Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 15
15
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991.
Að lána út á eignir annarra
Greiöur aögangur að lánsfé ein meginorsaka þess að fólk steypir sér
í skuldir sem það ræður ekki við að borga, segir m.a. í greininni.
Gjaldþrot og greiðsluerfiðleikar
eru að verða hversdagsleg orð sem
eru að glata merkingu sinni. Þó
ekki fyrir þá sem lenda í slíkri bar-
áttu. Þeir eru orðnir æði margir.
A.m.k. 900 bú voru tekin til gjald-
þrotaskipta á liðnu ári í Reykjavík
einni saman ef marka má tölur frá
janúar til október.
Þrjú af hverjum fjórum þessara
gjaldþrota eru gjaldþrot einstakl-
inga. Margir eiga um sárt að binda
vegna gjaldþrota, ekki aðeins þeir
sem urðu gjaldþrota og íjölskyldur
þeirra heldur einnig oft vinir og
vandamenn, sem tekið hafa á sig
ábyrgð á greiðslum.
Greið leið
Ýmsir hafa bent á að greiður aö-
gangur að lánsfé sé ein meginor-
saka þess að fólk steypir sér í
skuldir sem það ræður ekki við að
borga. Lítil sem engin krafa virðist
gerð til greiðslugetu svo framar-
lega sem hægt er að útvega ábyrgð
í eigum annarra.
Þótt lántaka í bönkum eigi að
byggjast á fjárhag þess sem sækir
um lán gerir hún það ekki í reynd.
Kvennalistakonur hafa því tekið
af skarið og flutt frumvarp á Al-
þingi um að lánsviðskipti skuli
byggjast á lánstrausti en ekki því
að „redda ábyrgðarmönnum eða
veði“ eins og nú er tíðast gert.
í frumvarpinu eru ábyrgðar-
mönnum jafnframt tryggöar þær
upplýsingar um greiðslugetu lán-
takanda í þeim örfáu tilvikum þeg-
ar réttlátt er að krefjast ábyrgða.
Og tryggt er að þeir sem lána veð
fylgist jafn vel með greiðslu skuld-
arinnar sem veðið tryggir og þeir
sem gangast í aðra ábyrgð. Ef aðal-
efni frumvarpsins nær fram að
ganga ætti þó lítið að reyna á þessi
ákvæði.
KjaUariim
Anna Ólafsdóttir
Björnsson
þingkona Kvennalistans
í Reykjaneskjördæmi
Greiðsluáætlanir
En hvers vegna er þörf á sérstöku
frumvarpi um þessi mál? Eru lög
um viðskiptabanka ekki fullnægj-
andi? í lögunum er ekkert sem
mælir gegn því að lánsviðskipti
byggist á gagnkvæmu trausti og
raunhæfum greiðsluáætlunum en
í reynd eru þau ekki túlkuð á þann
veg og þess vegna duga þau ekki.
Lánsviöskipti einstaikhnga byggj-
ast sárasjaldan á því að gerð sé
raunhæf greiðsluáætlun í sam-
ræmi við tekjur þeirra og aðrar
skuldir og enn fátíðara að slík áætl-
un sé grundvöllur lánsviðskipta
banka og einstaklings. Raunar er
slík áætlanagerð aðeins nýlega orð-
in almenn vinnubrögð við hús-
næðiskaup og lántöku úr bygginga-
sjóði.
Ættingjar á köldum klaka
Eftir stendur að velflest bankalán
eru veitt út á veð eða sjálfsskuldar-
ábyrgð. Því miður þekkja flestir
hryggileg dæmi um hve röng þessi
aðferð getur verið. Dæmi eru um
að eignalausir einstaklingar hafl æ
ofan í æ komið ættingjum sínum
eða vinum á kaldan klaka með því
að slá sífellt hærri lán ef þeir fá
einhvern til að „skrifa upp á“ fyrir
sig eða lána veð.
Þessi dæmi sýna svo ekki verður
um villst hversu fráleitt er að lána
peninga á öðrum forsendum en
þeim að sá sem tekur lánið borgi
það einnig. Það verður aöeins gert
með því að meta greiðslugetu lán-
takanda og nota þá áætlun sem
grundvöll lánsviðskiptanna. Að
lána einhverjum fé sem sýnilega
getur ekki greitt sínar skuldir og
krefjast veðs eða annarra ábyrgða
annars manns ætti ekki að eiga sér
stað en er nú alsiða.
í fjölskyldu- og kunningjasam-
félagi er ekki alltaf auðvelt að neita
um greiða. Enn erfiðara er að meta
hvort það sé óhætt því menn eiga
litla möguleika á að afla sér upplýs-
inga um fjármál þess sem þeir
skrifa upp á fyrir. Þeir sem lána
veð geta lent í því að vita ekki af
því að skuld sé komin í vanskil
fyrr en kemur nálægt uppboði á
eign þeirra, með öllum þeim kostn-
aði sem þá hefur hlaðist á skuldina.
Nýrra viðskiptahátta er þörf og
mál að stíga skref í þá átt að viður-
kenna staðreyndir og læra af þeim.
Með frumvarpi Kvennalistans er
slíkt skref stigið, ítrekað að engin
lán eigi að veita nema út á láns-
traust þess sem lánið tekur og
raunhæfar greiðsluáætlanir. Er til
of mikils mælst að þaö verði gert,
hefur reynslan ekki sannað að það
er nauösynlegt?
Anna Ólafsdóttir Björnsson
„Að lána einhverjum fé sem sýnilega
getur ekki greitt sínar skuldir og krefj-
ast veðs eða annarra ábyrgða annars
manns ætti ekki að eiga sér stað en er
nú alsiða.“
Gef um öllum ríkisfyrirtæki
Flestir virðast vera orðnir sam-
mála um að æskilegast sé að ríkið
komi sem minnst við sögu í rekstri
framleiðslu- og þjónustufyrirtækja.
Þetta er mikil hugarfarsbreyting
frá því fyrir einum áratug. Vel-
gengni frú Thatcher við einkavæð-
ingu breskra ríkisfyrirtækja á síð-
asta áratug og endanlegt hrun sós-
íalismans í Austur-Evrópu undir
lok hans hafa líklega átt þar stærst-
an hlut að máli.
Engu að síður virðast íslenskir
stjórnmálamenn ákveðnir í að við-
halda kverkataki íslenska ríkisins
á atvinnuvegunum. Nær öllum
landbúnaði landsins er stjórnað
með hömlum og kvótum ríkisins
og stéttarfélags framleiðenda.
Samkeppnin, besti vinur neyt-
andans, er bönnuð með búvöru-
samningi ríkisins og stéttarfélags-
ins. Sjávarútvegurinn er sömuleið-
is undir oki kvóta og miðstýringar
ríkisins. Auk þess á og rekur ríkið
mikinn fjölda framleiöslufyrir-
tækja, banka, flarskipta- og póst-
fyrirtæki, flölmiðla, flutningafyrir-
tæki, vegagerð o.fl.
Sorgarsaga
Einungis örfá fyrirtæki ríkisins
hafa verið einkavædd á síðustu
árum. Þau fáu sem hafa á annað
borð verið einkavædd hafa verið
„seld“. Hlutur ríkisins í Flugleið-
um var t.d. seldur öðrum eigendum
félagsins og sýndist sitt hverjum
um þá sölu. Útvegsbankinn var
settur á sölulista eftir að stjórn-
málamenn höfðu gert hann gjald-
þrota. - Af einhverjum undarleg-
um ástæðum fékk eini aöilinn sem
sýndi bankanum áhuga eftir lang-
an tíma ekki að kaupa hann. Síðar
var hann seldur öðrum á verði sem
margir töldu hlægilegt.
Og nú síðast var minn gamli sum-
Kjállariim
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðinemi í HÍ
arvinnuveitandi Þormóður rammi
á Siglufirði „seldur" nokkrum út-
völdum einstaklingum. Aðrir virt-
ust ekki eiga þess kost að bjóða í
hlut ríkisins og Ríkisendurskoðun
hefur gert athugasemidir við það
og einnig söluverðiö.
Þetta er nú hálfgerð sorgarsaga
og sýnir að íslenskum stjórnmála-
mönnum er ekki treystandi til aö
selja eigíúr ríkisins. Það virðist
vera alltof mikil freisting fyrir þá
í því fólgin að handleika eignir
annarra og því þarf að leita ann-
arra leiða.
Látum fólkið selja
ríkisfyrirtækin
Sú leið sem er vænlegust er lík-
lega að skipta ríkisfyrirtækjunum,
hverju og einu, jafnt á milli allra
landsmanna. Þetta hefur marga
kosti. Þjóðin fengi þar með aftur
það sem stjórnmálamenn hafa tek-
ið með sköttum og notað til að
byggja upp ríkisfyrirtæki. Komið
væri í veg fyrir að ríkisfyrirtækin
væru seld (gefin) kunningjum
ráðamanna.
Og síðast en ekki síst gæti al-
menningur selt hluti sína í hinum
ýmsu fyrirtækjum, þeim sem hefðu
áhuga á að eignast stærri hlut. Það
væri m.ö.o. almenningur sem
hagnaðist á þessu en ekki ein-
hverjir vinir og vandamenn stjórn-
málamanna.
Byrjum á bankakerfinu
og Pósti og síma
Til að prófa þessa hugmynd væri
vænlegt að byrja á stórum fyrir-
tækjum eins og ríkisbönkunum.
Verðmæti Landbankans og Búnað-
arbankans er tæpast undir 10 millj-
örðum króna. Hver landsmaður
fengi því hlutabréf í þessum fyrir-
tækjum upp á a.m.k. 40 þúsund
krónur að nafnverði. Teldi mark-
aðurinn þetta vera vanmat á verð-
mæti bankanna mundi söluverð
bréfanna hækka og lækka ef um
ofmat væri að ræða.
„Verðmæti Landbankans og Búnaðar-
bankans er tæpast undir 10 milljörðum
króna. Hver landsmaður fengi því
hlutabréf í þessum fyrirtækjum upp á
a.m.k. 40 þúsund krónur að nafnverði.“
„Póstur og simi er annað vænlegt „tilraunadýr“. Fyrirtækið skákar nú
í skjóli einokunarlaga."
Póstur og sími er annað vænlegt
„tilraunadýr". Fyrirtækið skákar
nú í skjóli einokunarlaga og getur
farið með viðskiptavini sína að
vild, án þess að þeir geti leitað ann-
að. Ekki treysti ég mér til að giska
á verðmæti þess, en yröi það afhent
almenningi yrði hlutur hvers án
efa þónokkur.
Með þessu væri stigið stórt skref
í að virkja almenning til þátttöku
í atvinnulífinu með öðrum hætti
en vinnuframlagi. Fyrirtæki á borð
við Póst og síma, sem væri í eigu
stórs hluta þjóðarinnar, þyrfti að
mæta margvíslegum kröfum úti á
fijálsum markaði. Það þyrfti að
vera samkeppnishæft í verði og
þjónustu við önnur. fyrirtæki og
einnig kæmu kröfur um það frá
eigendum sem sjálfir væru við-
skiptavinir.
Eru einhverjir snjallir
stjórnmálamenn til?
Ef einhverjir stjórnmálamenn
eru að hugsa um vinsældir sínar
ættu þeir að athuga möguleikana
sem í þessu felast. Það þarf enginn
að segja mér annað en að sá sem
afhenti fólkinu í landinu jafnan
hlut í flölmörgum fyrirtækjum rík-
isins yrði vel staddur hvað vin-
sældir snertir. Hann ætti það líka
skilið - fyrstur manna í langan
tíma.
Glúmur Jón Björnsson