Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 3, APRÍL 1991. • 3 Fréttir Steingrímur Hermannsson svarar læknum: Legg ekki dóm á um- mæli Ólafs um lækna - segir lækna verða að gæta sín í orðavali „Eg hef engar forsendur til að styðja ummæli Ólafs Ragnars um lækna og hef reyndar ekki ástæðu til að ætla aö læknar brjóti heilög siöalögmál sín í kjarabaráttunni. Hins vegar hefur Ólafur Ragnar rætt við lækna og hlýtur að draga eigin ályktanir af þeim viðtölum. Um þær ályktanir er ég ekki dómbær. Þau ummæli, sem deilt er um, eru alfarið á hans ábyrgð en ekki ríkisstjórnar- innar,“ segir Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra. Steingrímur hefur nú svarað með bréfi þeirri spurningu Læknafélags Reykjavíkur hvort hann og ríkis- stjórnin styðji þau ummæli sem Ólaf- ur Ragnar Grímsson fjármálaráö- herra viðhaföi i fréttatíma sjónvarps fyrir skömmu. Þar kvaö hann full- trúa lækna hafa hótaö því að láta sjúklinga deyja kæmi ríkið ekki til móts við kröfur þeirra. Þó Steingrímur vilji ekki leggja dóm á ummæli Ólafs Ragnars segir hann ljóst aö læknar verði að gæta sín í orðavali. Þannig hafi þeir til dæmis víða komist á óviðeigandi máta að oröi í skriflegri greinargerð sem þeir sendu frá sér í janúar síð- ast liðnum. Þar tala þeir um hvað geti gerst séu þeir reittir til reiði. „Ég ætla að vona að sú greinargerð hafi einungis verið skrifuð í hita leiksins,“ segir Steingrímur Að sögn Steingríms kemur sú skoð- un hans fram i bréfinu að hann telji eðlilegt að kjör lækna á sjúkrahúsum verði ákvörðuð af kjaradómi. Einnig segir hann nauðsynlegt að betur verði greint á milli starfa þeirra á sjúkrahúsunum og sem sérfræðinga. -kaa Vesturland: Arnórefstur álista Frjálslyndra Sguiður Sverrisson, DV, Akranesú „Það sem réð endanlegri ákvörðun minni að taka að mér að leiða framboð Frjálslyndra á Vesturlandi var „svarta skýrsl- an“ frá landlækni um fjárhags lega stöðu fatlaðra og sjúkra sem kynnt var fyrir stuttu,“ sagði Arnór Pétursson er DV ræddi viö hann. Arnór, sem um árabil hef- ur verið formaður íþróttafélags fatlaðra, hefur samþykkt að taka efsta sætiö á lista Frjálslyndra fyrir komandi alþingiskosningar. „Ég tel mig þekkja Akurnes- inga og Vestlendinga þaö vel að þeir séu reiðubúnir til að leggja Frjálslyndum lið viö að leiðrétta það míkla misræmi sem skapast hefur á kjörum þessa fólks og annarra þegna landsins," sagði Arnór. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra: Klassískur Steingrímur að mæla á báða bóga - þeir sem kalla mig skúrk verða ekki teknir vettlingatökum „Þetta svar forsætisráðherrans er svona klassískur Steingrímur. Hann mælir á báða bóga. Kjarni málsins er hins vegar sá aö hann hefur greinilega orðið mjög undrandi á þessari greinargerð læknanna. Og hann er sammála því sem ég hef ver- ið að boöa. Það verður að leggja nið- ur þetta kerfi sem gerir ráð fyrir að læknar séu bæði í vinnu á spítulun- um og s'em sjálfstæðir verktakar úti í bæ. Það er óeðlilegt að kjaramál lækna séu háð því hversu vel þeim gengur í verktakabransanum. Um þetta hefur stríðið við læknana stað- ið,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra um svarbréf for- sætisráðherra til lækna. Ólafur Ragnar segir lækna ætíð hafa hafnað að gera breytingar á þessu kerfi. Þess í stað hafi þeir vahð að vera í kjaradeilum, með verkfalls- hótunina að vopni, til að geta styrkt sig sem sjálfstæöa verktaka. Hvað varðar hörð viðbrögð lækna gegn ummælum sínum segir Ólafur það lýsandi dæmi um ólýðræðisleg vinnubrögö þeirra að hafna opin- skáum umræðum um málið. „í bréfi, sem þeir sendu mér á laug- ardaginn, hafna þeir allri efnislegri umræðu um þetta mál nema ég biðj- Olaiur Ragnar segist ekki óttast um meðferð lækna á eiginkonu sinni, Guðrúnu Þorbergsdóttur, sem handleggsbrotnaði fyrir skömmu. DV-mynd GVA Flæðilínur til Akureyringa Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Útgerðarfélag Akureyringa hefur gengið frá samningi við Þorgeir & Ellert hf. hér á Akranesi um kaup á fjórum flæðilínum ásamt tilheyrandi tengibúnaði. Að sögn Þorgeirs Jóefssonar hjá Þ&E er þetta samningur upp á 33 milljónir króna. Þorgeir & Ellert hf. hefur selt margar flæðilínur undan- farna mánuði en þetta er langstærsti samningur sinnar tegundar sem fyr- irtækið hefur gert. ist fyrst fyrirgefningar. Þetta sýnir hvað best hrokann í þessum mönn- um. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að þeir eru aö ráðstafa skatt- peningum almennings. Þeir telja sig geta gengiö í þennan sjóð almennings eins og þeim sýnist og gera sífelldar kröfur í þessa skattpeninga." Að sögn Ólafs Ragnars undrast hann mjög yfirlýsingagleði lækna í þessu máli. Telur hann sumt af því sem forystumenn þeirra hafa látiö hafa eftir sér ekki til þess fallið að auka á virðingu þessarar starfsstétt- ar. „Formaður félagsins hefur til dæmis komið fram í fjölmiðlum og kallað mig skúrk og ætlast svo til að það sé borin sérstök virðing fyrir félaginu. En maður sem kallar flár- málaráðherra skúrk getur varla búist við einhverjum vettlingatök- um,“ segir Ólafur Ragnar. -kaa (gfmstrong NIÐURHENGD LOFT Frá og með 1. apríl 1991 tekur TEPPABÚÐIN HF. við dreif- ingu ARMSTRONG-LOFTA á íslandi. Um leið og við bjóðum TEPPABÚÐINA HF. velkomna í hóp söluaðila ARMSTRONG-LOFTA er Þ. Þorgrímssyni hf. þakkað langt og gott samstarf. TEPPABÚÐIN KF. mun kappkosta að veita arkitektum, hönnuðum, verktökum og kaupendum ARMSTORNG- LOFTA góða þjónustu og ráðgjöf við hönnun og val niður- hengdra lofta frá ARMSTRONG. Leitið tilboða hjá TEPPABÚÐINNI HF. ARMSTRONG WORLD INDUSTRIES LTD. TEPIMIJIHN GÓLFEFNAMARKAÐUR, SUÐURLANDSBRAUT 26, S. 91-681950

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.