Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKU.DAGUR 3. APRÍL 1991.
Fréttir
Bein lína DV hefst á föstudag:
Foringjar stjórnmála-
f lokka svara spurningum
- semlesendurDVberauppviðþá
Oddvitar stjórnmálaflokkanna
verða á beinni línu í DV fyrir kosn-
ingarnar þar sem lesendum DV
býðst að leggja fyrir þá spurningar.
Þar sem óðum styttist í kosningar
og kosningabaráttan er komin á
fulla ferð hefst bein lína DV fostu-
dagskvöldið 5. apríl. Þá munu full-
trúar Kvennalistans, þær Anna
Ólafsdóttir Björnsson og Kristín
Einarsdóttir, sitja fyrir svörum.
Spurningar lesenda og svör
kvennalistakvenna birtast í DV á
mánudag.
Mánúdagskvöldið 8. apríl verður
beinni línu framhaldið þegar Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður
Alþýðuflokksins, svarar spurning-
um lesenda. Þriðjudagskvöldið 9.
apríl verður Steingrímur Her-
mannsson, formaður Framsóknar-
flokksins, tekinn á beinið og Ólafur
Ragnar Grímsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, miðvikudags-
kvöldiö 10. apríl. Síðastur á beinni
línu í DV verður Davíö Oddsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, en
hann svarar lesendum fimmtu-
dagskvöldið 11. apríl. Spurningar
lesenda og svör stjórnmálaforingj-
anna birtast strax í DV daginn eftir
beina línu.
Bein lína DV fer fram með þeim
hætti aö stjórnmálaforingjarnir
sitja við símann á ritstjórn DV frá
klukkan 19.30-21.30, eða tvo tíma.
Lesendum býðst þá að hringa í
síma 27022 og spyija þá spjörunum
úr.
Þeim sem hringja er bent á að
hafa spurningar sínar stuttar og
skýrar þannig að sem flestir komist
að. Gefst hverjum hringjanda kost-
ur á að bera fram eina til tvær
spurningar sem tengst geta hverju
sem viðkemur stjórnmálum og
þeim hræringum sem þar eiga sér
stað.
-hlh
Grænlandsþorskurinn:
Áætlanir okkar
munu standast
- sjömerktirþorskarhafafundist
. „Það er í sjálfu sér osköp lítið að
frétta af Grænlandsgöngunni. Það
hafa fundist sjö þorskar sem merktir
voru viö Grænland fyrir einu og
hálfu ári. Auk þess höfum við fengið
sýni af þorski sem við teljum að sé
frá Grænlandi sökum þess að hann
hefur minni meðallengd en íslenski
þorskurinn," segir Björn Ævar
Steinarsson, fiskifræðingur hjá Haf-
rannsóknastofnun.
„Á þessu stigi er ekkert hægt að
fullyrða um hvort það verður meira
eða minna af Grænlandsþorski hér
við land en það sem við höfðum áður
áætlað. Þegar við gerðum tillögur um
að þorskkvótinn yrði 300 þúsund
tonn í ár gerðum við ráð fyrir að 70
til 80 þúsund tonn myndu skila sér
af Grænlandsgöngunni. Það er ekk-
ert sem bendir til þess nú að það
muni ekki standast." -J.Mar
Blackpool Dance Festival:
íslenskt par haf nar
í sjöunda sæti
..
Magnús Steinþórsson fyrir framan Rolls Royce bifreið sína í porti Tollvörugeymslunnar í gaer.
Tvö íslensk pör taka þátt i dans-
keppni sem fer fram um þessar
mundir í Blackpool í Bretlandi. Það
eru þau Brynjar Örn Þorleifsson og
Sesselía Sigurðardóttir, sem keppa í
flokki 6 til 12 ára, en þau eru 10 ára.
Þau kepptu í vínarvalsi á sunnudag
og höfnuðu í 24. sæti af 56 og komust
þar með áfram í milliriðil. Þau
kepptu síðan í cha cha cha, sömbu,
rúmbu og jive í gærkvöldi og höfn-
uðu í sjöunda sæti. Það munaði ekki
nema hársbreidd að þau kæmust í
lokakeppnina sem sex efstu pörin
taka þátt í.
Þröstur Erlingsson og Birna Ósk
Hansdóttir, 15 ára, kepptu í sömbu
og höfnuðu í 48. sæti aJf 116 og kom-
ust einnig áfram í milliriðil. '
Þau .munu svo keppa í sömbu,
rúmbu og cha cha og paso doble í dag.
Að sögn Níelsar Einarssonar, eig-
anda Nýja dansskólans, þar sem ung-
mennin hafa verið í námi, er þetta í
fyrsta skipti sem íslendingar taka
þátt í Blackpool Dance Festival for
Juniors en keppnin fer nú fram í 34.
skipti. Keppendur alls staðar úr
heiminum taka þátt í keppninni og
þykir árangur íslensku keppend-
anna meö miklum ágætum.
-J.Mar
Brynjar örn Þorleifsson og Sesselía Sigurðardóttir taka þátt í stórri dans-
keppni sem fer fram i Blackpool í Bretlandi um þessar mundir.
Neitað um að aka götur borgarinnar á Rolls Royce:
Þessi bíll skal
aldrei á götuna
- sögðu tollverðir við Magnús Steinþorsson, eiganda bilsins
Eins og kunnugt er af fréttum flutti
Magnús Steinþórsson, hóteleigandi í
Englandi, Rolls Royce bíl sem hann
hefur nýlega fest kaup á til landsins
og var ætlun hans að koma um sama
leyti og aka á honum í nokkra daga
og flytja hann síðan til Englands aft-
ur. Ferð Magnúsar seinkaði og því
fékk Sigurður Steinþórsson, gull-
smiður bróðir Magnúsar bílinn lán-
aðan, setti á hann auglýsingamiða
frá verslun sinni Gull og silfur, þar
sem segir að Gull og silfur sé 20 ára
og ók á honum um bæinn.
Þegar tollstjóraembættið komst að
þessu vegna fréttar á Stöð 2, þar sem
Rollsinn var sýndur, var bíllinn þeg-
ar tekinn af götum borgarinnar, inn-
siglaður og settur í geymslu hjá Toll-
stjóraembættinu. Skýringin á aðgerð
þessari var sú, að bíllinn hefði verið
fluttur til landsins á sömu forsendum
og erlendir feröamenn fá aö koma
með bíla sína, til einkanota í stuttan
tíma, en ekki til atvinnureksturs eins
og tollverðir vildu meina aö bíllinn
hefði verið notaður til.
Þegar Magnús ætlaði síðan í gær-
dag að sækja Rolls Roycinn, sem er
af Silver Cloud árgerð 1964 og einn
af síðustu handsmíöuðu Rolls Royce
bílum sem framleiddir voru, kom
hann að lokuðum dyrum. Tollverðir
neituöu líonum um not á bílnum á
fyrrgreindum forsendum. Magnús
bauðst til að rífa hinn umdeilda aug-
lýsingamiða af bílnum, en nei takk.
„Þú ert búinn aö brjóta lögin. Þessi
bíll skal aldrei á götuna,“ var svarið
sem hann fékk. Píslarganga Magnús-
ar hófst nú fyrir alvöru um frumskóg
embættismannakerfisins. í allan
gærdag kom hann að lokuðum dyr-
um.
„Ég varð steini lostinn þegar ég
fékk þessi svör framan í mig. Ég
bauðst til að rífa miðann af en var
sagt að ég væri þegar búinn að brjóta
lögin,“ segir Magnús.
„Ég lét tollverðina og embætt-
ismenn í ráðuneytinu vita að hér
væru að koma bílar í hundruða tali
til landsins merktir í bak og fyrir og
ekkert væri sagt, en ég sem íslend-
ingur fengi aðra afgreiðslu. Mér er
spurn. Hef ég minni réttindi en út-
lendingar sem koma til landsins með
sína bíla? Áður en ég flutti bílinn til
landsins var ég búinn að fá öll tilskil-
in leyfi. Það er því erfitt að sætta sig
við úrskurð Tollstjóraembættisins.
Áður en ég sendi bílinn heim,
geymdi ég hann innandyra. Hér hef-
ur hann aftur á móti verið geymdur
úti við sjávarsíöuna þar sem seltan
hefur leikið hann illa, en bíll þessi
er ekki olíuborinn og því mjög við-
kvæmur gagnvart íslenskri veðráttu.
Það hlýtur að vera mjög rólegt hjá
Tollstjóraembættinu. Er með ólík-
indum að þeir skuli nenna að gera
þetta smámál að stórmáli. Mér finnst
þetta í raun einn allsherjarbrand-
ari.“
-HK