarískir hermenn skýla sér undir grjótvegg fyrir skotum íraka við bæ-
inn Khafji. Orrustan um bæinn stóð i 30 klukkutíma og er sú mannskæðasta
á landi til þessa i Persaflóastríðinu. Hermenn frá Saudi-Arabíu og Quatar
voru þar i eldlinunni en Bandarikjamenn studdu liðið með fallbyssuskothrið.
Símamynd Reuter
asta. Saudi-Arabar segjast hafa tekið
400 hermenn til fanga og eyöilagt 22
skriðdreka.
Engar tölur hafa enn birst um
fallna í orrustunni en Bandaríkja-
men segjast hafa misst 11 menn í
skærum þar nærri. Bandaríski her-
inn tók ekki beinan þátt í orrustunni
en studdi gagnsókina gegn írökum
með loftárásum og fallbyssuskot-
hríð.
Reuter
Her Iraka undirbýr
þunga sókn á landi
- Bush Bandaríkjaforseti segir sína menn ekki tilbúna enn
Kona stríðsfangi
Bandarískur kvenhermaður er
týndur i Saudi-Arabíu og er helst
talið aö hún hafi falliö í hendur
írökum í skærum við kúvæsku
landamærin, nærri bænum Khafji.
Eftir að bærinn var aftur fallinn í
hendur bandamönnum tilkynntu
Bandaríkjamenn aö tveggja her-
manna, karls og konu, væri sakn-
að,
írakar segjast hafa þessa her-
menn í haldi þannig að fastlega er
gert ráð fyrir að þau hafi komist
lífs af í bardögunum. Um örlög
þeirra er annars ekkert vitað. Þetta
er fyrsta konan úr liði banda-
manna sem tekin er til fanga af
írökum. Reuter
Óvænt friðarráðstef na í íran
15 þúsund manna
sveit verndar Saddam
í Iran fer nú fram óvænt ráð-
stefna embættismanna frá írak,
Frakklandi, Alsír og Jemen. Tilgang-
urinn er að reyna að fmna leiöir til
að binda enda á Persaflóastríðið, að
því er fréttaritari bandarísku sjón-
varpsstöövarinnar NBC í íran
greindi frá í gærkvöldi.
Aöstoðarforsætisráðherra íraks,
Saadoun Hammadi, utanríkisráð-
herra Alsír, Ahmed Ghozali, aðstoð-
arutanríkisráðherra Jemen og deild-
arstjóri í franska utanríkisráðuneyt-
inu eru sagðir vera í heimsókn í íran.
Gert er ráö fyrir að forseti írans,
Ah Akbar Hashemi Rafsanjani, muni
hitta fréttamenn á mánudaginn til
að svara spurningum um hina svo-
kölluöu friðarráðstefnu.
Reuter
Sérsveit fimmtán þúsund manna
verndar Saddam gegn óvinum, bæði
innanlands og utan, að því er leyni-
þjónustur og Irakar í útlegð fullyrða.
Sovéskir heimildarmenn tilkynntu
í síðustu viku að uppreisnartilraun
liðsforingja í flughernum hefði ný-
lega verið bæld niður. Fullvíst þykir
að sérsveitin hafi þar brugðist skjótt
við.
Sjálfur komst Saddam til valda við
uppreisn hersins og hefur hann séð
til þess að aðrir fari ekki að dæmi
hans. Hann hefur mörgum sinnum
losað sig við háttsetta herforingja í
þeim tilgangi.
Árið 1982, þegar illa gekk í stríðinu
við íran, voru gerðar tvær tilraunir
til að steypa Saddam. Efnt var til
mótmæla gegn honum í mörgum
bæjum en forsetinn endurskipulagði
Byltingarráð Baath-flokksins og lét
taka helstu andstæðinga sína af lífi.
íraskir stjórnmálamenn í útlegð
viðurkenna að Saddam hafi notið
talsverðs stuðnings almennings
vegna mikilla framlaga til mennta-
og heilbrigðismála. Það hafi hins
vegar ótti við hefndaraðgerðir sem
hafi haldið aftur af andstæðingum
hans.
Stjórnmálamennirnir halda því
fram að andstaðan gegn forsetanum
sé að aukast í kjölfar loftárásanna á
írak. íraska þjóðin mun smám sam-
an gera sér grein fyrir að ekkert land
muni aðstoða við uppbygginguna eft-
ir stríðið ef Saddam verður áfram
við völd.
Útvarpið í Bagdad tilkynnti í gær
að Saddam Hussein íraksforseti
hefði hitt herforingja sína á suður-
vígstöðvunum. Hefði forsetinn dvalið
með þeim í fyrrinótt þar til snemma
í gærmorgun. Þetta er í annað sinn
frá því að stríðið braust út sem til-
kynnt er um heimsókn forsetans til
vígstöövanna.
Reuter og NTB
Persaflóadeilan:
Atburða-
rásin
31.janúar
06.55 - Yfirvöld á Sri Lanka segj-
ast vera aö íhuga beiöni Banda-
rílganna og bandamanna þeirra
um að fá að taka eldsneyti þar.
07.10 - Saudi-Arabar reyna að
hrekja íraska hermenn út úr
landamæraborginni Khafji sem
írakar náðu á miðvikudagsmorg-
un.
8.30 - Vinstri sinnaöir skæruliðar
reyna sprengjuárás á byggingu
Voice of America á Fihppseyjum.
Þeir voru hraktir á brott af örygg-
issveitum. Enginn særöist í átök-
unum.
9.25 - Líbanskir þjóðvarðliðar,
hliðhollir ísraelum, myrða þrjá
arabíska skæruliða nálægt
landamærum fsraels. ísraelski
herinn tilkynnh' að tugum Katy-
usha eldflauga hafí verið skotið
að öryggissvæðinu í Suður-
Libanon.
11.25 - Kúrdískir andstæöingar
Saddams Hussein íraksforseta
segja yfir 100 þúsund hérmenn
hafa flúið úr íraska hernum. Þeir
segja einnig að bandarískur
stríðsfangi hafi verið myrtur af
íröskum öryggissveitarmönnum.
12.10 - Saudi-Arabía segir her-
menn sína hafa náð aftur Khafji
frá íröskum hermönnum.
12.40 - írakar segjast hafa gripið
nokkrar bandárískar konur í
bandaríska hernum.
14.59 - Háttsettur íraákur emb-
ættismaður kernur til Teheran í
fran með skilaboð frá Saddam til.
íranska forsetans.
15.36- Bandamenn og íraskir her-
menn berjast norðan við Khafji.
15.46 - Breski vamarmálaráð-
herrann Tom King segir bresk
yfirvöld hafa samþykkt að B52
sprengjuflugvélar Bandaríkja-
manna fái aðstöðu í Bretlandi.
17.21 - Alþjóöa Rauði krossinn
gerir út fyrsta leiðangurinn til
Iraks.
17.38 - Bandaríkjamenn tilkynna
missi flögurra hreyfla C-130 flutn-
ingavélar í írak.
19.20 - írakar skjóta Scud-eldflaug
að ísrael. Flaugin lenti á Vestur-
bakkanum.
19.22 - Talsmenn bandamanna
segja bandarískar herflugvélar
hafa hrakið íraska hersveit til
baka til Kúvæt frá Saudi-Arabíu.
19.36 - Allt að eitt þúsund íiraskir
herbílar sagðir á leið suður Kú-
væt í átt að landamærum Saudi-
Arabíu.
21.01 - Bush Bandaríkjaforseti
segir leiðtogum bandarískra gyð-
inga að hann sé ekki reiðubúinn
til að senda hermenn sína til bar-
daga við iraska hermenn á landi.
21.17 - Utanríkisráöherra írans,
Ali Akbar Velayati, gagnrýnir ír-
ösk yfirvöld vegna lendinga ír-
askra herflugvéla í íran. Hann
segir þær munu veröa kyrrsettar
þar til stríðinu lýkur.
22.11 - írakar sagðir hafa komið
undan nokkrum farþegaflugvéla
sinna og nokkrum kúvæskum
flugvélum til að minnsta kosti
flmm staða í Afríku og Miðaust-
urlöndum.
l.febrúar
01.30 - Yflrvöld i Saudi-Arabíu
segja yfir fjögur hundruð íraska
hermenn hafa verið tekna í orr-
ustunni um landamæraborgina
Khafji.
02.45’ - Spænska útvarpiö segir
bandarískar B-52 sprengjuflug-
vélar fljúga frá herstöð á Spáni
til árásarferða.
03.50 - Tvær japanskar flugvélar
flytja þrjú hundruð áttatíu og
þrjá víetnamska verkamenn, sem
voru innlyksa í írak, til Ho Chi
Minh borgar í suðurhluta Víet-
nams. *
04.45 - Hosni Mubarak, forseti
Egyptalands, segir í viötali við
bandaríska sjónvarpsstöð að
Persaflóastríöið geti varað að
minnsta kosti mánuð enn ef ekk-
ert óvænt komi til.