Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 28
36
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991.
ammmmmmmmmm^mmmm^^^^mmmmmmmmmmmmmmmmmm^^mmi^^mmimmmmmmmmmmmmmmi^mmammmmmmmm^m^^^m^^^m^^m^^m^m^mmm^^^mmi^^mi^mmmmmmmmmmmm^^m^mmmi^mm
Afmæli___________________________________________________________________________________dv
Stefán Þórarinn Ingólfsson
Stefán Þórarinn Ingólfsson arkitekt,
Hegranesi 1 í Garðabæ, er fertugur
ídag.
Stefán er fæddur í Reykjavík og
fluttist 1955 í Kópavog og ólst þar
upp.
Starfsferill
Stefán lauk stúdentspróíi í MR
1972 og sveinsprófi í húsgagnasmíöi
í Iðnskóla Hafnarfjarðar 1973. Stef-
án var í námi í Arkitekthöyskolen
í Ósló 1973-1979 ásamt námi í inn-
réttingahönnun í Kunst og Hand-
verkskolen í Oslo. Hann vann sjálf-
stætt um tíma að námi loknu við
hönnunarstörf og vann á Teikni-
stofunni Laugavegi 96 árið 1981.
Stefán hefur unnið á Teiknistofu
Magga Jónssonar arkitekts frá 1982
og er formaður Lífeyrissjóðs arki-
tekta.
Fjölskylda
Stefán kvæntist 3. október 1981
Magréti Báru Einarsdóttur, f. 3. fe-
brúar 1956, fóstru. Foreldrar Mar-
grétar eru Einar Gunnlaugsson,
innheimtumaður hjá Rafmagns-
veitu Rvíkur, og kona hans, Kristj-
ana Margrét Finnbogadóttir. Dætur
Stefáns og Margrétar eru: Kolbrún
Salný, f. 19. janúar 1988, og óskírð
dóttir, f. 27. desember 1990.
Systkini Stefáns eru: Halldóra
Ingibjörg, f. 30. júlí 1953, gift Sigurði
Ragnarssyni, húsasmíðameistara í
Garðabæ, og eiga þau tvö börn; Páll
Rúnar, f. 6. nóvember 1954, hús-
gagnasmíðameistari í Garðabæ,
kvæntur Eydísi G. Sigurðardóttur
snyrtifræðingi og eiga þau þrjú
börn; Hafdís Odda, f. 24. október
1959, ritari í Garðabæ, gift Ingjaldi
H. Ragnarssyni stórkaupmanni og
eiga þau tvö börn; Ingvi, f. 10. jan-
úar 1967, húsgagnasmiður í Garð-
bæ, sambýliskona hans er Stefanía
Óladóttir og eiga þau eitt barn, og
Fanney, f. 5. september 1969, ritari
í Rvík, sambýlismaður hennar er
Birgir Vignisson, starfar hjá Björg-
unhf.
Ætt
Foreldar Stefáns eru Ingólfur
Pálsson, f. 1. september 1925, d. 29.
október 1984, húsgagnasmiður í
Kópavogi, og kona hans, Jónína
Stefánsdótir, f. 3. nóvember 1928.
Ingólfur var sonur Páls, b. á Hjalla-
nesi á Landi, Jónssonar, b. í Holtsm-
úla, Einarssonar, b. í Holtsmúla,
Gíslasonar. Móðir Einars var Hálld-
óra Oddsdóttir, systir Guðríöar,
langömmu Jóhanneáar Kjarvals.
Móðir Páls var Dóróthea Jónsdóttir,
b. á Brekkum í Mýrdal, Jónssonar
og konu hans, Elsu Egilsdóttur.
Móðir Ingólfs var Halldóra Odds-
dóttir, b. í Lunansholti, Jónssonar,
b. í Lunansholti, Eiríkssonar, b. í
Tungu á Rangárvöllum, Jónssonar,
b. á Rauðnefsstöðum, Þorgilssonar,
b. á Reynifelli, Þorgilssonar, ætt-
föður Reynifellsættarinnar. Móðir
Halldóru var Ingiríöur, systir Páls,
afa Júlíusar Sólness ráðherra. Ann-
ar bróðir Ingiríðar er Lýður, langafi
Þórðar Friðjónssonar, Þjóðhags-
stofnun. Ingiríður var dóttir Áma,
b. á Skammbeinsstöðum, bróður
Jóns á Skarði, langafa Margrétar
Guðnadótturprófessors, Guðna
Kristinssonar, b. á Skarði á Landi,
Eyjólfs Ágústssonar, b. í Hvammi á
Landi, og afa Guðríðar, ömmu Guð-
laugs Bergmanns í Karnabæ, og
Guðlaugs Tryggva Karlssonar hag-
fræðings. Annar bróðir Árna var
Jón á Hlemmiskeiði, langafi Þor-
gerðar Ingólfsdóttur söngstjóra.
Ámi var sonur Árna, b. á Galtalæk,
Finnbogasonar, b. á Reynifelli,
Stefán Þórarinn Ingólfsson.
bróður Jóns, langafa Þóru, móður
Þórs Jakobssonar veöurfræðings.
Jón var einriig faðir Jóhanns, lang-
afa Ingólfs Margeirssonar ritstjóra,
Finnbogi var sonur Þorgils, bróður
Jóns á Rauðnefsstöðum. Móðir
Árna Árnasonar var Margrét Jóns-
dóttir, b. á Ægisíðu, Jónssonar.
Móðir Jóns var Guðrún Brands-
dóttir., b. í Rimhúsum, Bjamasonar,
b. á Víkingslæk, Halldórssonr, ætt-
föður Vikingslækjarættarinnar.
Móðir Ingiríðar Árnadóttur var
Ingiríður, systir Júlíu, ömmu Guð-
rúnar Helgadóttur, fyrrv. skóla-
stjóra Kvennaskólans. Bróðir Ingi-
ríðar var Jón á Hlíðarenda, afi Jóns
Helgasonar prófessors. Annar bróð-
. ir Ingiríðar var Jón ættfræðingur á
Ægisíðu, afi Jóns Þorgilssonar,
framkvæmdastjóra héraðsnefndar
Rangárvallasýslu. Ingiríður var
dóttir Guðmundar, b. á Keldum,
Brynjólfssonar, b. á Vestri-
Kirkjubæ, Stefánssonar, b. í Árbæ,
Bjarnasoanr, bróður Brands í Rim-
húsum.
Jónina er dóttir Stefáns, b. og
hreppstjóra á Mýmm í Skriðdal,
Þórarinssonar og konu hans Ingi-
finnu Jónsdóttur.
Andlát
Ólafur Jóhannesson, Bólstaðarhlíð
46, Reykjavík, lést á Landakotsspít-
ala fimmtudaginn 31. janúar.
Helga Jónsdóttir, Frambæjarhúsi,
Eyrarbakka, lést 30. janúar á vist-
heimilinu Sólvöllum.
Jórunn Guðmundsdóttir, sauma-
kona á Akureyri, andaðist miöviku-
daginn 30. janúar á dvalarheimilinu
Hlíð, Akureyri.
Jónas Jakobsson, Fagradal, Mýrdal,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands að
kvöldi 30. janúar.
Björn Emil Jónsson járniðnaðar-
maður, Ásgarði 139, lést á Borgar-
spítalanum miövikudaginn 30. jan-
úar.
Jarðarfarir
Herborg Húsgarð, Bakkaseli 21,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Árbæjarkirkju mánudaginn 4. febrú-
ar kl. 13.30.
Garðar Þorsteinsson, Heinabergi 6,
Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá
Þorlákskirkju laugardaginn 2. febrú-
ar kl. 14.
Þorsteinn Loftsson bóndi, Haukholt-
um, verður jarðsunginn frá Hruna-
kirkju laugardaginn 2. febrúar kl. 14.
Bílferð verður frá BSÍ kl. 11.30.
Útför Kristmundar Þorsteinssonar,
Klafastöðum, verður gerð frá Innra-
Hólmskirkju laugardaginn 2. febrúar
kl. 14.
Bjarni Marinó Ólafsson frá Skála-
koti, Hvolsvegi 13, Hvolsvelli, sem
andaðist 23. febrúar sl., verður jarð-
sunginn frá Ásólfsskálakirkju laug-
ardaginn 2. febrúar kl. 14. Bílferð
verður frá Hlíðarenda, Hvolsvelli kl.
12.30.
Sigurður Ólafsson vélstjóri lést 24.
janúar. Hann var fæddur 29. ágúst
árið 1904, sonur Ólafs Ólafssonar og
Sigríðar Jónsdóttur. Sigurður giftist
Annie M. Johansen en hún lést 1964.
Þau hjónin eignuðust tvo syni. Útför
Sigurðar verður gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag kl. 15.
Tilkymiiiigar
Reiðvegir á
höfuðborgarsvæðinu
Hestamannafélagið Fákur
heldur fræðslufund um reiðvegi á höfuð-
borgarsvæðinu fimmtudaginn 7. febrúar
kl. 20.30 í félagsheimili Fáks á Víðivöllum
í Víðidal. Framsögumenn á fundinum
verða Ingi Ú. Magnússon, gatnamála-
stjóri Reykjavíkurborgar, Rögnvaldur
Jónsson, yfirverkfræðingur Vegagerðar
ríkisins, Yngvi Þór Loftsson, landslags-
arkitekt hjá Borgarskipulagi Reykjavík-
ur, og Jón Levy, formaður samstarfs-
nefndar, sem hestamannafélögin á höfuö-
borgarsvæðinu hafa með sér um reið-
vegamál. Fræðslufundir Fáks eru opnir
öllum hestamönnum en utanfélagsmenn
veröa að greiða aðgangseyri, 200 krónur.
Félagsmenn þurfa að hafa með sér félaga-
skírteini. Fræöslufundir Fáks hafa verið
sérstaklega vel sóttir í vetur en nú er
búist við metaðsókn því aö umferðar-
vandamál hestamanna hafa farið ört vax-
andi á höfuðborgarsvæðinu og eru eitt
helsta umræðuefni þeirra um þessar
mundir. ■
Friðjón Þórðarson
skipaður sýslumaður
Forseti íslands hefur hinn 18. janúar 1991,
samkvæmt tilllögu dómsmálaráðherra,
skipað Friðjón Þórðarson alþingismann
sýslumann í Dalasýslu frá 1. apríl 1991
að telja.
Ljósmyndasýning um
ísiandsheimsóknir
ÓlafsV.
Noregskonungs
í bókasafni Norræna hússins hefur verið
sett upp lítil sýning á ljósmyndum sem
teknar voru þegar Olafur V. Noregskon-
ungur heimsótti ísland 1947,1961 og 1974.
Vigfús heitinn Sigurgeirsson ljósmyndari
og sonur hans, Gunnar G. Vigfússon,
tóku myndirnar, en auk þess eru myndir
teknar af ljósmyndara Aftenposten í
Ósló. í fundarsal verða sýndir af mynd-
bandi, fréttaþættir sem íslenska sjón-
varpið gerði um konungsheimsóknina
1988, en einnig veröur sýnt myndband frá
norska sjónvarpinu með þætti um Ólaf
konung sem heitir „Með kongen í vester-
veg“. Sýningarnar verða nk. fimmtudag
og föstudag kl. 12.30 og sunnudaginn 3.
febrúar kl. 15 og 16.
Merming
Vogun vinnur - vogun tapar
Þegar litið er um öxl, hlytur okkur
íslendingum að verða starsýnt á hinar öru framfarir,
sem hér urðu á
tímabilinu frá 1874 til 1914. Þá komust íslendingar loks
úr fátækt í bjargálnir, hófu að beita nútímatækni til
að nýta fiskstofnana við landið og tóku fyrstu hikandi
skrefin í raforkuvinnslu. Hver er ástæðan til þessara
framfara? Ég hygg að svarið hljóti ekki síst að felast
í hinum hagstæðu skilyrðum, sem einkaframtaki voru
búin með stjómarskránni 1874. Skyndilega öðluðust
einstaklingar svigrúm, fundu loks kröftum sínum ann-
an farveg en í hefðbundnu striti næstu þúsund ára á
undan. Athafnamenn í útgerð og verslun komu til
sögu, rötuðu öðrum betur á greiðfæmstu leiðir úr
draumi í veruleika, eins og Matthías skáld Johanness-
en hefur orðað það ágætlega.
Einn umsvifamesti einstakhngur þessa timabils var
Pétur J. Thorsteinsson á Bíldudal, en ævisaga hans
eftir Ásgeir Jakobsson rithöfund kom út fyrir síðustu
jól. Pétur fæddist í Vestur-Barðastrandarsýslu árið
1854, var óskilgetinn sonur fátækrar vinnukonu og
ólst upp hjá vandalausum, gerðist ungur búðarþjónn
í danskri selstöðuverslun og gat sér gott orð fyrir dugn-
að og prúðmennsku. Árið 1880 réðst hann í það stór-
virki að kaupa Bíldudalsverslun. Sama ár kvæntist
hann Ásthildi Guðmundsdóttur, systur skáldkonunn-
ar Theódóm Thoroddsen. Ekki blés byrlega fyrir hin-
um unga og áræðna manni fyrstu árin, eins og Ásgeir
lýsir í bók sinni, en hann stóð af sér alla erfiðleika
og efnaðist vel upp úr 1890, jafnframt því sem Bíldudal-
ur varð blómlegt sjávarkauptún.
Það er athyglisvert, að á Bíldudal gaf Pétur J. Thor-
steinsson út eigin peninga, sem hann greiddi fólki sínu
með og vom innleysanlegir í verslun hans. Hér var á
ferðinni eins konar einkaseðlaútgáfa, bundin vöru--
birgðum verslunar hans. í heimsókn sinni hingað til
lands vorið 1980 setti Friðrik Ágúst von Hayek ein-
mitt fram hugmynd um einkaseðlaútgáfu, þar eð hann
hefur misst alla von um, að stjórnmálamenn geti séð
okkur fyrir traustum gjaldmiðli. Pétur J. Thorsteins-
son var greinilega á undan tímanum! Þess má síðan
geta, að einkaseðlaútgáfa Péturs og annarra kaup-
manna var stöðvuð með sérstökum lögum, sem Hann-
es Hafstein, þá þingmaður Norður- Isfirðinga, haföi
fmmkvæði að. Minnir þetta á það, að það er síður en
svo neitt náttúmlögmál, að ríkið annist öll verkefni.
Kaflaskil urðu í lífi Péturs J. Thorsteinssonar, er
hann fluttist árið 1903 með konu og börnum (þar á
meðal Guðmundi Thorsteinsson, Muggi) til Kaup-
mannahafnar. Áður-haföi allt gengið honum í haginn,
en nú sneri gæfan við honum bakinu. Hann stofnaði
áriö 1907 Milljónafélagið svonefnda meö Thor Jensen
og nokkrum dönskum íjármálamönnum, og skyldi það
standa aö fiskveiðum og margvíslegri annarri starf-
semi á íslandi. En tveimur árum síðar gekk hann úr
félaginu. Leiðir Ásgeir Jakobsson rök að því, að óná-
kvæmlega sé sagt frá Milljónafélaginu í endurminn-
ingum Thors Jensens. Hafi Pétur J. Thorsteinsson
Bókmenntir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
tapað stórfé á viðskiptum við Thor og hina dönsku
fjármálamenn. Pétur hélt þó áfram útgerð, fluttist aft-
ur til íslands og rak ásamt öðrum hið svonefnda
Hauksfélag. En skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld varð
það fyrirtæki gjaldþrota, og Pétur missti allar eignir
sínar. Hann lést árið 1929.
Það kemur skýrt fram í þessari bók að kerfi gróðans
er líka kerfi tapsins. Fyrir hvert íslenskt útgerðarfyrir-
tæki, sem blómgaðist og dafnaði, var til eitthvert ann-
að, sem varð gjaldþrota. Hvergi á sennilega betur við
kjörorðið „Vogun vinnur - vogun tapar“. Pétur J.
Thorsteinsson var um skeið maður stórauðugur á ís-
lenskan mælikvarða, en hann dó eignalaus. Þetta er
umhugsunarefni. Sú skipan mála, að misheppnaðar
tilraunir manna bitna á þeim sjálfum, en ekki skatt-
greiðendum, er þrátt fyrir allt miklu hagkvæmari en
sú, sem nú stendur, að opinberir aðilar bjargi öllum
frá afleiðingum gerða sinna. Hvort sem gjaldþrot Pét-
urs J. Thorsteinssonar var réttmætt eða ekki, er gjald-
þrot í sjálfu sér ekkert annað en sjálfsleiðréttingarráö
hins frjálsa markaðar, nauðsynlegt tæki til að halda
uppi aga. Ein skýringin á örum framförum þessa tíma-
bils kann að vera, að kerfi gróðans var þá um leið
kerfi tapsins. Pilsfaldakapítalisminn kom síðar til
sögu.
Af ævisögu Péturs J. Thorsteinssonar má ráða, að
hann hafi verið ljúfmenni mikið og snyrtimenni, at-
orkusamur með afbrigðum og stórhuga, en ef til vill
ekki eins fyrirhyggjusamur og gætinn í viðskiptum
og Einar Þorgilsson eða Thor Jensen. Samtíðarmenn
hans lögðu fátt eða ekkert misjafnt til hans, og er það
óvenjulegt um jafndómharða menn og íslendinga. Við
hlið hans 'stóð góð kona, Ásthildur Thorsteinsson,
þekkt að örlæti og hjálpsemi. Ásgeir Jakobsson hefur
unnið þarft verk með þessari bók um merkan íslensk-
an athafnamann.
Ásgeir Jakobsson:
Bildudalskóngurinn
Skuggsjá, Reykjavík 1990.
í TONY
jvHILLEKMAN
.H A u G B R J 0 T A R
Þrjár bækur frá íslenska
kiljuklúbbnum
Dansað við Regitze er nýleg skáldsaga
eftir danska rithöfundinn Mörthu Christ-
ensen sem gerð hefur verið vinsæl kvik-
mynd eftir. Lesandinn er staddur í garð-
veislu á fögru sumarkvöldi og á milli
þess sem henni er lýst éru rifjuð upp
brot úr ævi gestgjafanna. Sverrir Hólm-
arsson íslenskaði söguna. Hvíta húsið
hannaði kápu.
Hinsti heimur er skáldsaga eftir þýska
rithöfundinn Christoph Ransmayr og
vakti hún verulega athygli er hún kom
út á frummálinu fyrir tveimur árum.
Ágúst keisari hefur fellt dóm yfir skáld-
inu Óvíd og vísað honum brott úr róm-
veska rikinu til útlegar á hjara veraldar
- í útkjálkaþorpi við Svartahaf. Maður
nokkur, Kotta að nafni, heldur þangað
mörgum árum síðar til að fregna um af-
drif útlagans. Kristján Árnason íslensk-
aði bókina. Hvíta húsið hannaði kápu.
Haugbrjótar er ný spennusaga eftir einn
vinsælasta spennusagnahöfund Banda-
ríkjanna, Tony Hillerman. Kona nokkur
stundar mannfræðirannsóknir á slóðum
Navajoindíána í Nýju-Mexíkó. Morgun
einn fer hún að heiman til að sinna upp-
greftri og hverfur síðan sporlaust. Tveir
lögreglumenn taka til við að rannsaka
máliö. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi
bókina. Steingrímur Eyfiörð Krist-
mundsson hannaði kápu. Bækumar eu
allar hannaðar hjá Collins í Skotlandi.
Jólalukkupottur barnanna
Með happdrættismiðum Landssambands
flugbjörgunarsveitanna sem sendir voru
landsmönnum nú fyrir jóhn fylgdu
myndir fyrir bömin til að lita og senda
síðan í „Jólalukkupott barnanna". Fjöl-
margar myndir bámst og var dregið úr
pottinum „hjá afa“ á Stöð tvö. Á með-
fylgjandi Ijósmynd sést hluti af bömun-
um sem unnu til verðlauna ásamt fulltrú-
um Flugbjörgunarsveitanna. Landsam-
band flugbjörgunarsveitanna þakkar öll-
um fyrir þátttökuna og óskar landsmönn-
um farsældar á komanda ári.