Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1991, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991 LífsstHL Hreinn appelsínusafi má alls ekki vera bragðbættur né útþynntur með neins konar aukaefnum. Hreinn appelsínusafi: Ekki eins hreinn og menn halda Hér á landi er til mikill í]öldi teg- unda af hreinum appelsínusafa. Á markaðnum ríkir mikil samkeppni um hylli kaupenda, enda selst hreinn appelsínusafi í miklum mæli hér á landi. Á tímum hollustu og heilsuverndar þykir hreinn app- elsínusafi vera góður og hollur drykkur. Á umbúðum eru yfirleitt staðhæfingar um að safinn sé hreinn appelsínusafi eða „pure or- ange juice". En er hægt að treysta þessum merkingum? Ef tekið er mið af könnun opin- berrar nefndar í Bretlandi er sjald- gæft að fmnist ferna frá nokkru fyrirtæki sem uppfylhr þær kröfur að vökvinn sé hreinn appelsínu- safi. í Bretlandi stendur neytend- um til boða 21 tegund af hreinum appelsínusafa. Aðeins fimm þeirra eru það í raun og veru. Hinar 16 tegundirnar eru útþynntar eða bragðbættar með ýmsum teghind- um. Þar má nefna ýmsar tegundir sykurs, kornsíróp og ýmsar aðrar bragðtegundir sem fyrirfinnast ekki i appelsínum. Landbúnaðar- ráðherra Breta, John Gummer, hefur verið harðorður í garð fram- leiðenda og fer fram á umbætur. Flestir framleiðendanna, sem stóð- ust ekki prófið, lofa bót og betrun. í þessu sambandi er ekki verið að segja að varan sé endilega óholl þó hún innihaldi ekki alveg hreinan appelsínusafa. Hins vegar er óleyfi- legt að halda fram ósannindum utan á umbúðum og það er refsi- vert athæfi. Þær tegundir sem stóðust prófun- ina í Bretlandi voru appelsínusafi frá „Del Monte“, „De L’Ora“, „Wai- tress“, „St. Ivel“ og „Stute“. í Bret- landi einu drekka landsmenn app- elsínusafa fyrir jafnvirði rúmra 73 milljarða íslenskra króna. Ef sú tala er heimfærð yfir á íslenska neyslu og miðað við að hver ís- lenskur þegn drekki til jafns við breskan samsvarar það um 320 milljónum króna. Það er því mikið í húfi fyrir hvem framleiðanda að hafa sína framleiðslu á hreinu. ÍS Geislar frá halogenlömpum: Geta verið skaðlegir -við mikla og langvarandi notkun Halogenlýsing hefur smám saman náð auknum vinsældum fram yfir venjulega lýsingu, bæði á heimilum og vinnustöðum. Ýmislegt hefur orð- ið til þess að halogenljós eru tekin fram yfir önnur. Nú hafa hins vegar komið fram efasemdir um ágæti ha- logenljósa. Talið er að þau geti valdið augnskaða og jafnvel húðkrabba hjá fólki sem notar mikið halogenlýs- ingu. Neytendur Halogenlýsing hefur verið tekin upp á mörgum vinnustöðum. Halog- enlampar hafa einnig verið notaöir mikið á heimilum. Þessi lýsing er talin hafa ýmislegt framyfir venju- lega lýsingu. Fyrst má nefna að hún eyðir mun minna rafmagni. Perur í halogenlömpum endast auk þess mun lengur en aðrar og lýsingin hef- ur í mörgum tilfellum verið talin betri og jafnari. Vandamálið er það að halogenljós gefur frá sér útfjólubláa geislun. Al- veg eins og útfjólubláir geislar sólar- innar geta valdið húðkrabba, geta geislar halogenlampanna það einnig. Auk þess er talið að hornhimna aug- ans eigi á hættu að skemmast af völd- um útfjólublárra geisla. í Svíþjóð hefur verið töluverð umræða um skaðsemi halogenlampa. Töluvert uppistand varð vegna þessarar umræðu þar í landi fyrir nokkrum vikum en heldur hefur þó hægst um. Það má meðal annars rekja til yfirlýsingar sænsku ríkis- Þó að engin verndarhlíf sé á þessum halogenlampa er Ijósið þó nægilega langt frá borðinu til þess að lýsingin valdi engum skaða. stofnunarinnar sem sér um verndun þegnanna gegn geislun. Hún kvað upp úr um það að hættan á skaða af völdum útfjólublárra geisla í ha- logenlömpum væri hverfandi. Lýsing frá halogenlampa á húö þyrfti að vera mjög mikil og langvar- andi til þess að hún næði að hafa skaðvænleg áhrif. Auk þess væru halogenlampar með hlífðargleri al- veg skaðlausir. Hins vegar bæri að vara fólk með mjög viðkvæma húð við að nota of mikið halogenlýsingu. í Svíþjóð eru ekki til neinar reglur um hlífar á halogenlampa, frekar en hér á landi. Hins vegar er reglugerð í gildi í Bandaríkjunum þar sem skylda er að hafa hlíf á öllum halog- enlömpum. Full ástæða er til þess að vara fólk við að hafa lýsingu af halogenlampa of nálægt andliti eða húð í langan tíma í senn. Sé þess gætt ætti hættan af halogenlömpum að vera hverf- andi. . ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.