Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 32
FR ÉTTAS KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
MIÐVIKUDAGUR 3. APRlL 1991.
Flugmannadeilan:
Samningavið-
ræður í góðu
andrúmslofti
Samningaviðræður flugmanna og
vinnuveitenda héldu áfram hjá ríkis-
sáttasemjara í gær. Að sögn Þórarins
V. Þórarinssonar, formanns samn-
inganefndar vinnuveitenda, fóru við-
ræöurnar fram í góðu andrúmslofti.
Annar fundur hefur verið boðaður í
dag.
Vinnuveitendur settu fram til um-
ræðu tillögur um vinnutíma og hag-
ræðingu flugmanna til að ná fram
aukinni hagkvæmni í flugrekstri.
Samkvæmt heimildum DV eru þess-
ar tillögur taldar líklegar til að leysa
hnútinn.
Lögmaður flugmanna mun í dag
flytja greinargerð í Félagsdómi
vegna stefnu Flugleiða en félagið
kærði ílugmenn fyrir ólögmætt verk-
fall sem þeir boðuðu 29. mars síðast-
liðinn. Flugmenn frestuöu svo verk-
fallinu en eftir stendur í stefnunni
skaðabótakröfur á hendur flug-
mönnum. -ns
Fimmtán lista-
bókstafir
Fimmtán listabókstafir eru á skrá
dómsmálaráðuneytisins fyrir alþing-
iskosningarnar 20. apríl. í gær rann
út frestur til að skila inn beiðni um
listabókstaf. Við listabókstafi gömlu
fjórflokkanna og Kvennalistans, A-
B-D-G-V, bætast bókstafirnir E, F,
H, T, Z og Þ. Þá eru listabókstafirnir
C, Bandalag jafnaðarmanna, M,
Flokkur mannsins, J, Samtök um
jafnrétti og félagshyggju og S, Borg-
araflokkur, á skrá frá síðustu kosn-
ingum.
Verkamannaflokkurinn fær E og
býður fram í Reykjavík. Frjálslyndir
fá F og hyggja á framboö um land
allt. Heimastjórnarsamtökin fá H og
ætla að bjóða fram í öllum kjördæm-
um. Öfgasinnaðir jafnaðarmenn,
Reykjaneskjördæmi, fá T. Grænt
framboð fær Z. Þ verður listabókstaf-
ur sameiginlegs framboðs Þjóðar-
flokks og Flokks mannsins sem fer
fram um land allt. -hlh
Langbylgju-
mastrið fellt
Ákveðið hefur verið að fella lang-
bylgjumastrið á Vatnsendahæð. Ætl-
unin var í morgun að að fella það í
dag. Mastrið stóð af sér óveðrið þann
3. febrúar en þá fauk það mastur sem
hélt langbylgjuloftneti uppi á móti
því mastri sem fella á í dag.
Mastrið er komið til ára sinna og
er farið að ryðga mjög. Það er um 150
metraráhæð. ÓTT
LOKI
„Sjómannslíf, sjó-
mannslíf, draumur hins
dáða manns... "
Sjómaður, sem sótti um pláss hjá ÚA, segir að sér hafi verið hótað:
Sögðu að bryggjustólp-
arnir myndu hristast
- beitum ekki ofbeldi, segir talsmaður sjómanna
„Ég fékk vilyrði fyrir fastráðn-
ingu sem háseti hjá skipstjóranum
á Harðbak í fyrrakvöld. Tveimur
tímum eftir að viö höfðum talaö
saman hringdi í mig sjómaður frá
Akureyri og sagöi að það þyrfti
annaðhvort hugrekki eða heimsku
til að standa frammi fyrir norð-
lenskum sjómönnum. Þeir ætluðu
sér að sjá um að bryggjustólparnir
myndu hristast um leið og við
gengjum um borð. Mér finnst ekki
hægt að skilja þessi orð nema sem
hótun um ofbeldi," segir sjómaður
í Kópavogi.
„Ég ákvað svo aö hringja aftur í
skipstjórann og ég sagði honum að
eins og málið væri vaxið litist mér
ekkert á þetta og ákvað að sleppa
plássinu.
Ég er ekki á móti launahækkun-
um til handa sjómönnum en eins
dauði er annars brauð. Þeir eru
búnir að segja upp og það stendur
hver sjálfum sér næstur í atvinnu-
málum. Ég er atvinnulaus hús-
byggjandi og því fannst mér að ég
hefði ekki efni á því að sækja ekki
um þessa vinnu," segir sjómaður-
inn
„Við fréttum af þremur sjómönn-
um sem voru búnir að munstra sig
á togarana hér fyrir norðan og við
slógum á þráðinn til þeirra. Þeir
voru spurðir að því hvort þeir vissu
hvað þeir væru að gera. En við
stöndum ekki í ofbeldi og til þess
mun aldrei koma. Við hofum marg-
lýst því yfir að við séum ekki í nein-
um bófahasar og komi til að ofbeldi
verði beitt í þessari deilu þá verður
það ekki á okkar vegum,“ segir
Davíð Haraldsson, talsmaður sjó-
manna.
„Þeir sem við töluðum við tóku
þessu vel, sérstaklega eftir að þeim
haföi verið leitt fyrir sjónir á
hverju barátta okkar byggist og það
verði fýsilegra fyrir sjómenn að
vera á sjónum ef laun þeirra
hækki. Hins vegar er barátta okkar
unnin fyrir gig ef á að fara manna
skipin með nýjum mönnum,“ segir
Davíð
-J.Mar
Framkvæmdir við húsið, sem Hið íslenska bókmenntafélag er að reisa við Lækjargötu 4, ganga vel. Áætlað er
að húsið verði notað undir verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Reykjavikurborg á lóðina en Hið íslenska bókmennta-
félag fékk hana úthlutaða til bygginga. DV-mynd BG
Veðriðámorgun:
Þurrtfyrir
sunnan
Á morgun verður norðaustan
kaldi víðast hvar á landinu. É1
verða noröanlands og austan en
þurrt suðvestan- og vestanlands. .
Frost verður á bilinu 6 til 9 stig.
Heimssýningin í Sevilla:
Skýrist í dag
hvort íslending-
arverðameð
„Það er ekki ljóst á þessari stundu
hvort við munum taka þátt í heims-
•sýningunni í Sevilla á Spáni 1992. Það
er verið að athuga það úti hvort við
höfum ennþá þaö pláss sem við höfð-
um eða hvort búið er að úthluta því
annað. Ég fæ væntanlega upplýsing-
ar um það í dag hvort við höfum enn
möguleika á að taka þátt í sýning-
unni,“ segir Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra.
„Það þarf einnig að athuga hvaða
reglur gilda í sambandi við sýning-
una. Ég geri ráð fyrir aö Helgi Pét-
ursson, fyrrverandi útvarpsstjóri á
Aðalstöðinni, og Baldvin Jónsson
markaðsstjóri muni fara til Noregs
innan skamms til viðræðna við
skipakónginn Klostner en hann hef-
ur komið fram með hugmyndir um
hvernig hægt verði að kosta íslenska
sýningarskálann. Það eru hugmynd-
ir sem þarf að fara vel yfir án þess
að ég geti skýrt nánar frá þeim nú.“
-J.Mar
í lífshættu
Fjögurra ára stúlka liggur lífs-
hættulega slösuö á sjúkrahúsi eftir
að hafa orðið fyrir bíl skammt frá
þéttbýliskjarna á Kjalarnesi síðdegis
í gær. Bifreiðinni var ekiö í átt að
Hvalfirði þegar stúlkan hljóp út á
veginn. Hún hlaut alvarlega höfuð-
áverka. -ÓTT