Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991. 33 LífsstHl Júnl Jútr Áq. S#pt Okt Nóv. D*». Jan. 3 400 p Tómatar Vérð í krónum ys A236 f Júnl Júll ÁgúsSept Okt Nóv. Dos. Jan. DV kannar grænmetismarkaðinn: Mikil verðhækk- un á vínberjum - litlar veröbreytingar á öðrum tegundum Neytendasíða DV kannaði í þéssari viku verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum; Bónusi, Hafnarfirði, Fjarðarkaupi, Hafnarfirði, Hag- kaupi, Eiðistorgi, Kjötstöðinni, Glæsibæ og Miklagarði vestur í bæ. Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali en hinar samanburðar- verslanirnar selja eftir vigt. Til að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og umreiknað eftir meðalþyngd yfir í kílóverð. Meðalverð á tómötum lækkaði milli vikna um 6% og er verðið nú 236 krónur. Tómatar voru ódýrastir í Bónusi á 130 krónur. Næst á eftir kom Fjaröarkaup 286, síðan Kjöt- stöðin 293, Hagkaup 298 og Mikli- garður 374. Tómatar voru fallegastir í Fjarðarkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði á tómötum var 188%. Orlítil lækkun varð á meðalverði á gúrkum frá í síðustu viku, sem nam 1 prósentustigi. Meðalverðið er nú 291 króna. Gúrkur voru ódýrastar í Bónusi en þar var kílóverðið 110 krónur. Næst kom Hagkaup með 299, Mikligarður 335, Kjötstöðin 350 og Fjarðarkaup 362 kr. Munur á hæsta og lægsta verði var mikill eða 229%. Meðalverð á sveppum hækkaði lít- ið eitt eða um 3% og er nú 497 krón- ur. Sveppir voru ódýrastir í Bónusi á 347, síðan kom Kjötstöðin 448, Mikligarður 545, Hagkaup 564 og Fjarðarkaup 580 kr. Munur á hæsta og lægsta verði á sveppum var 67%. Mjög mikil hækkun var á meðal- verði á grænum vínberjum frá í síð- ustu viku. Hækkunin var heil 54% og meðalverðið nú er 341 króna. Græn vínber voru ódýrust í Bónusi Neytendur á 194 krónur kílóið, á eftir fylgdu Fjarðarkaup 315, Hagkaup 355, Mikligarður 366 og Kjötstöðin 475. Meðalverð á grænni papriku var eina meðalverðið sem lækkaði eitt- hvað aö ráði milli vikna. Lækkunin nam 13% og meðalverðiö er nú 276 krónur. Græn paprika var ódýrust í Bónusi og Miklagarði á 150 kr. Síðan kom Fjarðarkaup 316, Hagkaup 379 og Kjötstöðin 384. Munur á hæsta og lægsta verði á grænni papriku var 156%. Meðalverð á kartöílum lækkaði um 5 af hundraði og er nú 77 krónur. Kartöflur fengust ódýrastar í Bónusi á 55 krónur kílóið. Næstódýrastar voru kartöflur í Fjarðarkaupi á 75,50, en á eftir kom Hagkaup 82, Mikli- garður 82,50 og Kjötstöðin 89. Munur á hæsta og lægsta verði á kartöflum var 62%. Tvö prósent hækkun varð á meðal- verði á blómkáli milli vikna og er það nú 221 króna. Blómkál var ódýrast í Miklagarði á 199, síöan kom Fjarðar- kaup 199, Kjötstöðin 240 og Hagkaup 249. Munur á hæsta og lægsta verði var ekki mikill eða 28%. Blómkál fékkst ekki í Bónusi. Hækkun sem nam 7% varð á með- alverði á hvítkáli og er það nú 103 krónur. Hvítkál var ódýrast í Bónusi á 75 krónur. Næst kom Mikligarður 98, Hagkaup 109, Kjötstöðin 115''og Fjarðarkaup 118. Munur á hæsta og lægsta verði á hvítkáli var 57%. Lítil lækkun varð á meðalverði á gulrótum. Hún nam 3% og er það nú 142 krónur. Lægsta kílóverðið var í Bónusi 90 krónur. Næst kom Mikli- garður 140, Fjarðarkaup 150 Hag- kaup 155 og Kjötstöðin 173 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á gulrótum var 92 af hundraði. Sértilboð og afsláttur: Bleiur og bamamatur í verslunum Bónuss gat að líta Maarud kartöfluflögur, 250 g, á til- boðsverðinu 168 krónur. Auk þess voru 2 kg af appelsínum á 168 krón- ur, Pripps pilsner í dósum, 'A 1 á 45 kr., og Jacobs kaíll, 'A'kg á 174 krón- ur. Verslunin Fjarðarkaup var með til- boðsverð á Busy Baker saltkexi, 226 g á 59 krónur, blandað grænmeti í dós frá Bonduelle, 400 g á 99 krónur. Afsláttarverð var á Blue Ridge svita- sprayi, en 180 ml af því kostuðu 89 krónur. Charm Fabric mýkingarefni í þvott, 11, kostaði 49 krónur. í Hagkaupi, Eiðistorgi, var hægt að fá Swahns Select kafli Extra á 225 krónur 'A kg, en kynning var á því kaffl í gær í versluninni. Kind and Gentle bleiur, 44 stk., fengust á 899 krónur, Gerber barnamatur, 3 krukkur saman, 128 g hver, kostaði 99 krónur og McVities kremkex, 300 g, var á 69 krónur. í Miklagarði vestur í bæ var kíló- verðið á appelsínum 74 krónur. Norskt smjörlíki í hálfs kílós umbúð- um kostaði 65 kr., maískom í niður- suðudósum, 481 g, kostaði 119 og 510 gramma pakkar af Kom Flakes kost- uðu 140 krónur. Aflsáttarverð var í gildi á nauta- hakki hjá Kjötstöðinni og var hægt að fá það á 625 krónur kílóið ef keypt voru 5 kg. Shine uppþvottalögur, 1 1, kostaði 69 krónur, Blutex þvotta- efni, 2 pakkar saman 1,2 kg hvor, kostuðu 299 krónur og Marino kafli, 454 g, kostaði 187 krónin-. SVEPPIR +3% I V) 3 CQ I 580 347

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (01.02.1991)
https://timarit.is/issue/193236

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (01.02.1991)

Aðgerðir: