Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991.
f l rP r i. s T i ; ■
Fréttir
Úrgangur frá ríkisspítulum urðaður meðan brennslustöð er lokuð:
Hundruð kflóa af sótt-
næmu sorpi á haugana
- ástandið fer versnandi, segir Birgir Þórðarson hjá Hollustuvemd
Hundruö kílóa af sóttnæmum úr-
gangi frá Landspítalanum og fleiri
sjúkrastofnunum liggur nú í pokum
á sorphaugunum í Gufunesi. Úr-
gangurinn er greinilega merktur
meö þeim hætti að innihald hans eigi
að brenna. Á sorphaugunum í Gufu-
nesi fer hins vegar aöeins fram urð-
un. Venjulega er sóttnæmum úr-
gangi frá sjúkrahúsum ekið í Sorp-
eyðingarstöð Suðurnesja þar sem
hann er brenndur. Stöðin verður
hins vegar lokuð næstu sjö vikur.
Birgir Þórðarson, umhverfisskipu-
lagsstjóri Hollustuverndar ríkisins,
segir að þessum úrgangi eigi skilyrð-
islaust að brenna á viöeigandi stað:
„Það er víða pottur brotinn í þessum
efnum hjá spítulum landsins. Þetta
er sóttnæmur úrgangur, til dæmis
frá skurðstofum. Þarna er ýmislegt
sem kemur frá aðgerðum. Af þessu
stafar smithætta en því miður virðist
ástandið í þessu málum hafa farið
versnandi að undanfórnu," sagði
Birgir í samtali við DV í gær.
„Fyrir neðan allar hellur“
„Borgarspítahnn er eina sjúkra-
húsið í Reykjavík sem gengur frá
úrgangi á fullnægjandi hátt. Þar er
hann settur í sérstakar tunnur, safn-
að saman reglulega og síöan ekið í
brennslustöðina. Hjá ríkisspítulun-
um er verr að þessu staðið. Þar er
úrgangurinn settur í poka og þeir eru
líka með kerrugám sem notaður er.
Sumt af þeirra úrgangi hefur farið
upp í Gufunes en sumt í brennslu-
stöðina. Menn eru að horfa í sam-
bærilegan kostnað og Borgarspítal-
inn hefur greitt þegar hann kaupir
sína þjónustu.
Að setja sóttnæman úrgang á sorp-
hauga er náttúrlega fyrir neðan allar
hellur. Auk þess er ekki staðið að
flutningunum á viðhlítandi hátt.
Þarna geta sprautuoddar og skurð-
hnífar staðið út úr pokunum. Þetta
er oft blautur úrgangur og það hefur
lekið úr þessu. Það hefur jafnvel ver-
ið blóðslóð á þeim vögnum sem þetta
hefur verið flutt með.
Þarf sérstaka brennslustöð
Ef vel á að vera verður að koma
sérstakri brennslustöð upp fyrir úr-
ganginn. Það ef forkastanlegt að hafa
þetta svona. Þetta viðgengst víðast á
landinu og það er aðeins á einu
sjúkrahúsi sem fullnægjandi háhita-
ofn er fyrir hendi með mengunar-
varnarbúnaði - það er á sjúkrahús-
inu á Akranesi. Ég er ekki að segja
aö svona ofnar eigi að vera alls stað-
ar en það þarf að koma upp einhvers
Blaðamaður DV skoðar sóttmengaðan úrgang frá sjúkrahúsunum á sorphaugum Reykjavíkur. Þessi úrgangur á
að brennast. Það verður þó ekki gert næstu sjö vikurnar. Á meðan verður úrgangurinn urðaður.
DV-mynd GVA
konar eyðingarþjónustu á höfuð-
borgarsvæðinu og annars staðar á
landinu. Víða á landsbyggðinni fer
þetta bara í svarta poka og síðan á
haugana. Þar sem best lætur er ein-
hver járndallur þar sem þessu er
brennt. í Reykjavík er það einungis
Borgarspítahnn, nokkrar heilsu-
gæslustöðvar og einhverjar einka-
læknisstofur sem notfæra sér viðeig-
andi þjónustu í þessu sambandi."
Birgir segir að erlendis séu dæmi
þess að eyðnismit hafi borist með
læknaáhöldum og umræða hafi verið
töluverð vegna þessara hluta á ís-
lenskum sjúkrahúsum: „Menn vita
af þessu ástandi vepa sorpmálanna
og það þarf að setja reglur í þessu
sambandi og koma upp ákveðnu
kerfi sem hafa verður eftirht með,“
sagði Birgir Þórðarson.
-ÓTT
Fjölmiölar
Málgagn eða ekki málgagn?
Þjóðviljinn er það dagblað sem
tengir sig við ákveðna stétt i þjóð-
félaginu, verkalýðinn, eða það má
að minnsta kosti lesa í haus þess.
Þar stendur að blaðið sé málgagn
sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðs-
hreyfingar (reyndar er verkaiýös-
hreyfmgin talín á undan þjóðfrels-
inu í Helgarblaðinu).
Efþetta málgagn verkalýðshreyf-
ingar er skoðað með tillíti til mál-
efna verkafólks lítur þessi tilvísun
í blaðhausnum út eins og hvert ann-
að grín. Þjóðviljinn sinnir nefnilega
verkalýðsbaráttu, verkalýöshreyf-
ingu, verkafólki og málefnum þess
verstallradagblaða.
Nýlegasta dæmið eru kosning-
arnar í Verkamannafélaginu Dags-
brún á dögunum. Það hefði mátt
ætla að málgagn verkalýðshreyfing-
ar tæki á þessu máli frá öllum hlið-
um, aftur á bak og áfram, i fortíð
ognútíð.
Sannast sagnasinnti Þjóöviljinn
þessum fréttnæma viðburði nánast
ekki neitt. í vikunni fyrir kosningar
birtust þijár stuttar fréttir og ein
atliugasemd frá mótframboðinu.
Ekki var minnst á kosningarnar í
leiðara blaðsins eða öðrum dálkum.
Bæði Morgunblaðið og DV birtu
fréttir og viðtöl við efstu menn, að
ónefndum öllum kjöllurunum í DV
sem voru upp undir þrír á dag.
Undirrituð leitaði í helgarmál-
gagni verkalýðshreyfingarinnar að
greinum og þó helst úttektum á
þessum sögulega atburði og jafhvel
útskýringum á hreyfingunni al-
mennt þar sem Dagsbrún hefur haft
mótandi áhrif á verkalýðsbaráttu
aldarinnar. Ekkert birtist um Dags-
brún í Helgarblaðinu en miklu
plássi eytt undir offituvandamál
þjóðarinnai-. Meðan kosningabar-
áttan í Ðagsbrún stóð yfir var ileiri
dálksentímetrum eytt undir ost og
ostlíki en verkalýðsmál.
Niðurstaðan er sú að Málgagnið
er hvorki málgagn verkalýðs eða
verkalýðshreyfingar. Blaðið styður
hins vegar dyggilega við bakið á
landbúnaðaráðherra og baráttu
hans fyrir landbúnaðinum. Er Þjóð-
viljinn þá málgagn sósíalisma, þjóð-
frelsis og íslensks landbúnaöar?
Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir
39
Veður
Suóvestanátt, viðast kaldi eða stinningskaldi, él um
landið sunnan- og vestanvert en léttir til norðaustan-
lands. Gengur í hvassa suðaustanátt og þykknar upp
suðvestanlands með kvöldinu og má búast við stormi
eða roki og rigningu undir miðnætti. I öðrum lands-
hlutum bætir einnig i vind i kvöld, hvassviðri eða
stormur og rigning norðaustanlands er kemur fram
á nóttina. Veður fer kólnandi i bili en hlýnar aftur
með kvöldinu.
Akureyri skýjað -1
Egilsstaðir snjóél 2
Hjarðarnes alskýjað 3
Galtarviti snjókoma -3
Keflavíkurflugvöllur snjóél -3
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -1
Raufarhöfn alskýjað 0
Reykjavik léttskýjað -3
Vestmannaeyjar snjóél -1
Bergen snjókoma 0
Helsinki skýjað -5
Ósló skýjað -9
Stokkhólmur skýjað -5
Þórshöfn skýjað 7
Amsterdam þokumóða -3
Barcelona skýjað 5
Berlin heiðskírt -11
Feneyjar heiðskírt -5
Frankfurt heiðskírt -10
Glasgow mistur 2
Hamborg heiðskirt -8
London mistur 2
LosAngeles alskýjað 14
Lúxemborg þokumóða -7
Madrid súld 1
Malaga skýjað 8
Mallorca þokumóða 4
Montreal alskýjað -12
New York heiöskírt -3
Nuuk skafrenning- -21
Orlando alskýjað 14
Paris hrímþoka -2
Róm hálfskýjað 0
Valencia þokumóða 2
Vin mistur -15
Winnipeg skýjað -18
Gengið
Gengisskráning nr. 22. - 1.. febrúar 1991 kl.
9.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 54,300 54,460 54,690
Pund 106,971 107,286 107,354
Kan. dollar 46,728 46,865 47,027
Dönsk kr. 9,5431 9,5712 9,5553
Norskkr. 9,3863 9,4140 9,4034
Sænsk kr. 9,8192 9,8481 9,8416
Fi. mark 15,1570 15,2017 15,1896
Fra. franki 10,8054 10,8373 10,8260
Belg. franki 1,7853 1,7906 1,7858
Sviss. franki 43,1809 43,3082 43,4134
Holl. gyllini 32,5921 32,6881 32,6361
Þýskt mark' 36,7388 36,8471 36,8023
it. líra 0,04884 0,04898 0,04896
Aust. sch. 5,2134 5,2287 5,2287
Port. escudo 0,4156 0,4168 0,4153
Spá. peseti 0,5860 0.5878 0,5855
Jap. yen 0.41338 0,41460 0,41355
Irskt pund 97,726 98,014 98,073
SDR 78,1784 78,4088 78,4823
ECU 75,5992 75,8219 75,7921
Símsuari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
31. janúar seldust alls 91,259 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meðal Lægsta Hæsta
Gellur 0,026 290,00 290,00 290,00
Rauðm/gr. 0,107 97,00 97,00 97,00
Koli 0,097 90,00 90,00 90,00
Steinbítur, ósl. 0,393 55,04 54,00 60,00
Langa.ósl. 0,647 66,00 66,00 66,00
Smár þorskur 0,289 88,51 88,00 89,00
Keila 1,408 44,29 43,00 47,00
Ýsa, ósl. 0,549 97,00 97,00 97,00
Smáþorskur, ósl 0,234 72,37 71,00 79,00
Þorskur, ósl. 2,348 105,90 96,00 112,00
Keila.ósl. 0,183 30,00 30,00 30,00
Ýsa 21,432 107,13 101,00 120.00
Ufsi 21,004 55,44 47,00 60,00
Þorskur 37,680 110,95 98,00 130.00
Steinbítur 1,332 63,10 61,00 65,00
Skata 0,032 100,00 100,00 100,00
Lúða 0,462 340,93 260,00 360,00
Langa 0,977 72,00 72,00 72,00
Karfi 1,979 48,32 42,00 50,00
Hrogn 0,059 211,01 180,00 270,00
Faxamarkaður
31. janúar seldust alls 99,081 tonn.
Blandað 0,084 65,39 41,00 150,00
Hrogn 0,361 197,81 190,00 210,00
Karfi 0,361 36,87 20,00 49,00
Keila 0,467 45,49 44,00 46,00
Kinnar 0,030 140,00 140,00 140,00
Langa 3,891 68,93 70,00 81,00
Lúða 0,041 299,88 265,00 320,00
Skarkoli 0,100 71,00 71,00 71,00
Steinbítur 3,060 64,04 61,00 68,00
Þorskur.sl. 73,109 108,30 102,00 119,00
Þorskur, ósl. 5,218 113,00 113,00 113,00
Undirmálsf. 4,967 89,60 80,00 92,00
Ýsa.sl. 2,172 108,09 102.00 109,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
31. janúar seldust alls 77,540 tonn.
Skata 0,057 86,00 86,00 86,00
Blálanga 0,470 79,00 79,00 79,00
Skötuselur 0,012 170,00 170,00 170,00
Langlúra 0,224 25,00 25,00 25,00
Blandað 0,051 10,00 10,00 10,00
Hrogn 0,115 227,00 227,00 227,00
Hlýri 0,019 63,00 63,00 63,00
Háfur 0,047 5,00 5,00 5,00
Náskata 0,013 5,00 5,00 5,00
Lúða 0,118 402,75 400,00 415,00
Ýsa.sl. 2,484 105,71 103,00 121,00
Ufsi 0,021 44,00 44,00 44,00
Þorskur, sl. 53,228 105,64 93,00 111,00
Hlýri + Steinb. 0,303 59,24 59,00 63,00
Karfi 0,950 44,32 15,00 58,00
Steinbítur 0,282 47,58 44,00 54,00
Langa 1,789 78,62 55,00 80,00
Keila 17,356 45,35 14,00 47,00
e-
<