Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991. Viðskipti Húsnæðiskerfið frá 1986 virðist hrunið: „Bjartsýnisveiki sem grípur þjóðina af og til“ Húsnæðiskerfið frá árinu 1986, þar. sem Húsnæðisstofnun tók lán hjá líf- eyrissjóðunum á 7,5 prósent vöxtum og endurlánaöi á 4 til 4,5 prósent vöxtum, virðist hrunið. Eftir helgina á að greiða út um einn milljarð í húsnæðislán til um 800 lántakenda og er óvissa um hvort það tekst. Stjórn Húsnæðisstofnunar hefur ritað Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra og ríkisstjórninni allri bréf þar sem farið er fram á úrlausn á fjárhagsvanda Byggingarsjóðs rík- isins með lántökum eða ríkisábyrgð. Tilefnið er greiðsluþrot sjóðsins á næstu dögum verði ekkert að gert. „Bjartsýnisveiki“ „Þetta kerfi var bjartsýnisveiki sem grípur þjóðina af og til eins og hver önnur flensa. Frá upphafi var augljóst að þetta kerfi gat ekki geng- ið,“ segir Pétur Blöndal, sem var for- maður Landssambands lífeyrissjóða á árinu 1986 og gagnrýndi þetta kerfi ákaft þegar því var komið á. „Ég fékk miklar skammir frá aöil- um vinnumarkaðarins og Alexander Stefánssyni, þáverandi félagsmála- ráðherra, sem komu þessu kerfi á, fyrir að segja að þetta gengi aldrei og að biðtíminn yrði mældur í árum en ekki mánuöum." Pétur segir ennfremur að hann hafi sem formaður Landssambands lífeyrissjóða á þessum tima aldrei fengið í hendurnar áætlun um það hvemig greiða ætti lán lífeyrissjóð- anna til baka í þessu kerfi. Pressað á lífeyrissjóðina Samkvæmt upplýsingum DV í gær - stjóm Húsnæöisstofnunar biöur ríkisstjómina um hjálp isnæðisstofnum AFGREIDSLA - UPPLYSINGAR 0PJÐ8-4 Frá Húsnæðisstofnun i gær. Þar er allt aö sigla i strand. Húsnæðiskerfið frá 1986 virðist hrunið og husbréfakerfiö á lika í vandræðum. hver pressa. Þetta em tilmæh. Hús- næðisstofnun hefur sent lífeyrissjóð- unum erindi þess efnis hvort þeir geti ekki flýtt skuldabréfakaupum sínum innan ársins þar sem Bygg- ingarsjóður búi við greiðslufjár- vanda og hafi lofað meiri útlánum en hann hefur til ráðstöfunar,“ segir Þorgeir Eyjólfsson, formaður Lands- sambands lífeyrissjóða. - Er rétt að Húsnæðisstofnun hafi hótað því að lána ekki félögum í þeim lifeyrissjóðum sem verði ekki við þessum tilmælum? „Nei. Svo er ekki. Þetta er alls ekki rétt.“ Einn heimildarmanna DV segir aö Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráöherra og ríkisstjórnin standi frammi fyrir því að bjarga vanda gamla kerfisins eða skera það niður. Til að bjarga því verði augljóslega að hækka vextina á óafgreiddum lán- um úr 4,5 prósentum upp í þá vexti sem Byggingarsjóðurinn þarf að greiða lífeyrissjóðunum. Efri hæðinni bjargað á kostnað neðri hæðarinnar Einn þeirra sem DV ræddi viö í gær sagöi að fari svo að lífeyrissjóðimir auki stórlega lán til Byggingarsjóðs ríkisins stefni í að neðri hæðin í Húsnæðisstofnun, húsbréfadeildin, lendi í vandræðum. Lífeyrissjóðirnir hefðu þá minna fé til að kaupa hús- hréf en þeir kaupa um 90 prósent allra húsbréfa á markaðnum. Afleið- ingin yrði mun hærri ávöxtunar- krafa á húsbréfum þar sem fleiri vilja pressar Húsnæðisstofnun nú á líf- hluta þessa árs umfram þegar ákveð- losna við húsbréf en kaupa þau. eyrissjóðina að auka kaup sín á in kaup. Með öðrum orðum: sé efri hæö skuldabréfum Byggingarsjóðs á fyrri „Ég lít ekki svo á að þetta sé ein- Húsnæðisstofnunar, húsnæðiskerf- Söguleg stund. Langþráð sala á 95 oktana bensíni hefst hjá olíu- félögunum i dag. 95 oktana bensín á dælurídag Olíufélögin þijú byija að af- greiða 95 oktana bensín í dag. Þar með er langþráður draumur margra bíleigenda orðinn að veruleika en margar nýjustu ár- geröir bíla, sem eru með há- þrýstivélar og sérstakan út- hreinsibúnaö, mega ekki nota 92 oktana blýlaust bensín. Talið er að blýlaust bensín detti smám saman út af markaönum og hætt verði aö selja það. -JGH Frjáls álagning en olíufélögin þrjú samt meö sama verð á súperbensíni: Hví ekki aurastríð í sölu súperbensíns? Margir bfleigendur spyrja sig reglulega að því hvers vegna olíufé- lögin þrjú fari ekki í verðstríð, aura- stríð, í sölu á 98 oktana bensíni, súp- erbensíni. Fijáls álagning gildir um söluþessa bensíns og hefur verið svo undanfarin ár. Þrátt fyrir það skilar hún sér ekki í mismunandi verði fé- laganna þriggja. Félögin hafa ekki svo mikið sem prófað að lækka verð- ið um nokkra aura lítrann til að örva söluna og þó öllu heldur að fá bætta ímynd í augum bíleigenda. Óli í Olis „Ég held að menn treysti sér ein- faldlega ekki í verðstríö fyrr en öll olíuviðskiptin eru ftjáls. Auk þess er of lág álagning á bensíni og þar af leiðandi of lítið svigrúm til lækk- unar,“ segir Óli Kr. Sigurðsson, for- stjóri Olís. Óli segir að skattar ríkisins séu um 70 prósent af bensínverðinu og af- gangurinn, 30 prósent, fari í að greiöa fyrir innkaupin erlendis svo og dreif- inguna hér innanlands. „Þetta sýnir hvað svigrúmið er lítið til aö lækka verðið í verðstríöi. Jafn- vel þótt einungis yrði um aurastríð að ræða.“ Hann bætir við: „Ég tel að félögin séu ekki tilbúin í aurastríð á súper- bensíni fyrr en öll viðskipti með olíu Hvers vegna ekki aurastríð i sölu súperbensíns? og bensín eru orðin fijáls hérlendis. Verðlagsráö ákveður verð á 92 okt- ana bensíni sem og verð gasolíu og svartolíu.“ - Er samkrull á milli félaganna um verðiö? „Nei. Félögin reikna veröið á 98 oktana bensíni einfaldlega út frá verði 92 oktana bensíns. Verðmunur- inn þarna á milli er fyrst og fremst vegna hærra innkaupsverðs á súper- bensíni." Kristinn Björnsson Kristinn Bjömsson, forstjóri Skelj- ungs, segir að bensín sé vara sem seld sé á heimsmarkaösverði og þess vegna megi alltaf búast við að bens- ínverð sé mjög svipaö hjá olíufélög- unum miðað við aö boðið sé upp á sömu þjónustu. „Ef ekiö er til dæmis um Dan- mörku sést að í nær 99 prósent til- vika eru félögin með sama verö á bensíni. Heimsmarkaðsverðið er það verð sem er leiðandi.“ Kristinn segir að það sé ósk Skelj- ungs að olíuviðskiptin verði gefin fijáls með öllu og þá sé fyrst hægt að vænta meira svigrúms fyrir félög- in. Vilhjálmur Jónsson Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíu- félagsins hf„ segir að einungis hafi verið tekið mið af 92 oktana bensíni við verðlagningu á 98 oktana bensíni og verðmunurinn stafi fyrst og fremst af hærra innkaupsverði á 98 oktana bensíni. Að mati Vilhjálms er eðlilegt að verð á bensíni hérlendis leiti í sama farveg hjá félögunum þremur þar sem það félag, sem færi í verðstríð og lækkaði verðið, yrði umsvifalaust elt af hinum sem myndu lækka verö- iö niður í það sama. „Eins og reyndin er á mörkuðum finnur verðið sér farveg sem verður ríkjandi. Mikill verðmunur getur því tæplega orðið á milli félaga til lengd- ar í sölu á nákvæmlega sömu vöru og þjónustu." -JGH inu frá 1986, bjargað í bili lendir það aftur illa á neðri hæðinni, húsbréfa- deildinni. .JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3-3,5 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Lb.Sp 6 mán. uppsögn 4-4,5 Sp 12mán. uppsögn 5. Lb.ib 18mán. uppsögn 10 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb.Lb.Sp Sértékkareikninqar 3-3,5 Lb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Allir nema Ib Innlán með sérkjörum 3-3,25 Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6-6,25 Bb Sterlingspund 12-12,6 Sp Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Bb.Sp Danskarkrónur 8.5-9 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,75 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 13,5-14,25 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 17.5 Allir Utlan verðtryggð Skuldabréf 7,75-8,75 Lb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 13.25-14 Lb SDR 10,5-11,0 Lb Bandarikjadalir 9.5-10 Lb Sterlingspund 15.5-15,7 Allir nema Sp Vestur-þýskmörk 10.75-11,1 Lb.lb Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. jan. 91 13,5 Verðtr. jan. 91 8.2 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala feb. 3003 stig Lánskjaravísitalajan. 2969 stig Byggingavisitala feb. 565 stig Byggingavísitala feb. 176,5 stig Framfærsluvísitala jan. 149,5 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,344 Einingabréf 2 2,891 Einingabréf 3 3.511 Skammtímabréf 1,792 Kjarabréf 5,247 Markbréf 2.788 Tekjubréf 2,042 Skyndibréf 1,556 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,564 Sjóðsbréf 2 1,819 Sjóðsbréf 3 1,779 Sjóðsbréf 4 1,536 Sjóðsbréf 5 1,072 Vaxtarbréf 1,8070 Valbréf 1,6937 Islandsbréf 1,108 Fjórðungsbréf 1,061 ^ Þingbréf 1,107 Öndvegisbréf 1,097 Sýslubréf 1,115 Reiðubréf 1,087 HLUTABRÉF Solu- og kaupgengi að okinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: KAUP SALA Sjóvá-Almennar 6f. 6,55 6,88 Eimskip 5,60 5,88 Flugleiðir 2.43 2,55 Hampiðjan 1,73 1,81 Hlutabréfasjóðurinn 1,76 1,84 Eignfél. Iðnaðarb. 1.91 2,00 Eignfél. Alþýðub. 1,40 1.47 Skagstrendingur hf. 4,00 4,20 Islandsbanki hf. 1,38 1,45 Eignfél. Verslb. 1,36 1,43 Oliufélagið hf. 6.00 6,30 Grandi hf. 2,20 2,30 Tollvörugeymslan hf. 1.07 1.12 Skeljungur hf. 6,40 6,70 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35 Útgerðarfélag Ak. 3.50 3,68 Olis 2,12 2,25 Hlutabréfasjóður VlB 0.96' 1,00 Almenni hlutabréfasj. 1,01 1,05 Auðlindarbréf 0,96 1.01 Islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08 (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb = lslandsbanki Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (01.02.1991)
https://timarit.is/issue/193236

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (01.02.1991)

Aðgerðir: