Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiFebruary 1991Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728123
    45678910
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991. 33 LífsstHl Júnl Jútr Áq. S#pt Okt Nóv. D*». Jan. 3 400 p Tómatar Vérð í krónum ys A236 f Júnl Júll ÁgúsSept Okt Nóv. Dos. Jan. DV kannar grænmetismarkaðinn: Mikil verðhækk- un á vínberjum - litlar veröbreytingar á öðrum tegundum Neytendasíða DV kannaði í þéssari viku verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum; Bónusi, Hafnarfirði, Fjarðarkaupi, Hafnarfirði, Hag- kaupi, Eiðistorgi, Kjötstöðinni, Glæsibæ og Miklagarði vestur í bæ. Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali en hinar samanburðar- verslanirnar selja eftir vigt. Til að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og umreiknað eftir meðalþyngd yfir í kílóverð. Meðalverð á tómötum lækkaði milli vikna um 6% og er verðið nú 236 krónur. Tómatar voru ódýrastir í Bónusi á 130 krónur. Næst á eftir kom Fjaröarkaup 286, síðan Kjöt- stöðin 293, Hagkaup 298 og Mikli- garður 374. Tómatar voru fallegastir í Fjarðarkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði á tómötum var 188%. Orlítil lækkun varð á meðalverði á gúrkum frá í síðustu viku, sem nam 1 prósentustigi. Meðalverðið er nú 291 króna. Gúrkur voru ódýrastar í Bónusi en þar var kílóverðið 110 krónur. Næst kom Hagkaup með 299, Mikligarður 335, Kjötstöðin 350 og Fjarðarkaup 362 kr. Munur á hæsta og lægsta verði var mikill eða 229%. Meðalverð á sveppum hækkaði lít- ið eitt eða um 3% og er nú 497 krón- ur. Sveppir voru ódýrastir í Bónusi á 347, síðan kom Kjötstöðin 448, Mikligarður 545, Hagkaup 564 og Fjarðarkaup 580 kr. Munur á hæsta og lægsta verði á sveppum var 67%. Mjög mikil hækkun var á meðal- verði á grænum vínberjum frá í síð- ustu viku. Hækkunin var heil 54% og meðalverðið nú er 341 króna. Græn vínber voru ódýrust í Bónusi Neytendur á 194 krónur kílóið, á eftir fylgdu Fjarðarkaup 315, Hagkaup 355, Mikligarður 366 og Kjötstöðin 475. Meðalverð á grænni papriku var eina meðalverðið sem lækkaði eitt- hvað aö ráði milli vikna. Lækkunin nam 13% og meðalverðiö er nú 276 krónur. Græn paprika var ódýrust í Bónusi og Miklagarði á 150 kr. Síðan kom Fjarðarkaup 316, Hagkaup 379 og Kjötstöðin 384. Munur á hæsta og lægsta verði á grænni papriku var 156%. Meðalverð á kartöílum lækkaði um 5 af hundraði og er nú 77 krónur. Kartöflur fengust ódýrastar í Bónusi á 55 krónur kílóið. Næstódýrastar voru kartöflur í Fjarðarkaupi á 75,50, en á eftir kom Hagkaup 82, Mikli- garður 82,50 og Kjötstöðin 89. Munur á hæsta og lægsta verði á kartöflum var 62%. Tvö prósent hækkun varð á meðal- verði á blómkáli milli vikna og er það nú 221 króna. Blómkál var ódýrast í Miklagarði á 199, síöan kom Fjarðar- kaup 199, Kjötstöðin 240 og Hagkaup 249. Munur á hæsta og lægsta verði var ekki mikill eða 28%. Blómkál fékkst ekki í Bónusi. Hækkun sem nam 7% varð á með- alverði á hvítkáli og er það nú 103 krónur. Hvítkál var ódýrast í Bónusi á 75 krónur. Næst kom Mikligarður 98, Hagkaup 109, Kjötstöðin 115''og Fjarðarkaup 118. Munur á hæsta og lægsta verði á hvítkáli var 57%. Lítil lækkun varð á meðalverði á gulrótum. Hún nam 3% og er það nú 142 krónur. Lægsta kílóverðið var í Bónusi 90 krónur. Næst kom Mikli- garður 140, Fjarðarkaup 150 Hag- kaup 155 og Kjötstöðin 173 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á gulrótum var 92 af hundraði. Sértilboð og afsláttur: Bleiur og bamamatur í verslunum Bónuss gat að líta Maarud kartöfluflögur, 250 g, á til- boðsverðinu 168 krónur. Auk þess voru 2 kg af appelsínum á 168 krón- ur, Pripps pilsner í dósum, 'A 1 á 45 kr., og Jacobs kaíll, 'A'kg á 174 krón- ur. Verslunin Fjarðarkaup var með til- boðsverð á Busy Baker saltkexi, 226 g á 59 krónur, blandað grænmeti í dós frá Bonduelle, 400 g á 99 krónur. Afsláttarverð var á Blue Ridge svita- sprayi, en 180 ml af því kostuðu 89 krónur. Charm Fabric mýkingarefni í þvott, 11, kostaði 49 krónur. í Hagkaupi, Eiðistorgi, var hægt að fá Swahns Select kafli Extra á 225 krónur 'A kg, en kynning var á því kaffl í gær í versluninni. Kind and Gentle bleiur, 44 stk., fengust á 899 krónur, Gerber barnamatur, 3 krukkur saman, 128 g hver, kostaði 99 krónur og McVities kremkex, 300 g, var á 69 krónur. í Miklagarði vestur í bæ var kíló- verðið á appelsínum 74 krónur. Norskt smjörlíki í hálfs kílós umbúð- um kostaði 65 kr., maískom í niður- suðudósum, 481 g, kostaði 119 og 510 gramma pakkar af Kom Flakes kost- uðu 140 krónur. Aflsáttarverð var í gildi á nauta- hakki hjá Kjötstöðinni og var hægt að fá það á 625 krónur kílóið ef keypt voru 5 kg. Shine uppþvottalögur, 1 1, kostaði 69 krónur, Blutex þvotta- efni, 2 pakkar saman 1,2 kg hvor, kostuðu 299 krónur og Marino kafli, 454 g, kostaði 187 krónin-. SVEPPIR +3% I V) 3 CQ I 580 347

x

Dagblaðið Vísir - DV

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Mál:
Árgangir:
41
Útgávur:
15794
Registered Articles:
2
Útgivið:
1981-2021
Tøk inntil:
15.05.2021
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Stuðul:
Tidligere udgivet som:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 27. tölublað (01.02.1991)
https://timarit.is/issue/193236

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

27. tölublað (01.02.1991)

Iliuutsit: